Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 14. MARZ 1967. 5 ÖLLUM ÁTTUM „MAÐCR er eiginlega alltaf ad mála veðrið. Birtan ræður mestu um heildarsvip mál- verksins. Stundum er allt grænt, stundum allt blátt og brunt. Veðráttan á íslandi gefur málurum á Islandi nægt vegarnesti til að sinna list sinni,“ sagð'i Ragnar Páll Einarsson listmálari í stuttu rabbi, sem við áttum við hann á dögunum í tilefni af því, að hann var um þær mundir að opna málverka- sýningu í Listamannaskálan- nm í Reykjavík. Sýnir þar 56 myndir, bæði vatnslita- Ragnar Páll vinnur að myndinni Brim í Arnarfirði, sem seldist strax á laugardag. Sýningin var opnuð kL 3ug kl. 41í höfðu 17 myndir selzt. ,Er eiginlega alltaf að mála veðrið i Rabbað við Ragnar Pál Einarsson, listmálara, sem opnaði sýningu í Listamannaskálanum í gœr myndir og olíumálverk, flest- ar mjög stórar. „Nei, þetta er ekki fyrsta sýning, sem ég held. Ég er uppalinn á Siglufirði, og þar hef ég haldið 2 sýningar, en auk þess hef ég tekið þátt í 3 samsýningum, vorsýning- um og að auki þrisvar sinn- um í glugga Morgunblaðsins. Ég er fæddur í Reykjavík 28/4 1938, sonur Éinars Guð- mundssonar, sem undanfarin ár hefur verið héraðslæknir á Bíldudal, en ég er eins og áður segir alinn upp á Siglu- firði, og býst ég við þvi, að áhrifa frá Siglufirði gæti víða í málverkum mínum. Til dæmis er ég hrifinn af snjó, sem ekki er að undra, því að á Siglufirði gat maður oftast stigið á skíðin við bæj ardyrnar, og mér finnst vera fallegir fletir í snjó og gefa myndinni sérkennilegan blæ. Auðvitað hef ég oft verið á skíðum, meira segja vorum við á skíðum allt sumarið, hvar sem við fundum snjó í giljum, og þeir skaflar voru allir í sivglínum eftir eins og grafisk mynd. Nei, ég hef aldrei brotið mig sjálfan, en Jörgensen, símstjóri á Siglu firði, hljóp oft upp á svið- ið, þar sem hljómsveitin Gautar lék, og greip til flautunnar. mörg eru þau skíðin, sem ég hef brotið.“ Þegar við töluðum við Ragnar Pál, sátum við yfir kaffi heima hjá honum að Meistaravöllum 35 í stofunni, sem um leið er vinnustofan hans, og þar var allt þakið af málverkum, sem vonlegt var, því að þetta var daginn áður en hann hengdi upp. Við spyrjum konu hans, Rósu Arthúrsdóttur, hvernig það væri að vera gift lista- manni? „Ósköp líkt og að vera gift öðrum held ég“, svaraði hún brosandi um leið og hún hellti aftur í bolla okkar. Margar myndanna bera ein hvern siglfirzkan svip, og víkjum við nú talinu að þeim. „Sjarminn“ myndi fara, af Siglufirði „Jú, það er rétt, að ég hef máske mest gaman af að mála báta, jafnvel gamla uppi á-landi, og þá ekki síður gömul hús. Og við mætti bæta bryggjum og bröggum, og eitthvað fyndist mér ein- kennilegt að koma til Siglu- fjarðar, ef búið væri að rífa allar gömlu bryggjurnar og braggana þar. Myndi ég segja, að þá væri „sjarm- inn“ farinn af Siglufirði. Einnig hef ég gaman af því að mála fjörumyndir og brim, og eiginlega allt fallegt landslag. Ég mála alltaf á staðnum, og vil helzt mála eins mikið og ég get af mynd- inni þar, sem ég þurfti sem minnst að breyta henni, þegar heim kemur. Til dæmis var ég heilan dag að mála þessa mynd af Skjaldbreið, og þá var ég orðinn afar þreyttur, fann að ég hafði staðið við þetta einum of lengi. Hérna eru gamlar tunnur frá Siglu- firði, og eins og þú hérð má greina á tunnubotninum orðin: „Landsaltað. íslands- síld.“ Og þessi bátur úr Örfisrisey, ætii hann sé ekki líka áhrif frá Siglufirði. Einkennileg sjávarbirta í Arnarfirði En eins og þú sérð, hef ég málað allmargar myndir úr Arnarfirði, og þar er land fagurt, raunar á margan hátt einstætt. Þessi mýnd hér er máluð rétt utan við Auða- hrífsdal, en hann er aftur milli Bíldudals og Hvestu. Hér sér yfir fjörðinn til Sléttaness og Stapadals. Líttu á þessa birtu hér í fjörunni,. í briminu og sjónum næst landi. Þetta sér maður næst- um hvergi nema þarna vestra, og það gerir hvíti sandurinn við ströndina. Þegar sólin skín á sjóinn, þar sem þessi hvíti sandur er undir, er eins og sólarljósið kastist til baka gegnum sjóinn aftur upp á hafflötinn, og það skapar ein- kennilega birtu, sem tæpast er til annars staðar. Meðal annars af því, þykir mér gaman að mála þar vestra. Sótti söfn og sýningar í London Þú ert að spyrja um nám mitt í myndlist. Ég var einn vetur í Handíða- og mynd- listarskólanum, og þar voru kennarar mínir þeir Sigurð- ur Sigurðsson, Sverrir Har- aldsson og Bragi Ásgeitsson og held ég afar mikið af þeim öllum. Einnig tók ég þátt í námskeiði grafisku sáld- þrykki. Einn vetur var ég í Framhald á bls. 21 Bátur í Orfirisey. Esjan í vel að mála báta. baksýn. Ragnari Páli lætur TOYOTA CROWN Toyota Crown — Glæsilegur og vandaður 6 manna bíll — Byggður á sjálfstæðri X-laga stálgrind — Kraftmikil 6 cyl. 115 hestafla vél með yfirliggjandi knastás og 7 höfuð- legum. — Fáanlegur með nýtízku sófastól- um. Kynnið yður verð og kjör. | TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7. — Sími 34470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.