Morgunblaðið - 08.04.1967, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
Annasamt hjá þyrlu
Landhelgisgæzlunnar
Frá opnun sýningarinnar í Hamborg.
Glæsileg sýning íslenzkra
þjóðminja í Hamborg
Sýningin var opnuð á miðvikudag og
mun standa fram í maí
Á MIÐVIKUDAG var
oppnuð í Altonasafni í
Hamborg sýning á íslenzk-
um munum frá þjóðminja-
safni íslands, sem ber heit-
ið „íslandische Volks-
kunst“ og verður opin
fram í maímánuð. Sýning
þessi er hin vandaðasta og
athyglisverðasta og er mun
unum á sýningunni mjög
haganlega fyrir komið í
hinum rúmgóðu og glæsi-
legu salarkynnum safnsins.
Mikið fjölmenni var við
opnun sýningarinnar, en
við opnunina fluttu ræður
G. Kramer menningar-
málaráðherra Hamhorgar,
dr. Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður og dr. Gylfi
Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra.
G. Kramer, menningar-
málaráðherra Hamborgar,
sagði í ræðu sinni, að það
væri stjórn Hamborgar, sem
er eitt hinna 11 ríkja vestur-
þýzka sambandslýðveldisins,
mikil ánægja að fá tækifæri
til þess að halda sýningu á
íslenzkum þjóðminjum og
myndi vafalaust mörgum mik
ill fengur 1 að sjá þessa sýn-
ingu, því að mikill áhugi á
íslandi væri ríkjandi í V-
Þýzkalandi og þá ekki hvað
sízt í Hamborg.
Dr. Kristján Eldjám, þjóð-
minjavörður, skýrði síðan frá
aðdraganda og fyrirkomulagi
sýningarinnar, en síðan opnaði
dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta
málaráðherra sýninguna með
ræðu, þar sem hann sagði
m.a. að það væri íslendingum
fagnaðarefni að fá tækifæri
til þess að sýna í hinum fögru
salarkynnum safnsins íslenzka
alþýðulist frá fyrri öldum. Lét
menntamálaráðherra í ljós
þakklæti víð yfirvöld Ham-
borgar, safnið og forstöðu-
mann þess fyrir að hafa boðið
til þessara sýningar. Sagðist
hann vonast til þess, að þessi
sýning yrði tekin sem vinar-
kveðja úr fjarlægu norðri til
þess að efla og treysta bönd,
sem æskilegt væri, að yrðu
sem nánust og sterkust.
Eftir að gestir höfðu skoðað
sýninguna hélt Ernst Dreyer-
Eimbckl aðalræðismaður ís-
lands i Hamborg móttökuboð
fyrir sýningargesti.
Ljóst er að þessi sýning
hefur vakið mikla athygli og
verður vafalaust til þess að
auka enn á áhuga fólks á ís-
landi og íslenzkum málefnum.
Um þessar mundir er hópur
íslendinga úr Germaniu, þýzk
-íslenzka félaginu í Reykja-
vík á heimsóknarferðalagi til
Hamborgar og Köln í boði ís-
landsvinafélaganna á þessum
stöðum og Loftleiða og hafa
mótökur verið frábærar.
ÞTRLA Landhelgisgæzlunnar j
sótti í fyrradag slasaðan mann
til Siglufjarðar, svo sem sagt var
frá í Mbl. í gær. Flutti hún
manninn til Sauðárkróks, þar
sem um svipaS leyti lenti flug-
vél frá Flugfélagi fslands, en
hún tók við sjúklingnum og
flutti til Reykjavíkur.
Þyrlan var á Sauðárkróki í
fyrrinótt. en fór þaðan í gær-
morgun samkvæmt beiðni áleið-
is til Óláfsvíkur með viðkomu í
Stykkishólmi. í ólafsvík var
svipað ástand og á Siglufirði,
allir vegir ófærir vegna snjóa,
svo og sjúkraflugvellir. Tilgang-
ur ferðarinnar var að sækja
sjúka konu er komast þurfti í
sjúkrahús hið bráðasta.
Ferðin frá Sauðárkróki til
Stykkishólms gekk mjög vel, <»n
er þyrlan var komin í Grundar-
fjörð skall á svo mikið dimm-
viðri, að hún varð að lenda við
Skerðingsstaði. Hafði þyrlan þar
nokkra viðdvöl, en gat síðan
haldið áfram ferð sinni, skömmu
eftir hádegi. Kom þyrlan síðan
heilu og höldnu til Reykjavíkur
um miðjan dag í gær.
Pétur Sigurðsson tjáði Mbl. í
viðtali í gær, að þyrlan væri
mikið þarfaþing við að fram-
kvæma verk, sem eru illfram-
kvæmanleg á annan hátt. Þyrlan
er útbúin til hinna ólíkustu
verka, getur lent á sjó og landi
— hvar sem er.
Landhelgisgæzlan hefur komið
sér upp bensínibrgðastöðvum
víða um land á afskekktum stöð-
um, auk þess sem varðskipin
hafa bensín handa henni. Þá
sagði Pétur, að Landhelgisgæzl-
an hefði gert sér það að reglu,
að keppa ekki við aðra þyrlu-
eigendur, heldur aðstoða einungis
þar sem ástæða þætti til. Gildir
þessi regla einnig um skipin.
Það háir okkur töluvert, sagði
Pétur — sérstaklega að vetrin-
um, að við höfum ekki skýli fyrir
vélina úti á landi, þar sem unnt
yrði að koma henni undir þák
um nætur. Er brýn þörf á slíku
skýli t. d. á Egilsstöðum, svo og
fyrir vestan.
Þyrlan er ekki útbúin blind-
flugstækjum, sem myndu þyngja
hana um of og getur því ekki
flogið, hvernig sem viðrar, en
hún er þó búin þeim alkunnu
kostum, að geta lent hvar sem
er og hvenær sem er eins og
allir vita.
Ekknasjoður íslands
leggur fram 100 þús. kr.
í fjársöfnun vegna „Freyju“-slyssins
þunga áfalli, þegar skip þetta
fórst.
Biskupsstofa tekur á móti fram
lögum til þessarar söfnunar,.
(Frá Biskupsstofu).
ÞESS var getið í sambandi við
hinn árlega fjáröflunardag
Ekknasjóðs fslands (2. sunnu-
dag í marz), að stjórn sjóðsins
hefði ákveðið að mestur hluti
þess fjár, sem safnaðist að þessu
sinni, skyldi renna til aðstand-
enda þeirra manna, sem fórust
með „Freyju“ frá Súðavík 1. marz
s.l. Jafnframt var sú von látin
í Ijós, að víðtækari fjársöfnun
yrði hafin þessu fólki til styrktar.
Fjársöfnun Ekknasjóðsins nam
að þessu sinni rúmlega eitt
hundrað þúsund krónum og
hefur stjórn sjóðsins ákveðið,
að leggja kr. 100,090 fram í
fjársöfnun vegna „Freyju“-slyss-
ins. Vonar stjórnin, að þetta
verði til örvunar þeirri söfnun,
sem nú er hafin til styrktar þeim
á Súðavík, sem urðu fyrir hinu
— Bardagar
Framhald af bls. 1
Skömmu seinna kom til nýrrar
loftorustu, og var þá þriðja
Mig-21 þotan skotin niður. Loks
kom svo til loftorustu yfir Tel
Kazir svæðinu við suðurenda
Genesaretvatns, og þar voru
þrjár Mig-21 þotur skotnar nið-
ur. Féllu þær til jarðar við
bakka Yarmuk árinnar í Jórdan
íu, að sögn talsmanns Israels-
hers.
í fregnum frá Damaskus segir
að um klukkan tvö síðdegis, að
staðartíma, hafi orðið vart við
ísraelskar flugvélar í nánd við
höfuðborgina. Útvarpaði þá
Dajnaskus-útvarpið aðvörunum
til borgarbúa og orustuþotur
voru sendar á vettvang til að
hrekja árásarvélarnar á flótta.
Fréttamenn í Damaskus segja að
loftvarnarlið borgarinnar hafi
einnig skotið á vélarnar svo
undir tók um alla borgina. Svo
miklar voru sprengingarnar, að
víða brotnuðu gluggarúður, og
jafnvel útidyrahurðir fu'ku af
hjörunum. í loftbardögum í
nánd við höfuðborgina var ein
Mirage þota ísraelsmanna skot-
in niður. Önnur varð fyrir skot-
um frá loftvarnarbyssum og
steyptist logandi til jarðar. Er
þetta fyrsta loftorusta við
Damaskus frá lokum styrjaldar-
innar fyrir 19 árum.
Ekki er vitað um mannfall í
bardögunum í dag, en þeir stóðu
enn yfir eftir að myrkt var orð-
ið. Hafði þá veríð barizt sam-
fellt í sjö klukkustundir.
Humphrey hlýtur kaidar kveðjur
Vörð fyrir aðkasli kosnmúnista í Paris
París, 7. apríl (AP-NTB).
HUBERT Humphrey, varafor-
seti Bandaríkjanna, kom til
Parísar í dag, að lokinni heim-
sókn til Vestur Berlínar. Þegar
riugvél hans lenti á Orly-flug-
velli, voru um 200 manns saman
komnir á þaki farþegaafgreiðsl-
unnar og hrópuðu ýms slagorð
að Humphrey, eins og „Frið í
Vietnam“ og fleiri áskoranir til
Bandaríkjanna um að hætta að-
gerðum gegn kommúnistum í
Suð-austur Asíu.
Málgagn kommúnista í París,
L’Humanité, birti í dag ná-
kvæma ferðaáætlun Humphreys
um borgina, hvar hann yrði
staddur á hverjum tíma, og skor
aði á flokksmenn að sýna hon-
um að „almenningsálitið í Frakk-
landi fordæmir árásarstefnu
Bandaríkjanna í Vietnam“.
Nefndi blaðið Humphrey „farand
sala bandarískrar árásarstefnu“.
Fjöldi kommúnista fylgdi ráð-
um blaðsins og varð varafor-
setinn fyrir margskonar árás-
um, hvert sem hann fór.
Til harðra átaka kom við Sig-
urbogann þegar Humphrey kom
þangað til að leggja blómsveig
að gröf óþekkta hermannsins.
Tugir manna höfðu safnazt þar
saman til að mótmæla styrjöld-
inni í Vietnam, og gerði mann-
fjöldinn enn hróp að varafor-
setanum. Mátti þar heyra slag-
orð eins og „Humphrey morð-
ingi“, „Humphrey farðu heim“,
„snautaðu burt frá Vietnam“ og
„bandarískir launmorðingjar“.
Lögreglan réðst gegn mann-
fjöldanum og huggðist tvístra
hópnum. Urðu af því miklar
ryskingar, en ekki er þess getið
að neinn hafi meiðst alvarlega.
Nokkrir óróaseggir voru hand-
teknir, og var þeim ekið á brott
í bifreiðum lögreglunnar. Frá
Sigurboganum hélt Humphrey
að George Washington stytt-
unni á Place d’Iena, þar sem
hann einnig lagði blómsveig til
að minnast þess að 50 ár eru
liðin frá Bandaríkin urðu þátt-
takendur í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Þar endurtók sig sama sag-
an, og hrópaði mannfjöldinn
allskonar ókvæðisorð um Hump-
hrey, Johnson forseta og Banda-
ríkin. Voru um 50 manns hand-
teknir þar.
Að lokinni athöfninni við
minnisvarðann réðust um 200
ungmenni á tvo hermenn úr land
gönguliði bandaríska flotans,
sem staðið höfðu heiðursvörð við
Washington-styttuna. Voru her
mennirnir á göngu frá torginu
þegár ungmennin þyrptust aff
þem með hrópum og köllum,
og köstuðu að þeim eggjum.
Tókst hermönnunum með naum-
indum að brjóta sér leið gegn-
um mannfjöldann útataðir eggja-
slettum, og komast undan. Var
þeim ekki veitt eftirför .
Síðar í dag sat Humphrey boð
de Gaulles forseta í Elysée-höll-
inni, og lyftu leiðtogarnir glösum
til að skála fyrir aldagamalli vin
áttu Frakka og Bandaríkjanna.
Lagði Humphrey á það áherzlu
að tvisvar á þessi öld hefðu
Bandaríkin komið Frakklandi til
aðstoðar í styrjaldartímum. De
Gaulle bað Humphrey hinsveg-at
að færa Johnson forseta sérstak-
ar kveðjur og þakkir.
Spilakvöld
á Akureyri
SPILAKVÖLD verður í Sjálf*
stæðishúsinu á Akureyri næst-
komandi sunnudagskvöld, 9.
apríl, og hefst kl. 20.30. Spiluð
verður félagsvist. Stjórnandl
Sigurbjörn Bjarnason, skrif-
stofustjóri.
Ávarp flytur Ingibjörg Magn-
úsdóttir, forstöðukona. Dansað
verður til kl. 1. Hljómsveit Ingi
mars Eydals, Þorvaldur og Hel
ena skemmta.
Forsala aðgöngumiða sama
dag í skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins, Hafnarstræti 101, kL
14—15. Aðgöngumiðasala húss-
ins opnuð kl. 19.
Pétur Sigurðsson
Frambjóðenda-
fundir Heimdallar
NÆSTKOMANDI mánudag
efnir Heimdallur til rabb-
fundar með Pétri Sigurðssyni,
sjómanni, sem skipar 5. sæti
á listá Sjálfstæðisflokksins við
Alþingiskosningarnar í vor.
Heimdallur hyggst efna til
rabbfunda með nokkrum af
efstu mönum listans i Reykja-
vík og verður fundurinn með
Pétrl Sigurðssyni sá fyrsti.
Fundurinn hefst í Valhöll
kl. 20.30 á mánudagskvöld.