Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 31
MOROUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 19&t. 31 EINÞÁTTUNGARNIR, Eins og^ þér sáið og Jón gamli hafa nú verið sýndir 18 sinnum á litla sviðinu í Lindarbæ við góða að- sókn. Nú er aðeins eftir ein sýn ing á einþáttungunum og verður hún n.k. fimmtudag þann 16. þ. m. Þetta eru fyrstu leikritin, sem sýnd eru á leiksviði eftir Matt- hías Johannessen, en áður hefur komið út eftir hann leitt leikrit, Sólmyrkvi árið 1962. Aðalhlut- verkin í einþáttungunum eru leik , in af Val Gíslasyni og Lárusi Pálssyni. Myndin er af Lárusi Pálssyni og Val Gíslasyni í hlutverkum. (Frá Þjóðleikihúsinu). - ÍÞRÓTTIR Framh. af bls. 30 Tómas Jónsson R. 0.00 2. Guðm. FrímanssonA. 28.02 3. Þorst. Baldsson A. 43.70 Alpatvíkeppnl drengja 15—16 ára Unglingameistari: Bjarni Jensson A. 2. Jónas Sigurbjörnss. A. 36.15 3. Bergur Finsson A. 83.88 Stigakeppni Héraða Alpabikarinn hlaut Akureyri með Akureyri með 2. Reykjavík með 3. HSÞ með 4. ísafjörður með Norræna bikarinn hlaut Siglufjörður með 26 stigum Siglufjörður með 2. Fljótamenn með 3. Reykjavík með 4. ísafjörður með 2.64 63 stigum 63 stig 25 — 17 — 17 — 26 stig 3 — 2 — 1 — - FRAKKLAND Framh. af bls. 1 ir öðrum kringumstæðum. Úr- slitin í Lyon urðu þau að gaul- listi var kosinn með 15.961 atkv. frambjóðandi kommúnista fékk 10.387 atkv. og Soustelle 9.470 atkvæði. Hann stjórnaði kosn- ingabaráttunni frá Madrid. Kosningaþátttaka 81%. Rúmlega 24 milljónir manna voru á kjörskrá til kosninganna á sunnudag og var kosið í 404 : kjördæmum. Þátttaka var held- ur minni en sunnudaginn áður, eða um 81%. Veður var yfirleitt gott, vorveður víðast hvar um landið. Kjörstaðir voru opnaðir kl. 8 að morgni en aðsókn dræm fram yfir hádegi. í hafnarbænum Toulon kom til alvarlegra átaka á kosningadag Flokkur manna, vopnaður öxum heykvíslum og öðrum slíkum verkfærum gekk berserksgang og réðst á vegfarendur. Einkum urðu gaullistar fyrir barðinu á þeim, m.a. 22 ára sonur eins frambjóðandans, sem var að aka eftir aðalgötu bæjarins en slapp naumlega með brotnar bílrúður. Fimm menn voru handteknir. í flestum kjördæmum var kos ið milli frambjóðenda gaullista og vinstri manna, annaðhvort kommúnista eða Vinstri sam- bandsins og mun þessi samvinna hafa stuðlað að sigri þeirra. Að sögn NTB eru hlutfallstölur flokk anna nokkurn veginn þessar: gaullistar fengu 42,7% atkvæða,. vinstri flokkarnir samtals 46,6%,! þar af kommúnistar 11% — og Lýðræðislega miðsambandið 9,6 % tæplega. Viðbrögðin Viðbrögð frönsku blaðanna við úrslitum kosninganna, bæði til hægri og vinstri, urðu þau, að' sennilega muni de Gaulle lítt! skeyta um úrslit kosninganna og fara sínu fram eftir sem áður, — enda þótt liggi í augum uppi, að andstaðan gegn stefnu hans fari vaxandi. Hægra blaðið „L‘aur- ore“ segir í dag, að kosningaúr- slitin séu „stórt spurningamerki“, sem skeyta beri aftan við stefnu yfirlýsingar stjórnarinnar og for setans. Leggur blaðið áherzlu á sigur vinstri flokkanna í kosn- ingunum og telur einsýnt, að breyta verði um stefnu, ef hamla eigi gegn viðgangi þeirra og fylg isaukningu. Breyti gaullistar í engu stefnu sinni, segi þeir þar með, að kosningarnar hafi ekki verið annað en skrípaleikur. íhaldsblaðið „Le Figaro", skrif ar, að í mörgum tilfellum hafi kjör frambjóðendanna ekkert að segja. Að vísu muni blöð og stjórn málasérfræðingar lengi ræða um kosningaúrslitin og andstaðan muni leggja á herzlu á tap gaull ista í málflutningi sínum á þingi. Blað gaullista „Paris-jour“ skrifar, að kjósendur sem styðji Vinstrasambandið hafi hlýtt á- skorunum um að kjósa kommún- ista þar sem þeir hafa boðið fram, — hafi þeir heldur kosið þá en gaullista. Blaðið segir ljóst, að atkvæðagreiðslur á komandi kjörtímabili verði spennandi og muni án efa oft verða mjótt á munum. Viðskiptablaðið „Les Echos“ skrifar að ekkert verði eins og áður — gaullistar séu nú komnir í erfiða aðstöðu og verði að end urskoða stefnu sína í mörgum málum, m.a. efnahagsmálum. Kommúnistablaðið „L'human- ite“ skrifar, að hægri armur þjoðarinnar hafi tapað fylgi, hið lýðræðislega miðsamband hafi reynzt lítils megnugt en vinstri armur þjóðarinnar hafi sigrað, þrátt fyrir tilraunir gaullista til þess að hræða kjósendur frá því að kjóst kommúnista. Bætir blað ið við að þrátt fyrir óréttlætið í kosningafyrirkomulaginu hafi úr slitin sýnt og sannað styrk vinstri manna. Óháða blaðið „Combat“ skrif- ar, að gaullistar hafi nú beðið sinn fyrsta stóra ósigur og séu ástæðurnar fyrst og fremst sál- fræðilega röng kosningabarátta gaullista og samvinna vinstri flokkanna í kosningunum. Segir blaðið, að nauðsynlegt sé fyrir gaullista að breyta stefnu sinni samkvæmt úrslitum kosninganna. Viðbrögð fréttamanna og sér- fræðinga í Brússel við úrslitun- um í kosningunum voru yfirleitt þau, að lítil von væri til þess, að þau hefðu áhrif á stefnu frönsku stjórnarinnar í málum Efnahagsbandalagsins. Er á það bent í Brússel, að bandalagið hafi lítt borið á góma í kosningabar- áttunni — og tæpast verið á það minnzt, hvort ætti að leyfa nýj- um ríkjum aðild að því og þar af leiðandi yrði ekki sagt að stefna stjórnarinnar í þeim efn um hefði beðið ósigur. Hinsveg ar eru uppi getgátur um, að Couve de Murville, utanríkisráð herra, sem verið hefur einn helzti talsmaður Frakka í málum Efna- hagsbandalagsins, hverfi nú frá embætti en við taki Edgar Faure, núverandi landbúnaðarráðherra. - BRUNINN Framhald af bls. 10. fyrir hfeina tilviljun. Hann geymdi bílinn inni í bílskú.n um, og var búinn að taka Ur honum vélina og hjólin undan honum. Kvöldið áður en brun inn varð vildi annar sonar minn, Pétur, endilega setja hjólin aftur undir hann, en Geir sagði að ekkert lægi á. Pétur hafði þó sitt fram og fyrir bragðið bjargaðist bíll- inn. Okkur tókst að ýta hon- um vélarlausum út í bíla- stæðið við Alþingishúsið. Sið- ar um daginn, þegar vi:jað var um bílinn var kominn stór miði á hann, þar sem s‘óð að bíllinn ætti ekkert með að vera þarna — þetta væn einkabílastæði fyrir aiþingis- ihennina okkar“. „Ég er strax farin að íhuga fbúðakaup, og hef núna sem er mikinn augastað á íbúð hér á Melunum. En áður en af því verður er ég að huga um að bregða mér út til Glasgow með strákunum mínum tveim ur, Geir og Pétri. Maður vcrð ur að fata sig algjörlega app á nýtt, því að okkur tók=t engu að bjarga út, fyrir klaufaskap í mér. Þannig var. að þegar ég var að forða mér út eyddi ég löngum tíma í að leita að góðum og þykkum ullarfrakka í fatahengina, þar sem að auki voru gaymdar margar dýrindis kápur og frakkar. En auðvitað hvarfl- aði ekki að mér að taka það með mér. Svona er maði’r snjall 'björgunarmaður", sagði Sigurður að lokum og kírndi við. , Mikið tjón Við náðum tali af Einari Bjarnasyni, forstöðumanni ríkisendurskoðunarinnar. Sú stofnun var til húsa á þriðju hæð Iðnaðarbankahússin;, en hefur nú flutt starfsen.i sina að T.augaveg 105. „Þetta húsnæði hér, sagði Einar, ,höfum við tekið á leigu til tíu ára og voru eig- inlega í þann mund að fara að flytja hingað, er bruninn varð. Tjónið, sem við urðum fyrir, skiptir hundruðum þús- unda, því að við misstum all- ar reikni- og ritvélar. Auk þess misstum við bréfasafn fyrir nokkur síðustu ár, sem kemur sér ákaflega illa, því að oft þarf að grípa til þeirra Á hinn bóginn get ég varla sagt, að bruninn hafi að öðru leyti nokkur áhrif á starf- semi stofnunarinnar". Brann hjá finnskum „kollega“ í haust Að síðustu náðum við tali af Gunnari J.. Friðrikssyni, formanni Félags ísl. iðm-ek- enda, en félagið var einnig til húsa í Iðnaðarbankahúsinu. Hefur nú félagið flutt starf- semi sína í eitt herbergi í Borg artúni 1, en Gunnar sagði, að það væri nú í leit að heppi- legu húsnæði til bráðabii via, þar sem iiinn bjóst við að skrifstofur félagsins í Iðnaðar- bankahúsinu yrðu vart komn- ar í lag fyrr en í sumar. Hann kvað allar sögulegar minjar hafa varðveizt í brunanum, t. d. allar fundargerðarbækur. Hann sagði að ákveðið hefði verið að aðalfundur félagsins yrði á fimmtudag nk. til laug ardags, og yrði engin breyt- ing á þeirri ákvörðun, enda þótt eldsvoðinn hefði komið til í millitíðinni. Ætti það heldur ekki að koma að sök, því að allir ársreikningar hefðu bjargazt, og eins hefði framkvæmdastjórinn tekið árs skýrslu sína af skrifborðinu kvöldið fyrir brunann og far- ið með hana heim, svo að hún hefði einnig bjargazt. Varð- andi tjónið á húsnæðinu sagði Gunnar, að það væri tryggt fyrir 400 þús. kr., en hann taldi mikið vafamál að sú upp hæð dygði til að bæta sk »ð- ann. Gunnar er einnig fram- kvæmdastjóri íslenzku heims- sýningarnefndarinnar til Kan ada, og brunnu ýmis skjöl og bréf, sem legið höfðu á skrif- borði hans, varðandi það efni, og sagði Gunnar að útvega þyrfti ný gögn. „Annars hef- ur bruninn engin áhrif á þátt íslands á heimssýningunni — hann verður hvorki minni né meiri en ráðgert hafði verið. Ég er heldur ekki sá eini, sem orðið hefur fyrir slíku ó- happi, því svo einkennilega vildi til sl. haust, að stór- bruni varð hjá hinum finnska kollega mínum. Þetta er ó- neytanlega skrítin tilviljun — tveir brunar hjá norrænum sýningarnefndum — en mað- ur má samt ekki vera of hjá- trúarfullur". - FANNFERGI Framh. af bls. 32 Brjótast með mjólkina á drátt- arvélum. Gunnar bóndi I Seljatungu kvaðst horfa á fjögurra metra háan skafl á hlaðinu hjá sér, er við hringdum í hann. Ekki væri það þó svo slæmt yfirleitt. En síðan á föstudag hefði verið stöð ugur skafrenningur og ofanhríð öðru hverju. Væru vegirnir eig- inlega alveg ófærir. Ekki nærri allir komu mjólkinni frá sér á laugardag. En á sunnudag kom- ust bílar eftir aðalveginum, og bændur brutust með mjólkina í veg fyrir þá á dráttarvélum. Á mánudag var ekki reynt að ná mjólkinni. Gunnar sagði að venjulega væri minni snjór í Lág-Flóanum en uppi í landi. En í fyrra var þetta á tímabili slæmt, og þó ekkert væri það eins og núna. Ekki hefur mikið frost fylgt hríðinni. en það fór vaxandi í gær og skafrervningurinn var að aukast. Er það mjög bagalegt að koma ekki mjólkinni frá sér. Miðbik Suðurlands skást Fréttaritari blaðsins á Hvols- velli, Otto Eyfjörð, sagði að þó færð væri slæm í Flóanum, þá lagaðist hún eftir því sem aust- ar drægi. Væri ágæt færð úr Holtunum og austur um sýslur. Mjólkurbílarnir komu í gær- morgun í seinna lagi. En um miðjan daginn, er við tölpðum við Otto var að hvessa og kom- inn skafrenningur. sagði hann að snjór væri nægur til að fjúka í skafla ef hvessti. Engar samgöngur í Mýrdalnum. í Mýrdalnum og þar í kring eru engar samgöngur eins og stendur, að því er Sigþór frétta- ritari blaðsins sagði. Var þar I gær iðulaus hríð og ekkert reynt að opna vegi. En þetta ástand náði þó ekki nema vestur að Jökulsá. Á sunnudagsmorgun byrjaði að snjóa, Mjólkurbílarnir kom- ust þó leiðar sinnar, en seinni hluta dagsins lokuðust allir vegir. Áætlunarbíllinn, sem ætlaði frá Vík til Reykjavíkur, sneri við. Hvasst hefur verið og fýkur snjórinn í skafla og ekkert hægt að gera fyrr en lægir. - SVETLANA Framh. af bls. 1 staðfesti hins vegar, að hún hefði komið til Sviss á láug- ardaginn frá Rómaborg og hefði fengið dvalarleyfi í landinu tU þriggja mánaða til að byrja með en ekkert væri því til fyrirstöðu að það yrði framlengt um óákveðinn tíma. Hins vegar lagði hann á það áherzlu, að hún hefði ekki beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður í Sviss. Fyrst á sunnudagskvöldið var birt í Moskvu fregnin um Svetlönu — þó þannig, að ekki var frá því skýrt, að hún hyggðist ekki snúa aft- ur til Sovétríkjanna. — Var aðeins sagt, — „sem svar við fyrirspurnum frétta- manna", eins og komist var að orði í fréttasendingu TASS að hún hefði í árslok 1966 fengið vegabréfsáritun og fararleyfi til Indlands, ttil þess að fara þangað með ösku eiginmanns síns, indverska kommúnistans Brijash Singhs. Væri hún nú erlendis og það væri algerlega hennar einka- mál, hversu lengi hún væri erlendis. Á hinn bóginn höfðu fjölmargir Sovétborgarar þeg ar heyrt fréttina frá erlend- um útvarpsstöðvum og er- lendum fréttamönnum og vakti mál þetta mikla athygli. NTB-fréttastofan hefur eft- ir áreiðanlegum heimildum í Nýju Delhi, að sendimenn Sovétríkjanna þar hafi sakað bandaríska sendiráðið um að hafa rænt Svetlönu Stalínu. Munu stjórnir Bandaríkj- anna og Indlands annars veg- ar og Sovétríkjanna hins veg- ar hafa skipzt á orðsending- um um mál þetta. Frá Was- hinton herma fregnir, að Svetlana hafi beðizt hælis í Bandaríkjunum en verið synj að vegna þess, að Bandaríkja- stjórn hafi ekki viljað skaða samband sitt við Sovétstjórn- ina. Þá hefur NTB einnig fyr- ir satt, að upprunalega hafi Svetlana ætlað að setjast að í Indlandi en indverska stjórn- in hafi ekki viljað það, af sömu ástæðu og Bandaríkja- stjórn. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, sagði á sunnu dag, að hún hefði hitt Svet- lönu að máli nýlega, heima hjá Dines Singh, aðstoðarut- anríkisráðherra Indlands, en fjölskylda hans er búsett I Kalankankar 1 austurhluta Utter Prades. Eiginmaður Svetlönu var frændi ráðherr- ans. Þær Svetlana og Indira hittust er Indira var á kosn- ingaferðalagi og segir Indira, að Svetlana hafi ekki á það minnzt bá að hún vildi setj- ast að í Indlandi. AP-fréttastofan segir einnig frá því, að í Kalankar, hafi tveir sendimenn sovézka sendiráðsins í Nýju-Delhi heimsótt Svetlönu. Tveim dögum síðar hafi hún farið þaðan til Lucknow, þar sem hún meðal annars heimsótti skrifstofu kommúnistaflokks borgarinnar. Meðan hún var í Lucknow mun sendimaður sendiráðsins hafa komið aftur til Kalankankar. Ennfremur segir AP, að 6. marz sl. hafi Svetlana verið komin til Nýju Delhi og flutzt i sovézka sendiráðið — en daginn eftir verið horfin þaðan, þ. e. 7. marz, er hún fór flugleiðis frá Nýju Delhi til Rómar í fylgd með starfsmanni banda- ríska sendiráðsins, sem síðan greiddi götu hennar til Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.