Morgunblaðið - 25.02.1967, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1967.
15
Ferðadlagatcal
i|f-
L&|
voráð 1967
Nú er aðeins mánuður til Páska og vorið ekki langt u.idan. Kominn er tími til að íhuga hvernig verja
skuli Páska- eða sumarleyfinu og við bjóðum aðsto ð okkar við ferðavalið. Okkur til aðstoðar er margra
ára reynzla í skipulagningu ferðalaga jafnt fyrir eiri staklinga sem lrópa. Hafið í huga að ferðalag þeirra
sem ákveða sig í tíma og panta með góðum fyrirvar a er ferðalag þeirra ánægðu.
Allar hópferðir okkar til útlanda fram til októberlok a hafa nú verið ákveðnar. Upplýsingar um gisti-
staði, verð, fararstjóra o.s.frv. liggja nú þegar fyrir á skrifstofum okkar. Einnig er fyrirliggjandi ferða-
skrá með öllum upplýsingum um ferðirnar, en litprentuð áætlun er væntanleg i byrjun marzmánaðar.
I»ar kemur m.a. fram að ferðaúrval okk-ar hefur aldrei verið meira og ferðirnar hafa enn lækkað í verði
frá því sem áður var.
RHODOS: 19. marz — 3. apríl 16 daga
páskaferð 14.900.— kr.
Rhodos er einn veðursælasti staður í Miðjarðarhafinu
á þessum árstíma. Eyjan er grisk og liggur í skjóli
af meginlandi Tyrklands. Á Rhodos eru ágætar bað-
strendur, ný hótel og eyjan annáluð fyrir landslags-
fegurð. Þeir sem ekki liggja allan daginn í sólinni
®g ylvolgum sjónum geta tekið þátt í ferðum um
eyjuna eða ferðast á eigin spýtur, en á kvöldin eru
opnir næturklúbbar og aðrir skemmtistaðir. Þetta er
tilvalið tækifæri fyrir þá sem kynnast vilja nýju um-
hverfi í ódýrri ferð og jafnframt njóta suðrænnar
sólar. Ferðina má framlengja í Kaupmannahöfn eða
London.
NOREGUR: 21.—29. marz 9 daga páska-
ferð 11.900.— kr.
í fyrra buðum við þá nýjung að efna til Noregsferðar
um páskana og þótti ferðin sérlega vel heppnuð. Dval-
i ðer um kyrrt á skemmtilegu fjallahóteli í bænum
Gol í Hallingdal. Þetta er einn af þekktustu skiðastöð-
um Noregs og því öll tækifæri til hressandi útiveru.
Hótelið er búið öllum þægindum t.d. bað með hverju
herbergi, en auk þess er þar líflegt félagslíf og dansað
á hverju kvöldi. Ferðina má framlengja í Kaupmanna-
höfn, Osló eða London.
LONDON: 25. marz — 1. apríl (páskaferð)
14. — 21. apríl og 19. — 26. maí, átta dagar
9.850,— kr.
Frá því í október sl. höfum við mánaðarlega efnt til
Lundúnaferða við vaxandi vinsældir. Búið er á góð-
Heimssýfiiingin í Hfontreal
27. maí — 9. júní. 14 dagar. Verð kr. 14.870.—
Heimssýnlngin er tvímælalaust einn merkasti viðburður ársins. Mjög er spurt um ferðlr
þangað og liefur okkur tekizt að fá inni fyrir tvo hópa — einn í lok maí og annan í október.
Dvalizt er á sýningunni í heila sex daga og verður farið um sýningarsvæðið í fylgd leið-
sögumanna. í>á er staðið við í NeW York fyrir og eftir dvölina í Montreal. Að sjálfsögðu er
þátttakendum frjálst að ráðstafa tíma sínum að eigin vild, en nokkrir hafa þegar óskað eft-
ir að heimsækja íslendingabyggðir í Kanada hluta þess tíma, sem annars er dvalBð í
Montreal. Einnig má nota tímann í New York til ferðalaga t.d. til Washington. Framlengja má
ferðina í allt að 21 dag.
4'.
Sumarið 1967
L&L mun bjóða um 25 ferðir til útlanda á tímabilinu maí-september 1967. Skrá um ferðir
þessar er fyrirliggjandi á skrifstofum okkar. Af ferðum þessum má nefna:
Mallorka. Farnar verða fimm Mallorkaferðir á þessu tímabili og í þeim öllum dvalið á mjög
góðri baðströnd. Þátttakendur geta valið um hótel í þrem gæðaflokkum, en mjög nákvæm-
um hótelum (herb. með baði) og ekkert dregið undan
til að þátttakendur sjái sem mest og skemmti sér sem
bezt Kynnið ykkur ferðir þessar og hvað innifalið er
í verðinu áður en þið pantið annars staðar. Sérprent-
aður bæklingur fyrirliggjandi.
Vorferð með M/S Gullfoss: 6.—22. maí
17 dagar. Verð frá kr. 12.950.—
150 manns tóku þátt í sams konar ferðum sl. ár og
einnig nú er eftirspurnin mikil. í þessari ferð er siglt
með GuIIfossi báðar leiðir, en farin er sex daga bílferð til
Amsterdam og Hamborg. Auk þess dvöl í Kaupmanna-
höfn og viðkoma í Leith.
ar upplýsingar um þau ásamt myndum liggja frammi á skrifstofum okkar. Ódýrasta ferðin
kostar aðeins 8.955.— og er það 19 daga ferð, allt innifalið.
Rúmenía. Yið munum bjóða tvær Rúmeníufer ðir í ár. Einnig þar geta þátttakendur valið
mill. gæðaflokka, þegar um gistingu er að ræða, en geta má þess að ódýrast má fara slíka
ferð fyrir kr. 9.950.— og er það 18 daga ferð og allt innifalið.
Beirut Libanon. Eflaust verða ferðir þessar vinsælastar í ár. Allt sameinast á einum stað —
sólskin, baðstrendur, skemmtanalíf, ódýr ferðalög og góðir verzlunarmögulcikar. f öllum
ferðunum er dvalið á hóteli á sjálfri ströndinni — Tabarja Beach Hotel — þar sem öll
þægindi eru fyrir hendi — sundlaug/skemmti staðir/bað á öllum herbergjum — og 15 daga
Beirut-ferð kostar aðeins 15.875.— Sumar ferðirnar má framlengja með viðlccmu í Istan-
bul. Myndir og upplýsingar eru fyrirliggjandi á skrifstofum okkar.
Vorferð með M/S Gullfoss: 27. maí—15.
júní 20 dagar. Verð frá kr. 12.600.—
Siglt með Gullfoss báðar leiðir, en farin sjö daga bíl-
ferð til Amsterdam og Hamborgar. Dvalið í Kaup-
mannahöfn og komið við í Leith á heimleið. AF.ins
fáir klefar óseldir.
Vorferð með M/S Kronprins Frederik
1-—21. júní. Verð frá kr. 12.800.—
Sigrlt með Krónprinsinum báðar leiðir. Eftir komuna
til Kaupmannahafnar er farin mjögr skemmtileg bíl-
ferð til Hamborgar, Amsterdam og Rínarlanda. Kom-
ið er til Köln, Riidesheim og Heidelberg. I»á er einnig
dvalið í Kaupmannahöfn og komið við í Færeyjum. Enn
eru nokkrir góðir kiefar óseldir í þessari ferð.
BEIRUT/LIBANON 13.—27. maí 15 dagar.
Verð kr. 16.885.—
Helzta nýjung í hópferðaáætlun okkar er Libanon.
Þetta litla land fyrir botni Miðjarðarliafs er kallað
hlið .*< iu. Auk ævintýraljómans, sem nafnið Beir-
nt her með sér má geta þess, að þar ríkir heilnæmt
og þæglegt loftslag árið um kring. Baðstrendurnar
utan við borgina eru löngu heimsfrægar og sama má
segja um skemmtanalífið. Innifalin er ferð til Jerú-
salem og þriggja daga ferð til Kairo kostar aðeins
1.000.- kr. aukalega. Dvalizt er á mjög góðu hóteli á
sjálfrl ströndinni — öll herbergi með baði, en þar eru
einnig danssalir, sundlaug og blómagarðar. Komið er
við í London í báðum leiðum.
SUÐUR UM HÖFIN
SUÐUR UM HÖFIN. Að gefnu tilefni viljum "við taka fram að ferðaáætlun M/S Regina
Maris í Miðjarðarhafsferð okkar, sem hefst þ. 23. september verður óbreytt. Þessi 27 daga
Miðjarðarhafssigling verður eina ferðin af þessu tagi á ferðamarkaðnum í ár. Auk þess vilj-
um við að leggja áherzlu á að M/S Regina Maris er nýjasta farþegaskip Vestur-Þjóðverja og er
skipið sjálft og aðbúnaður um borð í allt öðrum gæðaflokki en það, sem boðið hefur
verið með erlendum skipum hér á landi til þessa.
Eingöngu ein/tveggja og þriggja manna klefar eru um borð og þeir allir með handlaug og
W.C. Mjög margir klefanna eru með sér baði. Um borð er allt til þæginda, sem þekkist á
nýtízku skipum á Vesturlöndum. Fæði og þjónusta um borð er I. flokks.
Litprentuð áætlun um ferð ársins „SUÐURUM HÖFIN“ er fyrirliggjandi. La CORUNA —
TANGIER — AÞENA — BEIRUT — NAPOLI — CADIS — LISSABON. Ath.: AlUr eins
manns klefar eru þegar uppseldir.
LOIMD & LEIÐIR
ADALSTRÆTÍ 8
SÍMI 20800