Morgunblaðið - 14.03.1967, Blaðsíða 21
JKtrKCrtmmjAÐna, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1967.
21
HINN 26. man n.k. ern 25 ár
li'ðin frá þvi að Bílasmiðjan
hf. hóf rekstur sinn, en fyrir-
tækið hefur frá öndverðu
gegnt forystuhlutverki í þess-
ari iðngrein hérlendis. Fyrir-
tækið hefur nú á þessum tima
mótum flutt í nýtt húsnæði
að Tunguhálsi 2, sem er
skammt norðan við hina nýju
Árbæjarbyggð. Jafnframt
hafa um leið orðið þær breyt-
ingar á rekstri Bilasmiðjunn-
ar, að stofnað hefur verið nýtt
fyrirtæki, Sameinaða bíla-
smiðjan, sem tekur við verk-
efnum hennar, og er að
nokkru almenningshlutafélag.
Var starfsmönnum fyrirtækis
ins gefinn kostur á að gerast
hluthafar með réttindum og
skyldum slíkra aðila í venju-
legum hlutafélögum.
Stjórnarformaður Samein-
uðu bdl'asmiðjunnar er Lúð-
vík Á. Jóhannesson, og fékk
Hér er yfirbyggingin sett á grindurnar.
75% sparnaður á gjaldeyri að
byggja yfir bíla hérlendis
Bílasmiðjan flytur í nýtt hús-
næði á 25 ára afmæli sínu
blaðamaður Mlbl. hann tii
þess að greina frá starfsemi
Bílasmiðjunnar á liðnum ár-
um.
Stofnendur fyTÍrtækisins
voru fimm ag tölu — LúðVik,
Gunnar Björnsson, Helgi Sig-
urðsson, Marínó Guðjónsson
og Sigfús Ó. Sigurðsson.
Sjötti maðurir.n bættist í hóp
inn skömmu síðar, og var
það Árni Pálsson. Hafa þess-
ir menn starfað saman við
fyrirtækið óslitið síðan. Fyrir
tækið var fyrst til húsa að
Skúlagötu 4, og hafði þar til
umráða húsrými, sem var
600 fermetrar, og þótti all-
rúmgott til að byrja með.
Fyrsta yfirbyggingin, sem fyr
irtækið smíðaði, var í júní-
mánuði það sama ár, en þá
fól Bifreiðastöð Steindórs
smiðjunni að smíða yfir 32ja
manna vagn fyrir sig, og var
þessi vagn siðan notaður á
leiðinni milli Reyikjavíkur og
Keflavíkur.
Bilasmiðjan hafði næg verk
efni fyrstu árin, enda stóð
heimsstyrjöldin þá sem hæst,
og gætti áhrifa hennar tals-
vert í þessum iðnaði.
Á þessum árum kom held-
ur engum til hugar að flytja
inn yfirbyggingar, þar sem yf
irbyggingarnar sem hér mátti
fá og sniðnar voru eftir inn-
lendum staðháttum, voru
miklu ódýrari og sterkari. Að
sjálfsögðu voru á þessum tíma
gerðar tilraunir til að flytja
inn erlendar yfirbyggingar,
en þær reyndust yfirleitt svo
illa, að eigendurnir létu rífa
þær af eftir skamman tíma,
og var Bílasmiðjan fengin til
þess að byggja yfir bílana að
nýju.
Sem dæmi má nefna að póst
stjórnin fékk árið 1947 heim-
ild til að taka við mannflutn-
ingum milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur annars vegar, og
Akureyrar og Reykjaviíkur
hins vegar, því að hið opin-
bera vildi koma betra lagi
á mannflutminga á landi. f
þessu skyni var póststjórninni
heimilað að flytja inn yfir-
byggða almenningsvagna frá
Tékkóslóvakíu. Sýnt var að
þessir vagnar myndi verða
miklu dýrari, em ef beyptar
væru grindur, sem byggt
væri yfir hér, og var því til
að lækka þennan mun gefin
heimild til að lækka mjög
opibber gjöld á innfluttum,
yfirbyggðum almennings-
vögnum. Aðrir aðilar, sem
stunduðu mannflutninga á
landi, vildu einnig fá að njóta
þessara hlunninda, og fékk
Félag sérleyfiáhafa m.a, leyfi
til þess að flytja inn 20 yfir-
byggðar bifreiðar frá Banda-
rí'kjunum. En þegar á hólm-
inn kom reyndust þessar bif-
reiðar alls ekki eins vel, ag
menn höfðu vonað, og varð
þetta til þess að eigendurnir
létu rífa upprunalegu yfir-
bygginguna af, en Bílasmiðj-
an var látin byggja yfir þá
að nýju.
Fyrir þessar sakir hafði
Bílasmiðjan næg verkafm
næstu árin, eða allt til 1954.
Var á því ári meðal annars
byggt yfir fyrsta frambyggða
strætisvagninn, og kom þá
áþreifanlega í ljós að húsrým-
ið að Skúlatúni 4 var orðið
alltof lítið, því að ekki var
hægt að ná bílnum út með
öðru móti en að brjóta niður
gólfið í verkstæðdnu.
Ein næsta ár fór að syrta
í álinn, því að þá hófst gegnd
arlaus innflutningur á yfir-
byggðum almenni ngsvögn um,
enda var samkeppnisaðstaða
íslenzka bílaiðnaðarins orðinn
erfiðari vegna stórhækkaðs
kaupgjalds og verðlags innan-
lands. Varð þetta m.a. til þess
að næstu fjögur árin urðu þau
erfiðustu í sögu Bílasmiðj-
unnar, og um tíma voru horf-
urnar svo slæmar að haft var
á orði að hætta starfsemi
Bílasmiðjunnar. Ákveðið var
þó að láta ekki bugast, enda
þótt erfiðleikamir virtust
óviðráðanlegir, og var þá jafn
framt hafizt handa að búa bet
ur í haginn fyrir fyrirtækið í
von um að betri tímar færu 5
hönd.
Var þá byrjað á mikilli
byggingu að Laugavegi 176,
en þar hafði fyrirtækið fengið
úthlutað 4300 fermetra lóð. Er
fyrirtækið var búið að koma
sér fyrir í hinum nýju húsa-
kynnum fóru horfur aftur að
vænkast, og í októbermánuði
1959 gerði Reykjaví'kurbær
pöntun á yfirbyggingum á
fimm strætisvagna. Var þessi
pöntun mjög mikilvæg fyrir
fyrirtækið, og hafði m.a. í för
með sér að nú var hægt að
hverfa frá tréyfirbyggingjm,
sem höfðu tíðkast fram að
þeim tíma, og taka upp stál-
yfirbyggingar auk þess sem
gerðar voru ýmsar aðrar
breytingar á rekstrinum til
hagsbóta fyir viðskiptavinina.
EnnfremuT hafði þetta í för
með sér að hægt var að lækka
verð á yfirbyggingunum, svo
að hinar innlendu urðu þá
18r—40% ódýrari en erlendar.
Við það breyttust líka við-
horfin gersamlega á ný, því
að nú varð aftur mi'klu hag-
kvæmara fyrir eigendur al-
meningsvagna að láta smíða
yfir þá hér á landi. Eftirspuxn
in eftir innlendum yfirbygg-
ingum óx líka að sama skapi,
og varð því fyrirtækið enn
að fara að hugsa fyrir nýju
og hentugra athafnasvæðL
Veitti Reykjavíkurborg fyri.--
tækinu tektara lands að
Tunguhálsi 2, eins og áður er
sagt. Hófust þar bygginga-
framkvæmdir 1 september
1965, og réttu ári síðar var
svo komið að hægt var að
flytja inn í nýju húsakynni.r,
og er nú starfsemin þar í íull-
um gangi. Hefur fyrirtækið
smíðað 348 yfirbyggingar á
þeim 25 árum, sem það hefur
starfað en jafnframt fengizt
við óteljandi smærri verkefni
á sama tíma.
Hinn nýi vinnustaður ger-
breytir aðstöðu fyrirtækisms,
því að þarna er unnt að kona
við fullkominni skipulagn-
ingu, deildaskiptingu og
vinnuhagræðingu, svo að
bæði vinnustaður, tæki og
vinnuafl nýtist sem bezt. Gólf
flötur nýja verksmiðjuihússin*
er 2100 fermetrar, en að rúm-
metratölu er byggingin 11 þús
rúmmetrar. Hefur þó aðeins
fyrsti áfanginn verið reis'ur
ennþá, en næst verður smíð-
uð tvílyft bygging sunnan
þeirrar, sem : isin er. Verður
hún 1000 fermetrar að gólf-
flatarmáli. í hinu nýja húsi
er mögulegt að koma fyrir 20
bílagrindum til yfirbyggingar
og innréttingar í senn í fram-
leiðsluröð, og hægt er að
vinna við jafnmargar yfir-
byggingar á hliðarsvæðum.
Jafnframt styttist vinnutími
við hverja ytirbyggingu um
allt að fjórðungi þegar full-
hagræðing er komin til fram-
kvæmda og unnið samtímis
við marga vagna af sömu
gerð.
Eins og fyrr segir hefur orð
ið sú breyting á rekstri Bíla-
smiðjunnar, að stofnað hefur
verið nýtt fyrirtæki, er nefn-
ist Sameinaða bilasmiðjan.
Notuðu 35 starfsmenn fyrir-
tækisins tækifærið til þess að
eignast hluti i fyrirtækinu.
Stjórn fyrirtækisins er nú
skipuð þessum mönnuim: Lúð-
vik Á. Jóhannesson, formað-
ur, Gunnar Björnsson, Þorkell
Pálsson, Ólafui Guðmundsson
og Theódór Marínóson. Hafa
hinir nýju hlutihafar þrj'á af
fimm mönnum í stjórn fyrir-
tækisins.
Lúðvík tjáði blaðamanrú
MbL að áætlað væri á næstu
tveimur árum að byggja yfir
60 langferðabifreiðar og stræt
isvagna. Ef allar þær yfirbygg
ingar yrðu keyptar erlendis
frá kostaði þaS 30 milljónir
kr. í gjaldeyri, en ef yfirbygg
ingarnar yrðu smíðaðar hér
kostaði það 8 milljónir. Sparn
aðurinn yrði því 22 milljónir,
og mætti fyrir þá fjárupphæð
kaupa einn til tvo fuMkomna
fiski'báta,
(Hann drap á síðustu á það,
að nú stæðu fyrir dyrum að
kaupa 36 strætisvagna handa
S.V.R. vegna fyrirhugaðra
breytinga yfir í hægri handar
akstur hér á landL Sótt hefði
verið um lán til sjö ára vegna
þessara bílakaupa, og að sjálf
sögðu væru það aðeins
stærstu bifreiðaverksmiðjur
sem gætu veitt slík lán, en
þær nytu aftur styrks ríkis-
stjórna landa sinna eða banka
til að geta tekið þátt í sam-
keppni um slík viðskipti. Lúð
vík sagði að til að Sameinaða
bílasmiðjan gæti átt nokkurn
þátt í viðskiptum af þessu
tagi, væri nauðsynlegt að við-
komandi yfirvöld sköpuðu
henni aðstöðu til að bjóða
sams konar kjör og tíðkaðist
erlendis. íslenzk yfirvöld
hefðu það því í hendi sér,
hversu mikill gjaldeyrir yrði
Iátin,n renna út úr landinu i
sambandi við þessa fjárfest-
ingu S.V.R. og annarra að-
úa, sem þyrftu að breyta al-
menningsvögnum sínum.
348. bíllinn er smiðjan byggir yfir.
- ALLTAF AÐ MÁLA
Framhald af bls. 5
London og dvaldist hjá föð-
urbróður mínum, Kristni
Guðmundssyni, sendiherra,
og þótt ég tæki þar ekki þátt
í föstum skóla, hafði ég mjög
gott af veru minni þar. Sótti
þar öll söfn og naut góðs af
boðsmiðum sendiráðsins i
einkasýningar listmálara.
Auk þess vann ég þar mikið
að málverkum.
Mála allt það, sem fyrir
mér vakir
Svo sem þú sérð mála ég
ekki afstrakt, finnst raunar
margt í nútíma málaralist
vera ærið tilviljunarkennt
Auðvitað mála allir í anda
þess, sem fyrir þeim vakir,
jafnt þeir, sem aðhyllast
nýjar stefnur í myndlist og
hinir, sem mála landslag
líkt og það kemur til dæmis
mér fyrir sjónir. Mér þykir
gaman að gera margar til-
raunir með sama mótívið, og
breyti þá til með árstíma og
dagstund. Ég ligg yfirleitt
ekki hundflatur fyrir neinni
tízku, það eru svo margir
þættir í því að mála, og
koma mismunandi fram hjá
málurum, og er það vel.
Rétt er það hjá þér, að ég
hef oftast unnið fyrir mér
með öðru en málaralist, en
upp á síðkastið hef ég ekkert
unnið nema við þetta. Ég lék
á gítar með hljómsveitinni
Gautar á Siglufirði í 11 ár,
og kenndi jafnframt teikn-
ingu í Iðnskólanum þar. Þá
lék ég með Ragnari Bjarna-
syni á Hótel Sögu alllengi.
Eina sjónvarpsmynd tfl
auglýsinga hef ég teiknað, og
var það mynd S.Í.B.S., sem
sést hefur í sjónvarpinu i
vetur.
Auðvitað vonast ég eftir
því, að þessi sýning mín
gangi vel að þessu sinni, þvl
að eftir því fer það, hvort
ég get gefið mig heilan og
óskiptan að þessari lífslöng-
un minni. Að mála er fyrir
mér nautn, og ég ætla að
vona, að ég hafi gengið vel
frá þessari sýningu, að ég
hafi ekki kastað til hennar
höndum," sagði Ragnar Páll
að lokum um leið og vrtl
kvöddum elskulegt heimiU
hans og héldum út í frost-
birtuna, og fyrir augum okk-
ar dansaði litagleði listmál-
arans og yljaði okkur um
hjartarætur, eins og sýning
hans hlýtur að ylja Reykvik-
ingum á næstu dögum.
— Fr. S.