Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. I? Söluturn - Söluturn Söluturn í góðum rekstri til sölu. Tilboð merkt „Austurbær 8330“ sendist Mbl. fyrir 9. jan. Næiurvörður Viljum ráða mann til næturvörzlu og ræstingastarfa í kaffibrennslubyggingu okkar að Selási. Æskilegt að viðkomandi búi í Ártúnshverfi eða nágrenni. O. Johnson og Kaaber hf. Sími 24000. Vélritun Stúlka, helzt vön véiritun óskast til starfa á opinberri skrifstofu. — Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl., merkt: „Reglusemi — 8328“. linskólínn í Reykjavík Framhaldsdeild Teikniskólans mun hefj- ast þriðjudaginn 10. jan. nk., og er ætluð þeim nemendum er lokið hafa prófi úr 1. bekk skólans. Vikulegur kennslustundafjöldi verður sá sami og áður, en starfstími skólans verð- ur 16 vikur auk prófs. Innritun fer fram á skrifstofu Iðnskól- ans til mánudagsins 9. janúar. Kennslugjald kr. 1200,00 greiðist við innritun. SKÓLASTJÓKI. - Kúrdar Framhald af bls. 19. á Genfarsamþykktinni) en ávallt verið synjað hjálpar. Loforð írakískra stjórnaryfir- valda um frið og aukin hlunn- indi hafa jafnan verið svikin, og samningar þeir, sem Kúrd- ar hafa gert við stjórnina, virt ir að vettugi. — Um hvað vilja Kúrdar sér staklega semja við írakísku stjórnina? — Kröfur þeirra eu í aðal- atriðum þessar: 1. Fullt jafnrétti Kúrda og Araba á öllum sviðum innan fraks. 2. Kúrdar skulu hafa full yfirráð yfir því lögregluliði, sem dvelst hverju sinni í Kúrd istan og að ríkisstjórnin í Bag- dad fái aðeins að senda her- lið þangað með samþykki Kúrda. 3. Komið verði á sjálfstæðri fylkisstjóm í Kúrdistan með fullt vald í öllum innanlands- málum. 4. Tekjum olíulindanna (en þær eru á landssvæði Kúrda) verði skipt í hlutfalli við íbúa fjölda írakíska Kúrdistan og arabíska íraks. 5. Arabíska og kúrdiska verði jafnrétthá og bæði op- inber tungumál íraks. 6. Varaforseti landsins verði Kúrdi, og önnur æðstu em- bætti ríkisins verði skipuð Kúrdum í réttu hlutfalli við fjölda þeirra meðal íbúa ír- aks. (Arabar í landinu eru um 5*4 milljón, en Kúrdar tæpar 2 milljónir). Þessar kröfur virðast ekki ósanngjarnar í lýðræðislegu ríki, en Arabalöndin hafa sjaldnast verið lýðræðisleg í verki, þótt stjórnarskrár þeirra kveði á um lýðræði á ekki ó- fegurri hátt en stjónarskrár V esturveldanna. Þó hefur umheimurinn til- tölulega litla vitneskju um það stríð sem háð hefur ver- ið undanfarin 5 ár gegn Kúrd- um í írak, bæði vegna þess, að landssvæði Kúrda er lok- að öllum ferðamönnum, og einnig vegna þess, að stjóm- in í Bagdad sendir öðru hverju út fréttatilkýnningar þess efn- is, að allt sé með felldu í írak- íska Kúrdistan. frá þvi í sum- ar hefur þó verið vopnahlé, en óvíst er hversu lengi það mun standa því að engir samn- ingar hafa náðzt. — Hvernig hefur samskipt- um Tyrkja og Kúrda verið háttað? — Sú saga er ljót. Þó ekki sé vel búið að Kúrdum í ír- ak og Persíu, þá er staða þeirra langverst í Tyrklandi. Þar eru öil rit á kúrdísku bönnuð, öll ATH.: Nemendur í jazzballett munið að endumýja skólaskír- teinin fyrir 7. janúar, þar eð margir eru á biðlista. Ný 4ra mánaða námskeið hefjasta þann 9. janúar í BARNA- DÖNSUM, SAMKVÆMISDÖNS UM OG STEPPI, nú í byrjun janúar. HJÓNAFLOKKAR — HÓPAR. Innritun daglega í síma 14081 frá kl. 1—7. Þjóðdansar Kúrda eru ekki ósvipaðir dönsum Færeyinga. félagamyndun þeirra og þjóð- ernisleg og pólitísk starfsemi stranglega bönnuð og land þeirra nær algerlega vanrækt bæði menningarlega og efna- hagslega. Uppreisnir þeirra gegn kúguninni hafa verið bælar niður af grimmd, sem fáum nema Tyrkjum er gef- in Tyrkír hafa gert margvís- legar tilraunir til að þurrka Kúrda út í landi sínu sem slíka. Mustafa Kemal (Ataturk Tyrkjafaðir) gaf þeim nafn- ið Fjalla-Tyrkir, og dómsmála- ráðherra tyrknesku stjórnar- innar árið 1930 lét hafa eftir- farandi eftir sér á kosninga- fundi það ár: „Tyrkinn er hinn eini herra, hinn eini húsbóndi þessa lands. Þeir, sem ekki eru af hrein- um tyrkneskum uppruna, eiga aðeins einn rétt í þessu landi, rétt til að vera þjónar, rétt til að vera þrælar.“ Það er ekki furða þótt slík stefna hafi haldið uppreisnar- andanum vakandi meðal Kúrda. Sá andi hefur aldrei verið bugaður í þau hundr- uð ár, sem Kúrdar hafa orðið að lúta harðræði annarra og öflugri þjóða. Þegar á 17. öld orti þjóðskáld þeirra Ehmede Xani (1650-1706) ættjarðar og vakningaljóð, sem farandsöngv arar í Kúrdistan hafa sung- ið fram á þennan dag: „Hvernig má það vera að Kúrdar, sem eitt sinn með sverði öfluðu sér frægðar, hafi verið sviptir heimsyfir- ráðum og undirokaðir af erlendu valdi? Tyrkir og Persar skýla nú sjálfum sér innan virkismúra Kúrda. Þegar þeir fara á kreik, er það blóð vort, sem út- hellt er Hvenær má sá dagur upp renna að vér vöknum? Mun enginn frelsari fram koma, enginn konungur birtast meðal vor? Ef vér hefðum eigin kon- ung, yrði silfur vort raunveruleg, mótuð mynt, en ekki verðlaust, eins og nú. Vér þyrftum þá ekki að krjúpa fyrir Tyrki né Persa.“ — Hvernig mundir þú lýsa Kúrdum? — Þeir eru um margt líkir íslendingum eink- um á söguöld. Drengskap- arhugmyndin, ættarstoltið, ást á kveðskap og ættfræði, og frelsisást hafa verið sterkir þættir í lífi beggja. Kúrdar eru einkar þægilegir í viðkynu ingu, hreinir og beinir og ein- lægir. Ef þeir væru ein þeirra þjóða, sem sætta sig við ríkj- andi ástand og æskja lítilla eða engra breytinga, þá væri utan frá séð ekkert vandamiál á ferð í landi þeirra. En þannig eru þeir ekki. Sannleikurinn er sá, að þeim sviður sú með- ferð, sem þeir lengstum hafa orðið að sætta sig við undan- farið bæði efnahagslega og þjóðernislega, frumstæða og úrelta atvinnuhætti, menntun- arleysi, sem þeir hafa einna mest kvartað undan, og útlend yfirráð. Ef ódrepandi þrótiur væri í þeim ekki í blóð bonnn væri hið svonefnda kúrdíska vandamál ekki til og þeir mundu lifa í friði og spekt án þess að raska ró herraþjóða sinna. Það er ljótur kafli í menningarsögunni, hvernig sjálfstæðishreyfing þeirra hef- ur verið leikin hvað eftir ann- að á þessari og síðustu öld. — Hvað er nú verið að gera í málefnum írakískra Kúrda á alþjóðavettvangi? — Það er furðu lítið. Heil- brigðisástandið í landinu er fyr ir neðan allar hellur. Læknis- hjálp er ófáanleg. Þúsundir fjölskyldna búa undir beru lofti og eiga helzt athvarf í hellum og skútum, þar sem skjóls er að vænta fyrir loft- árásum írákísku stjórnarinnar. í Evrópu er þó nú nokkur áhugi fyrir því að fá Alþjóða Rauða krossinn til að senda rannsóknarnefnd til írakíska Kúrdistan til að kynna sér ástandið á svæðinu. Slík til- laga þarf að vera borin upp af Rauða Kross einhvers hlut- Framhald á bls. 17. Heimilishjálpin í Kópavogi 1) Konur í Kópavogi, forfallaðar frá heimilisstörf um vegna veikinda eiga kost á heimilisaðstoð. 2) Fleiri konur óskast til starfa við ofangreinda heimilisaðstoð. Upplýsingar í síma 41653 frá kl. 9—10 árdegis. HRÖNN JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.