Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 11
MÓRGUKhl.AÐTÐ, ÞRIÐJTJDAGUR Í4 MARZ 1967. & * Orkuver skulu vera félagseign ríkis, bæja- og sveitafélaga FYRSTU vatnsaflsstöðvar og rafmagnsveitur á íslandi voru byggðar á.vegum einstaklinga, bæja og sveitaféiaga, án þess að ríkið kæmi þar við sögu, nema í nokkrum tilfeilum veitti það (ríkið) aðstoð með ábyrgð fyrir stórum lánum. Fyrstu virkjanir án þátttöku ríkisins voru: Elliða árvirkjun, og seinna Sogsvirkj- un, Gleráivirkjun, Rafstöðin við Sauðanes, reist í byrjun fyrir Blönduós og næsta nágrenni, raf •töðvar fyrir Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Þá byggðu bændur margar einkarafstöðvar fyrir býli sín, á árunum 1925—40. Á þessum árum var vaknaður nokk uð almennur áhugi fyrir nýtingu vatnsaflsins til framleiðslu raf- orku, jafnt fyrir strjálbýli sem bæi og borg. En þá sem alltaf var þó áhuginn og áræðið æði misjafnt í byggðarlögunum. Á tveimur fyrstu áratugum raf- orkualdarinnar var fjárhagur al- mennings í landinu mjög krapþ- ur, næstum ógerlegt að fá lán til meiriháttar framkvæmda, og því voru færri raforkustöðvar byggðar en ella. Til glöggvunar því, er hér verð ur síðar ritað um rafoi’kumálin íkal orðuð í nokkrum línum reynslusaga raforkuversins við Sauðanes, og sem ég, er þessar línur rita, gjörþekki. Raforkustöðin við Sauðanes var byggð árið 1923, þá um sum- arið einnig lögð háspennulína til Blönduóss og lágspennukerfi um kauptúnið. Stöðin tók til starfa 4. janúar 1934. Stöðin var sam- eign Blönduósshr., sýslusjóðs Austur-Húnavatnssýslu og sam- vinnufél. í sýslunni. Aflvinnsla •töðvarinnar var 240 kw. Veitu- avæðið var í byrjun Blönduóss kauptún og tveir sveitabæir í grennd. Verið hét Rafveita Aust ur-Húnavatnssýslu. Nafnið bend ir á takmarkið, er að skyldi •tefna. Það var ætlun fyrstu for- göngumanna málsins, að stækka raforkustöðina svo fljótt, er verða mætti, og svo mikið, að orka hennar fullnægði rafmagns þörf allra byggðalaga í hérað- inu. í nokkur fyrstu starfsár veit- unnar var verði raforkunnar það i hóf stillt, að allir á orkusvæð- inu gætu keypt, en þá voru kreppuár, og atvinna af skorn- um skammti En vegna lága verðsins gátu allir notað ork- una til suðu og hitunar. Afgangs ©rka var mikil fyrstu tíu árin, en eftir það óx notkunin mjög ört, m.a. vegna iðnstöðva, er þá tóku að rísa á Blönduósi, Fjárhagur Rafv. A.-Húnavatns •ýslu var mjög þröngur nokkur íyrstu árin, sem fyrr segir vrr ©rkuverðið tójög lágt og samtím. is varð að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir: byggingu íbúðar húss fyrir gæzlumann, nýja atíflu vegna aukinnar vatnsmiðl unar o.fi. Þó reyndist hægt að ljúka greiðslu allra skulda vatns aflsstöðvarinnar á fimmtán ár- um. Öll mannvirki stöðvarinnar orðin hrein eign árið 1948, og hreinar tekjur árlega 1949—50, voru yfir 100 þús. krónur. Árið 1950 samþ. eignaraðilar Rafveitu A.-Húnavatnssýslu að atækka rafstöðina á næsta ári, •vo að orka hennar yrði al'lt að 700 kw, en framundan var, að sú orka yrði síðar tvöfólduð, því at- huganir höfðu leitt í ljós að svo inætti verða. Að lokinni fym •tækkuninni skyldi byrjað að leggja raftaugar út um héraðið. Tryggt var lánsfé til framkvæmd anna. En til þeirra kom aldrei á vegum þáverandi eigenda. Raforkulögin frá 194« heimil- uðu ríkinu einkarétt á að reisa og reka raforkuver. Raforku- lögin voru sett til að flýta fyrir rafvæðingu landsins, eins og líka hefur orðið raunin á. Hins- vegar var það ekki andi laganns, að rafveitur ríkisins skyldu sölsn undir sig eldri raforkuver með öllum gögnum og gæðum, endur- gjaldslaust, og neita samvinnu ríkisins við eignaraðila. „Heil- brigðir þurftu ekki læknis við.“ Það var beint hlutverk Rafveita ríkisins, að nema raforkunni þar land, sem ekkert orkuver Var fyrir, og annars vegar koma til móts við eigendur eldri orku- vera, ef þeir óskuðu aðstoðar við stækkun vatnsaflsstöðva og dreif ingu orkunnar, semja og þá um helminga eignahluta ríkis og við komandi aðila. Þetta var tví- mælalaust meimng löggjafans, en ekki að drepa í dróma fram- tak byggðanna, og svipta þær eignarrétti á aflgjöfunum og orku verum, dg um leið útiloka ver- andi og væntanlega notendur ork unnar frá allri íhlutun um fram kvæmdir og rekstur*' fýrirtækj- anna. Þegar stjórnendur Rafveitna ríkisins byrjuðu herferð sína á 'hendur orkuverunum, kröfðust þeir algerrar uppgjafar. Og jafn vel þá, voru til of margir menn, er kusu að varpa öllum sínum áhyggjum á ópersónulega for- sjón, ríkið ,og óðfúsir voru þessir menn til afsala sér og næstu kyn slóðum frumburðarréttinum fyr- ir þann baunasp>ón, og gefa millj óna eigmr í ábæti. Aðrir neit- uðu að fara þessa leið, en gáfu þess kost að ríkið eignaðist helm ing orkuveranna, og þeim væri stjórnað samkvæmt því. Þetta varð að samningum s.s. á Akur- eyri og Reykjavík. Sumir eig- endur orkuvera, héldu fyrir harð fylgi sitt, umráðarétti yfir lág- spennukerfi í bæjum og kaup- túnum. Eignaraðilum raforkuveranna mátti Ijóst vera, að þegar raf- orkuverið yrði fullbyggt og raf- orku þörfinni á veitusvæðinu fullnægt um næstu framtíð, þá tóundu skuldir orkuversins ljúk ast á tiltölulega stuttum tíma, samkvæmt fenginni renyslu, á 15—20 árum. Orka hverrar vatns aflsstöðvai þarf helst að miðast við notikunaraukningu næstu 10—15 ár. Afborgunartími skal og miðast við, að árléga Sé hæfi- leg prósenta af tekjum orkuvers ins lagðar í fyrningasjóð. Afskriftartími vatnsaflsstöðva er settur 40 ár, og er varlega farið, sem sjálfsagt er. Hinsvegar sann ar reynslan, að flest mannvirki orkuvera endast með litlum við- haldskostnaði tvöfaldan þann tíma, og sum enn lengur, ef vel er vandað til þeirra i fyrstu. Eins og áður er á drepið, er tvímælalaust hagkvæmasta þró- un raforkumálanna í landinu, að raforkusvæðin, hvert um sig og ríkið eigi raforkuverin að hálfu hvor aðili. Ætla má að með þeim eina hætti megi fá hagkvæm lán til framkvæmdanna, vöxtum í hóf stUlt og lánstimi allt að 40 ár. Með þeim lánskjörum verður orkuveitunum kleift að mæta aukinni orkuþörf byggðarlag- anna. FyTÍr Alþingi, er nú situr, Mgg ur frumvarp til laga, um Aust- urlandsvirkjun, borið fram af Jónasi Péturssyni, alþingis- manni. Frumvarpið gerir ráð íyr ir virkjun Lagarfoss, og orku- veitusvæðið verði þegar í fyrstu: öll sveitafélög Múlasýslna, Nes- kaupstaður og Seyðisfjarðarbær. 11 - Gerir flutningsmaður og ráð fyr- ir, að fleiri byggðalög tengist veitunni síðar, ef hagkvæmt þyk ir. Má og vafalaust ætla að svo verðt Austfirðingar búá nú við sáran rafmágnsskort og dýra orkugjafa, og því brýnasta nauð syn, að úr verði bætt með virkj- un Lagarfoss. Ég leyfi mér að birta hér smá kafla úr greinargerð flutnings- manns, er fylgir ffrumvarpinu. „Ég tel framtíðarmál, að byggðalögin eigt sem mestan hlut í orkuverunum. Það eykur sjálfstæði þeirra, og trygglr þeim meiri þátttöku í þeim fjár- sjóðum, sem vatnsvirkjanirnar verða örugglega síðar, er þær hafa verið afskrifaðar að mestn. Og ég held, að á þann hátt verði allur þessi rekstur hagkvæmast- ur, með því að hafa ekki eining- arnar allt of stórar, að þvi er stjórn og framkvæmdir allar varðar. Snertir þetta bæði orku- framleiðsluna sjálfa og einnig dreifinguna, sem nú er eystra á vegum héraðsrafveitna ríkisins.“ Þessi sterku rök þingmannsins. vil ég undirstrika sem einn mikii vægasta kjarna málsins. Austfirðingar hljóta að taka greindu frumvarpi opnum örm- um, annars skilja þeir ekki sinn vitjunartíma, og vantreysta skal þeim ekki að óreyndu. Enda liggur það og ljóst fyrir, að verSH Franuhald á bls. 24. . H El MILISTRYGGING Innbúsbrunatryggíng er talin sjálfsögð og fáir eru þeir einstaklingar eða heimiHsfeður, sem ekki hafa heimili sitt brunatryggt í dag. Reynzlan sýnir, að með breyttum lífsháttum,fara vatnstjón, reyk- skemmdir, innbrot,ábyrgðartjón o. fl. slík tjón mjög vaxandi. Hin nýja HEIMILISTRYGGING er sérstaklega sniðin við þessar breyttu aðstæður.Hún tryggir innbúið m.a. fyrir tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygging fyrir alla fjölskylduna er innifalin. HEIMILISTRYGGING ER ÓDYR, KOSTAR FRÁ KR. 300.00 Á ÁRI. BETRI ■ ■■ Með einu samtali er hægt að breyta innbústryggingu f HEIMILISTRYGGINGU hvenær semerá tryggingarárinu. SÍMI 38500 • ÁRMÚLA 3 Umboð okkar um allt land munu breyta tryggingu yðar í HEIMILISTRYGGINGU. SAMVI rNTN LTUVG Ci I \CAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.