Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 28
28
MURGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1967.
Sögulegt
sumarfrí
eftir Stephen
Ransome
—--------—-------------------—
Það var nú til dæmis þessi ðr-
láti Lucio. Lucio iiafði álcveðið,
þrátt fyrir aðvaranir 'hennar, að
taka meira í sinn hlut af aurum
húsbænda sinna en honum bar.
Einn daginn varð hann fyrir bíl,
sem ók á hann, en aldrei upp-
lýstist neitt um það frekar.
Næsti maður hennar var fram-
gjarn maður að nafni Max. Einn
ig gegn aðvörunum hennar, tók
hann að fást við peningavélar
uppá eigin reikning. Joyce var
svo hyggin að hlaupast brott úr
þessu vitleysis-hjónabandi, áður
en þrjár vikur voru liðnar, og
um svipað leyti fannst Max sitj-
andi í bílnum sínum með sex
skot í sér. Þetta var í East St.
Louis. — Það virðist sem Joyce
hafi í báðum þessum tilvikum
haft meira verzlunarvit en mað-
urinn.
— Já, hún hafði fundið þessa
gáfu hjá sér, og ákvað að láta
sér verða eitthvað úr henni, en
fyrst varð hún að smjúga út úr
þessari klípu, sem 'hún var nú
komin L Svo var fyrir að þakka
enn einum heimskum karlmanni
ög það var ekki henni að kenna.
Nýr vinur, að nafni Nickie, sem
hún hafði verið svo iheimsk að
treysta, hafði blekkt hana við-
víkjandi einhverjum böggli, sem
hann hafði komið fyrir í kæli-
skápnum. Fínustu innflutt styrju
hrogn, hafði hann sagt, og kvaðst
vera að geyma þau til mikillar
veizlu, sem hann ætlaði að halda.
En í rauninni var þetta óhreins-
að heróín. Mikilla peninga virði.
En tíka mikils virði fyrir ríkis-
sjóðinn.
— Nickie var ekki nógu snið-
ugur Ul að verða þess var, að
leynilögregian var á hælunum á
honum. Joyce var svo heppin,
að vera sjálf ekki í bænum, þeg-
ar lögreglan gerði húsleit í ílbúð-
ioni. Nickie reyndi að sleppa út
um bakdyrnar. En þá hindruðu
— - —— - ■—- ■+
nokkur skot för hans, og hann
lá dauður á eldlhúsgólfinu heima
hjá þeim. Hún komst brátt að
þessu, en komst svo burt úr bæn
um með neðanjarðarlestinni, svo
að lítið bar á. Hún náði til New
York, eftir ýmsum krókaleiðum,
í lánsfötum og með litað hár
og 'hafði í snatri þyngzt um
fimmtán pund, en samt var hún
ekki örugg um sig. Nú var hún
andvaka á hverri nóttu og bjóst
við því á hverrj stundu, að barið
væri að dyrum hjá henni.
— Trúðirðu henni? sagði ég. —
Ég á við, að hún hafi enga hug-
mynd haft um, hvað var í kæli-
skápnum hennar?
Brad brosti vandræðalega. —
Jú, ég trúði því víst þá, en ann-
ars skiptir það víst engu máli
n n ❖•:••:♦•:*❖•:••:••:••:••:
:••:••:••:•❖•:•❖•:••:••: U Li •;•❖❖•:•❖❖❖❖•;••;
lengur. >ú verður að athuga, að
síðan eru ein tólf ár. IHún náðist
'hvergi — hvorki þar né annars
staðar. 1 einar tvær vikur var
hún í felum, flutti úr einu leigu-
herberginu í annað, og alltaf
hafði MoNeary auga með henni.
En svo fór hún til Ohicago, án
þess að láta okkur neitt vita, og
þar eftir varð löng, löng þögn.
Hún skrifaði okkur yfirleitt ekki
framar.
Við sátum og horfðum hvor á
annan. Þetta var alls ekki öll
sagan. Þreytt augu Brads virtust
spyrja. — Geturðu ekki getið
þér til um framlhaldið? Og það
hélt ég einmitt, að ég gæti.
— Það skorti aldrei neitt á sög
urnar um Joyce, sagði ég. —
Samkvæmt einni þeirra fórst
hún í bí'lslysi í Ohio. Önnur sag
an lét 'hana farast í eldsvoða í
Arizona. En það væri þýðingar-
laust að vera að segja þér allt
þetta, ef hún væri raunverulega
dauð.
— Hún er ekki dauð, sagði
Brad. — Öðru nær.
— Svo að hún er þá komin í
vandræði aftur og verri en áð-
ur — og er á flækingi eða í fel-
um, eða hvað?
— Sjáðu til, Steve, sagði Brad
lágt, — þú manst þetta bréf og
þessi leiguherbergi...... Hún
gekk þá ekki undir sínu eigin
nafni. Hún notaði nafnið Zella
Daly.
Það var eins og mér væri gef-
ið á 'hann.
Eins og svo margar milljónir
annarra manna, þekkti ég nafn-
ið Zella Daly og eins vel og
nafnið á nokkurri kvikmynda-
stjörnu. Hún var þessi víðfræga
rauðhærða glæpamannadræsa,
sem hefur orðið yndi og eftir-
læti reyfaráhöfundanna — þessi
loðskinnsklædda vinkona glæpa-
höfðingjanna, sem forðaðist að
koma fyrir almenningssjónir, en
kom samt óþyrmilega í blöðin í
sambandi við glæp í Las Vegas,
fyrir svo sem mánuði.
Og þetta var eitthvert glæsi-
legasta glæpamannamorð, sem
sögur fóru af. Hún var sjónar-
vottur að því, en var fljót að
hafa sig á brott. Lögreglan hef-
ur verið að leita hennar um rík-
in, þver og endilöng síðan —
árangurslaust, en þó með þessari
von, sem enginn annar flóttamað
ur hefur getað vakið 'hjá þeim.
í síðustu tvær eða þrjár vik-
ur, meðan hennar er leitað dag
og nótt um öli ríkin, hefur Joyce
Martin, öðru naini Zella Daly,
verið í naustinu hans Martins
dómara, og þar er hún enn á
þessari stundu.
Já, gamla vinstúlkan okkar,
dóttir nágranna okkar, hins heið
virða dómara Potter Martins og
systir okkar virðulega saksókn-
ara, er áreiðanlega mest eftirsótt
allra manna af ríkislögreglunni.
24. kafli.
KI. 2.26 f.h.
Þegar 'hingað var komið endur
sögninni í sögu Brads, stöðvaði
ég segulbandið, renndi því til
baka og spilaði svo kaflann aft-
ur.
Eftir að Brad hafði gefið mér
löðrung með nafni Joyce Martin,
hélt 'hann áfram að tala með vax
fm
wm
iiá
me
kf.m
ím
weÉs&t
gólf teppin
eru úr perlon og Ný-Sjálenzkri ULL.
-gólfteppin eru sterk, hlý og stílhrein.
-gólfteppin upplitast ekki.
^^V'-gólfteppin eru mölvarin með EULAN.
-gólfteppin er auðvelt að þrífa.
-gólfteppin eru framleidd einlit í 15
samræmdum litum.
-gólfteppin eru þau einu af öðrum sam-
bærilegum gólfteppum, sem hafa 3 ára
glæsilega reynslu á íslenzkum markaði.
Það er ullin sem gerir ^í/aa^tr áferðarfallegri.
t^Ja-urtr -gólfteppin eru ódýr.
V-V- .
3 v fii
rifa
r #*idl
%
— Þetta er alveg hræðilegt, læknir! Ég get ekki sofið fyrir
hrotunum í sjálfum mér!
andi ákafa. Ég hafði engan mögu
leika á því þá að átta mig nóg
til að geta hugsað skipulega. En
nú hef ég gefið mér tíma til þess,
af því að Zella Daly er kvenmað
ur, sem ekki er hægt að afgreiða
með fáum orðum.
Á sinn óhugnanlega hátt hef-
ur Zella Daly verið merkilegt
rannsóknarefni undanfarin ár.
Ég hef safnað miklu af úrklipp
um um hana, ásamt mörgum
tímaritsgreinum um efnið:
„Hver er Zella Daly?M Það er
þetta efni sem Brad fékk lán-
að fyrir nokkrum vikum — ekki
til þess að nota það í daglega
myndaflokkinn sinn, eins og ég
hafði haldið, heldur til þess að
rannsaka hverja fréttaklausu ná-
kvæmlega til þess að komast að
því, hver Zella Daly sé raun-
verulega.
En ef nokkrar slíkar bending-
ar finnast á prenti, hefur mér
sézt yfir þær. Kannski hef ég
orðið þeirra var í undirvitund
minni, og það kann að vera ein-
hver sálfræðileg skýring á áikuga
mínum á Zellu Daly, en þó efast
ég um það. Jafnvel þótt ég hefði
aldrei þekkt hana undir öðru
nafni, hefði hún samt verið ein-
hver glæsilegasta og forvitnileg-
asta kvenpersóna glæpaheims-
ins.
En ekkert í safninu minu haf-
ur inni að halda neina
þekkjanlega mynd. Það, hve lítið
er til af myndum af (henni, stafar
af eindreginni óbeit Zellu Daly á
ljósmyndurum — það er eins og
hún finni það á sér, ef maður
kemur með blossaljós handan
við ihornið. Þær fáu myndir sem
fáanlegar eru af hennL sýna and
litið hulið upp að augum í loð-
kraga, eða aðeins hö>kuna á
henni undir hattbarði með slæðu
yfir. Á öðrum myndum er hún
varla annað eða meira en vofa,
bak við bílrúðu. Ein mynd, sem
er þokukennd af því að hún er
hreyfð, sýnir hana vera að reyna
að rota Ijósmyndarann með hand
töskunni sinnL
Þessi óbeit hennar á því að
þekkjast, vekur spurninguna um
tilganginn með því. Hvern er
hún að vernda? Sjálfa sig?
Glæpahöfðingjana? Eða föður
sinn, dómarann? Kannski alla
þessa, í þessari röð talið.
Og svo er líka þessi ósvaraða
spurning, hvað. Zella Daly hafi
verið áður en þetta morð í Las
Vegas rak hana á flótta og flæk-
ing.
Vissulega er ekki mikið um
hana vitað, og það litla, sem vit-
að er, harla óvisst. Það var sið-
ur hennar að gefa veitingaþjóni
hundrað dali í þjórfé, fyrir að
bera fram kvöldverð handa fjór-
um. Peningarnir hennar voru tor
tryggilega upprunnir, en nóg
hafði hún af þeim, Einu sinni
hafði hún um skamman tima
rekið hóruihús í Atlantic City, en
það mun aðallega hafa verið fyr-
ir glæpamennina, vini sína. En
hitt var víst, að hún hafði átt
og ætti kannski enn, hluta í
spilahúsi í Las Vegas, enda þótt
hún væri þar sjaldan. Og táðar
ferðir hennar tii Mexico og
Kúbu voru taldar standa i sam-
bandi við innflutningsverzlun.
Og innflutningurinn var — eitur
lyf.
Trúlegasta tilgátan, sem mér
þóttL var sú, að hún starfaði
sem milliliður fyrir einhvern
„stóran“ eiturlyfjasala. Þar eð
engin símalína var óhult fyrir
hlustunum og önnur samgöngu-
tæki álíka hættuleg, þurftu
glæpahöfðingjarnir að hafa ein-
hvern fljótan og áreiðanlegan
sendi'boða, þegar mikið lá við,
og sennilega var Zella í ein-
hverju slíku starfL
Væri þetta rétt til getið, hlauit
hún að búa yfir fjöldanum öll-
um af upplýsingum, sem rann-
só’knarnefndir öldungadeildarinn
ar, Ríkislögreglan g skattayfir-
völdin og aðrar heiðarlegar op-
iniberar stofnanir langaði til að
ná í — og það tafarlaust.
Þessi klaufaskapur kring um
þetta morð í Las Vegas gat staf-
að af hræðilegum mistökum af
morðingjans hálfu. Og hann giat
verið Zellu sjálfri að kenna. Híún
hefði átt að vera miklu lengra 1
burtu frá morðinu en hún var —
hún hefði getað verið í fríi 1
Waijiki eða Acapulco. En í þess
stað — samkvæmt einni sögunni
— hafði hún snúið aftur og'gert
siðustu tilraun til að bjarga hin-
um dauðadæmda vini sinum frá
villu hans vegar. En þá var hún
svo óheppin að lenda beint i
morðinu sjálfu.
Raunverulega hafði hún kom-
ið til búgarðs „Fallega Phils“
Flager alein í bílnum sínum,
rétt nógu sneipma til þess að sjá
fallega andlitið á honum skotið
í tætlur upp við rándýrt Utrillo-
málverk í setustbfunni. Það var
ek'kert leyndarmál, að þetta var
gert til þess að gera upp reikn-
ingana milli Flager og stjórnar
fyrirtækisins, út af deilu ura
eignarréttinn á símakerfi ura
þvert landið í sambandi við veð-
reiðar. En þessi örlagaríki
klaufaskapur Flagers, þýddi
sama sem glötun fyrir Zellu.
Yrði hún tekin fösL þýddi það
ómetanlega veiði í net réttvís-
innar og það vissi hún sjálf
manna bezt.
Með því að aka eins og vitlaus
manneskja, komst hún þaðan
burt á elleftu stundu. Skothvell-
irnir höfðu heyrzt í nágrenninu
og það sást tii hennar, er hún
þaut framhjá, eins og bláfct strik.
En ekkert ákveðið varð uppvíst
um þetta strax — það var eins
og allir þegðu. Ljótt lík „Fallega
Phils“ fannst ebki fyrr en morg-
uninn eftir, svo að Zella hafði
raunverulega sólarhrings ^or-
skot fram yfir réttvísina, en það
gat hún auðvitað ekki vitað þá.
Hún flýtti sér eins og hún gat.
Hún yfirgaf heilmikið, loðkáp-
urnar, spilabælin, gimsteinana,
peningana í bankanum og bílinn.
Hún fór svo hratt yfir, að hún
komst yfir meginlandið þvert,
án þess að nokkur lögreglumað-
ur gæti fest íingur á henni. Hún
komst þetta með hjálp verndar-
djöfulsins síns, og nú er hún til
húsa í gamla naustinu, rétt
ákamrat frá okkur.