Morgunblaðið - 25.02.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1967.
31
Vietnam:
Langdrœgum
fallbyssum bzitt
Nýju löndunartækin á loðnu — landað úr m.b. Erni í Keflav ik.
Sœmilegur afli
báta frá Keflav.
Ný löndunaraðferð á loðnu tekin upp
mjög vel. Er hér um að ræða
miklu fljótvirkari aðferð en áð-
ur var að losa með krabba eða
háfum. — H.s.j.
VEIBISKAPUR í Keflavik !
gengur sæmilega, þótt gæftir séu
- ÖVEÐUR
Framh'ild af hls. 1
ina, en skapaði enga verulega
hættu.
Óveðrinu fylgdi viða mikil
snjókoma og voni miklar sam-
göngutruflanir af þessum sökum
í dag á landi. Gifurlegur fjöldi
trjáa fauk um koll og í Þýzka-
landi létust 8 manns af þessum
orsökum. I Danmörku er talið
að hálf milljón trjáa hafi fokið
um koll i veðrinu.
Meðal þeirra skipa er fórust var
danska skipið Else Friess með 8
manna áhöfn, sem var á leið til
Bretlands, þýzkt björgunarskin
með þriggja manna áhöfn auk
þriggja manna, sem það hafði
bjargað af sökkvandi skipi og
strandferðaskipið Ruhr með sex
manna áhöfn, en skipinu hvolfdi
við Wesermynnið er verið
var að draga það í var. 1 Hol-
landi fannst brak úr fiskibáti,
sem á var 5 manna áhöfn.
Engin leið er að gera sér Ijóst
hve miklu tjóni óveðrið olli en
það skiptir hundruðum milljóna.
- SERFRÆÐINGAR
Framhald af bls. 1
Flugstjóri á Glófaxa er Jón
Ragnar Steindórsson og flugmað-
ur Gunnar Guðjónsson. Flug-
virki í ferðinni er Jc'hann Er-
lendsson. Þeir félagar hafa það
gott þar nyrðra í góðu yfirlæti
danskra veðurathugunarmanna.
Sveinn Sæmundsson sagði, að
þegar óhappið hafi orðið hafi
verið um 30 stiga frost á þessum
slóðum og síðan hefur kiuldinn
farið vaxandi, svo að illmögu-
legt er að hafast að við flugvél-
ina.
stirðar. Línu- og netabátar hafa
aflað frá 6 til 9 lestir í róðri.
í gær komu þrír bátar með 37
til 41 lest eftir tvær lagnir undir
jökli, og 34 bátar með 900 lestir
af loðnu. Aflahæstur þeirra báta,
sem landað hafa í Keflavík eru
Örn með 1300 lestir, og af öðrum
loðnubátum hér eru Kristián
Valgeir og Gísli Árni með svip-
aðan afla, en þeir hafa ekki ein-
göngu landað hér í Keflavík.
Ný löndunaraðferð hefur verið
tekin upp og er það að dæla loðn
unni úr nótunum og hefur gefizt
- KINA
Framhald af bls. 1
snúa aftur til býla sinna og huga
að voruppskerunni sem í vænd-
um sé.
Á veggspjöldum í Peking voru
skráðar fréttir, en menn þóttust
mega af ráða að nokkur vafi léki
nú á um framtíð Rauðu varð-
liðanna (sem taldir eru um 20
milljónir) og einnig að agi væri
ekki sem skyldi í Kínaher, sem
til þessa hefur verið talinn næsta
hollur Mao. Látið var að því
liggja að undirmenn í hernum
notuðu sér menningarbylting-
una til að klekkja á yfirmönnum
sínum. Allt er enn á huldu um
Lin Piao varnarmálaráðherra,
sem ekki hefur sézt opinberlega
síðan í nóvember sl.
IVfeð menningarbrag
Chou En lai forsætisráðherra
er sagður hafa atyrt Rauðu varð-
liðana í dag og aðra öfgafulla
stuðningsmenn Maos og sagt að
menningarbyltinguna ætti að
framkvæma héðan í frá með
menningarbrag. Kvað hann öfga-
menn (hafa gengið svo hart að
Chang Lin-Chih, kolamálaráð-
herra, að hann hefði beðið bana
af, og slikt og þvílíkt væri til
mestu ófremdar.
Gröf Martine
Cnrol rænd
Cannes 24. febrúar,'NTB, AP.
GRÖF frönsku kvikmyndaleik
konunnar Martine Carol í
Cannes var rænd aðfaranótt
föstudags og höfðu grafar-
ræningjarnir á brott með sér
ýmsa skartgripi sem lagðir
höfðu verið í gröfina með
henni.
Ekki er vitað hversu miklu
var stolið úr gröfinni af skart-
gripum en lögreglumenn telja
að þýfið sé töluvert verðmætt
og eru nú að grennslast fyrir
um það hjá ættingjum leik-
konunnar hversu mikið af
skartgripum hafi verið í gröf-
inni. Vitað er að þar var m. a.
giftingarhringur hennar, sett-
ur demöntum, demants-háls-
festi, brjóstnál sett rúbínum
og sitthvað fleira, sem kvik-
myndaleikkonan hafði beðið
um að lagt yrði með sér í
gröfina.
Ljóst var af öllum um-
merkjum við gröfina að ekki
hafði verið eftir öðru sótzt en
skartgripunum. Þrjár vikur
eru síðan leikkonan lézt í
Cannes af hjartaslagi, 46 ára
gömul.
s
V
V
<
s
s
i
s
s
5
s
s
s
s
s
i_________________________________A
Madrid, 23. febr. NTB.
• Spánska upplýsingamálaráðu
neytið hefur fyrirskipað refsi-
ráðstafanir gegn ritsjóra frétta-
stofunnar Europa Press, Antonio
Herrero að natfni. Er ástæðan sú,
að hann birti yfirlýsingu frá
spönskum stúdentum í samlbandi
við óeirðirnar og átökin, sem
urðu við spænska háskóla fyrir
nokkru.
Saigon, 24. febrúar,
AP — NTB.
BANDARÍKJAHER í S-Vietnam
beitti í dag í fyrsta skipti lang-
drægum fallbyssum til stuðnings
loftárásunum á N-Vietnam og
var skotið sunnan megin landa-
mæranna og yfir vopnalausa
beltið, sem aðskilur N- og S-
Vietnam. Fallbyssur þessar draga
rúma 32 km. og hafa 175 mm.
hlaupvidd. Sjötíu árásarferðir
voru farnar í lofti inn yfir N-
Vietnam .
Miklar hernaðaraðgerðir standa
nú yfir í frumskógunum á her-
svæði C, um 112 km. norðvestan
Saigon og er beitt miklum liðs-
afla og stórvirkum tækjum en
fátt hefur fundizt skæruliða og
er getum að því leitt að þeir
muni hafa sloppið yfir landa-
mærin til Kambodsja og ætli sér
að hafast þar við meðan hernað-
araðgerðirnar standa yfir.
Aðeins eitt skilyrði.
Þjóðhöfðingi Kambodsja, Noro
dom Sihanouk fursti, sem stadd-
ur er í París, lét hafa það eftir
sér þar í borg í dag, að N-Viet-
nam setti aðeins eitt skilyrði fyr-
ir því að hefja mæbti sáttaum-
leitanir og viðræður við Banda-
ríkin, þ.e. algera stöðvun loft-
árásanna á N-Vietnam. Ekki kvað
furstinn N-Vietnam þó myndu
hætta stuðningi sínum við Viet
Cong fyrir bragðið. Furstinn
sagði Bandaríkjamenn myndu
vaxa í áliti en ekki minnka ef
þeir hættu loftárásunum og settu
ekki nein skilyrði. en áframhald-
andi hernaðaraðgerðir yrðu þeim
til álitshnekkis.
BréMð til Fulbri^hts
Tran Van Do, utanrfkisráð-
herra S-Vietnam, sagði í bréfi
er hann sendi bandariska öld-
ungadeildarþingmanninum. J.
W. Fulbrigiht og birt var í dag að
stæðhæfingar þingmannsins væru
óréttmætar og kommúnistar
myndu nota þær f eigin þágu.
Utanríkisráðherrann vítti Ful-
bright fyrir að vilja stöðva loft-
árásirnar á N-Vietnam og fynr
að leggja til við Bandarfkja-
stjórn að hún fengi annan mann
í forsætisráðherraembættið í S-
Vietnam ef Ky markskálkur neit
aði að semja við Viet Cong. Bréf
Dos utanríkisráðherra er býsna
langt, eða um 1500 orð og kemur
hann víða við. M.a. segir hantiL
að loftárásirnar hafi valdið
norðanmönnum tilfinnanlegu
tjóni og lamað barátt.uþrek
þeirra. Do ítrekar að S-Vietnam-
menn eigi í varnarstyrjöld en
ekki árásarstyrjöld og friðarvilji
þeirra sé einlægur. ,,Ef Hanoi-
stjórnin hætti yfirgangi sínum
og léti landi voru eftir að gera
sjálft út um framtíð sína yrði
stríðinu samstundis lokið, sagði
Do.
Bandarikjastjórn einhuga.
Robert McNamara, varnarmála
ráðlherra Bandarfkjanna, boðaði
fréttamenn á sinn fund í dag til
þess að lýsa því yfir að enginn
ágreiningur væri með ráðherrum
í stjórninni vegna Vietnam-máls-
ins og allir væru þeir fylgjandi
því að haldið yrði áfram loftárás
unurn á N-Vietnam. McNamara
lagði á það áherzlu, að enginn
ágreiningur væri með honum óg
Dean Rusk utanríkisráðherra
um þetta atriði og kvaðst hafa
boðað fréttamennina á sinn fund
til þess að taka af allan vafa um
það.
Auglýst eftir
Chevrolet bifreið
AÐFARANÓTT sl. miffviku-
dags var bifreiffinni R-10418 stol
iff af Barónsstíg, þar sem hún
stóff viff hús nr. 33.
Þetta er Chevrolet-fólksbifreW,
árgerð 1955, fjögurra dyra, blá-
græn að lit, fremur ljós litur.
Ekkert hefur fréttzt af bifreið
inni. Þeir, sem upplýsingar geta
gefið um þjófnaðinn, eru vin-
samlaga beðnir að hafa þegar
samband við rannsóknarlögregl-
Sviffsmynd úr Marat/Sade tekin a æfingu í Þjoðleikhusinu.
MaratSade frumsýnt 2. marz
BLAÐBURÐARFÓLK
1 EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Sólheimar I
Skipholt II
Túngata
Tjarnargata
Lambastaðahverfi Baldursgata
Vesturgata II Gnoðarvogur
Sjafnargata Kjartansgata
Talið við afgreiðsluna, sími 22480
FIMMTUDAGINN 2. marz verð-
ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
leikrit Peter Weiss Marat/Sade.
Leikstjóri er Kevin Palmer en
með aðalhlutverk fara Gunnar
Eyjólfsson, sem leikur Marat,
Róbert Arnfinnsson, sem leikur
de Sade, Ævar Kvaran, sem leik
ur Coulmier, forstöðumann geð-
veikrahælisins þar sem leikurinn
gerist, og Margrét Guðmundsdótt
ir, sem leikur Charlotte Corday,
sem myrðir Marat. Gísli Alfreðs-
son leikur kallara, Erlingur Gísla
son leikur de Peré og Herdís
Þorvaldsdóttir leikur konu Mar-
at. Önnur hlutverk eru minni, en
þó eru allir leikendur, sem eru
alls þrjátíu og þrír, á sviðinú
i allan tímann. Auk þess koma
fram í leiknum fimm hljóm-
sveitarmenn. Arni Björnsson
cand. mag. þýddi leikritið, en
leiktjöld hefur U. Collins gert.
Laikurinn gerist á geðveikra-
, hæli eins og áður segir og er
staðsettur í Frakklandi að lok-
inni stjórnarbyltingunni. Sögu-
legar forsendur eru þær, að á ár-
unum 1787 til 1811 stóð forstöðu-
maður geðveikrahælisins í Char-
enton, monsieur Coulmier, fyrir
1 reglulegum leiksýningum á hæl-
inu, sem voru liður í læknismeð-
ferð á sjúklingunum. Varð brátt
tízka í París að heimsækja hæl-
ir í Charenton til að sjá hegðun
sjúklinganna og sjálfar leiksýn-
. ingarnar. Um þessi sögulegu at-
1 vik hefur Peter Weiss ofið skáld
verk sitt.
Á fundi með fréttamönnum 1
gær skýrðu þeir þjóðleikhús-
stjóri og leikstjórinn frá verk-
inu og aðdraganda að sýningum.
Kom fram, að þetta er stærsta
og fjölmennasta verkefni, sem
Þjóðleikhúsið hefur tekið til með
! ferðar og eins og Klemens Jóns-
son komst að orði: „erfiðasta
verk, sem við höfum nokkurn
I tíma fengizt við.“ Kevin Palm-
er tók undir það, að leikritið
væri erfitt í uppfærslu, baeði
fyrir leikstjóra og leikendur.
í Lesbók Morgunblaðsins á
morgun er ítarleg grein um Pet-
, er Weiss og verk hans.