Morgunblaðið - 25.02.1967, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.1967, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967. Möguleikar á friði í Vietnam SKEYTIN streymdu að frá Moskvu, París, Prag — og jafnvel frá Hanoi. Um stund ríkti óvissa, stjórn- málamenn biðu í ofvæni — og loks birtust á sjón- varpsskermum bandarísku þjóðarinnar andlit þriggja alvarlegra stjórnmála- sönnuðu að óvinurinn rauf sopnahléð til hins ítrasta. vopnahlé til hins ítrasta. streymdu suður á bóginn í átt að hlutlausa beltinu í fimm sinnum meira mæli en venjulega, þegar vöruflutn- ingalestir og skip eru undir stöðugum loftárásum. í Penta gon fylgdust áhyggjufullir herforingjar með þessum vopnaflutningum og mæltu eindregið gegn því að vopna- hléð yrði framlengt. Johnson forseti gerði þinginu, erlend um diplómötum og einkagest- um það ljóst, að hann vildi Johnson manna, sem bver um sig las opinbera yfirlýsingu stjórnar sinnar um hvað gera ætti, ef friður ætti að fást í Vietnam. Þá var hálfnað hið fjögra daga vopnahlé, sem Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra í S-Vietnam höfðu samþykkt. í París skýrði talsmaður Hanoi-stjórnarinnar, Mai Van Bo, frá því, að stjórn sín stæði fast við þá kröfu, að til þess að friðarsamningar gætu farið fram yrði Banda- ríkjastjórn að fyrirskipa skil- yrðislausa og varanlega stöðvun loftárása á N-Viet- nam. í Lundúnum varði Kosy gin, forsætisráðherra Sovét- rikjanna, málstað Hanoi. Og síðan birtist á sjónvarps- skerminum Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og sagði: „Nú í nokkurn tíma hafa kommúnistar barizt kerfis- bundinni baráttu fyrir stöðv- un loftárása á norðrið án nokkurra samsvarandi hern- aðaraðgerða af þeirra hálfu. .... Þeir geta ekki vænzt þess af okkur, að við stöðv- um loftárásirnar meðan þeir halda áfram hernaðaraðgerð- um sínum og innrásum....... Það er fullkomlega á færi beggja aðila, að ræða um frið og gagnkvæmar aðgerðir til að draga úr hernaðinum.“ Eins og venjulega var vopna hléð rofið, til lítillar ánægju fyrir bandarísku hermennina. Það kom til blóðugra átaka. Frá aðalbækistöðvum Banda- ríkjahers í Saigon bárust fregnir um ljósmyndir, sem band við Hanoi og Þjóðfrels- isfylkinguna (Viet Cong) síð- astliðna tvo mánuði. Banda- ríkin umgangast nú Viet Cong á nýjan hátt. Það eru jafnvel möguleikar á því, að bandamenn viðurkenni tilvist Viet Cong í ríkisstjórn S- Vietnam í framtíðinni.“ En austur-evrópskur dipló- mat í Washington átti eftir að skýra frá því, sem orðið get- ur mikilvægasti áfanginn í Vietnam máli'nu fram að þessu. Ríkisstjórn þessa diplómats fékk í síðustu viku skýrslu frá sendiráði sínu í Peking um samræður, sem farið höfðu fram nokkrum dögum áður milli Mao Tse- tung sjálfs og erindreka Hanoi stjórnarinnar í Peking. Þessi voru meginatriði samræðn- anna: Maó hefur sagt N-Víetnam stjórn, að hún hafi sitt leyfi Maó „ekki gefa eitthvað upp á bát- inn fyrir ekkert", að ef Hanoi vildi að Bandaríkjastjórn stöðvaði loftárásirnar yrði stjórnin þar að gefa eitthvert merki — opinberlega eða með leynd, beinlínis eða óbeinlín- is —, að hún mundi að sama skapi draga úr sínum hern- aðaraðgerðum. Þegar í ljós kom £ síðasta mánuði, að flutn ingarnir suður á bóginn hrað- minnkuðu, héldu. sumir að það væri merki um, að Hanoi væri að draga úr hernaðarað- gerðunum og biði nú eftir því að Bandaríkjastjóm svaraði í sömu mynt. Aðrir héldu því hinsvegar fram, að það sýndi einungis, að Hanoi teldi sig hafa alla þá herflokka í S- Vietnam, sem þörf væri á, og nú væri aðalmarkmið stjórn- arinnar að halda þessum her- flokkum þar. Síðan lauk vopnahlénu og Bandaríkjamenn börðust á ný í suðrinu. En það varð brátt Ijóst, að stjórnin í Was- hington hafði ákveðið að fresta loftárásunum í von um hagstæð viðbrögð Hanoi- stjórnarinnar, sem aldrei komu. Hins vegar virtust nú friðarhorfur betri en þær hafa verið í tvö ár. „Skrið- jökullinn", sagði einn tals- maður Hvíta hússins í síðustu viku, „er byrjaður að hreyf- ast.“ í Saigon sagði einn tals- manna Bandaríkjastjórnar: „Bandaríkin hafa haft sam vopnahléð rann út og vonuðu að ákvörðunin um að fram- lengja það hefði tilætluð á- hrif á Hanoi-stjórnina, áður en hernaðaraðgerðir hennar neyddu þá til að snúa við blað inu. Því enginn vafi lék á að álagið á Hanoi og Moskvu var jafnmikið og álagið á Was- hington. Þannig virtist þeim, sem vildu bir.da endi á stríð- ið í Vietnam hvað sem það kostaði, að krafa forsetans um að N-Vetnam sýndi áþreif anleg merki þess að þeir drægju úr sínum hernaðarað- gerðum, mjög hörkuleg. En Johnson gat varla neitt ann- að gert í vissum skifningi. Kosningarnar 1968 vofa yfir honum og hann hefur manna fyllstu ástæðu til þess að stöðva bardagann. Samt sem áður, ef hann fyrirskipaði að sprengjuárásum á N-Vietnam yrði hætt um ófyrirsjáanleg- an tíma og mistækist síðan að fá óvininn til að setjast við samningaborðið mundu stjórnmálalegar afleiðingar þess verða hörmulegar. lliill Wilson j til að hefja friðarviðræður ! milliliðalaust við Bandaríkja- stjórn, þegar hún álítur að- stæður til þess heppilegar. Maó setti eitt mikilvægt skilyrði til þess að slíkar við- ræður gætu hafizt: Moskva má á engan hátt koma nálægt þeim (eins og bæði Moskva og Hanoi mundu líklega kjósa), heldur verður að hafa beint samband við Bandaríkja stjórn, eða semja með tilstyrk hlutlauss ríkis, sem Peking mundi velja. Fundur Maós og erindreka Hanoi fór fram, eftir að Hanoi-stjórnin hafði form- lega spurzt fyrir um framtíð vopnaflutninga frá Sovétríkj- unum yfir meginland Kína. Maó sagði erindrekunum, að hann gæti ekki sagt neitt í þeim efnum, og hann bygg- ist við að sambúð Kína og Sovétríkjanna mundi enn fara versnandi, þar eð „reiði- öldur þjóðar minnar gegn hinum sovézku endurskoðun- arsinnum rísa mjög hátt.“ f Hvíta húsinu biðu embætt ismenn kvíðafullir fyrstu klukkustundirnar eftir að Kosygin Eins skyndilega og horfur á samningaviðræðum vóru á .næsta leyti, hjaðnaði vonin um þær. Hanoi og Washing- ton voru komin, að því er virtist, að tímamótum í stríðinu, og einu sinni enn gaf Hanoi ekki þá bendingu sem þurfti til einhvers konar samninga. Viðbrögð Banda- ríkjastjórnar urðu skjót: bandarískar sprengjuflugvél- ar, sem höfðu verið hvíldar í 6 daga, tóku sig á loft á ný og stefndu til N-Vietnam og hófu loftárásirnar af ákafa, sem telst til undantekninga. Samt sem áður var sú vissa enn við lýði, að stríðið færð- ist hægt en ósveigjanlega að samningaborðinu. Þegar Johnson forseti fyr- irskipaði að sprengjuárásun- um skyldi haldið áfram gætti hann þess að eyðileggja ekki friðarhorfurnar algjörlega. „Dyrnar að friðnum eru og munu standa opnar“, sagði hann, „og við erum reiðubún- ir hvenær sem er að koma meira en helming leiðar á móti sanngjörnum kröfum andstæðinganna." Fyrstu loft árásunum var ekki beint að Hanoi eða Haiphong. Og Mc Namara landvarnarráðherra sagði á lokuðum fundi þing- nefnda, að jafnvel hörðustu loftárásir á N-Vietnam mundu aðeins bera takmarkaðan á- rangur. Viðbrögð Hanoi- stjórnar við þróun mála í vik- unni rugluðu menn í ríminu — gefnar voru út yfirlýsing- ar, boð og útvarpsávörp, sem skilgreindu/ hin og þessi hug- takasambönd og voru aðeins sammála um, að Bandaríkin yrðu að hætta sprengjuárás- unum fyrir fullt og allt. Þrátt fyrir það, að hin end- urnýjaða blóðbað í Vietnam er langt frá því að auka mönnum kjark, þá eru sátta- umleitanir diplómata langt frá því að vera árangurs- lausar. Hlutverk Kosygins sem boðbera orðsendinga frá Washington til London til Hanoi er ákveðnasta merkið sem Sovétríkin hafa sýnt um að þau vilji vinna að samn- ingum. „Andrúmsloft þessa stríðs hefur breytzt", sagði a- evrópskur diplómat í Washing ton. „Þegar tvö stórveldi eins og Bandaríkin og Sovétríkin vilja frið, þá fá þau hann.“ Heima fyrir gerði ákvörð- un forsetans um endurnýjað- ar loftárásir hann skeinu- hættan fyrir árásum frjáls- lyndra gagnrýnenda. Þeir sögðu, að Bandaríkin hefðu vel efni á því, að framlengja vopnahléð, sem hið fyrsta raunverulega skref í átt til friðar. Og það sem olli mest- um óróa forsetans var rödd Robert F. Kennedys á með- al þeirra, en hann er eini hættulegi keppinautur John- sons í Demókrataflokknum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum býr Kennedy sig nú undir að halda meirihátt- ar ræður í þinginu um Viet- nam, — þar sem hann tekur ákveðna afstöðu gegn Johnson varðandi sprengjuárásirnar á N-Vietnam. '’Endursagt úr Newsweek). Ho Chi Minh Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiða- eigenda. verður hald’nn n.k. þriðjudag 28. febrúar 1967 kl. 20.30 í Tjarnarbúð niðri (Odd- fellóhúsið). Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Bílor til sðln Bronco '66 alklæddur Taunus 17 M st. ‘63 Volvo Amazon st. ‘63 Moskovitch ’63 Landrover, benzín ’63 klæddur Buick ’55 í sérflokki fæst á fasteignatryggðu skuidabréfL Benz ‘55 Bílasala Matthíasar Höfðatúni 2. Sími 24540 og 24541. Píanó — Píanó Ný dönsk og þýzk píanó fyrirliggjandi. Notuð píanó í úrvali. Einnig notuð orgel harmoníum. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson Bergþórugötu 2 sími 23889 eftir hádegi, laugardag og sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.