Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967. 25 - INDLAND Framíhald af bls. 1 Kamaraj og Krishna Menon Frú Gandhi var oft borið það á brýn að hún færi urii of að ráðum eldri leiðtoga flokks síns og þeir taldir of valdamiklir í flokknum. Því vekur það nokkra furðu að það skuli einmitt vera þeir, sem nú bíða lægri hlut 1 lcosningunum. Mestur hnekkir hefur flokknum orðið kosninga- ósigur sjálfs formanns hans, Kamarajs, þess er átti manna mestan þátt í að Indiru Gandhi var falið forsætisráðherraemb- ættið fyrir rúmu ári og var reyndar sjálfur talinn koma til greina sem eftirmaður hennar, hlyti hún ekki nauðsynlegan •tuðnjng til endurkjörs í emb- ætti forsætisráðherra. Mörgum þótti ósigur Kamarajs næsta ó- trúlegur, einkum þar sem hann bauð sig fram í heimafylki sínu, Madras, og mótframbjóðandi hans var ungur stúdentaleiðtogi, Srinivagan, öllum ókunnur utan fylkisins. Þá vakti það mikla athygli að Krishna Menon, fyrrum varnar- málaráðherra, sem bauð sig fram í Bombay, beið einnig ósigur og munaði um 10.000 atkvæðum. Stuðningsmenn Menons æstust mjög er fréttist um yfirvofandi ósigur hans og varð að gera sól- arhringshlé á talningu vegna uppþota er þeir efndu til fyrir utan byggingu þá er talning fór fram L Ráðherrar segja af sér Tveir ráðherranna sem féllu 1 kosningunum hafa þegótr lagt fram lausnarbeiðni sína. Það eru matvælamálaráðherrann, Subra- maniam, sem hafði yfirumsjón með aðstoðinni við matarsnauð- an austurhluta landsins, og Patil, járnbrautarmálaráðherra. Búizt er við að fleiri ráðherrar fylgi á eftir, en ekki er vitað hvort forsætisráðherrann muni taka lausnarbeiðnir þeirra til greina eða biðja þá um að gegna áfram embætti unz ný stjórn hefur verið mynduð í landinu. Ósigurinn í A-Indlandi Kosningatölur þær sem borizt hafa í dag, föstudag, bættu held- ur um fyrir Kongressflokknum, enda úrslit í fylkjum sem lengi hafa verið vígi flokksins, s. s. Uttar Pradesh og Maharashtra. Flokkurinn á þegar vísa stjórn í sjö fylkjum af 17 og tveimur yfirráðasvæðum öðrum. í Punjab og Radjastan hefur flokkurinn því aðeins meirihlutaaðstöðu að óháðir styðji hann til þess. í A- Indlandi hefur Kongressflokkur- inn misst mikið fylgi og er eink- um um kennt matarskortinum sem hrjáð hefur landsmenn þar, þurrkunum sem yfir hafa gengið og aukið á hann og síðast en ekki sízt spillingu yfirvaldanna. í syðsta hluta landsins, sem telur 50 milljónir íbúa, hafa menn líka fylkt sér til andstöðu við Kongressflokkinn, og í Ker- ala hafa kommúnistar borið stærstan hlut frá borðL í höfuð- borg fylkisins, Kalkútta, var dansað á götum úti í gærkvöldi, skotið upp flugeldum og rauðri málningu skvett á húsveggi er ljóst varð hvert afhroð Kongress flokkurinn hafði goldið í kosn- ingunum þar. í Bengal fóru fram viðræður Kína- og Moskvu-kommúnista og annarra vinstriflokka um stjórnarmyndun, en þar í fylki sigruðu Kína-kommúnistar og klofningsbrot úr Kongressflokkn um. í OrLssa voru íhaldsmenn úr Swantantraflokknum að reyna að koma á samsteypustjórn er síðast fréttist. í Madras fór Tamil-þjóðernis- sinnaflokkurinn með sigur af hólmi og sagði flokksleiðtoginn, Annadurai, í dag að hann hygð- ist mynda þar stjórn innan tveggja vikna og fyrsta verk hennar yrði að koma í veg fyrir frekari ágengni Hindi eða tungu Hindúa gagnvart tungu Dravída, TamiL BÖKAMARKAÐUR Framhald ai bls. 3. ið gaman af skáldsögum og kaupi engar ljóðabækur, botna ekkert í þessum nútíma ljóð- um. — Hafið þér verið á bóka markaðnum undanfarin ár? — Já, ég fer alltaf á mark- aðinn og oftast mörgum sinn- um. Það er sjálfsagt að raða þessum bókum saman, fólk veit varla að þessar bækur eru lengur tiL Bókamarkaðurinn í Lista- mannaskáúanum verður opinn daglega næstu daga frá klukk an 9 á morgnana. Spænska dansparið LES CHAHOKAM skemmta í kvöld ásamt hljómsveit Karls Lilliendahl og söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Opið til kl. 1. VERIÐ VELKOMIN FELAGSGARÐUR Dumbó sextett 02 Steini sjá um fjörið. Einnig skemmtir hinn vinsæli John Williams. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni, Akranesi og Borgarnesi kl. 9. Félagsgarður, Kjós, Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. — Miðasala frá kl. 8. HHljómsveit hússins. Dansstjóri: ■■ Grettir Ásmundsson. C/D Söngkona: Vala Bára. GUTTO HÖT<IL 5A^aiA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar skemmtir. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. GESTIR ATHUGIÐ; að borðum er aðeins haldið til kl. 20:30. Samkomuhúsið Sandgerði DANSLEIKUR í KVÖLD KL. 9 ug það eru PÓNIK 0G EINAR í KVÖLD Sæaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9. PONIK — Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.