Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1967. 7 Jack hjálpar Judo ósærðum upp úr körfunni. Undanfarið hafa skemmt á Hótel Loftleiðum tveir Hol- lendingar við mikinn fögnuð áheyrenda. Yið brugðum okk- ur þangað á dögunum tii að spjalla við þessa f jöllistamenn og horfa á „kúnstir" þeirra, sem sannast sagna eru ótrú- legar. Þeir hafa komið fram hjá Ed Sullivan, sem margir kannast við úr sjónvarpinu. „Við höfum unnið saman 1 5 ár“. segja Jack og Judó, en það er skemmtikraftanafn þeirra, „en áður höfðum við ekkert samband haft. Við unn um báðir sem þjónar á skip- um Holland-America-línunn- ar, og þar hittumst við, fór- um að skemmta farþegunum með „fífla-kúnstum“, og svo fór að við hættum þjónsstarf- inu og gáfum okkur eingöngu að þessum hlutum“. Við snúum okkur fyrst að Judó, sem réttu nafni heitir Eddie Juda, og verður fyrst af ókunnugleika á að spyrja hann, hvort hann sé Indverji? .,Nei, ég er hvorki Indverji né fakír, eins og margir halda af því, að svo virðist, sem ég sé allur stunginn með sverðum af Jack félaga mínum, en hins vegar er ég frá Indónesíu. Karfan, sem Jack treður mér ofaní er 62 cm, sinnum 54 cm. sinnum 34 cm. að rúmmáli, utanmáls, svo að plássið er ekki mikið, en ég er það sem kallað er .,liðamótalaus“, og þetta gengur vonum framar. Gegnum þessa körfu stingur svo Jack 30 hárbeittum sverð um, og þar af 8, þegar hann er með kyrfilega bundið fyr- ir augun, m.a.s. með svarta flauelishúfu utan yfir trefl- inum, rétt eins og brugðið var um höfuð þeirra, sem í gamla daga átti að lífláta. Þetta at- riði, að stinga sverðunum blindandi, höfum við aðeins sýnt frá síðustu áramótum“. „Já.“ segir Jack Scheppenk Þarna standa öll sverð á Judo, sem lokaður er inni í körfunni. Jack er með bundið fyrir augun. (Ljósmyndirnar tók Kári Jónasson. „sumum kann að virðast þetta mjög hættulegt, og það er það sannarlega, því að alltaf getur manni mistekist, en þetta er nánast eins og að horfa á taflborð. Hver glufa á körfunni, er eins og einn sérstakur reitur og þessa reiti man ég. Þetta er fyrst og fremst nákvæmnisatriði. Ég hika aðeins, um leið og sverð- ið gengur innúr körfunni, og finn. hvort eitthvað er fyrir“. „Og ég get hreyft mig líti- lega í körfunni, þótt þröng sé í, bætir Judó við, og þannig fer sverðið framhjá, en ekki beint í gegnum mig. Jack er 40 ára að aldri, fæddur í Hollandi. „Ég er kvæntur maður og á 2 börn 8 og 18 ára að aldri. Konan er ekkert óvön því, að ég sé langtímum saman á ferðalagi frá því að ég var á skipunum Ég hafði áður tekið þátt í leik klúbbum, og þá leikið fifl (clown) aðallega meðan ég var 14-15 ára í skátafélags- skap. í stríðinu sat ég í fanga búðum nazista um skeið. þeir tóku mig, þegar ég var 16 ára. Var ég á tveim stöðum í West falen. Sagt var, að þeir vildu með fangavistinni hindra, að Hollendingar á þessu aldurs- skeiði gætu tekið þátt i and- spyrnuhreyfingunni. Ég á heima í Rotterdam, en Judó í Amsterdam og eru um það bil 80 km. á milli okkar". „Og ég er aldrei heima, og á engin börn, en ég er kvænt ur eins og Jack. f byrjun stríðs ins var ég á Austur-Java, ná- lægt Surabaya, en þegar Jap- anar komu var mér strax dembt í fangabúðir og sat þar í 414 ár. Það var skelfingar tími. Eiftir stríðið fór ég til Ástraliu, og hjálpaði til við flutning á konum og börnum heim til Hollands. Síðan lá leið mín til Indlands. þar lærði ég Yoga. Síðan lágu leiðir okkar Jock saman, þeg- ar við vorum þjónar á skipum. Og svo fór sem fór“. Við yfirgáfum svo þessa ágætu náunga, og nutum þess að horfa á listir þeirra. Þeir munu skemmta á Hótel Loft- leiðum til 22. marz, svo að það er ekki langur tími eftir, sem fólk fær að sjá þetta skemmtiatriði — Fr. S. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Kristjana Gísla- dóttir verzlunarmær Eskihlíð 11 og Magnús Haraldsson Tækni- ekólanemi, Hagamel 26. Nýlega hafa opinberað trúlof- tn sína ungfrú Anna Guðmunds- dóttir. Kirkjuvegi 21, Selfossi og Ragnar Kristjánsson, Mosgerði 13, Reykjavík. Akranesferðir Þ.Þ.Þ. m&nuðaga, priðjudaga, íimmtudaga og laugar- daga fri Akranesi kl. S. Miðvikudaga og föstudaga frá Akranesi kl. 12 og cunnudaga kl. 4. Frá Reykjavík alla daga kl. 6, nema á laugardögum kl. Z og cunnudögum kl. 9. Eimskipafélag islands h.f.: Bakka- *oss f6r frá Reyðarfirði 11. til Ant- werpen, Rotterdam og Hamlborgar. Brúaross fer frá Cambridge í dag 13. tU Norfolk og NY. Dettifoss fór frá Tallinn 11. til Ventspils og Kotka. Fjallfoss fer frá Keflavík í kvöld 13. til Gautaborgar og Kristiansand. Goða foss fór frá Dondon 9. til Rvíkur. og Rvikur. Gullfoss fer rá Kaupmanna höfn 16. til I.eitii og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Gautaborg 11. tU Rvíkur. Mána foss fór frá London 9. til Rvíkur. Reykjafoss fer frá Kaupmannahöfn 15. til Oslo og Rvikur. Selfoss fer frá Rvík kl. 05:00 1 fyrramálið til Kefla- vikur. Skógafoiss fór frá Raufarhöfn 9. til Hull. Zandvoorde og Hamiborgar. Tungufoss fór frá Rvík 11. til Djúpa- vogs, Fáskrúðsfjárðar, Rvikur. Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Siglufjarðar og NY. Askja fór frá Keflavik í gær 12. til Rifshaínar og | Siglufjarðar. Rannö fór frá Agnefest 11. til Rússlands. Seeadler kom til Rvíkur 12. frá Hull. Marietje Böhmer fer frá London á morgun 14. til Rotter dam. Utan skrifstofutíma eru skipa- fréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-14-66. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er vænt- anlegt til Húsavíkur 16. þ.m. Jökul- fell lestar á Vestfjörðum. Dísarfell fór 11. þ.m. frá Odda tU Norðurlandshafna. Litlafell er væntanlegt til Rvikur i dag. Helgafell fer í dag frá Reyðar- firði til Akureyrar. Stapafell fór i gær frá Vopnafirði til Bromborough. Mælifell er væntanlegt tU Rvikur 16. þ.m. Frigomare er í Keflavik. Hafskip h.f.: Langá fór frá Gauta- borg 13 til íslands. Laxá er á leið til Antwerpen. Rangá er Rwík. Selá fer væntanlega frá Hull í dag. Skipaútgerð ríkisins: Esja fer frá Rvík kl. 20:00 I kvöld austur um land til Vopnafjarðar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 i kvöld til Rvíkur. Blikur fer á finvmtudag aust ur um land til Siglufjarðar. Herðu- breið var á Raufarhöfn i gœr á suð- urleið. Flugfélag fslands h.f. Millilandaflug: Skýfaxi kemur frá Glasgow og Kaup- mannahöfn kl. 16:00 i dag. Snarfaxi fer til Vagar. Bergen og Kaupmanna- hafnar kl. 09:30 í dag. Vélin er væntan leg aftur til Rvíkur kl. 16:36 á morg- un. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir), Patreks- fjarðar, ísafjarðar, Húsavikur og Egils staða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Kópaskers. Þórshafnar, Fagunhólsmýrar. Horna- fjarðar. ísafjarðar og Egilsstaða. Loftleiðir h.f.: Bjami Herjólfsson var væntanlegur frá NY kl. 00:30. Heldur áfram til Luxemborgar kl. 10:30. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 01:15. Heldur áfram tU NY kl. 02:00. Leifur Eiríksson fer til Óslóar, Gauta borgar og Kaupmannahafnar kl. 10:16. Er væntanlegur frá London og Glas- gow kl. 00:15. MALSHATTUR^ Lengfi jórtrar tannlaus baula á litlu fóðri. Málmar Kaupi alla málma, nema járn, hæsta verði. Opið kl. 9—17, laugard. kl. 9—12. Staðgreiðsla. Arinco, Skúla götu 55 (Rauðarárport). Simar 12806 og 33821. Þvottur — Þvottur Þvoum allan þvott s. s. skyrtur sloppa og vinnu- fatnað. Einnig stykkjaþvott og blautþvott. Sækjum — sendum Vogaþvottahúsið, Gnoðavogi 72. Sími 33460. Til leigu Bý 2ja herb. rúmgóð fbúð 'á góðum stað í Kópavogi. Uppl. um fjölskyldustærð og fyrirframgr. sendist afgr Mbl. merkt „Fyrirfram- rgeiðsla — 8460“. Húsbyggjendur Lögum steingrunn, sem um leið sparar eina málningar umferð. Verð kr. 60,00 pr. líter. Málarabúðin Vesturgötu 21. Sími 21600. Nýir svefnbekkir kr. 2300 Glæsilegir nýir svefnsófar seljast með 1500 kr. afsl. Nælonsvampur, dralon- áklæði. Sófaverkstæðið Grettisgötu 69. Opið 2—9. ’Sími 20676. Keflavík Allt fyrir fermingarstúlkúr Undirkjólar, Skjört fyrir stuttu tízkuna, brjósta- höld, mjaðmabelti, hanzkar fermingarklútar, slæður. Verzlunin Edda. Litskuggamyndir af ýmsum gerðum. Og módelbækur glæsilegar. Bókabúðin Njálsgötu 23. Matsvein vantar strax á netabát frá Hafnarfirði. Upplýsingar i síma 51119. 4ra herbergja íbúð til leigu í háhýsi. Uppl. í síma 40531. Sportbíll Mercedes Benz Coupé, rauður, m/blæju og föst- um toppi. Aðal-bílasalan, Ingólfstræti 11. Mótatimbur Til sölu 60—70 þús. fet af lítið notuðu mótátimbri, %“x6“, einnig allmikið af uppistöðum, 2“x4“ l“x4“. Upplýsingar í síma 51371 kl. 6—8 á kvöldin. Stúlka, sem er með 7 ára telpu, óskar eftir ráðskonustöðu, helzt nálægt Vogaskóla; kaup eftir samkomulagL Uppl. í síma 50879. Hentugt húsnæði, fyrir rakarastofu, óskast á góðum stað í bænum. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „8258“. Múraranemi Múranemi óskast. Upplýs- ingar í síma 24954. Thor^þvottavél til sölu. — Upplýsingar í síma 12068. Bandarískur verkfræðingur, starfandi fyrir utan Rvík, óskar eftir herbergi með húsgögnum í bænum. Umsóknir óskast sendar sem fyrst á afgr. Mbl. merkt: „Númer 8267“. Blokkþvingur Vil kaupa blokkþvingur (búkkaþvingur). Upplýs- ingar í síma 37937. Skuldabréf ríkistryggð og fasteigna- tryggð eru til sölu hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfa- sala. Austurstræti 14. sími 16223 Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Góð 4ra herbergja endaíbúð um 105 ferm. á 2. hæð í sambýlishúsi við Ljósheima til sölu. Sérþvottaherbergi er í íbúðinni. í kjallara fylgir geymsla, og hlutdeild í þvottahúsi og vélum í því og hlutdeild í sameiginlegum geymslum. Þá fylgir íbúðinni hlutdeild í húsvarðaríbúð. Teppi fylgja. NÝJA FASTEIGASALAN Laugaveg 12. — Sími 24300. Vélritunarskóli SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR Ný námskeið hefjast næstu daga. Sími 33292.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.