Morgunblaðið - 12.03.1967, Side 17

Morgunblaðið - 12.03.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1967. 17 Valdfrekjan ALLIR þeir, sem hlýddu á Ful- bright öldungadeildarþingmann tala í Háskólanum á dögunum, hrifust af ræðu. hans. Bæði er maðurinn óvenjulega vel máli farinn og boðskapur hans at- hyglisverður. Svipað má segja um bók -hans „The Arrogance of Power“, sem út kom skömmu fyrir áramótin í vetur. Á ís- lenzku má e.t.v. gefa bókinni nafnið „Valdfrekjan". Hvort sem menn eru sammála öllu, sem í bókinni segir eða ekki, þá er Ihún í senn mjög læsileg og vekj- andi til hugsunar um vandamál- in, sem þar er fjallað um. Ful- bright reynir m.a. að gera sér grein fyrir orsökum styrjalda og bendir réttilega á, að þær séu oft aðrar en í veðri er látið vaka. Hanri telur, að löngun í lönd, markaði og auðlindir og barátta fyrir meginkenningum eða lífs- skoðunum hafi í þessu minni REYKJAVÍKURBRÉF áhrif en oftast er haldið fram. Orsakirnar séu þvert á móti djúpstæðar mannlegar hvatir, sem hann vill einu nafni kalla „Arrogance of Power" eða vald- frekju. Um þetta höfuðatriði sýn ist Fulbright sammála kenning- um austurríska vísindamannsins Lorenz, sem ritaði bókina „Um árás“, sem á var drepið í Reykja- vikurbréfi fyrir nokkru, og vitn- ar Fulbright þó hvergi til henn- ar. Skýringar Fulbrights og Lor- enz á orsökum styrjalda brjóta gersamlega í bága við hinar grunnfærnislegu kenningar Marx ista. Fjarri fer, að sá skoðana- munur hafi einungis fræðilega þýðingu, því að frumskilyrði hér sem ella fyrir því, að við mein- semd verði ráðið, er, að menn hafi réttan skilning á orsökum hennar. Ekki iió<s að æskia friðar Á meðal margs skynsamlegs, sem Fulbright segir er t.d. þetta á síðu 204: „Spurningin er ekki einungis sú að kunna að meta frið umfram ófrið. Svo að segja hver einasti maður æskir friðar, en flestar þjóðir æskja einhvers annars ennþá meira, hvort sem það eru landvinningar, frægð, orðstír eða eitthvað, sem þær telja sig þurfa að öðlast til að halda heiðri sín- um. Viðfangsefnið er þess vegna ekki einungis það, að sannfæra menn um að æskja friðar, held- ur að sannfæra þá um að æskja hans umfram öll þau önnur efni, sem þeir eru venjulega reiðubún ir að fórna honum fyrir. Ef á annað borð er nokkur leið til áframhaldandi lífs og öryggis á atómöld, liggur hún sennilega ekki í nýjum og bættum alþjóð- legum stofnunum til að halda uppi friði, né í flóknum ráða- gerðum um afvopnun, sem sag- an hefur sýnt, að er eitt af erfið- ustu alþjóðlegum viðfangsefn- um, heldur í persónulegu við- horfi þjóða og foringja þeirra, í fúsleik þeirra til þess að setja a.m.k. sumar af sameiginlegum þörfum mannkynsins ofar ósam- rýmanlegum löngunum þjóðanna og hugmyndakerfum". Það er örugglega rétt, að hug- arfarið ræður mestu. Þess vegna er það hugarfarsbreyting, raun- verulegur samvinnuvilji, sem mest á veltur. Þetta er einnig kjarninn í boðskap vísinda- mannsins Lorenz. Auðvitað má með sanni segja, að slíkt sé lítil nýjung, því að þetta sé kenning kristindómsins og ann- arra hinna æðri trúarbragða, árangurinn hafi þó ekki orðið meiri en raun ber vitni. En sann- indi hætta ekki að vera sann- indi, þó að þau séu að vettugi virt. ■Laugardagur 11. marz- Hæpin sagnfræði Þó að Fulbright segi margt rétt, er sumt í sagnfræði hans furðulega hæpið. Krafan um skil yrðislausa uppgjöf Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni var t.d. mjög misráðin. Sú krafa gerði baráttu hinna betri Þjóðverja gegn Hitler og bandittum hans vonlausa og má því segja, að þess vegna hafi það gengið kraftaverki næst, að engu að síð- ur skyldi reynt að steypa þeim af stóli 20. júlí 144, og ekki er kunnugt um neina þvílíka upp- reisnartilrauna gegn Stalin. Þá er það einnig vafalaust rétt, að þeir friðarsamningar hafa ætíð reynzt giftudrýgstir, þar sem kné var ekki látið fylgj^. kviði, heldur reynt að semja á sem mestum jafnréttisgrundvelli. Það er hins vegar alveg rangt hjá Fulbright, að Versala-friðar- samningarnir við Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina hafi verið harkalegri í framkvæmd heldur en að efni. Sjálfur sýnir Ful- bright fram á það, sem raunar er fyrir löngu sannað, að enginn einn átti sök á fyrri heimsstyrj- öldinni, Þjóðverjar ekki fremur en aðrir, heldur voru þar ill ör- lög að verki. Engu að síður voru Þjóðverjar neyddir til þess með Versalasamningunum að viður- kenna svokallaða stríðssök sína. Þau ósannindi voru lítillækkandi fyrir mikla þjóð og áttu veru- legan þátt í að eitra andrúms- loftið á milli-stríðsárunum. Aft- ur á móti er það rétt, að friðar- samningarnir eftir Napoleons- styrjaldirnar voru gerðir af ó- venjulegri hófsemi, enda var langt frðartímabil í Evrópu ekki sízt þeim að þakka. Hitt er meira en hæpið að segja eins og Ful- bright gerir, að eftir 1815 hafi Frakkland af þessum sökum aldrei aftur gert meiriháttar árás esða skapað verulega hættu fyrir friðinn í Evrópu. Hvað var um stofnun franska nýlendu- veldisins á 19. öld? Getur nokk- ur í alvöru haldið því fram, að það hafi orðið til af sjálfu sér, án þess að franska stórveldið nokkru sinni gerði árás á þann, sem minni máttar var? Staðreyndum snuiö við í þessu sambandi hljóta menn einnig að minnast fransk-þýzka stríðsins 1870—71. Fulbright seg- ir raunar, í lauslegri þýðingu: „Orsökin, sem hleypti fransk- prússneska stríðinu 1870 af itað, var t.d. deila um hver ætti að hljóta spánska konungsdæmið og sú ástæða, sem í orði kveðnu var talin búa undir, var mót- staða Frakka gegn sameiningu Þýzkalands. í kjölfar stríðsins kom alger sameining Þýzkalands — sem sennilega hefði verið hægt að koma fram án stríðs — því fylgdi einnig missir Elsass- Lothringen, auðmýking Frakk- lands og tilkoma Þýzkalands sem mesta stórveldis í Evrópu, sem ekki hefði orðið nema með stríði. Friðarsamningarnir sögðu raun- ar ekkert um spánska konungs- dæmið, sem allir virtust hafa gleymt. Maður spyr sjláfan sig, að hve miklu leyti Þjóðverjar hafi einfaldlega viljað jafna um hina hrokafullu Frakka og fá góða afsökun fyrir að byggja enn eitt minnismerkið í Berlín“. Þessi söguskýring er ekki ein- ungis ákaflega hæpin, heldur eru sjálfar staðreyndirnar gjörsam- lega rangar. Það var Napoleon III. sem hóf 1870 árásarstríð gegn Prússlandi. Því hefur að vísu verið haldið fram, að Bis- marck hafi þá ginnt hann eins og þurs. Vera má, að svo hafi verið, en Napoleon hóf árásina, og árásin var hafin eftir að Prúss ar höfðu horfið frá því, að prins af prússnesku konungsættinni tæki boði Spánverja um konung- dæmi þar. Orsökin var raun- verulega sú, að Napoleon vildi sýna veldi sitt og koma þar með í veg fyrir sameiningu Þýzka- lands. Lincoln sýndi ekki árásar- hug þó að hann neyddist til að beita valdi í því skyni að koma í veg fyrir klofning Bandaríkj- anna í tvö ríki. Báðir neyddust þessir miklu, en að ýmsu leyti ólíku stjórnmálamenn Bismarck og Lincoln til að beita valdi, en þeir kunnu sér hóf í valdtoeiting- unnL í hverju er vonzka kommúnistmans fóig m? Allt heyrir þetta sögunni til. Meira máli skiptir að átta sig á, í hverju ágreiningur Fulbrights við hans eigin ríkisstjórn er fólginn, eða réttara sagt, toverjar séu orsakir þess ágreinings. Þetta kemur einna skýrast fram á bls. 79-81 í bók hans. Þar segir: „Vonzka kommúnismans er ekki fólgin í sjálfu efni kenning- arinnar, sem í versta tilfelli má segja að sé draumórar, heldur í ofstækisfullu sjálfsöryggi hans, trúboðsákefðinni og umburðar- leysi við þá, sem eru á annarri skoðun. Vonzka hans liggur ekki í því, að hann stefnir að því að verkalýðnum vegni vel---------- heldur hans ósanngjörnu kröf- um gegn mannlegu eðli, umburð arleysi hans á mannlegum veik- leika og synjun hans á að taka manninn eins og hann er og hef- ur ætíð verið. Af þessu umburð- arleysi sprettur hin fráleita full- vissa hins sanntrúaða, að hann einn viti hvað sé bezt fyrir aila menn og úr því, að hann viti tovað bezt sé, þá toafi hann rétt og skyldu til að neyða þá til að tolíta því. Vonzka manna, eins og Lenins og Mao Tse-tungs er ekki heim- speki þeirra, heldur ákefð þeirra -------sú staðreynd---------að „þeir sameini í mismunandi miklum mæli mjög háar hugsjón ir og algjöra fyrirlitningu á hömlum þeim og meginreglum, sem flestir aðrir hafa fyrir hug- sjónir“. Ef kommúnisminn væri bæði vondur í kenningu sinni og ó- umbreytanlegur í framkvæmd, þá ættum við einskis annars úr- kosta en að vera í látlausri bar- áttu við kommúnistalöndin, þang að til annaðhvort kenningakerf- ið væri eyðilagt. Ekkert sam- komulag er hægt að gera við vonzkuna einbera; samkomulag er leið til þess að sætta andstæða hagsmuni, byggt á því, að hags- munir séu réttmætir, þótt gagn- stæðir séu, og eigi kröfu til þess, að þeim sé fullnægt að vissu marki. Ef við gerum ráð fyrir því, að markmið kommún- ista séu að engu leyti réttmæt, það sé ekkert til af velsæmi og mannúð í kommúnistaþjóðfélög- um, þá verður að líta á sam- komulag við þá sem samning við djöfulinn sjálfan og þá verðum við að líta á þá stefnu, sem yfir hefur verið lýst af hálfu þjóðar okkar, að við viljum byggja brýr yfir í kommúnistalheiminn sem siðferðilega uppgjöf. Ef þessi skoðun á kommúnisma væri rétt, þá mundi heiður okk- ar og sannfæring krefjast þess, að við héldum baráttunni áfram með öllum nauðsynlegum ráð- um, þar á meðal atómstríði til þess að eyðileggja kommúnista og tryggja allsherjarráð þess lýð ræðis sem við fylgjum. Ég trúi ekki að þetta sé rétt skoðun á kommúnismanum, né trúi ég heldur að það sé rétt, að leggja kommúnisma og nazisma að jöfnu, Nazisminn var sjúkleg villa, ofsalegur og úrkynjaður rómantismi; þrátt fyrir allar af- bakanir kommúnismans í fram- kvæmd og þrátt fyrir alla glæpi, sem framdir hafa verið í hans nafni, þá er hann kenning um þjóðfélagsréttlæti, vaxin upp úr vestrænni menningu og á rætur að rekja til mannúðlegra mót- mæla gegn ranglæti auðvalds skipulags 19. aldar. Eins og trú- málablaðið Ohristianity and Crisis segir: „Það, sem um er að tefla í kommúnisma, er annað heldur en um var að tefla í national socialisma. Stalinism- inn hafði margt af því versta sameiginlegt með Hitlerisman- um, en hann reyndist vera ein- ungis bráðabirgðafyrirbæri Sovétkommúnisma. Auðveldara var að sleppa frá honum en menn höfðu gert ráð fyrir, mögu legt reyndist að koma þar að meiri mannúð ef ekki lýðræði. Hann er ekki ókljúfanlegur né stöðugur þrældómur; á síðari stig um hans hefur verið hægt að lifa með honum, bæði í sam vinnu og samkeppni, bæði að því er varðar stjórnmál og sið fræði. Við efumst um, að með slíkum hætti hefði verið hægt að lifa með nazisma“. Miklu skiptir, að greint sé á milli kenningar kommúnismans og ákefðarinnar, sem hann er framkvæmdur með. Það er þetta síðartalda, sem okkur líkar rétti- lega ekki við, og þrátt fyrir það, að kenningin þykist hafa allsherj argildi, þá er bartáttan fyrir út- breiðslu hennar í framkvæmd ekki svo mjög afleiðing komm- únismans sem hún er visst stig af byltingu — sambærilegt við ógnartímabilið í frönsku bylting- unni, stig, sem reynsla fyrri bylt inga gefur til kynna, að allar líkur séu til að leiði af sér í- haldssemi á næsta skeiði. Stig byltingaöfganna hefur í raun og veru þegar verið yfirunnið í ýmsum kommúnistalöndum, þar á meðal Sovétsamveldinu, þar sem hollustan við heimsbylting- una er nú frekar eins konar helgisiður heldur en staðreynd, sem skipti máli í stjórnmálum, enda má nú með sanni líta á Rússland sem íhaldssamt stór- veldi í alþjóðasamskiptum, sem vill halda við óbreyttu' ástandi og lætur það ráða miklu meira um alþjóðlega hegðun sína, en hina fræðilegu hollustu við heimsbyltingu“. Þarf ekki að taka mark á kenninga- kerfinu? Fulbright heldur áfram: „Því fer svo fjarri, að komm- únistalöndin séu sameinuð í ráða gerð um að leggja undir sig all- an heiminn, að djúpstæður á- greiningur er þeirra sjálfra í milli; þau hafa mjög ólíka stefnu í utanríkismálum og mjög ólíkar hugmyndir um það, hvað þeim sjálfum sé fyrir beztu. Ef við teljum ekki, að kenningakerfi kommúnista feli sjálft í sér hættu fyrir hinar frjálsu þjóðir, þá verðum við að meta hvort komm únistalöndin eru hættuleg eða ekki, eftir því, hvort þau fylgja árásarstefnu út á við eða eru meinlaus. Ef tvið föllumst á þá forsendu, að það sé árás fremur en kommúnismi, sem ógni okik- ur, þá leiðir af því, að tilvera sterks kommúnistaríkis, sem er varnargarður gegn kommúnista- veldi með árás í huga, kunni að vera æskilegri frá sjónarmiði hagsmuna Bandaríkjannæ heldur en veikt ríki, sem er ekki komm únískt, þar sem veikleikinn skap ar tómrúm og býður upp á land- vinning eða lömun innan frá“. Eins og af þessum köflum má sjá, þá veltur boðskapur Ful- brights á því, hvernig menn meta kommúnismann. Þar vill toann greina á milli kenningar og framkvæmdar með öðrum hætti heldur en flestir aðrir áhrifa- menn í lýðræðislöndum. Ómót- mælanlegt er, að það er eitt höfuðatriði í sjálfri kenningu kommúnismans, að samkvæmt óhagganlegu sögulegu lögmáli hljóti heimsbyltingin að koma, og að kommúnistaríkjum beri að greiða fyrir þessari nauðsyn. Þetta er ekki einungis ofstæki í framkvæmd, eins og Fulbright sýnist vilja vera láta, heldur aðaluppistaða sjálfrar kenningar innar. Sú viðleitni að skapa alls- herjar-sæluríki, er ekki neitt sér einkenni kommúnista, jafn vel nazistar hugðust stofna sitt þús- und ára ríki. Spurningin er sú, hvort valdamenn Sovétríkjanna og Kína, svo að helztu ríkin séu nefnd, séu búnir að kasta fyrir borð trúnni á hina marxísku söguskoðun og óhagganlega fram vindu hennar. Fráleitt virðist að ætla Kínaikommum slíkt, hitt má frekar vera, að Sovétvalda- mennirnir líti á þetta sem úr- elta kenningu, er þeir einungis veiti varaþjónustu. Undir því er komið hvort í raun og veru má búast við batnandi tímum, og var anlegum friði, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Við skulum vona, að þetta reynist rétt. Ýmislegt bendir til þess, en því miður er enn oft snemmt að láta heimsfriðinn velta á svo vafa- samri túlkun atburðarrásarinnar eftir daga Stalins. Og á meðan einræði helzt, þá er ætíð mögu- leiki til að nýr einræðisherra, Stalín og Hitler ekki betri, hrifsi til sín völdin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.