Morgunblaðið - 07.02.1967, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1967.
Formlega stofnuð samtök
síldveiðisjómanna
„SAMTÖK síldveiðisjómanna"
▼oru formlega stofnuð á fram-
haldsstofnfundi í húsi Slysa-
varnafélagsins á Grandagarði
síðastliðinn sunnudag. Samþykkt
voru samhljóða lög félagsins og
rætt um ástandið sem skapazt
hefur í sölu íslenzkra sjávaraf-
urða og kaupgjaldsmál sjó-
manna. Þá voru ítrekaðar fyrri
samþykktir félagsins sem gerðar
voru á Reyðarfirði og stjórn-
inni falið að vinna áfram að
framgangi þeirra.
Einnig voru samþykktar ein-
róma eftirfarandi tillögur:
Fundur Samtaka síldveiðisjó-
manna lítur svo á að við ákvörð-
un síldarverðs komi ekki til
greina að verðákvörðun sé
byggð á verksmiðjum sem fjarri
eru veiðisvæðum og hafa lítið
og ekkert hráefni fengið. Einnig
telur fundinn að þegar verðlögð
sé síld til söltunar eigi að reikna
með að tunnur séu keyptar þar
»em þær fást ódýrastar.
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi
verður haldinn í Sjálfstæðishús-
inu, Borgarholtsbraut 6, í kvöld,
kl. 20,30. Að loknum venjulegum
aðalfundarstörfuro verða umræð-
ur um bæjarmál og landsmál. —
Frummælendur verða Axei Jóns
Fundur samtaka síldveiðisjó-
manna skorar á sjávarútvegs-
málaráðuneytið og háttvirt Al-
þingi að sjá um að þegar síld-
veiðiflotinn er að veiðum á fjar-
lægum miðum fylgi honum skip,
sem geti veitt læknisaðstoð og
flutt sjúkling til hafnar ef með
þarf. Þess má geta að Sigurður
Bjarnason, alþingismaður hefur
þegar flutt frumvarp um þetta
á alþingi.
Samtökin eiga að vera hags-
munasamtök starfandi íslenzkra
síldveiðisjómanna en eru ekki
stéttarfélag samkvæmt ákvæð-
um núverandi vinnulöggjafar.
Höfuðmarkmið samtakanna er
að vinna að sameiginlegum hags
munamálom allra þeirra er síld-
veiðar stunda á íslenzkum fiski-
skipum. Hagsmunamál þessi eru
einkum þau að vernda og bæta
kjör síldveiðisjórhanna almennt
og vinna að bættum aðbúnaði
þeirra og öryggi á sjónum. Hags-
son, alþm. og Pétur Benedikts-
son, bankastjóri. Meðlimir Full-
trúaráðsins eru hvattir til þess
að fjölmenna.
munamál þessi eru jafnframt
þau, að stuðla að tæknilegum
framförum við síldveiðarnar og
vinna að aukinni hagræðingu í
vinnslu síldarafurðanna og dreií
ingu þeirra og sölu á erlendum
markaði að því leyti sem þetta
hefur bein áhrif á hagsmuni og
og afkomu þeirra sem sjálfar
síldveiðarnar stunda.
Þessum markmiðum sínum
hyggjast samtökin ná með því að
efla samvinnu þeirra stéttar-
félaga er taka til hinna ýmsu
starfshópa um borð í síldveiði-
skipum og sam'hæfa starfsemi
þeirra í þjónustu sameiginlegra
'hagsmuna. Einnig með því að
taka upp samvinnu við opinber-
ar stofnanir, félög, einstaklinga
og fyriijtæki sem hér eiga hlut
að máli, og með því að afla
gagna og upplýsinga um alla
þætti þessara mála sem að gagni
mega koma og koma þeim á fram
færi bæði við síldarsjómenn og
almenning í landinu. Allir starf-
andi síldveiðisjómenn hafa rétt
til að vera í samtökum þessum.
Á fundi síðastliðinn sunnudag
voru eftirfarandi sjö menn kosn-
ir í stjórn: Páll Guðmundsson,
Reykjavík; Jón Tímótíheusson,
Reykjavík; Hrólfur Gunnarsson,
Reykjavík; Kristján Jónsson,
Hafnarfirði; Halldór Þorborgs-
son, Reykjavík; Jón Magnússon,
Patreksfirði og Tryggvi Gunn-
arsson, Akureyri. Auk þess var
kosin fjögurra manna varastjórn
og fimmtán menn í fulltrúaráðs.
Guðm. Guðmundsson iormuðui
Fulltrúurúðsins í Huinurfirði
FuUtrúurúðsfundur í Kópuvogi
Kennslugföðd
hækka við
brezka háskóla
SAMKVÆMT upplýsingum frá
sendiráði íslands í Lundúnu -n
hefur ríkisstjórn Bretlands ákveð
ið að hækka til muna kennslu-
gjald erlendra stúdenta í brezk
um háskólum. Sendiráðinu hefur
borizt tiikynning frá háskólan-
um í Newcastle þar sem segir að
frá næsta hausti muni kennslu-
gjald fyrir erlenda stúdenta nema
250 sterlingspundum á ári. Telur
sendiráðið að tilkynningar svip
aðs efnis muni á næstunni berast
frá öðrum háskólum. Það er því
nauðsynlegt fyrir íslenzka stúd
enta sem hafa sótt um námsvist
við brezka háskóla á næsta vetri
að vera viðbúnir auknum náms-
kostnaði af þessum sökum.
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði var haldinn 23. janúar sl.
Form. fulltrúaráðsir.s Mattihías
Á. Mathiesen alþm., gerði í upp-
Guðmundur Guðmundsson
Aðoiiundur ú Suuðúrkróki
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Sauðár-
króks heldur aðalfund miðviku-
daginn 8. febrúar, klukkan 8.30 í
Bifröst. 1) Venjuleg aðalfundar-
störf. 2) Fréttir frá bæjarmála-
ráði, Stefán Ólafur Stefánsson
segir frá. 3) Önnur mál. Félagar
fjölmennið. Stjórnin.
DJÚPA lægðin, sem olli V- það bent til þess, að ísinn
rokinu á landinu um sl. helgi, hefði borizt þar nær landinu í
var í gær komin NA í hafs- véstangarranum. — í Reykja
auga, og bærilegt veður var vík var hins vegar um 3ja
komið um allt land. Frostið st. hiti í gær. — Ný lægð var
yfir Nýfundnalandi og von á,
að hún valdi hér S-átt í kvöld.
komst mest í 10" á Raufarhöfn
kl. 5 í gærmorgun, og gætí
hafi grein fyrir störfum fulltrúa-
ráðsins, sem hafði verið með svip
uðum hætti og undanfarin ár.
Árni G. Finnsson bæjarfulltrúi,
gjaldkeri, gerði grein fyrir reikn
ingum flokksins og Gestur
Gamalíelsson húsameistari og
Valur Ásmundsson, verzlunar-
maður gerðu grein fyrir reikn-
ingum SjálfstæðiShússins og
blaðsins Hamars.
Stjórnarkjör fói síðan fram og
var Guðmundur Guðmundsson
fulltrúi, kjörinn formaður fyrir
næsta starfsár, en fráfarandi for
maður baðst undan endurkjöri.
Aðrir í stjórn voru kjörnir:
Páll V. Daníelsson hagsýslustj.
varformaður, Árni G. Finnsson
bæjarfulltr., Sveinn Þ. Guðbjarts
son útvarpsvirki og frú Sigur-
veig Guðmundsdóttir. í vara-
stjórn frú Elín Jósepsdóttir og
Ámundi Eyjólfsson trésmiður.
í kjördæmisráð voru kjörnir
Jóhann Petersen skrifst.stj.,
Mattihías Á. Mathiesen alþm.,
Ólafur Tr. Einarsson framkv.stj.,
Páll V. Danielsson hagsýslustj.,
Stefán Jónsson bæjarfulltr. og
til vara frú Helga Guðmunds-
dóttir og Magnús Þórðarson
verkstjóri.
í hússtjórn voru kjörnir -Ólaf-
ur Pálsson húsasm., Trausti Ó.
Lárusson franekv.stj. og Valur
Ásmundsson verzlunm.
Ssitjnmarnes
Kópnvogur
HIÐ árlega Þorrablót Sjálfstæð-
isfélaganna í Kópavogi og á
Seltjarnarnesi verður að þessu
sinni haldið í Sigtúni — Sjálf-
stæðishúsinu í Reykjavík laugar
daginn 11. febrúar kl. 19.30. Þátt-
tökutilkynningar og aðgöngu-
miðasala fyrir Kópavog er í
Sjálfstæðishúsi Kópavogs, sími
40708 kl. 4-6 daglega. Fyrir Sel-
tjarnarnes hjá Snæbirni Ásgeirs-
syni, Lindarbraut 29, sími 12296
eða Magnúsi Erlendssyni Mela-
braut 47, sími 21807. Sjálfstæðis-
fólk fjölmennið og takið með
ykkur gesti.
Ilinar fátæklegu blóðbirgðir Blóðbankans.
Bjargið lífi —
gefið blóð
tJtbreiðsluviku RKÍ lýkur í dag
ÞAÐ eru orðin mörg mannslíf
sem bjargað hefur verið með
blóðgjöfum, bæði í sambandi við
slys og sjúkdóma. Blóð er ekki
hægt að kaupa né framleiða eins
og lyf nú til dags. „Ekkert getur
komið í stað blóðs nema blóð“,
eins og dr. Jón Sigurðsson borg-
arlæknir, formaður R.K.f. orðaði
það í ræðu, er hann flut.ti á
fundi með blaðamönnum er út-
breiðsluvika R.K.f. hófst.
Nú hefur R.K.Í. fengið bifreið
sem sérstaklega er útbúin fyrir
blóðsöfnun og flutning á blóði,
— er þetta starf hliðstætt því
sem Rauða kross félög annarra
landa hafa gert. Er tilgangurinn
með þessarí bifreið sá að geta ek-
ið á sem flésta staði á landinu
til blóðsöfnunar, og með tilkomu
þessarar bifreiðar er Blóðbank-
anum í fyrsta sinn gert mögu-
legt að eiga nægar birgðir blóðs
og blóðvatns í neyðartilvikum.
Fréttamenn fengu nýlega að sjá
sjáþær birgðir af blóði sem Blóð
bankinn í Reykjavík á. Sjást þær
á meðfylgjandi mynd er ljós-
myndari Mbl., Sv. Þ. tók, Hálf-
tómar hillur í stórum skáp, er
vitna um þá þörf að fólk taki
höndum saman og sjái til þess
að bæta úr þessu ástandi.
Margir eru hræddir við að gefa
blóð, — halda að það kosti þá
sársauka. Svo er þó ekki. Og
hverjum hraustum einstaklingi á
ekki að vera neitt um að gefa
blóð. Það eru teknir 400 ml. af
blóði í hvert sinn, — minna en
1/10 hluti blóðmagns líkamans.
Allir sem gefa blóð, fá sent kort,
sem gefur til kynna um blóð-
flokk hans. Hver og einn ætti að
bera kortið á sér. Þá er í fljót-
hei'tum hægt að sjá í hvaða blóð-
flokki hann er, ef slys eða annað
hendir, og hann þarf á blóðgjöf
að halda.
Svar til Sveins
Benediktssonar
MÉR, eins og fleirum i veiða-
færainnflutningi, þótti það all
mikil tíðindi þegar blað eitt hér
í bæ „upplýsti“ að Sveinn Bene-
diktsson væri orðinn stærsti
hluthafi Hampiðjunar. Vegna
þess sem á undan var gengið
(takmörkun veiðafærainnflutn-
ings til styrktar Hampiðjunni),
skal það fúslega viðurkennt, að
ég gerði mér engar grillúr út af
hvort hér væri satt eða logið, og
kann því að hafa slegið því fram
í viðræðum um veiðafærainn-
flutninginn, að Sveinn væri orð-
inn hluthafi í Hampiðjunni. Nú
hefur Sveinn aftur á móti lýst
því yfir, að Jiann sé ekki hlut-
hafi í Hampiðjunni, og dettur
mér ekki í hug að vefengja það.
Þar sem ég er aftur á móti al-
sauklaus af þvi að hafa komið
þessum orðrómi á, skora ég hér
með á þann sem skrifaði fyrr-
nefnda blaðagrein, að gefa upp
nafn heimildarmanns síns að
fréttinni, eða að öðrum kosti við-
urkenna að það sé enginn fótur
fyrir henni.
Jóhann Guðmundsson.