Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.02.1967, Qupperneq 1
28 SÍÐIJR OG HEIMDALLUR 54. árg. — 42. tbl._________________________________LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikið mannfall í Vietnam Li&hlaupum Viet Cong ier fjölgandi Saigon, 17. febrúar (AP-NTB) MIKIÐ Mannfall hefur orðiff í liði Viet Cong skæruliffa og her- eevitum Norður Vietnam að und anförnu. Hafa hersveitir Suffur Vietnam, Suður-Kóreu og Banda ríkjanna hafið mikla sókn á austurströndinni og á ósasvæð- inu, og segja fréttir frá Saigon aff um 800 menn hafi falliff úr liffi andstæðinganna. Talsmaður bandarisku her- stjórnarinnar í Saigon skýrffi frá Krafizt úrskurðar i handritamálinu Kaupmannaíhöfn, 17. febr. Einkaskeyti frá G. Rytgaard. POUL Sohmith, hse&taréttar lögmaður, lagði í dag fram stefnu í Eysti landsrétti fyrir ríkisstjórnarinnar hönd í máli hennar gegn Árna Magn ússonar stofnuninni. í stefn- unni er þess krafizt að stofn- unin viðurkenni að henni beri að afhenda þau handrit, sem senda á til íslands sam- kvæmt lögum um breytingar á skipulagsskrá stofnunarinn ar frá 26. maí 1965, án skaða- bóta. Einnig á stofnunin að viðurkenna að henni beri ekki skaðabætur fyrir að af- henda Háskóla íslands hluta af höfuðstól sínum samkv. ákvörðun forsætisráðherrans. Mál þetta er höfðað sam- kvæmt ákvörðun Jens Otto Krags, forsætisráðlherra, til að fá úr því skorið strax hvort um nokkrar skaðabætur getur verið að ræða. Eftir að hæstiréttur Danmerk- ur kvað upp dóm sinn í nóvem- Framhald á bls. 27 því í dag aff liðhlaupum úr sveit um Viet Gong hefði á þessu ári fjölgaff um helming miðað við sama tíma í fyrra. Á tímabilinu frá 1. janúar til 11. febrúar sl. gerðust alls 3.465 Viet Cong skæruliðar liðhlaupar, en á sama tíma í fyrra voru þeir 1.822. William Westmoreland hers- höfðingi, yfirmaður bandarísku hersveitanna í Suður Vietnam, hefur þakkað hersveitum Suð- ur Vietnam og Suður Kóreu fyr ir vasklega framgöngu í bardög- unum að undanförnu. Kóreuher- mennirnir rákust á fjölmenna sveit úr her Norður Vietnam fyr ir tveimur dögum, og þótt fálið- aðri væru og verr vopnum bún- ir, réðust þeir strax til atlögu. Felldu Kóreumennirnir 243 menn úr liði andstæðinganna, en urðu sjálfir fyrir litlu tjóni. Á þessum sömu slóðum hafa her- menn stjórnarinnar í Saigon fellt um 100 Viet Cong skæruliða. Hersveitir Suður Vietnam hafa einnig átt í bardögum und- anfarna þrjá daga við skæruliða á ósasvæði Mekong fljótsins, og fellt 331 þeirra. Meðan harðir bardagar geisa á landi, halda bandaríksar sprengjuflugvélar áfram árás- um á stöðvar Viet Cong í Suður Vietnam. Hafa sprengjuþotur af gerðinni B 52 gert níu meirihátt- ar loftárásir á stöðvar Viet Cong á 30 klukkustundum, og hafa árásirnar aldrei verið meiri. Fimm árásanna voru gerðar á svæði nálægt landamærum Kambodíu, þar sem bandarísk herdeild felldi í gær 92 hermenn úr liði Norður Vietnam. Frá afhendingu gjafabréfsins í Kaupmannahöfn í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri, sendiherrafrú Vala Thoroddsen, Gunnar Thoroddsen sendiherra, Schiöler biskup, Hjermind lögmaffur, Bent A. Koch aðal.itstjori og Haugstrup Jenssen rektor. Danir gefa hálfa aðra milljón kr. til Lýðháskólans að Skálholti Kaupmannahöfn 17. febr. Einkaskeyti frá Gunnari Rytgaard. í DAG var Gunnari ThOrodd- sen, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, afhent gjafa bréf aff upphæð nærri 225 þúsund danskar krónur. Er þetta framlag Dana til Lýff- háskólans aff Skálholti, sem sérstök nefnd hefur safnað í Danmörku. Margir þekktir Danir eiga sæti í nefnd þessari, þeirra á meffal stjórnmálaleiðtogarnir Erik Eriksen, Jörgen Jörgen- sen, K.B. Andersen, Poul Möller, Knud Thestrup og Hanne Budtz, prófessorarnir Poul Engberg og Uffe Gross- en, þekktir forustumenn bankamála, O. I. Kaarsberg fyrrum forseti hæstaréttar, og fleiri. Framkvæmdanefnd söfnun- arinnar skipa: Gudmund Schiöler, Haugstrup Jensen rektor, Poul Hjermind hæsta- réttarlögmaður og Bent A. Koch aðalritstjóri. Voru þaff þessir fjórir síðastnefndu, sem afhentu Gunnari Thoroddsen gjafabréfið. Sendiherrann þakkaði söfn- unarnefndinni fyrir íslands hönd og þeim mörgu einstakl- ingum, sem lagt höfðu söfnun inni lið. Einnig flutti hann kveffjur frá biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni. Mao-istar ráða þriöjungi Kína Hersveitir Maos á leið til Tíbet Peking, Hong Kong, Darjeeling, 17. febrúar. — (AP-NTB) — VEGGSPJÖLD Rauðu varð- Egyptar beita eiturgasi í Jemen Aden, 17. febrúar (AP). HERMAÐUR úr konungshernum i Vemen, Mohammed Ali Abdu al Khaimi að nafni, kom til Aden fyrir þremur dögum og er nú í Kjúkrahúsi þar. Segist hann hafa orðið fyrir eiturgas-árás tveggja egypzkra sprengjuflugvéla á þorp í Yemen, sem varff 32 þorpsbúum að bana. Læknar sjúkrahússins í Aden, þar sem al Khairni liggur, segja að sjúkdómseinkennin staðfesti frásögn hans. A1 Khaimi sagði fréttamönn- um f dag að hann hefði verið á verði skammt fyrir utan þorpið Bayt as Surayim, sem er milli höfuðborgarinnar San’a og Ho- eidah, hinn 6. febrúar sl. Réðust þá tvær Ilyushin sprengjuflug- vélar úr egypzka flughernum á þorpið og vörpuðu niður tveimur sprengjum. Þegar sprengjurnar sprungu gaus upp brúnn og grænn reykur, og var appelsínu- lykt af honum. Eftir árásina ætlaði al Khaimi inn í þorpið. en þorpsbúar köll- Framhald á bls. 27 liðanna í Peking og „Dagblað alþýðunnar“, málgagn kín- verska kommúnistaflokksins, skýra frá því að stuðnings- menn Mao Tse-tungs hafi unnið mikinn sigur yfir and- stæðingum sínnm í Fukien- héraði, og hafi héraðsstjórn- ina í sínum höndum. Jafn- framt eru andstæðingarnir varaðir við afleiðingunum ef þeir reyni að ná aftur völd- um í héraðinu. Kína-sérfræðingar í Hong Kong telja að Mao-istar hafi tryggt sér völdin í þriðjungi landsins. Sé dregin lína frá Yunnan-héraði suður við landamæri Burma norður til Heilungkiang-héraðs í norð- austurhorni Kína, ráði Mao- istar yfir öllu landsvæðinu fyrir austan línuna. Frá Tíbet berast fregnir um hörð átök milli stuðnings manna og andstæðinga Maos, og er höfuðborgin Lhasa í herkví. Flóttamenn frá Tíbet, sem nú búa í Darjeeling á Indlandi, segja að útvarpið í Lhasa hafi skýrt frá því að þrjú herfylki úr kínverska hernum séu nú á leið til Tíbet til að „brjóta niður endurskoðunarsinnana“, and stæðinga Maos. Um sex þúsund flóttamenn frá Tíbet eru nú búsettir í Darjeel- ing. Hafa talsmenn þeirra fylgzt með abburðunum í heimalandinu með því að hlusta á Lhasa-út- varpið. Segja þeir að útvarpið hafi ekki fyrr en í dag viður- kennt að þar í landi væri virk andstaða við stjórn Mao Tse- tungs. Hingað til hafi útvarpið aðeins gefið í skyn að ekki væri allt með felldu með því að senda út áskoranir um - stuðning við Mao, kenningar hans og hugsan- ir. Útvarpið nefnir andstæðinga Maos „djöfla og drauga*, og seg- ir að einn kínversku leiðtoganna í landinu, Tu Tha Chen, hafi ávarpað herinn á útifundi í Chamdo, fyrir austan Lhasa, og skorað á hann að styðja Mao, kommúnistaflokikinn og kín- verska alþýðu, og útrýma þeim öflum, sem eru andvíg leiðum sósíalismans og „menningarbylt- ingarinnar". Erfitt er að greina ástandið I Kína, því fréttir þaðan berast aðallega af veggspjöldunum í Peking. Séu þær tilgátur sér- fræðinga í Hong Kong réttar, að Mao-istar ráði nú öllum austur- héruðum landsins, hefur „menn- Framhald á bls. 27 Ætlaði að myrða Tító Vin, 17. febr. (NTB). í dag lauk fimm daga opin- berri heimsókn Tító, forseta Júgóslavíu, til Austurrikis. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar vegna heimsókn- arinnar, og nokkrir hafa ver-f* ið handteknir til að koma i veg fyrir mótmælaaðgerðir. Meffal þeirra er júgóslavnesk- ur fióttamaður, sem sakaður er um að hafa ætlað að myrða Tító. í fórum hans var skammbyssa og 18 skot. Franz Jonas, forseti Austur- rikis, hefur þegið boð Titús um að koma í heimsókn tii Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.