Morgunblaðið - 16.02.1967, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967.
15
1 Æða- og hjartasjúkdómar helzta dánar-l
I orsökin í flestum menningarlöndum
Samtal við dr. Jóhann Axelsson um rannsóknir hans og sitthvað fleira
NÝLEGA birtist í Lækna-
nemanum, blaði læknastú-
denta við Háskóla Islands
viðtal við einn prófessora
Læknadeildar dr. Jóhann
Axelsson. Viðtalið er nokk-
uð persónulegt, enda ræðir
prófessorinn við einn nem-
enda sinna, en engu að síð-
ur finnst Mbl. til hlýða að
viðtal þetta birtist almenn-
ingi, þvi að til hans á það
nokkurt erindi. Birtist viðtal-
ið hér með leyfi ritstjóra
Læknan
Blaðið fór þess á leit við
Jóhann Axelsson, nýskipaðan
prófessor í lífeðlisfræði, að
mega kynna hann lesendum
og skoðanir hans og verk,
og kvað han það velkomið.
Ritstjóri blaðsins heimsótti
prófessorinn svo í kompu
hans í kjallara norðurálmu
Hskólans. Heldur er þar
þröngt til veggja, en kannski
þeim mun víðara í hughýs-
um prófessorsins. Á vegg
hangir málverk eftir Sverri
Haraldsson. Um alla veggi
bækur af ólíklegasta tagi. Og
áður en segulbandið er sett
á rás, eru umræður hafnar.
Prófessorinn er einkar þægi-
legur maður viðræðu, og
margir eru mannheimspott-
ar brotnir.
Ferill?
Ef þér eigið við starfsferil,
þá nenni ég ómögulega að
þylja hann hér, enda er allt
þetta allt til í gamalli um-
sókn, og þér getið fengið
hana. Og ritverkaskrá, ef þér
viljið.
Hver eru viðfangsefni yðar
þessa stundina?
Rannsóknir á rafmagns-
sveiflum æða — samtímis
mæling á spennubreytingum
og þeim aflfræðilegu breyt-
ingum, sem þeim fylgja. Þetta
er alveg nýtt af nálinni. Og
þar eð æða- og hjartasjúk-
dómar eru ein algengasta
dauðaorsök, þá hafa ef til vill
einhverjir áhuga á þesu.
Þessi mynd hefur ekki birzt
áður. Efra spor sveiflusjár-
innar sýnir rafmagnsfyrirbær
in og neðra sporið aflsvörun.
Mynd B. sýnir áhrif noradren
alins, sýnir hvað gerist, ef
þér eruð í geðshræringu,
standið í húsbygginu eða þ.
ul. Himnuspennan fellur,
tíðni spennusveiflanna eykst,
samdráttur æðafrumanna
fylgir eftir, og er algjör eft-
ir tvær mínútur (mynd C).
A mynd D hefur noradrena-
línið verið fjarlægt fyrir
einni mínútu.
Enn sem komið er hef ég
eingöngu gert mælingar á raf
spennusveiflum bláæða.
Myndin er frá portæð. En
þar sem % hlutar blóðmagns-
ins eru venjulega í bláæð-
um, þá er spenna bláseða hin
mikilvægasta. Þessar rann-
sóknir skapa nýja möguleika
á að skýra hvernig adrena-
lín noradrenalín og hverskon
ar lyf valda þeim áhrifum,
sem þau hafa á blóðrásina.
Þetta er enn á byrjunarstigi.
Hefur eitthvað birzt um
þetta?
Jú, við höfum sagt frá
þessu bæði í Cambridge og
á norrænu lífeðlisfræðiþingi,
sem haldið var í Finnlandi í
sumar. Hafa þegar birzt um
þetta þrjár greinar.
Hafið þér aðstöðu tii að
halda þessum rannsóknum
áfram hér heima?
Það er í sjálfu sér ekkert,
sem hindrar það annað en
tækjaskortur, húsnæðigskort-
ur, skortur á aðstoðarfólki og
sú staðreynd, að mér er ætlað
að kenna aðstoðarlaust 40-50
stúdentum lífeðlisfræði. Við
byggðum þessar rannsóknir
upp síðastliðinn vetur á tveim
ur rannsóknarstofum í Gauta
borg og ég reyni að taka
fullan þátt í þeim bréflega.
„Lífeðlisfræðistofnun Há-
skóla íslands“ er annars tal-
inn aðili að öllu, sem um
þetta birtist.
Þarna er um að ræða til?
tölulega nýja rannsóknar-
grein?
Já, það má víst segja það.
1 sumar leið var haldið í
Cambridge fyrsta alþjóðlegt
symposium um raffræði æða.
Ræðumenn voru 7- Þarna var
að sögn saman komið allt
það fólk, sem hafði tekizt að'
ná einhverjum mælingum á
rafspennusveiflum æða. Þess
ar rannsóknir hafa vakið
mikla athygli miðað við, að
þær eru á frumstigi og enn-
þá fræðilega óstöðugar.
Ástæðan er eflaust sú, eins og
ég gat um áðan að æða- og
hjartasjúkdómar eru ein al-
gengasta dánarorsökin í flest
um menningarlöndum, og að
til þessa höfum við lítið sem
ekkert vitað um lífeðlisfræði
sléttra æðafruma sakum
tæknilegra örðugleika á mæl-
ingum. Það mætti kannski
geta þess til gamans, að fjöldi
unnt er. Ég hefði ef til vill
kosið, að engilsaxneskra við-
horfa gætti jafnvel meir í
áætlun okkar en raun ber
vitni. En kerfið er ekki bind-
andi, þetta er einungis til-
raun. Síðar verður því breytt,
eftir því sem reynsla leiðir
í ljós. Annars vildi ég gjarn-
an spyrja yður um álit lækna
stúdenta á fyrirhuguðum
breytingum.
Þeir munu mjög hlynntir í
langflestum atriðum en það er
eins og allt nýtt, ef það er
nógu vel prentað og á nógu
góðan pappír, þá verður það
mjög flott í uppsetningu, og
meira að segja núgildandi
kerfi yrði flott á pappírnum.
Ég leyfi mér að efast um,
að hægt væri að láta það líta
vel út, hversu sem vandað
væri til pappírsins.
Hvað um akademiskt
freisi?
Ég er svo sannarlega fylgj
andi akademisku frelsi, svo
fremi það þýði ekki frelsi til
að slá slöku við. Akademiskt
frelsi er fólgið í frelsi til að
leita að kjarna vísindalegrar
hugsunar í frumheimildum
þ.e. tímaritsgreinum, aðstæð-
um til þess fyrir stúdenta að
vinna sjálfir tilraunavinnu og
tileinka sér aðferðir. Þetta
eitt getur veitt ykkur skiln-
ing og vald á greininni. Þetta
útheimtir hér við læknadeild
ina rýmkun námstíma en
fyrst og fremst margföldun
kennslukrafta og bætta að-
3 4 mV
3 250 dyn
B
erlendra vísindamanna hefur
komið að máli við mig og
boðizt til að koma til íslands
til að vinna að þessum rann-
sóknum á æðum, en ég hef
orðið að svara því til, að mér
væri sönn ánægja að því —
sumir eru þekktir menn og
gætu orðið að ómetanlegu
liði — en hins vegar væru
húsnæðisvandræðin svo mik-
il, að slíkar heimsóknir yrðu
að bíða.
Hvað um hinar fyrirhug-
uðu breytingar á kennsluhátt
um hér við deildina? 1
skýrslu þar um segir, að þér
hafið ekki verið með í ráð-
um.
Það kom ekki að sök. Flest
er mér að skapi. í Bretlandi
gafst mér kostur á að ræða
við ýmsa af þeim mönnum,
sem sátu í nefnd þeirri, er
gerði áætlun um nýjan lækna
skóla í Nottingham, sem
verða á til fyrirmyndar þar
sem hugmyndirnar um „in-
tegration“ eru lagðar til grund
vallar. Þar vilja menn sam-
tvinna bókstafs- og sptíala-
nám, grundvallarvísindi og
hagnýta læknisfræði sem
heldur líka hagnýtt atriði. Óg
eining fræðilegrar og hagnýtr
ar kennslu í læknisfræði,
sem ég legg svo mikla áherzlu
á, kemst þá fyrst vel í kring,
þegar rannsókna og kennslu-
aðstaða er fáanleg í sjálfu
skólasjúkrahúsinu. Þetta leyf
ir stóraukna nýtingu hús-
rýmis. tækja og manna. —
Hugsið ykkur klíniska lækn-
isfræði kennda af mönnum,
sem árum saman hefðu ekki
stöðu til rannsókna og verk-
legrar kennslu í öllum grein-
um læknisfræðinnar.
Verkleg kennsla og um-
ræðufundir, þar sem kennar-
ar og stúdentar vinna sam-
an að tilraunum og ræða á
eftir, gagnrýna hvevjir aðra,
er hið eina sem getur skapað
það samband milli kennara
og nemanda, sem að minni
hyggju gerir kennsluna virki
lega árangursríka. Þetta er
hægt að gera nú þegar. Verk
leg kennsla hefst í þessari
viku — raunar aðstoðarkenn-
aralaust. Umræðufundir eru
þegar hafnir, og hef ég haft
mikla ánægju af þeim og
þeim kynnum, sem ég hef
þannig haft af stúdentum
mínum.
Að mínu viti er það meg-
inatriði, að við sérhverja
stofnun, sem veitir hagnýta
menntun, t.d. í læknisfræði
eða þá í verkfræði og mörg-
um fleiri greinum, séu jafn-
framt stundaðar grundvallar
rannsóknir. Þetta er ekki ein
asta menningarkrafa, um
fræðilegan skilning starfandi
manna á hverju því, sem
þeir taka sér fyrir hendur
og aðferðum, sem þeir beita,
Dr. Jóhann Axelsson,
prófessor
haft nokkurt tækifæri til að
sjá sjúklinga, hvað þá heldur
sýna ykkur sjúklinga. Eins
væri það að kenna lífeðlis- og
lífefnafræði og hafa ekki tök
á að sýna ykkur eða láta
ykkur gera eina einustu til-
raun.
Jón Hjaltalín sagði fyrir
100 árum: „Að kenna ana-
tomi án krufninga er eins og
að kenna úrmakara án þess
hann sjái nokkru sinni úr.“
Ég tek undir þetta, það er
sama hugsunin. Og það er
andskoti hart að líða þurfi
100 ár, áður en hafizt er
handa.
Þér söguð, að flytja bæri
alla læknakennslu í Lands-
spitalann. Missa þá ekki
læknanemar samband við
aðrar deildir Háskólans?
Ég vona, að svo verði ekki.
Gert er ráð fyrir því, að þið
fáið í upphafi almenna líf-
fræðilega menntun. Þessi
kennsla yrði væntanlega lát-
in í té af mönnum, sem kenna
jöfnum höndum við lækna-
deild og náttúrufræðideild,
þegar hún kemst á legg. Og
ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu, að menntun lækna og
líffræðinga yrði sameiginleg
lengi veL Þetta er svo í Eng-
landi, þar sem ég þekki
til. Þetta er æskilegt ekki
einasta vegna fa»ðar okkar og
takmarkaðra kennslukrafta,
heldur er þetta líka eitt af
því, sem átt er við með „inte
gration". Það er ekki bara
verið að tengja hinn fræði-
lega grundvöll læknisfræð-
innar hagnýtu starfi, heldur
einnig öðrum greinum vísind
anna. Framfarir í læknisfræði
hafa að verulegu leyti byggzt
á framförum í líffræðL Ég
vona svo sannarlega, að fyr-
irhugaðar breytingar leiði
ekki til einangrunar heldur
auki tengsl ykkar við menn
í öðrum greinum, þar sem
hluti af ykkar námi yrði sam
eiginlegur þeirra. 1 fljótu
bragði sé ég ekkrt því tii
fyrirstöðu, að verðandi líf-
fræðingar sæki nám sitt upp
í Landspítala. Það er víst far-
ið að ræða um stoinun nátt-
úrufræðideildar, en það er
aðeins á umræðustigi ennþá.
Það væri mjög illa farið, ef
læknadeildin yrði ennþá
meiri sérskóli en nú er, og
það er eins andstætt mínum
hugsunum og hugmyndum og
nokkuð getur verið.
Þér hafið aðeins rætt sam-
bandið við líffræðinga —
hvað um húmanista, sem svo
eru nefndir?
Það er ekki síður mikil-
vægt. „Die Grenzen meiner
Sprache bedeuten die Grenz-
en meiner Welt“, segir Witt-
genstein. Orðaforði manns
takmarkar þann heim, sem
han getur talað um skýrt og
skiljanlega þann heim, sem
er sameign hans og annarra.
Og því má ekki gleyma, að
„mál“ í víðustu merkingu fel
ur í sér teiknakerfi allra vís-
inda, stærðfræði, eðlisfræði
o.s.frv. auk daglegs máls. Ef-
laust eiga allir sér svo reynslu
sem ekki verður tjáð í lóg-
isku kerfi. Það er okkar ó-
skýri einkaheimur. Þess
vegna höfum við listina. —
En nú erum við komnir langt
frá efninu.
Alls ekki, er þetta ekki
mergurinn málsins?
Jú, kannski. Alla vega held
ég, að skýrleiki í hugsun og
máli þ.e.a.s. því rökkerfi,
sem maður hefur bezt vald á,
fari nokkuð saman. Ég held
lika, að það yrði að ómetan-
legu gagni fyrir stúdenta og
skólann í heild, ef "hafin yrði
kennsla í vísindasögu og vís-
indalegri aðferðafræði. Leit-
azt yrði við að skýra vísinda
lega aðferð, hvernig þekking-
ar er aflað. Fæst þá nokkur
innsýn í náttúru svokallaðr-
ar vísindalegrar þekkingar og
takmarkanir hennar.
Vísindamaðurinn og vinnu-
tilgátan?
Nú, maður verður að gá að
sér að verða ekki of hrifinn,
svo að augun lokist ekki fyrir
ágöllum hverrar tilgátu. Hið
eina eðlilega samband til-
gátu og tilrunar er, að til-
raunin sé gerð til að afsanna
tilgátuna. Þetta hefur Karl
Popper skýrast sagt. Þá
hörku sýna fæstir vísinda-
menn í líf- og læknisfræði,
heldur safna þeir athugun-
um, sem styðja tilgátur þeirra
Sammála um, að ekki sé
ráðlegt að auka sérhæfingu
einstal va greina (fagidioti)?
Eflaust — en ég held að það
sé misskilningur, sem oft
heyrist, að raunvísindamenn,
þar með taldir læknar, séu
verr menntaðir almennt en
kollegar þeirra í húmanisk-
um fræðum. Sannarlega er
um að ræða alvarlegt þekk-
ingarleysi þessara tveggja
hópa hvors á annars máli.
Mér virðist hins vegar, að
vísindamenn og náttúrufræð
ingar kunni almennt betri
skil á heimi húmanistanna eú
húmanistar á heimi náttúru-
vísindanna. Þetta er nokkuð
alvsu-legt, því sagt hefur ver-
ið, að sá maður, sem ekki
kann nokkur skil á táknmáli
eðlisfræðinnar, efnafræðinn-
ar og stærðfræðinnar, sé jafn
útilokaður frá alvarlegum
viðræðum um heimsmyndina
og það, sem merkast er að
gerast í veröldinni í dag,
eins og sá maður var á mið-
öldum, sem ekki kunni latínu
og grísku.
'4
f
x
x
x
Y
x
f
*
f
x
x
x
x
»!»
í
*
f
Y
x
Z
*»K**XK**^,^*M*íM^*^,^*^*^*W*^*W*^*^*^*^*^*^‘^,^‘^,^,X**^*^,^,^*^,/'^^^,^,^*^,^,^*^,W**^*W**W*^*W*^*^*^,XMW**^*^*^*^,^*^*^*WM^*^*^*^*M,,^*^*H**»*,***«***M***»***,,»Mt**t**í**»*,í*‘X*,W**»**»*4»**X**X**W**»**»**X,*í**í*,M**»*