Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. t Dóttir mín, systir ökkar og mágkona Vallý Mc Keen andaðist í sjúkrahúsi í Fló- nída 28. des. Jarðarförin hef- ur farið fram. Valdemar Gíslason, Kristin Valdemarsdóttir, Jón A. Valdemarsson, Guðrún Sigurðardóttir, Kolbrún Valdemarsdóttir, Ólafur Jónsson. t Ég þakka innilega öllum þeim, nær og fjær, sem sýndu mér og fjölskyldu minni sam- úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns Sigurhans Hannessonar Valgerður Gísladóttir. t Jarðarför föður míns Jóns Bjarnasonar Þúfu í Kjós, fer fram laugardaginn 7. jan. kl. 2 frá Reynivallakirkju. Ferð verður frá umferðamið- stöðinni kl. 12.30. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Jónsson. t Maðurinn minn, Elías Lyngdal kaupmaður, verður jarðsunginn föstudag- inn 6. jan. kL 1.30 e.h. frá Dómkirkjunni. Þeir, sem vildú minnast hans láti líkn- arstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Lyngdal. t Kve'ðjuathöfn um manninn minn Halldór Jónsson kaupmann, frá Seyðisfirði, sem andaðist hinn 24. des. fer fram frá Fossvogskirkj u föstu daginn 6. þ.m. kl. 10.30. Út- varpað verður frá athöfninni. Sigrún Sigbjörnsdóttir, Lagarfelli. t Eiginkona mín og móðir okkar Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir Háteigsvegi 22, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 6. jan. kk 1.30. Árni Sigurðsson, Gestur Árnason, Jóhannes Árnason, Sigurður Ámason, Guðriður Árnadóttir. IVÍiiining: Skúli Gunniaugsson bóndi og oddviti í Bræðratungu í DAG er kvaddur að Bræðra- tungukirkju og til moldar bor- inn einn ágætasti héra’ðshöfðingi Sunnlendinga, Skúli Gunnlaugs- son, bóndi í Bræðratungu, en hann lézt á heimili siínu annan jóladag. Skúli Gunnlaugsson fæddist að Kiðjalbergi í Grímsnesi hinn 11. septemlber 1888, og varð því rúmlega 78 ára gamall. Foreldr- ar hans voru merkishjónin Gunn laugur Þorsteinsson, bóndi á Kiðjalbergi, og Soffía Skúiadótt- ir. Gunnlaugur var sonur Þor- steins Jónssonar, sýslumanns Ár- nesinga og Elísaibetar Gunnlaugs- dóttur, dómkirkjuprests. Soffía, Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum vinum mínum og venzlafólki, sem gladdi mig á 70 ára afmæli minu á nýárs- dag með heimsóknum, skeyt- um og gjöfum. Kvenfélaginu á Flateyri færi ég einnig inni- legar þakkir. Ég óska ykkur öllum gæfu og guðsbles'sunar á nýja árinu og um al-la framtóð. Jóna Á. Sigurðardóttir, Flateyri. Fanný Benónýs. Jarðarför elsku litla sonar okkar og bróðurs Halldórs Guðjóns sem lézt af slysförum þann 1. janúar, fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 6. janú- ar kl. 10.30 f.h. Margrét Hallgrímsdóttir, Bjöm Jónsson og systkini. Móðir okkar Guðrún Jónsdóttir Ölduslóð 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkj unni í Hafnarfirði laugardag- inn 7. jan. kl. 2 e.h. Reynir Guðmundsson, Fanney Guðmundsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson, Svava Guðmundsdóttir, Hermann Guðmundsson, Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda hjálp og samúð í veik- indum og við fráfall mannsins míns Steindórs Hannessonar Guðbjörg Gunnarsdóttir, og vandamenn. Hjartans þökk fyrir mér sýnda vináttu og virðingu á 70 ára afmælisdegi mínum. móðir Skúla í Bræðratungu, var dóttir séra Skúla Gislasonar, prófasts að Breiðabóhtað, og Guðrúnar Sigríðar Þorsteins- dóttur, prests frá Reykholti. Skúli í Bræðratungu átti því til góðra að telja og hlaut gott upipeld:. Skúli ólst upp í föður- garði, Kiðjabergi í Gríms- nesi, í hópi 6 systkina. Systirin, Guðrún, var eizt, og var jafnan mjög kærr me'ð henni og Skúla, 'bræðurnir voru 5. Eru systkini Skúla öll á lífi og mikils metið fólk. Skúli stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1905—1907 og búfræðinám í 2 ár að Hvanneyri og útskrifaðist bú- fræðingur þaðan. Hann stundaði framhaldsnám við búnaðarskól- ann Dalum í Danmörku, og að loknu því námi kom hann heim til íslands og hóf mælingar á jarðatoótum á Suðurlandsundir- lendi. Skúli fluttist að Bræðra- tungu 1924 og starfa'ði þár fyrst sem ráðsmaður þáverandi eig- anda jarðarinnar, Svend Poul- sen, ritstjóra Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn, en hóf nokkru siðar eigin búrekstur í Bræðra- tungu, og bjó þar myndarbúi til dauðadags, hin síðari ár ásamt Sveini, syni sínum. Hefur Bræðra tunga, sem kunnugt er, lengi ver- ið höfðingasetur. Hinn 12. júní 1926 kvæntist Skúli Gunnlaugsson eftirlifandi konu sinni, Valgerði Pálsdóttur, Þorsteinssonar, hreppstjóra í Tungu í Fáskrúðsfirði, hinni mestu mannkostakonu, sem ver- ið hefúr manni sínum samtaka um að halda uppi gestrisni og höfðingslbrag á höfuðlbólinu. Þau eignuðust 3 myndarlega syni, sem eru: Sveinn, bóndi í Bræ'ðra tungu, Gunnlaugur, dýralæknir í Laugarási, og Páll, sem stundar lögfræðinám við Háskóla íslands. Fljótt að námi loknu tóku að hlaðast á Skúla Gunnlaugsson margháttuð trúnaðarstörf. Hann hafði hlotið góða menntun til undirbúnings þeim störfum, sem hann hugðist snúa sér að, og maðurinn var með eindæmum góður í viðkynningu og traust- vekjandi. Hann var kosinn í sveitarstjórn Biskupstungna- hrepps og var oddviti þessarar fjölmennu sveitar í áratugi. Var Skúli jafnan endurkosinn með slíkum einhug og við þær vin- sældir sveitunganna, _ áð eins- dæmi mun vera. Átti Skúli manna mestan þátt í þeim fram- fiörum, sem orðið hafa í Árnes- þingí, hann var sýslunefndar- maður um langt áralbil. Skúli í Bræðratungu átti nokkur síð- ustú æviár sdn sæti í stjórn Kaupfélags Árnesinga, og lagði hann þar, sem annars staðar, mörgum góðum málum lið. Skúli í Bræðratungu var vel menntaður búfræðingur og góð- ur bóndi. Hann hafði því góðan skilning á íslenzkum landlbúnaði og þörfum hans. Skúla var jafn- an vel ljós þýðing þess, að ís- lenzkir bændur gætu framleitt í landinu góðar landbúnáðarafurð- ir, og honum var eins vel ljóst mikilvægi þess, að unnt væri að koma afurðunum sem allra bezt- um á borð neytendanna, og því var hann áhugasamur um starf- semi sölufélaga bændanna, sér- staklega Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands. Það var skoðun Skúla, að siík fram- leiðendafélög bæri bændum að efla sem mest til hagsbóta ís- lenzkum landbúnaðL og að neyt- endum yrði með starfsemi slíkra fyrirtækja bezt séð fyrir hollum og góðum matvælum. Skúli tók því snemma virkan þátt í starf- semi Sláturfélags Suðurlands. Sveitungar hans kusu • hann deildarstjóra félagsdeildar Slát- urfélagsins í Biskupstungna- hreppi skömmu eftir a’ð hann hóf búskap. Biskupstungurnar eru, I sem kunnug't er, ein mesta land- l'búnaðarsveit á íslandi, og er land búnaðarframleiðsla þar og í Hrunamannahreppi einna mest einstakra hreppsfélaga í land- inu. Deildarstjórastarf Skúla fyrir Sláturfélagið varð því þeg- ar í upphafi umfangsmikið og erilsamt, en því verkefni sem öðrum hefur Skúli lokið með sérstakri prýði. Síðan árið 1950 hefur Skúli verið endurskoðandi Sláturfiélags Suðurlands. Vegna þeirra starfa hefur hann dvalizt í Reykjavík hálfs mánaðar táma tvisvar á ári og lagt fram af al- úð og samvizkusemi mikla vinnu í því trúnaðarstarfL Að eðlisfari var Skúli hlé- drægur maður, en hann var mjög greindur, manna skemmti- legastur og fyndinn. Hann kunni feikn af sögum og sagði oft svo skemmtilega frá, að unun var á að hlýða. Samferðamennirnir munnu lengi geyma minninguna um þannan mæta heiðursmannn. Vinir og samstarfsmenn Skúla Gunnlaugssonar í Bræðratungu votta frú Valgerði og fjöiskyld- unni dýpstu samúð. Jón H. Bergs. „Þar sem góðir menn fara eru Guðsvegir“. Þessi orð koma fyrir í einni ágætustu bók Björnsons og ég vil hiklaust leyfa mér að færa þau yfir á Skúla í Tungu, eins og sveitungar hans kölluðu hann. Við mágafólkið hans kölluðum hann fremur Skúla í Bræðra- tungu, þar sem kona hans og við systkynin voru frá Tungu í Fáskrúðsfirði og kennum okk- ur við þann stað. Já ég tel það hiklausst að Skúli hafi verið góð ur maður og þar sem hann er horfinn af okkar sviði tel ég fullvíst að hann nú sé á Guðs vegum. Það var meira en gaman að kynnast Skúla Gunnlaugssyni það var líka fróðlegt og stórkost lega skemmtilegt. Ávalt var Skúli mikill aufúsugestur hér á Blikastöðum, maðurinn var skarp greindur, hafði stálminni og fjöl þætta frásagnargáfu. Þau voru fljót að líða kvöldin þegar Skúli var gestkomandi, og gaman var þá ef svo hittist á að til var lítill lögg í glasi þótt hann væri þar miikill hófsmaður sem og á öðr- um sviðum. Skúli Gunnlaugsson gerðist bóndi og reyndist þar trúr stöðu sinni og stétt. Það var honum mikið lán að hona hans var mik- ið sveitabarn, mikil búkona og gekk að því heils hugar að efla mann sinn til dáða og athafna I búskapnum, samfara því, sem hún bjó manni sínum og sonum hið ágætasta heimili. Greindur bóndi í Bískupstungum sagði eitt sinn við mig, er við ræddum ura þau Bræðratunguhjón: „Hann Skúli, hann býr nú ekki alveg einn í Tungu, það munar um hana Valgerði“ og er ég þeim manni alveg sammála. Bræðratunga er frægur staður í sögunni. Þar bjó Ásgrímur Elliðagrímsson, og þar var Helga í Bræðratungu sú stór- brotna kona í biskupstíð Bryn- jólfs Sveinssonar, en í sögu stað arins hafa skipzt á skin og skugg ar. Þegar Skúli hóf þar búskap árið 1924, þá fyrst í félagi við Sven Paulsen ritstjóra, var þar felst í niðurníðslu, en á þeim ár- um sem síðan eru liðin hafa þar öll hús verið byggð upp bæði fyrir fólk og fénað, ásamt stór- feldri túnræktun. Þar eins og annarsstaðar hafa þó framfarirn ar orðið örastar hin síðari ár, enda var þá líka komin til þátt- taka Sveins sonar hans, sem hef- ir búið þar ásamt foreldrum sín- um nú undanfarin ár. Það má méð sanni segja, að hjá þeim Skúla og ValgerSi í Bræðratungu hafi ávallt verið opið hús fyrir gesti og gangendi, og æði mörg bæjarbörn og ung- menni hafa notið þar sumar- dvalar í faðmi hinnar fögru sveit ar og mörg þeirra knýtt tryggða bönd við húsbændurna. Það lætur að líkum með jafn fjölgreindan mann sem SkúJi var að hann var kvaddur til margra starfa fyrir sveitarfélag sitt og bændasamtök héraðsins. Tímafrekust hafa þar orðið odd- vitastörf í hinu fjölmenna sveitar félagi og endurskoðun reikninga Sláturfélags Suðurlands. Skúli hafði lifandi áhuga á landsmálum, framan af var hann Framsóknarmaður, en hin síðari ár var hann það ekki, og á því sviði lifði hann í skoðun er ekki í trú. Nú þegar leiðir skiljast vil ég færa þér mágur hjartans þakkir okkar systkina fyrir liðnar sam- verustundir og bið þér systir mín, sonum ykkar og fjölskyld- um þeirra allrar Guðs blessunar. Sigsteinn Pálsson. STÓRT skarð er höggvið í raðir Tungnamanna við frafall Skúla Gunnlaugssonar, bónda og odd- vita í Bræðratungu, en hann and aðist að heimili sínu á annan jóladag, eftir nokkurra mánaða baráttu við mein, sem nú þjakar einna mest mankyn allt og vís- indin hafa ekki enn yfirunnið. Skúli Gunnlaugsson fæddist að Kiðjabergi í Grímsnesi 11. sept. 1888. Foreldrar hans voru, Gunn laugur bóndi og hreppstjórí Þor steinsson, kanselíráðs og sýslu- manns á Kiðjabergi, Jónssonar umboðsmanns á Stóra-Ármóti, og Soffía Skúladóttir, prófasts á Breiðabólsstað, Gíslasonar. Þetta eru þjóðkunnar ættir, og þar er að finna fjölfróða sagna- ritara, þjóðskáld, stórbrotna em- bættisimenn og héraðshöfðingj a. Skúli Gunnlaugsson ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt bræðrum og systur. Kiðjabergs- heimilið var rómað fyrir rausn og prýði um Suðurland og langt út fyrir takmörk' þess. Eins og jafnan hefur verið um höfðingja setur, var þar oft gestkvæmt, bæði úr sveitinni sjálfri og hér- aði og þangað lögðu einnig leið sína ýmsir af fyrirmönnum þjóðarinnar og setti það óneitan lega svip sinn á staðinn. Gunn- laugur hreppstjóri var hinn hóg- væri höfðingi, skemmtinn í við- ræðum og Ijúfmenni hið mesta. Húsfreyjan, Soffía Skúladóttir var höfðingsikona, fyrirmannleg fríðleikskona og stjórnaði hinu stóra heimili af rausn og ráð- deild. Börn þeirra Kiðj abergs'hjón- anna, Gunnlaugs og Soffíu fengu í sínn hlut góðar ættarenfðir og heimilisbragurinn á Kiðjaibergi, sem var rammíslenzkur og fyrir mannlegur, setti vissulega svip sinn á systikinahópinn. Þannig Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.