Morgunblaðið - 12.03.1967, Síða 1
32 síður og Lesbók
54. árg. — 59. tbl.
SUNNUDAGUR 12. MARZ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Attburarnir. Myndin var tekin skömmu eftir íædingu þeirra.
(AP-símamynd)
Herbúnaður í Djakarta
— vegna deilunnar um það hvort svipta
eigi Sukarno forsetatitlinum
Djakarta, 11. marz NTB-AJP.
• ÞÆR fregnir berast frá
Djakarta. aS flugvélar Indó-
nesiuhers hafi gert loftárásir á
þorp í Vestur-íran til þess að
reyna að bæla niður uppreisn,
sem ýmsir ættflokkahöfðingjar
standa að þar um slóðir. Er haft
eftir manni' sem í gær kom til
Djakarta frá Vestur Iran, að á-
stæðan fyrir uppreisninni sé
efnahagsástandið þar en varði á
engan hátt stjórnmálaátökin í
Indónesiu.
Eins og frá var skýrt í frétt-
uim í gær hefur þingnefnd sam-
þykkt áskorun til þingsins um
að svipta Súkarno, forseta, öllum
völdum og nafnbótum og er tal-
ið vist, að þingið staðfesti sam-
þykkt þessa. Hinsvegar hermir
AP í morgun, að töluverður á-
greiningur sé um það hvort
svipta eigi Súkarno forsetatitlin-
um sjálfuem. Sú'harto hershöfð-
ingi, — sem þingnefndin vill
að taki við forsetaembaettinu —
er algerlega andvígur því að
svipta Súkarno titlinum og tel-
ur hættu á borgarastyrjöld í
landinu verði það gert. Hann
nýtur í þessu stuðnings flotans.
I dag voru vopnaðir hermenn
umhverfis forsetahöllina í Dja-
karta til þess að koma í veg
fyrir átök, ef deilurnar um for-
setatitilinn hörðnuðu eða breidd-
ust út til borgarbúa. Ennfremur
eru brynvarðar bifreiðar og her-
Framh. á bls. 31
Deilan innon
Kongress-
flokksins leyst
Áttburar fæddust í Mexico
Litlar vonir á, að þeir fái lifað
TUTTUGU og eins árs gömul mexíkönsk kona eignaðist
áttbura á föstudagskvöld, fjóra drengi og fjórar telpur.
Fæddust öll börnin lifandi og á engan hátt vansköpuð,
en þau fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og litl-
ar vonir taldar á, að þau myndu geta lifað áfram. Þau
vógu um 550 grömm hvert og voru um 15.2 cm að hæð.
Tveimur klufkkustundum
fyrir miðnætti dóu tvö af
börnunum og síðar önnur tvö
þrátt fyrir ákafar tilraunir
lækna og hjúkrunarkvenna til
þess að halda í þeim lífi,
Höfðu börnin strax verið sett
í súrefniskassa, tvö saman í
kassa og starfaði einn lækn-
ir og tvær hjúkrunarkonur að
aðlhlynningu hvers barnanna
um sig. Var beitt gerviöndun
og hjartanuddi en allt kom
fyrir ekki, því að eins og að
framan segir, voru fjögur
barnanna dáin, þegar síðast
fréttist og lítil lífsvon talin
fyrir hin.
Móðir áttlburanna, frú
Maria Teresa Lopez de Sepul
veda var við góða heilsu eftir
fæðingu þeirra. Hefur hún
verið gift manni sínum í
fimm ár og höfðu þau eignazt
eitt barn áðui, sem nú er tæp
lega þriggja ára gamalt og
var allt eðlilegt með fæðingu
þess.
Faðir áttburanna, Mgenero
Sepulveda Bonne er 24 ára
gamall og starfsmaður við
tryggingastofnun ríkisins í
Mexico.
Yfirlæknirinn við sjúkra-
húsið, þar sem áttburarnir
fæddust, skýrði frá því, að
ekkert benti til þess að kon-
an hefði tekið frjósemismeð-
uL
Tvisvar sinnuð áður á þess-
ari öld, svo vitað er, hafa
fæðst áttburar. Hið fyrra
sinnið í Mexico 1921 en í hið
siðara í Kína 1934.
Nýju Del'hi, 11. marz AP-NTB
MORARJI Bzsai, fyrrum fjár-
málaráðlherra Indlands, sem hef-
ur barizt um forsætisráðherraem
bættið við frú Indiru Gandhi
innan Kongressflokksins, hefur
nú dregið sig í hlé, að því er
skýrt var frá í Nýju Delhi í dag.
Er nú fullvíst talið að frú
Gandhi verði einróma kjörin í
embætti forsætisráðherra. Ákveð
ið hefur verið að Bzsai verði að-
stoðarforsætisráðherra og einnig
er búizt við að hann taki em-
bætti fjármálaráðherra, sem
hann hélt á árunum 1956—1963
í stjórnartíð Nehrus, föðúr frú
Indiru GandlhL
,Það þyrmdi yfir okkur er
víð heyrðum fréttina í BBC'
— sagði sonur Svetlönu Stalínu, sem
hzfur fengið landvistarleyfi í Sviss
Genf, 11. marz NTB — AP.
SVETLANA Stalina, dóttir
Jósefs Stalíns, kom í morg-
un snemma til Genf með sér-
stakri flugvél frá Rómaborg.
Að því er áreiðanlegar heim-
ildir í Bem og Genf herma,
er liklegt að hún fái hæli þar
sem pólitískur flóttamaður.
Svissneska ðómsmálaráðu-
neytið hefur staðfest, að hún
hafi fengið Ieyfi til að dveljast
í Sviss fyrst um sinn. Segir í
tilkvnningu ráðuneytisins, að
svissneska stjórnin hafi aflað
sér upplýsinga um Svetlönu
og fengið staðfest, að hún hafi
ekki stundað neins konar stjórn
málastarfsemi og hafi ekki í
hyggju að gera það. Landsvistar
leyfið var þó veitt með þeim
fyrirvara, að það jafngildi ekki,
því, að hún fái fast hæli í Sviss
sem pólitískur flóttamaður.
Upphaflega mun Svetlana
hafa óskað hælis í Bandaríkjun-
um — hún gaf sig fyrst fram við
bandaríska sendiherrann í Nýju
Delhi, sem veitti henni ýmiss
konar fyrirgreiðslu. Hinsvegar
er talið, að Bandaríkjastjórn sé
hikandi við að veita henni lands
viístarleyfi, vegna tilrauna
stjórnarinnar til þess að bæta
samskiptin við núverandi stjórn
Sovétrík j anna.
Upplýst var í Rómaborg í gær
kveldi, að Svetlana hefði
komið þangað frá Nýju Delhi
7. marz sL Hefði hún haft sam-
band við ítölsk yfirvöld og beð-
izt landvistar í „stuttan tíma“
og síðan haft samband við sviss-
neska sendiráðið í Róm. Frá
Rómaborg fór hún með Vis-
count flugvél frá ítalska flug-
félaginu Alitalia og var mikil
leynd yfir brottför hennar. Einn
fréttamanna fréttastofunnar
„ANSA“ sá flugvélin fara en
var sagt, er hann spurðist fyrir
um ferðir hennar, að vélin væri
að fara með póst.
Sonur Svetlönu, Josef, lét svo
ummælt í gærkveldi við frétta-
menn, að fregnin um, að móðir
hans ætlaði ekki að koma heim
aftur hefði komið yfir hann og
systur hans, Ekaterinu, eins og
þruma úr heiðskýru lofti. Þau
hefðu farið út á Moskvuflugvöll
á miðvikudagsmorguninn sl. til
þess að taka á móti henni, ev
hún kæmi úr Indlandsförinni,
en hún hafði þá ekki komið með
vélinni. „Við heyrðum fréttina
um, að hún hygðist fara til
Bandaríkjanna sem pólitískur
flóttamaður, í rússnesku send-
ingu brezka útvarpsins og það
þyrmdi yfir okkar“, sagði Josef.
Hann ihvað móður sína hafa tek-
ið mjög nærri sér dauða föður
síns árið 1953. „Það er eðlilegt,
hún var dóttir hans og elskaði
hann alveg eins og öll börn elska
feður sína“.
Malinovski
þungt haldinn
— Þjáist af krabbameini á háu
stigi og er ekki hugað líf
Moskvu, 11. marz NTB — AP
RODION Malinovsky, mar-
skálkur, landvarnaráftherra
Sovétríkjanna liggur nú
þungt haldinn á Sjúkrahúsi í
Moskvu. Er haft eftir áreið-
anlegum heimildum, að hann
þjáist af krabbameini og eigi
skammt eftir ólifað. í gær,
föstudag kom upp sá orð-
rómur í Moskvu að hann
væri látinn, en þeirri fregn
var vísað á bug af sovézkum
yfirvöldum, sem staðfestu
hinsvegar, að hann væri
mjög veikur.
Malinovski hefur verið veikur
lengi. Þegar sL haust heyrðist
Framh. á bls. 31