Morgunblaðið - 25.02.1967, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1967.
Verzlunarhúsnæði
Höfum til sölu I. og II. hæð í verzlunar-
og skrifstofubyggingu við Bolholt. Á I.
hæð er mjög gott verzlunar- og lagerhús-
næði með góðri aðkeyrslu. Á II. hæð skrif-
stofu- og legarhúsnæði. Selst í einu lagi
eða hvor fyrir sig.
Nánari upplýsingar hjá
Sklp og fasteígnir
Austurstræti 18 — Sími 36329 á kv.
HÚSGAGMASMIÐIR
B VGGI\GAMEIST AR AR
STORR
HEFILBEKKIR
úr beyki — mjög vandaAir
Einnig minní hefilbekkir hentugir Laugavegi 15,
i skóla og heimasmíði. sími 1-33-33.
Tilkynning tO:
jr
Utgerðarmanna
og skipstjóra
THRIGE—TITAN
SJÁLFSTÝRINGAR
Hér með tilkynnist að fyrirtæki vort hefur tekið að
sér umboð fyrir tækni og viðgerðaþjónustu á sjálf-
stýringum frá hinum þekktu THRIGE-TITAN verk-
smiðjum í Danmörku.
Á -eftirtöldum stöðum utan Reykjavíkur veitum vér
fullkomna þjónustu.
AKRANES
ÍSAFJÖRÐUR
ÓLAFSFJÖRÐUR
AKUREYRI
Friðrik Antonsson, Kirkju-
braut 6, sími: (93)1496.
Oddur Friðriksson, Silfur-
götu 5, sími: 665.
Hilmar Jóhannesson.
Strandgötu 11, sími: 110.
Radiovinnustofan , Helga-
m.str. 10, sími: (96) 12817.
Baldur • Böðvarsson, Hóls-
götu 6, sími: 29.
Björn Gíslason, simi: 50
Raf tæk j averkstæðið
Raftæk j averkstæðið
THRIGE — TITAN.
Þjónustan.
fl/ —RLBORurLfD
/b HVERKISGÖXU 42 A REVKJAVÍK <• SÍM.I 1 81 11
NESKAUPSTAÐUR :
HÖFN 1
HORNAFIRÐI :
VESTMANNAEYJAR :
Fimmtugur r dag:
Hálfdán Einars-
son, skipstjóri
t GffiR spáði Veðurstofan norð-
austan stormi og snjókomu með
köflum á Vestfjörðum og Vest-
fjarðamiðum í dag. ístuttu máli
sagt: Ekki sjóveður. Það getur
því verið, að sá góði drengur,
Hálfdán Einarsson skipstjóri í
Bolungarvík unni sér hvíldar og
friðar til þess að halda upp á
afmælisdaginn sinn heima hjá
sér í landi. En hann á í dag
fimmtugsafmælL Á því væri
naumast orð gerandi ef ekki ætti
hlut að máli, sérstæður afburða-
maður og dugnaðar sjómaður,
sem nýtur virðingar og trausts
allra, er honum kynnast.
Hálfdán Einarsson er sonur
Einars Hálfdánarsonar og Jó-
hönnu Einarsdóttur konu hans
frá Hesti í Súðavíkurhreppi. En
þau fluttu ung til Bolungarvík-
Einkaumboð
Laugavegi 15.
Rafmótorar
RIÐSTRAUMSMÓTORAR
— fyrirliggjandi —
220 Volt
JAFNSTRAUMS-
MÓTORAR
110 V. og 220 Volt
Sjó og land-mótorar
THRIGE tryggir gæðin.
Verzlunin sími 1-33-33.
Skrifstofan sími 1-16-20.
Vön
vélritunarstúlka
óskast strax til byggingarfyrirtækis. Þarf
að kunna þýzku og/eða ensku. Góð laun.
Umsækjendur komi til viðtals n.k. mánu-
dag eftir hádegi.
Strabag Bau A/G c/o. Sigurður Hannes-
son & Co. h.f. Hagamel 42 — símar 22310
og 17180.
Veljið yöur
Valiant 1967
PLYMOUTH VALIANT 1967 er glæsilegur
bíll, útbúinn öllum fullkomnasta öryggis-
útbúnaði sem völ er á.
PLYMOUTII VALIANT er óskadraumur
ur og er Hálfdán og flest
systkini hans fædd þar. Ólst
hann frá bernsku upp í þessu
þróttmikla vestfirzka sjávar-
plássi og hóf þar sjósókn. Hann
lagði stund á sjómannafræði og
varð kornungur skipstjóri. En þá
voru bátarnir í Bolungarvík
minni en þeir eru nú, flestir, ef
ekki allir innan við 10 tonn.
Þessir bátar voru vegna hafn-
leysunnar siettir upp og niður
fyrir og eftir hverja sjóferð. Var
það mikil þrekraun og engum
heiglum hent. En skipin stækk-
uðu og Hálfdán Einarsson fékk
stöðugt stærra skip að stýra.
Hygg ég að hann hafi alltaf ver-
ið skipstjóri á útgerð Einars
frænda síns Guðfinnssonar, en
oftast hefur hann verið meðeig-
andi að þeim skipum, sem hann
hefur stjórnað. Hefur svo verið
um fleiri skipstjórnarmenn og
sjómenn í Bolungarvík. Vissu-
lega hefur það stýrt mikilli giftu
i samskiptum útgerðar og sjó-
manna. Hálfdán er í dag skip-
stjóri á „Sólrúnu", sem er 250
tonna skip. Hann hefur alla tíð
verið afburða aflamaður, mikill
sjósóknari og farsæll og giftu-
samlegur skipstjórnandi.
Hálfdán Einarsson er skap-
festumaður, prúður og ljúfur í
allri framkomu, greindur og at-
hugull. Hann hrapar að engu, en
er djarfur til athafna og ákvarð-
ana. Þessi dugmikli sjómaður er
þannig búinn þeim kostum, sem
hverjum skipstjóra er mest virði.
1 einkalífi sínu hefur Hálfdán
Einarsson einnig verið gæfu-
maður. Hann er kvæntur ágætri
konu Petrínu Jónsdóttur og eiga
þau fimm börn á lífi, tvo syni
og þrjár dætur, sem öll eru hið
mannvænlegasta fólk. Er elzti
sonur hans Einar Hálfdánarson
nú fyrir nokkru orðinn stýri-
maður á skipi föður síns, og
prýðilega menntaður og dugandi
sjómaður.
Hálfdán Einarsson hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
byggðariag sitt meðal annars
verið um árabil í hreppsnefnd og
hafnarnefnd. Hefur hann unnið
þau störf sín eins og önnur af
festu og dugnaði.
Ég óska Hálfdáni Einarssyni
innilega til hamingju með fimm-
tíu ára afmæli hans, um leið og
ég þakka honum og fjölmennu
frændliði hans óbrigðula vináttu
og drengskap allt frá því að leið-
ir okkar lágu saman á unglings-
árum.
ökumanna sökum gæða og glæsileika.
PLYMOUTII VALIANT er til afgreiðslu
strax í þrem mismunandi gerðum.
VALIANT er ameríski bíllinn sem farið
hefur sigurför um Evrópu.
Veljið yður VALIANT 1967 fyrir vorið.
Chrysler-umboðið Vökull hf.
Hringbraut 121, sími 10600.
S.Bj.
125 iórust
Rio de Janeiri, 23. febr. AP.
L J Ó S T er, að a.m.k. 125
manns hafa beðið bana í flóð-
um og ofsarigningum, er
urðu í Rio de Janeiri og sam-
nefndu héraði í sl. viku.