Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967. BÍ LALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leig-ugjaldi. SENDU M MAGIMÚSAR SKIPHOITI21 SIMAR 21190 eftir lokun simi 40381 \í£& S,M'1-44-44 \mm Z&éZ&é&ögeZ' Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA biloleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4 /...- RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Fjaðrir. fjaðrablöð. hljóðkútar púströr o.fL varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. SAMKOMUR Samkomuhúsið Zion öðinsgötu 6 A A morgun sunnudagaskól- inn kl. 10,30. Almenn samkoma kl. 20,30. Allir velkomnir Heimatrúboðið Á morgun: Kl. 10,30. Sunnudagaskóli K.F.U.M. og K. Amtmnns- stíg. — Drengjadeildín Langa- gerði 1. — Barnasamkoma Auðbrekku 50 Kópavogi. KL 10,45. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirn ar (Y.D. og V.D.) Amtmanns- stíg og Holtavegi. Kl. 8,30 e.h. Almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt mannsstíg. Astráður Sigur- steinsson, skólastjóri, talar. Allir velkomnir -jír Hættunni boðið heim Fimmtugur skrifar: „Velvakandi góður, út af greininni í gær „Betur má ef duga skal“, datt mér í hug,_ að það mál er enginn hégómi, þvi langar mig til að leggja orð i beJg. Þegar ég fór að hugleiða greinina, rann upp fyrir mér sannleikur, sem er ægilegur. Fyrir um það bil 50 árum, þegar ég var að alast upp, heyrði ég stundum fullorðna fólkið taia um, að þessi eða hinn karlmaður hefði tælt þessa eða hina stúlkuna, og síðan farist skammarlega við hana á eftir. Ég man, hvað ég vorkenndi þessum stúlkum, og ég ímynd- aði mér, að þessir fullorðnu karlmenn hlytu að vera mjög slæmir. En nú sé ég, að stúlk- urnar bara pukruðust í þá daga með það, sem þær gera blygð- unarlaust í dag. Ég sé nefni- lega ekki betur en stúlkur nú á dögum vinni að því baki brotnu að tæla karlmennina. T. d. þegar stúlkur klæðast síðum buxum, þá er eins og þær séu að rifna utan af þeim. Þar leynast hvorki hæðir né lægðir. Nú og ef þær klæðast pilsi, þá ná þau rétt niður fyrir nafla. Þá er það baðfatatízkan. Það er auðvitað Bikini og allra helzt eiga þau að vera, það sem kallað er topplus þ.ea.s. brjóstin ber. Ef þetta er ekki að tæla veikara kynið, sem ég kalla, en aðrir karlmenn, þá veit ég ekki hvað. Nýlega var ég staddur I sam kvæmi, var þar margt karla og kvenna, allt mjög myndar- legt fólk. En þegar stú’kurnar voru setztar, þá gat nú á að lítai Það var í raun og veru eins og þær væru berar að neðan blessaðar hnáturnar, enda urðu ungu mennirnir að fara út af og til ti) að hvíla sig frá allri dýrðinni. En sleppum öllu gamni, það er karlmanni hreinasta raun að sitja á móti ungri og fallegri stúlku, sem er meira og minna ber að neð- an, jafnvel þótt fleiri séu við- staddir og samkvæmið í alla staði siðsamt. Og hvað er þá til varnar, ég get aðeins ráð- lagt karlmönnum að kynna sér leikritið: Menn og ofur- menni. Shaw var nefnilega karl, sem vissi, hvað hann söng. Að lokum vildi ég beina því til útvarpsins, að þáð flytti þetta leikrit a.m.k. tvisvar enn, svo að það fari ekki fram hjá neinum karlmanni í landinu. Einn 50 ára. Nýtt sjónarmið Annað bréf hefur borizt um stuttu pilsin — og er þessi bréfritari ekki sammála þeim, sem áður hafa látið álit sitt í ljós: „Kæri Velvakandi, Hverníg stendur á því að þér birtið annan eins þvætting og þetta bréf frá stráklingunum um stuttu pilsin? Hvers vegna skyldum við, kvenfólkið á ís- landi, ekki sníða okkar föt á sama hátt og kvenfólk erlend- is- Er eitthvað athugavert við það að klæði fólks breytist frá ári til árs? Ekki vilduð þið hafa oltkur í sömu fötunum ár eftir árl Ég vil biðja þig, góði Vel- vakandi, að segja þinum ágætu lesendum það, að við íslenzk- ar stúikur teljum það okkar einkamál hvort við höfum pils- in síð eða stutt. Það vill nú svo til, að þessa stundina eiga þau að vera 1 stytzta lagi. Ef við fylgdum ekki tízkunni segðu karlmennirnir áreiðanlega að við værum púkalega klæddar. En — af því að við fylgjumst með tízkunni — segja þeir að við eigum ekki að klæða okkur á þennan hátt. Við getum með öðrum orðum ekki tekið minnsta mark á öllum þessum athugasemdum. Viltu ekki biðja karlmenn- ina að skrifa um eigin viðfangs efni og láta kvenfólkið í friði. — Ein tvítug". Velvakandi þakkar bréfið en getur ekki stillt sig um að gera örfáar athugasemdir. I fyrsta lagi; ég held að engin hætta sé yfirleitt á því að íslenzkt kven- fólk gangi „í sömu fötunum ár eftir ár“ nú orðið, jafnvel þótt tízkan breyttist ekkert. 1 öðru lagi:, ef kvenfólkið telur sig ekki vera „viðfangsefni“ karlþjóðarinnar, hvar er það þá statt? Þessi tvítuga stúlka, sem skrifar okkur þetta bréf, er áreiðanlega eina tvttuga stúlkan í landinu, sem krefst afskiptaleysi karla af kven- fólki. Þess vegna efast ég um að hún mæli fyrir munn ákaf- legra marga. Brosmild Og hér er annað bréf um sama efni: „Kæri Velvakandi, Agalegir dónar eru þessir gæjar í Menntó. Guð, maður getur ekki tekið þetta alvar- iega, eða finnst þér það? Biðja um að maður stytti pilsin enn meira Ég gæti ekki hugsað mér að ganga 1 styttri kjólum og piJsurn en ég geri nú, það er alveg ómögulegt að stytta meira. Ég er búin að stytta þrisvar — og einn kjóllinn er meira að segja orðinn of stutt- ur. — Við stúJkurnar erum ekkert ægilega hrifnar af þess- ari t'zku. En samt vonum við að hún breytist ekki alveg strax. því þá eru öll fötin okk- ar ónýt. Sumar eru auðvitað miklu lekkrari í svona stuttu og ein vinkona mín, sem er með aga- lega fallega fætur, fílar sig auðvitað svakalega vel. Guð, en sumar eru alveg hræðilegar. — Brosmild í Verzló“. Ég gerði undantekningu og breytti ekki málfari bréfritara, en ljóst er, að hún „fílar“ sig vel — léttklædd. Bakkus Gömul kona 1 Austur- bænum skrifar: „Kæri Velvakandi, Ég er ekki vön bréfaskrift- um. En mig langar til að þakka þér fyrir alla pistlana um skað semi áfengisins. Það er mikið böl — og skrifaðu meira um bölvun Bakkusar." ★ „Draumaland“ bílstjóranna Kópavogi skrifar: „Velvakandi, Viltu ekki vekja athygli & því hve göturnar í Kópavogi eru gersamlega ófærar. Þetta eru vsg'eysur og það sr hörma legt að þurfa að aka nýjum bílum um bæinn. Vegheflar eru yfirleitt ekki notaðir þar i sveit — og þá sjaldan slíkt ger- ist — virðast veghefilsstjór- arnir ekki kunna að fara með tækin. Að komast út á nesið er heil krossgáta, því alls stað- ar eru hindranir í veginum. Kópavogsbraut hefur verið upprifin i allan vetur, en samt var það citt af kosningaloforð- unum síðast, að þessi gata yrði lögð thtlagi á síðasta sumrL Kársnesbraut er líka ófær. Leitun mun að akvegi í manna byggðum, sem er jafnholóttur. Það er hreint og beint furðu- legt, að jafnstórt bæjarfélag og Kópavogur er skuli bjóða íbúum sínum annað eins. Það væri e.t.v. skiljanlegt, ef engin útsvör væru lögð á íbúa stað- arins. Ástandið eins og það er nú — er alveg óþolandi. íbúð óskast 3 til 5 herbergja vönduð íbúð óskast til leigu. Tvennt í heimili. Upplýsingar í síma 22524. •— Kópavogsbúi". Suðurnesjamenn Annast hvers konar röralagnir og viðgerðir. Ólafur Erlingsson pípulagningarmeistari, sími 7600. Hafnfirðingar Annast hvers konar röralagnir og viðgerðir. Ólafur Erlingsson pípulagningarmeistari, sími 51739. Nauðungaruppboð sem auglýst var 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Kleppsvegi 42, (4. hæð t. v.) þingl. eign Háborgar s.f. fer fram eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Bergs Bjamasonar hdl., Hafþórs Guð- mundssonar hdl., Gunnar M. Guðmundssonar hrl., og Landsbanka íslands, á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 12. apríl 1967, kl. 2y2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta f Sörlaskjóli 22, hér 1 borg, þingl. eign Vilbergs Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 12. apríl 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Hverfisgötu 100, hér í borg, þingl. eign Einars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hdl., o. fl. á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 12. apríl 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.