Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. Fólkið vill góðan leik, góða leikmenn og árangur Aðsókn að knattspyrnu i Englandi eykst viðast EINSÝNT virffist aff knatt- spyrna hafi aldrei veriff svo vinsæl sem á sl. ári. Sú varð raunin t.d. hér á landi og í Eng- landi virðist HM-keppnin hafa Að kasta spjót- inu 95 metra — ÉG býst við þvi aS sigurveg- arinn í spjótkastkeppni Olym- píuleikanna í Mexico verði að kasta 90 metra, sagði Evrópu- meistarinn Rússinn Janis Lusis, í viðtali við Tass-fréttastofuna um áramótin. Sá, sem ætlar að sigra á OL í Miinchen 1972, verð ur að stefna að því að geta kast- að 95 metra. Lusis sagði að Pólverjamir Nikicuk og Sidlo væru ásamt Finnunum Kinnunen og Nevala sýnir sterkustu keppinautar. mjög aukið áhuga fólks á knatt- spyrnu og var hann þó ekki lít- ill fyrir. Flest félög Englands eiga að fagna betri aðsókn aff völlum sínum en áffur — og mest er aukningin hjá þeim lið- um er áttu fulltrúa í heimsmeist araliffinu enska. Fram að jólum höfðu samtals 407.192 fleiri greitt aðgang að leikjum 1. deildarliðanna í Eng- landi en á sama tíma árið áður. í annarri deild er aukningin MOLAR BANDARÍKJAMAÐURINN Bob Segren bætti sitt eigið heimsmet í stangarstökki inn anhúss, er hann, daginn fyrir gamlársdag, stökk 5.21 á móti í Kanada. Fyrra heimsmet hans var 5.20 m. ekki mikil, nam 42 þúsundum. Mest hefur aðsóknin verið að leikjum Manch. Utd. Þar hafa að meðaltali komið 51.823 á hvern leik liðsins í L deild. I>ar gefst fólki lika kostur á að sjá stjörnur eins og Bobby Charl- ton, Nobby Stiles, Skotann Dennis Law og írann Best. í 10 fyrstu leikjum þessa tímabils eru áhorfendur á „Old Trafford“ (svo heitir leikvangur Manch Utd.), miklu fleiri en á sama tíma árið áður. Lundúnaliðið West Ham hefur aldrei átt jafn mikilli aðsókn að fagna og eftir að þrír liðs- manna félagsins, Moore, Peters og Hurst, urðu heimsmeistarar. Meðaltal áhorfenda að heima- leikjum liðsins hefur stigið úr 19 í 30 þúsund. Hjá Chelsea er aukningin frá 33.000 í 39.000 að meðaltali á leik, hjá Liverpool úr 39.000 í 47.000 að meðaltali og hjá Sout- hampton úr 16 þús. í 24 þús. Önnur félög fá lakari aðsókn en áður, m.a. Arsenal, Aston Villa og bæði Sheffield-liðin. Það virðist því einsýnt að lyk- illinn að góðri aðsókn sé einung- is góðir leikmenn, góður leikur og góður árangur. 300 þús. kr. í kassunum FYRRI landsleikur Dana og Svía í handknattleik á dögun- um varð mikil lyftistöng fyrir danskan handknattleik. Ekki að- eins að sigur vannst 16—13 (þó síðari leikurinn tapaðist 13—21) heldur hækkaði verulega í pen- ingakassa danska samibandsins. Leikurinn fór fram í Forum- höllinni í Kaupmannahöfn og var húsið þéttskipað — alls um 6000 áhorfendur. Hefur því ver- ið skotið fram að ágóði af leikn- um hafi numið um 60 þús. d. kr. eða á 4. hundrað þús. ísl. kr. Orðrómur um atviiuiumennsku UNDRABARNH) í sundi, Suður Afrikustúlkan 14 ára, Karin Muir, sem sett hefur mörg heims meit, er nú mjög umrædd vegna orðróms um að félag hennax hafi gert það að skilyrði fyrir þátttöku hennar í sundmóti að fá sem svarar um 12000 kr. I reiðufé. Formaður sundsam/bands S- Afríku hefur sagt: — Hafi greiðslan verið innt af hendi er ekki um annað að ræða en að útiloka félögin sem aðild eiga að hneykslinu um sinn og lýsa Karin Muir atvinnumann. Mæntyronta „íþróttamaður Finnlands 1966“ SK ÍÐ AGÖN GUK ARPUDINN frægi Eero Mæntyranta, var kjör inn íþróttamaður Finnlanda 1966. 98 íþróttafréttamenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Allir nema 3 kusu þeir Mæntyranta í efsta sæti á lista sínum, og bar hann því sigur úr býtum með miklum yfirburðum. Þetta er í annað sinn sem Mæntyranta hlýtur þennan sæmd artitil — en ferill hans hefur líka verið óvenjulega glæsilegux, Þjálfarinn frægi heitir nú „Sir Alf“ Frábær ferill og afrek Alf Ramseys hlýtur æðstu viðurkenningu ENS'KU heimsmeistararnir í knattspyrnu skáluðu eftir unninn sigur við rólegan og yfirlætislausan mann, sem ætíð lætur lítið fyrir sér fara, og kölluðu hann „Sir Alf“. Þetta var fyrir 5 mán- uðum. Allir þóttust þó vita, að titillinn yrði hans og á nýársdag hlaut hann viður- kenninguna og heitir nú Sir Alf Ramsey. „Einræðisherrann" í enskri knattspyrnu Sir Alf er 44 ára og annar knattspyrnumað urinn í Englandi sem aðlaður hefur verið fyrir frábæra frammistöðu. Engin sáust á honum svip- brigði er hann fékk tilkynn- inguna um hinn nýja titiL Þannig hefur hann ætíð ver- ið. Þegar 100 þús. manns kunnu sér engin læti á Wemb ley-leikvanginum í sumar er England hafði í fyrsta sinn unnið heimsmeistaratitil í knattspyrnu, var einn maður sem hélt ró sinni, stóð álengd ar við liðsmenn sína og önn- ur svipbrigði en látlaust bros sáust ekki á honum. Það var Alf Ramsey. Hann er rólyndur, hefur stílhreina framkomu en vek- ur ekki sérstaka athygli. Hið sama gilti er hann lék í enska landsliðinu 1948—54 alls 32 landsleiki. En hvort sem er á leikvangi eða utan hans hefur engum tekizt að slá hann út af laginu. Stað- festan og einbeitnin ráða ætíð ríkjum. Gagnrýnisgreinum og umtali hefur á stundum rignt yfir hann, ekki sizt síð- ustu tvö árin fyrir HM-keppn ina, því þá fannst mönnum árangurinn ekki koma í ljós og landsleikjatöpin algeng. Han svaraði engum, en byggði upp lið sitt, fullyrti að það myndi vinna — og hvað varð? Sir Alf Ramsey er af verka mannsfjölskyldu í Eastend kominn. Hann komst til náms sem afgreiðslumaður í verzl- un og lék knattspyrnu um helgar. í hernum starfaði •hann eftir síðari heimsstyrj- öld. Þá hafði hann engar áætl anir um að verða atvinnu- maður í knattspyrnu, en hélt áfram að leika og varð æ betri. 'Hann lék fyrir herdeild sína í Southampton. Ráða- menn þess félags sáu hann og buðu honum upp á atvinnu- samning er hann lyki her- skyldu sinni. Hann varð þekktur í Southampton en var síðan seldur til Totten- ham Hotspur og lék 32 lands leiki á tíma sínum þar. En fáir eða engir þekktu þó hæfileika hans til að skipu- leggja og kenna hina taktísku hlið knattspyrnunnar, fyrr en hann hætti keppni og tók að sér framkvæmdastjóra- störf fyrir lið Ipswich Town, eitt hinna lítt þekktari félaga í enski knattspyrnu. Á fjór- um árum gerði hann krafta- verk með störfum sínum þar. Hann tók við liðinu er það barðist við að forða falli nið- ur í 4. deild. Skjótlega brá við til betra gengis fyrir lið- ið. Það vann sig upp í 2. deild og síðan upp í 1. deild og vann meistaratitil og komst þannig í Evrópufbikarkeppni. Allt þetta skeði á aðeins 4 árum. Allir veltu fyrir sér kraftaverkinu hjá Ipswich. Það var Alf Ramsey sem var maðurin á bak við það. Þegar hér var komið var honum boðið að gerast fram- kvæmdastjóri enska lands- liðsins með einræðisrétti til vals í landsliðið. Eftir 3 ára tilraunastarf kom hann fram með 4-3-4 kerfið — „kerfi sem hentar bezt þeim leikmönnum, sem við eigum“, sagði hann. Og árangurinn hefur komið í ljós. Hann fékk gerbreytt enska landsliðinu, skapaði þar anda vináttu í stað rígs. Leikmenn kalla hann „Alf“ á æfingu, en þeir bera virðingu fyrir hon- um og aginn innan enska landsliðsins hefur aldrei ver- ið betri en nú, Aðeins einu sinni missti hann stjórn á skapi sínu með- an á HM-keppninni stóð. Það var í hneykslis-leiknum milli Englands og Argentínu. Eftir leikinn kom hann fram í sjón varpi og kallaði þá Argen- tinumennina villidýr. Flestir höfðu talið að Ramsey, þessi rólegi gentil- maður enskrar knattspyrnu, gæti vart látið sér slíkt um munn fara. Alþjóðasamiband- ið krafiðst þess að enska knattspyrnusambandinu að Ramsey hlyti tiltal. Hann baðst afsökunar á orðbragði sínu. Fyrir frammistöðu sína hlaut Ramsey ríflega fjárupp hæð að heiðurslaunum. Hluti hennar lenti í rikiskassan- um. Nú hefur hann hlotið ævarandi virðingu af Eng- landsdrottningu. Skatturinn fær ekkert af henni — en við urkenningin mun vekja verð- uga athygli á eindæma afreki hins rólynda manns, sem þó kann að setja sér og sínuwi takmörk að keppa að og aá þeim með eindæma festu, áræði og umfram allt þrot- lausrar vinnu. Fleiri enskir Sþróttamenn voru heiðraðir af Englands- drottningu. Bobby Moore, fyr irliði enska liðsins, var sæmd ur heimsveldisorðunni OíBiE (Officer of the British Em- pire). Eugene K. Wilson, sem var skipuleggjandi HM-keppninn ar var sæmdur MBE (Memb- er of the British Empire) orðunnL Dennis Follows, framkv. stj. enska knattspyrnusam- bandsins, fékk lægri gráðu sömu orðu. Aðrir íþróttamenn sem heiðarðir voru og hlutu OBE orðuna voru Angela Morti- mer, einasta enska tenniskon an sem sigrað hefur í Wimb- ledlon-keppni sl. 30 ár. Bobby McGregor, 19 ára Skoti, sem setti heimsmet í 100 m, skriðsundi 53.5. Lynn Davies, 22 ára Wales búi, sem á sL tveimur árum hefur unnið OlympíuguU, Samveldisleikagullverðlaun og Evrópumeistaratitil í lang stökki. Ronnie Shade, skozki golf- leikarinn sem varð annar á eftir ShAírf k'umann inum Bobby Oole á opna brezka meistaramótinu. Alf Ramsey og fyrirliffi enska heimsmeistaraliðsins, Moore.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.