Morgunblaðið - 12.03.1967, Page 32

Morgunblaðið - 12.03.1967, Page 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta 1 blað landsiris SUNNUDAGUR 12. MARZ 1967 Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Glófaxi verður líklega brenndur 6LÍKLEGT er talið að reynt verða að bjarga Glófaxa frá Dan markshavn heldur aðeins tekin úr honum verðmætustu tækin ©g flakið svo jafnvel brennt. Það ■þarf alla vega að flytja það til á einhvern hátt því að það er íyrir grunnri rennu þai.1 i:i ím Vörum er skipað á land. Kunn- ugir sögðu að skemmdirnar væru miklar og miðað við staðinn væru þær feikilegar. Ef gera ætti við vélina þyrfti að senda heilan her af flugvirkj um sex tíma flug til Danmarks- havn og hafa meðferðis tjakka, verkfæri, tjöld yfir vélina og þessháttar. Mjög hefur skafið að Glófaxa og er hann nú hálft í kafi þannig að erfitt verður að færa hann. Er því talið að eina lausnin sé að brenna flakið til að létta það, og draga svo rúst- irnar burt. Endanleg ákvörðun ihefur þó ekki verið tekin um þetta og verður líklega ekki tek- in fyrr en eftir miðjan þennan mánuð, þegar aðstæður (haifa ver- ið kannaðar betur. Skíðaflugvél frá Flugfélaginu fer til Dan- markshavn um miðjan mánuðinn og með henni menn til að líta á Glófaxa. Cíuggar lÖrsað- arbankans VEGNA umræðna, sem fram fóru á blaðamannafundi með slökkviliðsstjóra í fyrradag um það, hvort gluggar hefðu mátt vera á þeirri hlið Iðnaðarbanka- hússins, sem sneri að Lækjar- götu 12 A, hafði Mbl. samband við byggingafulltrúa Reykja- víkurborgar, Sigurjón Sveins- son og spurði hann um málið. Sigurjón sagði, að strax og þetta mál hefði komið upp, hafi hann farið í gegnum öll þau gögn, er hann hefði undir hönd- um og lytu að byggingu hússins. Hann vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér, þar eð óljóst er, hvort öll gögn séu komin fram. Varað við lyfi LANDLÆKNIR, Sigurður Sigurðsson, hefur sent út tilkynningu þar sem hann varar við notkun lyfs sem selt sé í nokkrum verzlun- um í Reykjavík. Eru það Teslosen töflur. Samkv. meðfylgjandi auglýsinga- blaði innihalda þær mjög mikilvirkan karllegan hor mon, sem einungis má láta af hendi í lyf jabúðum gegn lyfseðli. Varar landlæknir mjög eindregið við því að nota fyrrnefndar Teslosen töflur, og þá einkum og sér í lagi þungaðar konur. Ekki vitað enn um eldsupptök EKKI hefur enn komið í Ijós hvað olli eldsvoðanum í Lækjar- götu. Magnús Eggertsson, hjá j rannsóknarlögreglunni, sagði að þeir hefðu látið sér detta í hug j rafmagnsbilun einhversstaðar, en ekkert væri hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. Mjög erfitt er að vinna að rannsókninni þar sem ekki stend Framh. á bls. 31 NÚ hækkar sól sem óðast á i lofti og daginn lengir ört. Hér skín síðdegissólin yfir Eyrarbakka. Til hægri sézt I bryggjan þar. Ljósm. Ólafur K. Magnússon. Tveimur söfn- unum að Ijúka SÖFNUNUM vegna Hnífsdals- slyssins og til litla hjartaveika drengsins er nú að Ijúka. Hafa safnast 548 þúsund krónur í Hnífsdalssöfnunina, sem afhent- ar hafa verið Morgunblaðinu og um 720 þúsund krónur vegna hjartaveika drengsins. Morgunblaðið mun taka á móti framlögum í þessar safnan- ir til klukkan 5 síðdegis n.k. þirðjudag 14. marz. í»á lýkur þeim á vegum blaðsins. Fyrir þann tíma verða þeir, sem eitt- hvað vilja láta af hendi rakna til þeirra að hafa skilað framlögum sínum. Morgunblaðið þakkar þeim fjölmörgu, sem tekið hafa þátt í þessum söfnunum og kom- ið bágstöddu fólki þar með til aðstoðar. Seldu áfengi fyrir 400.000 fyrsta da Vestmannaeyingar hafa vissu- lega tekið áfengisútsölunni feg- ins hendi og síðastliðinn föstu- dag var selt þar vín fyrir um fjögur hundruð þúsund krónur. Var mikið ölæði í bænum og einum tuttugu komið fyrir í fangageymslum lögreg'lunnar. Nokkrir bátar komust ekki út í gærmorgun því að áhafnarmeð- limir voru annaðhvort illa haldn- ir af timburmönnum eða þá augafullir ennþá. Nokkur brögð voru af því að lögreglan hirti menn upp úr götunni þar sem þeir lágu steinsofandi. Ekki var þó mikið um óspektir eða slags- mál en einhverjir prakkarar komust í geymi hjá Fiskiðjunni og hleyptu hcilum bílfarmi af slori út á götu. Læbnor og rd3- herrn ræSo heilbrigðismól Helgarráðstefna SUS um utanríkismál verður haSdin um næstu helgi UM næstu helgi efnir Samband ungra Sjálfstæðismanna til helg- arráðstefnu í Reykjavík um ut- anríkismál. Árni Grétar Finns- Dr. Bjarni Árni Grétar Benediktsson Finnsson son, formaður S.U.S., setur ráð- stefnuna kl. 14 á laugardag. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, flytur erindi, er hann Birgir fsl. Bjarni Bein- Gunnarsson teinsson nefnir „Um utanríkismál og ör- yggi íslands". Að erindi hans loknu flytja þeir Bjarni Bein- teinsson, Jón E. Ragnarsson og Styrmir Gunarsson stuttar fram- söguræður. Þá verða frjálsar Jón E. Ragnars- Styrmir Gunn- son arsson. umræður til kvölds og kosið í nefnd til að semja drög að á- lyktun ráðsstefnunnar. Á sunnudag kl. 14 verður ráð- stefnunni fram haldið og nefnd- arálitið tekið til umræðu. Stjórnandi ráðstefnunnar verð ur Birgir ísl. Gunnarsson, I. vara formaður S.U.S. Helgarráðstefnan fer fram í Félagsheimili Heimdallar, Val- höll v/Suðurgötu. Þess er vænzt, að ungir sjáfstæðismenn í Reykjavík og nágrenni f jölmenni til ráðstefnunnar. STÚDENTAFÉLAG Háskól- ans og Stúdentafélag Reykja- víkur efna til almenns um- ræðufundar n.k. fimmtudag kl. 20.15 í Sigtúni. Umræðu- efnið verður heilbrigðismál — stjórnsýsla, framkvæmdir og þróun. Framsögumenn verða Arni Björnsson, lækn- ir, Asmundur Brekkan, lækn- ir og Jóhann Hafstein, heil- brigðismálaráðherra. Að framsöguræðum lokn- um verða almennar umræður og er öllum heimill aðgang- ur að fundinum. (Frá Stúdentafél. Reykja- ví'kur og Stúdentafél. Háskólu arn).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.