Morgunblaðið - 07.02.1967, Side 23

Morgunblaðið - 07.02.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1967. 23 »n fjölskyldunnar sé með eins- dæmum og beri foreldrunum vitni um gott uppeldi barna íinna. Þegar minnst er á hann Geira Geirs rifjast fyrir manrti hvað margir tala um hann Geira á bifreiðinni R-S3, þvi þeir eru ekki svo fáir sem hann hefur aðstoðað með talstöðinni í bif- reið sinni og ég veit að það eru margir sem hugsa með þakklætis hug fyrir þá hjálp sem Geiri veitti þeim, sem voru í vand- ræðum með bilaða bifreið, jafn- vel inn á öræfum, því það gat komið fyrir, að þegar menn voru að kalla á aðstoð í gegnum talstöð sína, var R-83 eina stöðin aem svaraði. Ég veit það líka, að það eru margir á land- inu, sem hafa heyrt röddina i honum Geira á bylgjulend 2790, því þar kom ætíð í ljós hin prúða framkoma, sem ein- kenndi hann í ölium viðskiptum við aðra. Ég gat um föðurættina hér að framan og kom mér þá í hug hvort það væri ekki einlhvert samband á milli, eins og kemur fram i kvæði Gríms Thomsens i kvæðinu um Svein Pálsson og Kóp: Úr barns og móður bætti hann þraut, blessun upp því skar hann, önnur laun hann engin hlaut, ánægður þó var 'hann. I>að er svo margs að minnast I gambandi við hann Sigurgeir Geirsson, sem ekki er rúm eða tími að ræða um nú, en við fé- lagar hans í Flugbjörgunarsveit- inni þökkum fyrir að eiga góðar minningar um hann og starf hans í þágu sveitarinnar. Fyrir hönd okkar félaga í F.B.S. sendi ég öldruðum for- eldrum og systkinum hans okkar innilegustu samúðarkveðju. Sigurður M. Þorsteinsson. Jónína Guðrún Egilsdóttir Fædd 14. júní 1897 Dáin 24. des. 1966 JÓNÍNA Guðrún Elíasdóttir var fædd í Vestmannaeyjum. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Hjálmfríðar Bjargar ísaksdóttur og Elíasar Sæmundssonar, er lengst af voru búsett í Vest- mannaeyjum. Elías var hagur og dugandi trésmiður og mjög eftir- sóttur til húsasmíði sökum verk- hyggni og sérstaks dugnaðar. Móðir Jónínu — Björg fsaks- dóttir — var ánnáluð gæðakona, hjálpsöm og nærfærin í hvi- vetna við alla, sem vaniheilir voru, og ávallt reiðubúin til að rétta þeim hjálparhönd, er í nauð um voru staddir. Jónína ólst upp hjá foreldrum sínum í mannvænlegum syst- kinahóp. Þau systkinin voru fimm alls, en einungis tvö af þeim eru nú á lffi — konan mín, Margrét, og Jóhann, sem býr í Reykjavík. Jónína fluttist til Reykjavíkur árið 1914 og giftist þar árið 1918 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Birni Jónssyni bakarameist- ara. Hafa þau hjónin búið þar nær fimmtíu ár. Þau eignuðust fimm efnileg börn, þrjár dætur og tvo syni, sem öll eru búsett í Reykjavík. Þau hjónin, Jónína og Björn, voru mjög samhent um að búa heimili sínu þann myndarbrag, er einkenndi það á allan hátt. Gestrisni og alúð þeirra beggja var auðfundin hverjum nákomn- um og vandalausum, er þar bar að garði. Smekkvísi Jónínu og listrænt handbragð var frábært. Kærleiksþel hennar og um- hyggja fyrir eiginmanninum, börnunum, barnabörnunum og hag heimilisins í heiid, var tak- markalaus, enda hlaut hún að launum einstæða aðhlynningu eiginmanns síns og barna, þegar kraftar hennar þurru, því að hin síðari árin átti hún við van- heilsu að stríða, en þjáningar sin- ar bar Jónína jafnan með stakri rósemi og þolinmæði, unz hún að lokum fékk lausn frá sínum jarðlífsþrautum á ‘ aðfangadag jóla. Á barnanna hátíð, í ljfes- anna undraveldi ert þú — kæra mágkona — kvödd í faðmi hvíld arinnar. Á landi hins eilífs ljóss og lífs munt þá aftur upprísa og innganga í dýrðarriki hans, sem sagði: ,,Ég lifi og þér munuð lifa“. Hversu dýrðlegt er eigi slíkt fyrirheit! Þetta sé líka huggun okkar, er eftir lifum og sjáum jarðneskar leifar ástvin- arins hverfa til moldarinnar. í þessari trú njóta börnin, barna- börnin og aðrir ástvinir minning anna um allar hugljúfu og björtu unaðsstundirnar, er þeir áttu á heimili þeirra Jónínu og Björns. Það var jafnan mikið tilhlökk- unarefni að koma þangað og njóta alúðar og örlætis þeirra ástsælu hjóna. Barnanna bros ljómaði í augum og kærleikans eldur þeirra, er veittu, yljaði um hjartarætur. Með þessum fátæklega minn- ingarorðum sendi ég þér — kæri Björn — og öðrum ástvinum hinnar látnu heiðurskonu, hjart- anlegustu samúðarkveðjur frá okkur hjónunum. Ég bið ykkur öllum blessunar Guðs, en henni, sem horfin er og sárt er saknað, vel ég þessar ljóðlínur Gríms Thomsens: „Þú, sem úr öllu ætíð vildir bæta munt himna’ í höllu alsæl um völlu ekkert kann að'græta þess Guð mun gæta“. Jón Júl. Þorsteinsson. Akureyri Nauðun«;aruppboð Eftir kröfu Einars Viðar hrl. fer fram nauðungar- uppboð að Lindargötu 36, hér í borg, fimmtudaginn 16. febrúar 1967, kl. 11 f.h. og verður þar selt bif- reiðavarahlutalager, talinn eign Sturlaugs Friðriks- sonar. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. KAIJPIViENN KALPFÉLÖG QdJmer) BÚÐARKASSARNIR eru ódýrustu búðarkass- arnir á merkaðnum enda eru þeir í notkun í mikl- um fjölda verzlana og verkstæða. Verð aðeins kr. 7.914,— Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Sisli c1. átofínsen 14 Vesturgötu 45. — Sími 12747. 4 LESBÓK BARNANNA Hruinkellssago Freysgoðo 15. Sámr tók við goð- erði ok frá Þjóstarsson- nm. Sámr settl bú á Aðal- bóli eftir Hrafnkel, ok síðan efnir hann veizlu virðuliga ok býðr til öll- nm þeim, sem verit höfðu þingmenn hans. Sámr býðst tfl at vera yfir- maðr þeira í stað Hrafn- kels. Menn játuðust und- ir þat ok hugðu þó enn misjafnt tiL Þjóstarssynir réðu honum þat, at hann skyldi vera blíðr ok góðr fjárins ok gagnsamur sinum mönnum, styrkðar maðr hvers, sem hans þurfa við. „Þá eru þeir eigi menn, ef þeir fylgja þér eigi vel, hvers sem þú þarft við. En þvi ráð- um vit þér þetta, at vit vildim, at þér tækist áll vel, þvi at þú virðist okkar vaskr maðr. Þjóstarssynir létu senda eftir Freyfaxa ok liði hans ok kváðust vilja sjá gripi þessa, er svá gengu miklar sögur af. Þá váru hrossin heim leidd. Þeir bræðr lita á hrossin. Þorgeirr mælti: „Þessi hross litast mér þörf bú- inu. Er þat mitt ráð, at þau vinni slíkt er þau megu til gagnsmuna, þangat til er þau mega eigi lifa fyrir aldrs sök- um. En hestr þessi sýnist mér eigi betri en aðrir hestar, heldr því verri, at margt illt hefir af hon um hlotizt. Vil ek eigi, at fleiri víg hljótist af honum en áðr hafði af honum orðit. Mun þat nú makligt, at sá taki við honum, er hann á“. Þeir leiða nú hestinn ofan eftir vellinum. Einn hamarr stendr niðr við ána, en fyrir framan hylr djúpr. Þar leiða þeir nú hestinn fram á hamarinn. Þjóstarssynir drógu fat eitt á höfuð hestinum, taka síðan háv- ar stengr ok hrinda hest- inum af fram, binda stein við hálsinn ok týndu honum svá. Heitir þar síðan Freyfaxaham- arr. Þar ofan frá standa goðhús þau, er Hrafnkell hafði átt. Þorkell vlldi koma þar. Lét hann fletta goðin öll. Eftir þat lætr hann leggja eld I goð- húsit ok brenna alit saman. Síðan búast boðsmenn í burtu. Velr Sámr þeim ágæta gripi báðu:n bræðrum, ok mæla til fullkominnar vináttu. En Sámr setti Þorbjörn niðr at Leikskálum. Skyldi hann þar búa, en kona Sáms fór ti'l bús með honum á Aðalból, ok býr Sámr þar um hríð. 16. Hrafnkell eignaðist goðorð meira en áðr. Hrafnkell spurði austr í Fljótsdal, at f-jóstarssynir höfðu t.ýnt •’reyfaxa ok brennt hof- it. Þá svarar Hrafnkell: ,,.Ek hygg þat hégóma at trúa á goð“. Ok sagðist hann þaðan af aldr'g skyldu á goð trúa, ok þat efndi hann síðan, at Ivnn blótaði aldri. 11. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 7. febrúar 1967 Kínverzk molbúasaga: Beizkur sigur í BORG nokkurri i Kína átti ríkur kaupmað ur heima. Við miðja göt una stóð fallega húsið hans, umvafið skraut- görðum og líf hans hefði sannarlega verið dans á rósum, ef ekki hefði stöð ugt glumið í eyrum hans barsmíð og hávaði frá sitt hvoru götuhorni. Við annan enda göt- unnar hafði járnsmiður Vang Pu að nafni aðset- ur sitt, en við hinn end- ann bjó blikksmiður, sem hét Yang Chu. Frá því haninn galaði fyrst á morgnanna og þar til síð asti söngfuglinn stakk nefi undir váeng, sló smiðurinn heitt járnið á steðjanum, en blikksmið urinn hamraði á pottum sínum og pönnum. Verst var samt það, að báðir þessir náungar voru kunnir að því að vera einstök flón, og þeir héldu áfram að hamra og berja, jafnvel þótt þá skorti verkefni og hefðu þess vegna getað tekið sér hvíld. Daginn út og daginn inn glumdi ærandi háv- aði i eyrum vesalings kaupmannsins og ætlaði alveg að gera út af við hann. Honum fannst höf uðið á sér vera að springa og loks ákvað hann að hefjast handa um að binda enda á þess ar hörmungar. Lengi velti hann fyrir sér, hvað til bragðs skyldi taka og loks datt honum ráð í hug. Hann klædd- íst sínum beztu fötum, grænum silkikyrtli með víðum ermum og hélt af stað að heimsækja járn- smiðinn. Eins og venju- lega hamraði járnsmiður inn sem óður væri á steðjann, enda þótt hann hefði ekkert til að smíða þessa stundina. „Háæruverðugi járn- smiðameistari, Yang Pu“, sagði kaupmaðurinn, „ég þjáist af mjög alvar- legri veiki í eyrunum, sem alltaf fer versnandi vegna hinna nauðsyn- legu og þýðingarmiklu hamarshögga yðar. Ef yður þóknaðist nú allra ráðarsamlegast að gefa mér heilsuna aftur og yður sjálfum góðan hagn að, þá veit ég um lalð til þess.“ „Hver er sú leið?" spurði járnsmiðurinn. „Finnið yður annan stað, þar sem þér getið haldið hinni endalausu barsmíð yðar áfram, og ég skal borga yður vel fyrir það.“ Járnsmiðurinn hafði litla vinnu og lítið fyrir sig að leggja, svo hann semþykkti þetta allshug- ar feginn, þegar hann vissi hvað kaupmaður- inn vildi borga. Kaup- maðurinn sagði járn- smiðnum síðan að koma og sækja peningana, strax og hann hefði flutt verkstæðið. Nú sneri kaupmaður- inn við og gekk yfir 1 hinn enda götunnar, til blikksmiðsins Yang Chu. Hávaðinn frá verkstæð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.