Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 19
MUKCJUNBLAÐiÐ, ÞRIÖJUDAGUR 14. MARZ 1967.
19
Hlutabréf
Frá sýningunni á laugardag.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur:
íslenzkir dansar
og vikivakaleikir
Stjórnandi: Sigríður Valgeirsdóttir
Tónlist: Jón Cunnar Ásgeirsson
5> J ÓÐI>AN’S AITÉLAG Reykjavík-
ut efndi tvisvar í síðustu viku
til sýningar á íslenzkum döns-
um og vikivakaleikjum í Þjóð-
leikhúsinu undir stjórn Sigríðar
Valgeirsdóttur. Var hér um að
ræða gagnmerkan viðhurð, bæði
fyrir það hve stílhrein, fjörug og
skemimtileg sýningin var, og
ekki síður vegna hins að hún
leiddi í ljós með á'þreifanlegum
hætti hvernig hagnýta má hinn
gamla arf, sem að mestu hefur
legið ónotaður, og gera hann
gildan fyrir nútímafölk.
Sýning Þjóðdansafélagsins var
þríiþætt, auk fróðlegrar kynning-
ar á íslenzkum búningum sem
Elsa Guðjónsson annaðist. Kom
þar m.a. í ljós hversu miklu
fallegri og litríkari búningar 18.
og 19. aldar voru, bæði upphlutir
og peysuföt, heldur en þeir
svart-ihvítu búningar sem nú eru
algengastir og urðu fyrst veru-
lega vinsælir eftir að þjónustu-
stúlkur við konungskomuna
1907 höfðu klæðzt þeim! Þjoð-
dansafélagið hefur verið ákaf-
lega ötult við að safna upplýs-
ingum um klæðnað fyrri alda,
m.a. í Þjóðminjasafni, og láta
sauma búninga eftir þessum fyr-
irmyndum, þannig að það hefar
komið sér upp myndarlegu safni
búnin.ga, sem margir eru raun-
ar í eigu einstakra félagsmanna.
Er hér um nytsamt þjóðlþrifa-
verk að ræða, sem seint verður
fullþakkað.
Fyrsti þáttur sýningarinnar
var helgaður vikivökum og söng-
dönsum, sem til eru skráðir eða
hafa varðveitzt í dansi. Var þar
einkum dansað eftir gamalkunn-
um þjólögum, t.d. „Stóð ég úti
í tunglsljósi", „Góða veizlu gjöra
skal“, „Á sprengiisandi“ og
„Dýravísur" við rímnalög Jóns
Leifs. Athyglisverðustu atriðin í
þessum þætti voru þó „Vefar-
inn“ og „Hoffinn", og er heim-
ild að dansi og lagi hins fyrra
Gunnvör Magnúsdóttir á Ak.-a-
nesi, en þess síðara Andrea Jóns-
dóttir, Leirhöfn í Presthóla-
hreppi
í fróðlegri grein um Islenzka
dansa í leikskrá getur Sigríður
Valgeirsdóttir þess, að endur-
vakning vikivakanna hafi hafizt
samtímis á fslandi og í Noregi.
Helgi Valtýsson ritihöfundur,
sem enn er á lífi, vann með
Huld'u Garborg að endurvakn-
ingu söngdansa í Osló 1903-1904,
og voi-u vikivakarnir að mestu
sniðnir eftir færeyskum dóns-
um að því er snerti grunnspor.
Hulda Garborg kom til íslands
árið 1902 í leit að vikivökam,
en fann hér ekkert nema „Ólaf
liljurós", að sögn Helga. Hann
var í „Leikhring" Huldu Gar-
borg veturinn 1903-1904, en
brautryðjandastarf 'hennar leiddi
atil þess að söngdansar breidd-
ust út um allan Noreg og þaðan
til Sviþjóðar, Danmerkur,
Þýzkalands, Ameríku og víðár.
Helgi mun hafa mótað sporið í
það form sem það hefur enn í
norskum og íslenzkum dönsuin,
þ.e.a.s. að hringurinn hreyfist
réttsælis. Eftir heimkomuna
vann Helgi ásamt öðrum ung-
mennafélögum að endurvakn-
ingu vikivaka hérlendis og fékk
því m.a. áorkað að dansflokkur
sýndi þá á Alþingishátíðinni
1930. Er hann því frumkvöðull
þess þjóðþrifastarfs sem Þjóð-
dansafélagið hefur unnið síðan
það var stofnað 17. júni 19öl, en
starf þess hefur fyrst og fremst
hvílt á herðum Sigríðar Val-
geirsdóttur, sem unnið hefur
kappsamlega að könnun og
skráningu gamalla heimilda og
þannig lagt fræðilegan grundvöll
að þeirri endurvakningu sem nú
á sér stað.
Annar þáttui sýningarinnar
var samfelldur bálkur „gömlu
dansanna“ svonefndu: mars með
dansþáttum, leikjum, skiptidöns-
um og hringdönsum. Þessir dans-
þættir eru hvaðanæva af land-
inu, og hafa þær Sigríður Val-
geirsdóttir og Mínerva Jónsdótt-
ir skráð þá eftir gömlu fólki,
sem dansaði og lýsti dönsunum,
og tekið lögin upp á segulbönd.
Sigríður getur þess í lei'kskrá, að
slíkir marsar hafi áður fyrr ver-
ið dansaðir einu sinni til tvisvar
á hverjum dansleik til að ná sem
flestum með í dansinn, og væri
ekki úr vegi að endurvekja þann
góða sið á dansleikjum nútím-
ans, þar sem „Kokkurinn“ hvín
í tíma og ótíma flestum til leið
inda. Guðjón Jónsson stjórnaði
þessum þætti á sviðinu, en þar
var m.a. sýndur Blómavals við
lag eftir Þorvald Björnsson,
Gikkurinn (frá Öræfum og
Svarfaðardal), Knéfall og Þre-
faldur mazúrki (hvort tveggja
frá Svarfaðardal), Einfaldur
mazúrki (frá Reykjavík), tveir
skottísar (frá Svarfaðardal og
Eyrarbakka), Týrólavals (frá
Eyrarbakka), Hólaræll (frá Hól-
um I Hjaltadal), Klútaþáttur
(frá Svarfaðardal), Gamall ræll
(frá Hafnarfirði) og Hnútapolki
(frá Reykjavík). Voru margir
þessara dansþátta einkar fjör-
ugir, ekki sízt Gamli rællinn
úr Hafnarfirði og Hnútapolkinn.
Dansfólkið var greinilega í góðri
— Ljósm. Sv. Þorm.
þjálfun, og yfirleitt var þessi
þátt'ur sýningarinnar vandlega
unninn og merkilega fjölbreyti-
legur, þó hér væri einungis um
að ræða tilbrigði við sama stef.
Merkasti skerfur sýningarinn-
ar var samt ótvírætt þriðji og
síðasti þáttur hennar, sem helg-
aður var þjóðlögum, dönsum og
vikivakaleikjum. Þar var „gerð
tilraun til að tengja brot dans-
lýsinga og gæða lífi lög, ljóð og
leiki horfinna kynslóða". Notuð
voru gömul danskvæði og uppi-
staða tónlistarinnar íslenzk þjóð-
lög, en Jón Gunnar Ásgeirsson,
sá ötuli tónlistaruppalandi, hef-
ur samið í eyðurnar, útsett lögin
og tengt saman í eina heild. Var
það verk snilldarlega af hendi
leyst og vel flutt af 16 hljóð-
færaleikurum úr Sinfóníuhljóm-
sveitinni, kór Kennaraskóla ís-
lands og fjórum einsöngvurum,
sem einnig komu fram í fyrsta
þætti. Þeir voru Elín Sigurvins-
dóttir, Unnur Eyfells, Guðmund-
ur Guðjónsson og Hjálmar
Kjartansson. Ennfremur kom
Guðmurvdur Guðbrandsson frim
í einsöngshlutverki í fyrsta
þætti.
f þriðja þætti voru sýndir
fimm vikivakaleikir, þar sem
einn eða fleiri dansenda komu
fram í gervum dýra eða óvætta.
Voru gervin prýðileg og gaman
að leikjunum, þó þeir hefðu
kannski mátt vera opinskárri >g
„klúrari", því þannig munu bsir
hafa verið í gamla daga. Háa-
Þóra var skemmtilgasta fígúran,
en auk leiksins um hana voru
sýndir hjartarleikur, þingálps-
leikur, hestadans og hestaleikur,
og loks hindarleikur. Dansar
Sigríðar Valgeirsdóttur í þessum
þætti voru fjörlegir og fjöl-
breytilegir. Sérkennilegast var
„hringbrot" karla og minnti mig
dálítið á ákveðna gríska dansa,
þar sem dansendur eru tengdir
saman með klútum eða böndum.
Sýningin í heild lauk upp fyr-
ir áhorfendum dyrum að for-
tíðinni, sem löngum hafa verið
luktar. Við vitum að vísu ýmis-
l'egt um athæfi forfeðranna á
Jörvagleði og öðrum slíkum
mannþingum, en næsta fátt um
skemm'tanir manna í heimahús-
um og við hátíðleg tœkifærL
Dansþættirnir og leikirnir veita
nokkra vitneskju um þennan
þátt þjóðlífsins og vekja með
álhorfendum tilfinningu fyrir
fortíðinni og samhengi mannlífs-
ins í landinu. Að sjálfsögðu er
þess enginn kostur að vekja
forna þjóðhætti, hvort sem eru
vikivakar, rímnakveðandi eða
þjóðlagasöngur, til lífsins aftur
í sinni upphaflegu mynd. Þeir
eru ekki lengúr lifandi þættir I
daglegu lifi þjóðarinnar fremur
en þjóðdansar og þjóðlög víðast
hvar annars staðar á Vesturlönd-
um. En þeir þurfa ekki og eiga
ekki að glatast fyrir þvL I list-
rænum búningi geta fornir
dansar og söngvar orðið til að
styrkja tengsl okkar við löngu
liðnar kynslóðir, og þeir geta
einnig orðið efniviður í listræna
nýsköpun með þjóðlegum blæ,
eins og Sigríður Valgeirsdóttir
bendir réttilega á og sannar
raunar með þessari fróðlegu
sýningu Þjóðdansafélagsins og
skerfi sínum og Jóns Gunnars
Ásgeirssonar til hennar.
Sigurður A. Magnússon.
í Loftleiðum h.f. til sölu.
Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.
Laufásvegi 2.
FORMICA í eldhúsið
Gleðjið eiginkonuna með því
að gefa henni Formica á eld-
húsborðið og skápana.
Þótt þér væruð sjálfur krösus
gætuð þér ekki fengið neitt
betra né varanlegra.
Samt er það ekki of dýrt fyrir yður.
Litir og mynztur í miklu úrvali.
C. Þorsteinsson & Johnsson hf.
Ármúla 1 — Grjótagötu 7 — Sími 2-42-50.
Á
Sambyggðar trésmíðavélar
FRÁ
ÍTALÍU
VERÐ MJÖG
HAGSTÆTT.
UPPLÝSINGAR
Tryggvagötu 10 - Sími 15815.
Túngata Baldurgata Lambastaðahverfi
Talið við afgreiðsluna, sími 22480