Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 14. MARZ 1967.
iöRÐ
Hálf jörðin Efri Sýrlækur í Villingaholts-
hreppi Árn. er til sölu. Jörðinni fylgir
stórt og grösugt land afgirt þar af 19
hektarar tún. Ræktunarskilyrði eru mjög
góð, sendinn jarðvegur fyrir hendi og því
mjög góð skilyrði til garðræktar. Selveiði,
hefur verið stunduð árlega og skilyrði
fyrir hendi til lax- og silungsveiði. Hey-
vinnuvélar og nýr plastbátur með vél get-
ur fylgt ef óskað er. Allar nánari upp-
lýsingar gefur Hafsteinn Þorvaldsson,
Engjavegi 28, Selfossi, sími 1545.
Kaupfél. Höfn, Selfossi.
ERNEST HAMILTON
(London) Limited
1 Anderson St. ■ V London S. W. 3.
* England. f *
STÁLGRINDAHIJS
KAKIGO rafmagnssteinborvélar
Komið og skoðið
nýjasta KANGO-borinn.
— Eru mjög hentugar við
hvers konar bygginga-
vinnu.
— eru léttar í meðförum.
— Áratuga reynsla hér
á landi.
— VARAHLUTIR fyrir-
liggjandi.
Einkaumboð:
7 W' ^ %
LUDVIC STORR ij
J
Laugavegi 15,
sími 1-33-33.
PITMAN SCHOOL
OF ENGLISH
Árlegir sumarskólar í London, Oxford
og Edinborg.
Góð námskeið í ensku, þar sem sérstök á-
herzla er lögð á að gera nemendurna hæf-
ari til þess að skilja talaða ensku og tala
málið reiprennandi.
London (University College) 5.júlí til 1. ág.
og 2. til 29. ágúst.
Oxford 2. til 29. ágúst.
Edinborg 14. ágúst til 8. sept.
(á sama tíma og Edinborgarhátíðin).
Útvegum nemendum húsnæði þeim að
kostnaðarlausu. — Lengri námskeið eru
einnig haldin allt árið um kring í skólan-
um í London.
Nánari upplýsingar og ókeypis upp-
lýsingabækling fáið þér hjá:
T. Steven, Principal,
THE PITMAN SCHOOL OF ENGLISH
46 Goodge Street, London, W. 1.
Viðurkenndur af mennta- og vísinda-
málaráðuneyti Bretlands.
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
Tónabíó.
Sviðsljós (Limelia’>,t).
Amerísk mynd eftir Charles
Chaplin.
Höfuðhlutverk:
Charles Chaplin,
Ciaire Bloom.
MEISTARINN gamli, Charles
Chaplin, fer líklega senn að
ganga út af sviðinu fyrir fullt og
allt. Hann verður sjötíu og átta
ára á þessu ári, og á hinum langa
starfsferli sínu hefur hann víst
vakið meiri hrifningu en nokkur
annar kvikmyndaleikari.
En sem kunnugt er, er hann
miklu meira en leikari. Hann er
rithöfundur, tónskáld og leik-
stjóri þar til viðþótar, í heimi
kvikmyndanna hefur hann mark
að sér þá sérstöðu, að nálgast
aðra tilveru. Það er eiginlega
sama, hvaða starfstitil maður
velur Chaplin, hvort maður kall-
ar hann leikstjóra, leikara, rit-
höfund eða tónskáld (sem hann
er allt). Þó maður kalli hann eitt
hvað af þessu eða allt i senn, þá
er eins og maður hafi ýmist van-
tjáð sig eða oftjáð. — Hins veg-
ar segir Chaplin allt, sem segja
þarf og næstum að kalla, segja
má, án þess að gera sig hlægi-
legan.
Limelight er ein af nýrri
myndum Chaplins, sé litið yfir
alla starfsævi hans. Gerð mynd-
arinnar var lokið 1952, en það
tók tvö til þrjú ár I allt að fram-
leiða hana. Chaplin segir í sjálfs-
ævisögu sinni, að þegar myndin
var loks fullgerð, hafi hann verið
sannfærðari um það, að vel hefði
til tekizt en með nokkra aðra
mynd sína. Hún hefur lika við-
ast hlotið miklar vinsældir, eins
og raunar flestar myndir Chapl-
ins.
Myndin er að efni og útfærslu
nokkuð frábrugðin hinum klass-
ískustu Chaplinsmyndum. Litli
karlinn með hattinn, stafinn,
Hitlerskeggið og krumpuðu bux-
urnar kemur fram í dálítið öðru
gervi. Nu leikur hann roskinn,
drykkfeldan gamanleikara, sem
í fyrri daga var dáður „skemmti-
kraftur“, en fær n ú helzt hvergi
atvinnu og getur ekki einu sinni
greitt húsaleiguna, nema með
höppum og glöppum.
Fyrir tilviljun kynnist hann
ungri dansmey, en heilsulítilli og
verður til þess að bjarga lífi
hennar, er hún gerir tilraun til
sjálfsmorðs. Hann annast hana
og hughreystir, leiðir henni fyr-
ir sjónir, hve lífið sé þrátt fyrir
allt mikils virði. Mannlega hugs-
un má ekki deyða með því að
tortíma líkamanum.
Smátt og smátt verða gamli
gamanleikarinn og unga dans-
mærin hvort öðru háðara, eins
konar ást og gagnkvæm virðing
tengir þau saman. Hún nær sér
upp og tekur að dansa á ný á
frægum skemmtistöðum. Hún
vekur mikla hrifningu, og þakk-
læti hennar í garð hjálparmanns
síns er takmarkalaus. Og svo
kemur, að hún biður hans.
Þá hlær Chaplin. Hann er of
kaldhygginn raunsæismaður til
að gera sér ekki grfein fyrir and-
stæðunum: annars vegar rosk-
inn, uppgjafagamanleikari, hins
vegar ung og upprennandi dans-
stjarna, með allt lifið framund-
an.
Þú elskar mig ekki. Þú elskar
Neville, svarar hann angurvært,
en þykkjulaust (Neville er ungt
tónskáld, leikinn af Sydney, syni
Chaplins). Og einn dag yfirgefur
Chaplin ungu stúlkuna, til að
trufla ekki hamingju hennar . .
Limelight er alllöng mynd.
Sýningartími hennar um tvær og
hálf klukkustund og því torvelt
að gera efni hennar nokkur telj-
andi skil í stuttum þætti. Hún er
ofin saman úr mörgum þáttum
listar, til dæmis heyrðist mér
tónlistin í henni verðskulda
snjallari listgagnrýnanda en mig.
Segja má, að miðað við núgild-
andi listtízku sé myndin nokk-
uð „sentimental" á köflum. Til-
finningasemi hefur ekki verið
mikið í tízku á seinni árum í
ýmsxun listgreinum. Hið óbrigð-
ula skopskyn Chaplins kemur þó
í veg fyrir, að hið tragíska tema
myndarinnar verki yfirþyrmandi
á mann. — Gamall listamaður
yfirgefur sviðið, ungur gengur
inn. í sjálfu sér er ekki yfir
neinu að gráta. Listin heldur á-
fram að vekja mönnum gleði.
Merkið stendur þótt maðurinn
falli.
Chaplin er sígilt dæmi um það,
hvernig miklir listamenn skapa
sér sína eigin tízku og vinna
henni heimsviðurkenningu i
krafti snilligáfu sinnar, á meðan
aðrir smærri verða að huga svo
grannt að leiðarljósum, sem aðr-
ir hafa tendrað, að oft er erfitt
að sjá, hvort þeim þokar sjálf-
um áleiðis eða aftur á bak.
Vantar matsvein
og háseta á góðan netabát frá Keflavík, sem er að
hefja veiðar. Úppl. í síma 1579 Keflavík og hjá
skipstjóra í síma 19916.
Kaupmenn
— Kaupfélög
IRIM vörurnar komnar.
Heildverzlun
Eiríks Ketilssonar
Vatnsstíg 3. — Símar 23472 — 19155.
Fræðslu- og
skemmtifundur
Samband íslenzkra fegrunarsérfræðinga heldur
fund í átthagasal Hótel Sögu þriðjudaginn 14. marz
1967 kl. 8.30 stundvíslega. Fundurinn hefst með
fundarstörfum sem eru aðeins fyrir félagsmeðlimi.
Fræðsluerindi hefjast kl. 9 og eru gestir þá vel-
komnir.
1. Fræðsluerindi, Ólafur H. ólafsson kven-
sj úkdómalæknir,
2. Tízkufréttir, frú Rúna Guðmundsdóttir,
Parísartízkunni.
3. Kvikmynd úr ævi söngkonunnar Marian
Anderson.
4. Kaffidrykkja.
Verð aðgöngumiða fyrir gesti kr. 50.
STJÓRNIN.
Félagsvist
Breiðfirðiiigafélagsins
sem auglýst er fimmtudaginn 16. marz fellur nið-
ur vegna sérstakra aðstæðna.
Breiðfirðingafélagið.
FORD BRONCO
- TIL SfiLU -
ALKLÆDDUR — TOPPGRIND.
MJÖG GLÆSILEGUR í ÚTLITI.
Upplýsingar í síma 16084 eftir kl. 7.