Morgunblaðið - 08.04.1967, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967. 3 Stúdentakorinn syngur 1 Sulnasalnum 1 gærkveldi.. — (Ljosm. Mbl. Sv. Þ.) Stúdentakðrinn á söngmót til Finnlands STÚDENTAKÓRINN heldur til Finnlands 22. þ.m. og tekur þar þátt í móti norrænna stúdenta- kóra. I tilefni af förinni efndi kórinn til skemmtunar í Súlna- sal Hótel Sögu í gærkveldi. Skemmtunin hófst með söng •kórsins, en stjórandi hans var Jón Þórarinsson, tónskáld. Var þeim söngfélögum mjög vel fagnað. Ýmislegt annað var þar til skemmtunar. taka allir þátt í konsertum og syngja bæði sjálfstætt og undir sameiginlegri stjórn. En áður en hátíðahöldin hefjast mun íslenzki kórinn ha’lda konserta í Finn- landi og syngja í útvarp og sjón- varp. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur stúdentakór hefur fengið, eða getað þekkst slíkt boð, þar sem hingað til hefur verið ógerningur að starfraökja hann með svipuðum hætti og á hinum Norðurlöndunum. Er það mikið velvilja rektors háskólans að þakka, að hægt er að þiggja boðið nú, en Háakólinn hefur styrkt kórinn rausnarlega. Kór- inn bað Ármann Snævarr að taka að sér fararstjórn og kvaðst hann fús til þess ef hann gæti vegna anna. Formaður kórsins er Jón Haraldsson, arkitekt, söngstjóri Jón Þórarinsson og undirleikarar í ferðinni verða Eygló Haraldsdóttir og Kolbrún Saemundsdóttir. SIAKSTtlMAR Skemmtikiaftar Framsóknar Framsóknarflokkurinn upp- skar verðskuldað lof fyrír a* bjóða flokksmönnum sínum og öðrum upp á hina ágætustu skemmtikrafta á lokasamkundu flokksþings þeirra í Háskólabió nýverið. Þá þótti hins vegar rétt að gera greinarmun á framlagt skemmtikraftanna og ræðum flokksforingjanna. f tilkynningu um árshátíð F.U.F. í Reykjavík í blaði flokksins í fyrradag er þessi sundurgreining hinsvegar Iögð á hilluna og segir í staðinn svo: „Meðal skemmtiatriða á árs hátíðinni verður ræða Tómasar Karlssonar ritstjórnarfulltrúa og eftirhermur og gamanvísnasöng- ur Jóns Gunnlaugssonar." Væntanlega þýðir þessi stefnu breyting, að forvígismenn flokks ins hafi nú gert sér grein fyrir, að „hina leiðina" og aðra þætti Eysteinskunnar beri helzt að skoða sem brandara. Næsta skrefið er svo, að þessir sömu menn geti skilið, hversu lélegur brandari Eysteinskan er. Eflaust tekur langan tíma að koma þeim til þess skilnings — og þó. Ekkl eru nema um það bil 2 mánuðir til kosninganna, þegar almenn- ingur fær sitt tækifæri til að leiða Framsóknarforkólfana í þatm sannleika eftirminnilega. Viðhorf Breta f þættinum „Fyrirtæki og þjóðarbúskapur" hér í gær sagði m.a. svo um afstöðu brezks iðn- aðar til EBE: „Sterkasta röksemdin fyrir inn göngu er, að Stóra-Bretland teng ist þar með grózkumesta mark- aði heimsins. Tækifærin innan þessa markaðar koma vel í ljós af þeirri aukningu, sem þegar hefur átt sér stað í viðskiptum við Efnahagsbandalagið. Árið 1958 flutti stóra Bretland út til EBE-landanna fyrir um 419 millj. punda, þ.e.a.s. um 13% af öllum útflutningi landsins. Árið 1965, sjö árum eftir að sameigin- legi markaðurinn byrjaði að starfa, hefur verzlunin aukizt upp í 900 millj. punda, eða 19% af útflutningi. Þannig hefur tiÞ vera sameiginlega markaðarins haft geysimikið að segja íyrir brezkt efnahagslíf. Á hinu hag- stæða hagvaxtartímabili á árun um 1958—64, ó iðnaðarfram- leiðslan í EBE-löndunum um 49% á móti 41% í Bandaríkjun- um og einungis 27% í Stóra-Bret landi. Viðskipti EBE-landanna við lönd utan þess sýndi ennþá meiri aukningu, útflutningurinn 87% og innflutningur 96%. Hér við bætist, að viðsikipti milli EBE-landanna innbyrðis hafa tekið stórt stökk upp á við. Fyrir brezkan iðnað skiptír það ennfremur mjög miklu máti að EBE-markaðurinn hefur hing að til getað tekið ólíkt meira magn af iðnaðarvörum en áður. Innfiutningur á iðnaðarvörum er nú 2% sinnum meiri en 1958". „Austri“ í valnum? Svo undarlega bar við í gær, að hinn fasti hversdagspistill „Austra", sem ber heitið „Frá degi til dags“, fannst hvergi i Þjóðviljanum. Ekki svo að skilja, að farið hefur fé betra. En hitt væri leitt, ef þessi góði dáti i stjórnmálabaráttu blaðsins, er nú svo grátt leikinn í framboðs- styrjöldinni innan flokksins, að þrekið leyfir ekki lengur að slík- ar frumskyldur sem þessi séu leystar af höndum. Að vísu hef- ur það ekki leynt sér i þáttum „Austra" upp á síðkastið, að eitt hvað er Bleik (þ.e. Rauð) brugC ið. En fyrr má nú rota en dauð- rota. — Það er víðar barizt en í Vietnam þessa dagana! Óperutónleikar Kopavogur Sjólfstæðiskvennafélagið Edda heldur fund mánudaginn 10. apríl í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi kl. 8.30 stundvíslega. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 17. landsfund Sjálfstæðisflokks- ins sem hefst 20. apríl. Á fundinum mætir einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, frú Jóhanna Sigurðardóttir. Sér fræðingur í andlitssnyrtingu hef ur sýnikennslu í snyrtingu og vortízkan 1967. Fundurinn er fleiru. Þá verður tízkusýning, aðeins fyrir félagskonur. FIMiMTU sunnudagstónleikar Sinfóníúhljómsveitar íslands verða haldnir á sunnudaginn kemur, 9. apríl, í Háskólabíói, kl. 15,00. Stjórnandi tónleikanna verður Ragnar Björnsson. í vet- ur hefur Ragnar, svo sem kunn- ugt er, stjórnað litlum óperu- flokki, sem kalla má visi að ís- lenzkri óperustarfsemi. Á þess- um sunnudagstónleikum kemur Ragnar enn fram á því sviði og þetta verða óperutónleikar. Ekki er samt hægt að efna ti'l óperu- tónleika með hljómsveitinni og stjórnanda einum saman. Þarna koma því einnig fram einsöngv- ararnir Guðrún Á. Símonar, Þur- íður Pálsdóttir, Jón Sigurbjörns- son og Magnús Jónsson, sem ödl eru eiríhver hin sviðVönustu íslenzkra söngvara. Auk ein- söngvaranna kemur Karlakórinn Fóstbræður fram á þessum tón- leikum. Það er mikið mannval, sem stendur að óperutónleikunum á sunnudaginn og ekki ætti verk- efnavalið að vera síður aðlað- andi. Flutt verða atriði úr óper- unni FIDELIO eftix Beethoven, forleikurinn, kvartett úr 1. þætti og fangakórinn. Þá verður einnig leikinn leikhúsforleikur- inn EGMONT eftir Beethoven. Hin rómantíska TÖFRA- SKYTTA Webers á einnig ágæta fulltrúa á þessum .tónleikum. Fluttur verða forleikurinn, tvær aríur og aríetta úr óperunni, en tónleikunum lýkur með hljóm- andi öldugangi frá hendi Wagn- ers í ballöðu Sentu (Jo ho ’hoe, traft ihr das Stíhiff) og forleikn- um að óperunni HOLLEND- INGURINN FLJÚGANDI. Eins og fyrr segir, hefjast tón- leikarnir klukkan 15,00 og eru aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, bókabúðum Lárusar B'löndal, og í Háskólabíói eftir hádegi á laug ardag. (Frá Sinfóníuhljómsveit ís- lands). Tilefni norræna mótsins, sem Stúdentakórinn sækir, er þrjátíu ára afmæli kórsins í Ábo, sem heitir „Brahe Djáknar", og var íslenzka kórnum sérstaklega boð- ið, en annars sækja stúdenta- kórar frá öllum Norðurlöndun- um mótið. Mikill undirbúningur hefur verið ytra, fyrir hátíða- höldin, sem standa munu í þrjá daga og ljúka með sameiginlegri siglingu kóranna frá Ábo til Sví- þjóðar á fjórða degi. Kórarnir Frá æfingu í Háskólabíói í gærmorgun. — Ljósm. Sv. Þ.) TRYGGINGAR 11700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.