Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIö, PKltijuuAiiUK 14. makz IWí, Laugavegi 170-172 Simi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Allir þurfa að hressa sig viö dagleg störf. Coca-Cola er Ijúffengur og hressandi drykkur sem iéttir skapið og gerir störfin ánægjulegri Einföld í byggingu, en býr yfir samt dásamlegum eigin- leikum. Hún saumar blindfald, hún „appliquerer“, saumar hnappagöt og festir á tölur; stoppar í sokka og bróderar án hjóls. SJÁLFVIRK ÚTSAUMSHJÓL 15 hjól fyrir mismunandi útsaum fylgja vélinni. Öllum sporum, er stjórnað frá sama stað á vélinni. STAÐSETNING NÁLARINNAR ER TIL VINSTRI. Þér munuð bezt finna þægindi þess að hafa nálina vinstra megin þegar þér eruð að sauma hnappagöt og festa á tölur. INNBYGGT LJÓS, SEM LÝSIR Á SPORIÐ. Gefur góða birtu við vinnuna. SJÁLFVIRK SPÓLA, IIRAÐVIRK OG ÖRUGG. Verð kr. 6.195,oo. (Með 4ra tíma ókeypis kennslu). Enginn drykkur er eins og COCA-COLA GÓÐAN daginn, krakkar! Þá er ég kominn aftur, eins og um talað var, með vísum- ar okkar Rannveigar frá því á sunnudaginn. í>að var gam- an að þeim kveðskap, hann kom frá ykkur að mestu leyti. Mikið væri gaman, ef þið yrðuð nú dugleg að yrkja handa okkur vísur og bragi um hitt og þetta; blessuð, takið ykkur nú til og gerið það. Fyrst sungum við þrjár vis- ur eftir krakkana á Hring- brautinni í Hafnarfirði, þau Magga Val, Ingu Gústu, Aua og AxeL Síðasta vísan er svona: Krummi svarti, komdu aftur, komdu strax í febrúar. Þetta segja Aui og Axel og allir sjónvarpsgláparar. Svo eru n ú þessar ágætu vís- ur um álfakrakkana, sem áttu heima í klettunum rétt hjá mér hér einu sinni: Ein hét Sibb, önnur Nibb, þriðja Sibbsibbanibb, fjórða Sibbsibbaniggsibba- súríasibb. Einn hét Skrat, annar Rat, þriðja Skratskratírat, fjórði Skratskratíratskratí- skrúfíarat. Hún Oddný G. Harðardóttir í Garðinum sendi okkur ágætt bréf, og ágætar vísur: Einu sinni á sunnudag sveif hann krummí í bæinn, flaug þá beint í sjónvarpssal og söng þar allan daginn. Hann er með stærðar, stærðar nef og stífar, langar fjaðrir. Þykist vera svaka sver, en samt er hann þynnri en aðrir. Tíu ára listamaður I Hafnar- firði, Guðmundur R. Ólafs- son, sendi okkur lag, sem hann gerði við vísu eftir sig. Hérna er vísan hans Guð- mundar; vonandi munið þið lagið. Krummi er englnn kfánl, kemur hann frá Spáni. Fær hann flagg að láni og ferðast eins og bjáni. Þið kannist öli við braginn um hann afa minn í móður- ættina, sem við sugum fyrir hana Ásu litlu í Barmahlíð- inni, og reyndar fyrir marga, marga fleiri krakka: Krumminn á skjánum, kallar hann inn: Gef mér bifa af borði þínu bóndi minn. Bóndi svarar, býsna reiður: Burtu farðu, krummi leiður. Lízt mér að þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum, krummi á skjánum. Þetta sungum við á sunnudag- inn var. Og um leið og ég kveð ykkur get ég ekki stillt mig um að minnast á það aft- ur, hvað það væri gaman að hafa meira af kveðskap eftir ykkur til að syngja. Þið skul- uð óhikað senda okkur vísurn ar ykkar; við erum afskap- lega trúverðug, við Rannveig mín, og látum ekki heyra til okkar nema allra sæmilegustu vísur. Verið þið svo blessuð og sæl. Húseigendur Vil kaupa nýlega 5—6 herbergja íbúð í Háaleitis- hverfinu. Útborgun 800—900 þúsund krónur. Til- boð með upplýsingum, staðsetningu, verð og stærð íbúðarinnar og annað, sem máli skiptir, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 17. þ.m. merkt: „fbúð — 8255“ / FERMINGA R VEIZLUNA SMURT BRAU-Ð BRAUÐTERTUR SNITTUR FJÖLBREYT.T ALEGG MUNIÐ AÐ PANTA TIMANLEGA VIC ÓÐ I NSTORG S Í M I 2 0 4 9 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.