Morgunblaðið - 08.04.1967, Side 8

Morgunblaðið - 08.04.1967, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.^ ATHUGASEMDIR Á AFMÆLI PÓLÝFÓNKÓRINN hélt mynd- arlega upp á 10 ára afmaeli sitt nnið þvi að flytja Jóíhannesar- passíu Bach tvisvar í dymbil- vikunni, fyrst í Kristkirkju og síðan í íþróttahöllinni. Undir- ritaður heyrði flutninginn í kirkj unni, og það var vissulega há- tiðleg stund. Kórinn hafði feng- ið til samstarfs hina ágaetustu einsöngvara, safnað var saman í litla hljómsveit, sem þó reynd- ist of stór, með of mörgum strok hljóðfaerum í hlutfalli við radd- styrk kórsins. Stjórnandi var Ingólfur Guðbrandsson, sem hef ur alið upp kór sinn á einsta'k- an hátt í áratug, og væntanlega mun halda áfram í nokkra ára- tugi enn. Ekki er ástæða til að fara að narta í einstök atriði flutnings- „VINYL44 gólfflísar Amersíkar „Nairn“ og „Kentile". Þýzkar D.L.W. Vinyl gólfflísar í miklu úr- vali ásamt tilheyr- andi lími. J. Þorláksson & Mmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 ins, eins og í sambandi við venjulega opinbera tónleika, því að flutningur kirkjuverks, (svo sem þessarar passíu) í tilefni ákveðinnar hátíðar kirkjuársins seilist svo nálægt almennri guðs þjónustugjörð. Hinar fyrstu pass íur voru ekki nema tón guð- spjallsins, þar sem einn klerk- urinn var guðspjallamaðurinn, annar tónaði orð Krists, sá þriðji orð Péturs, Pflatusar eða annarra persóna píslarsögunnar og kórinn tók að sér hróp eða orðaskipti hermanna, presta eða múgs. í passíum er hlutverk guðspjallamannsins yfirleitt sá burðarás, sem langmest hvílir á. Þessu hlutverki gegndi Sigurður Björnsson af mikilli prýði. Hlu<t- verk annarra einsöngvara eru minni í Jóhannesarpassíunni, en þau voru líka í traustum hönd- um þeirra Guðrúnar Tómasdótt- ur, Kathleen Joyce, Halldórs Vilhelmssonar og Kristins Halls- sonar. Kórinn hefur ýmis hlutveTk. Hann hugleiðir atburðina, hann orðar hugsanir hins hljóða áheyr anda, jafnframt þvi, sem hann er þátttakandi í píslarsögunni og mælir fyrir munn fjöldans. Hann hæðir, biður, heimtar og vegsamar. Söngur pólýfónkórs- ins bar þess vott, að sérhver hending hafði verið fáguð af fyllstu nærfærni. í Jóhannesar- passíunni var það bæði styrkur _ I.O.G.T. - Svava no. 23. Munið fundinn á morgun. Gæzlumenn Þingstúka Reykjavíknr. Aðalfundi Þingstúku Reykjavíkur em vera átti í dag laugardaginn 8. apríl verð ur frestað til laugardagsins 15. apríl og hefst kl. 2 í Góð- templarahúsinu. Þingtemplar • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smolccd Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • HVegetables • 4 Seasons • SpringYegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Svlss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar £rá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meglnlandinu, og tílreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGIS flutningsins og veikleiki, styrkur í S-álmunum eða hugleiðingun-, um, en veikleikt" í tjáningu of- stopans og grimmdarinnar. Skömmu fyrir flutning Jó- hannesarpassíunnar gaus upp í blöðunum fréttin um árekstur milli sjónarmiða áhugamennsk- unnar og atvinnumennsku hljóð- færaleikaranna. Þetta var kaup- árekstur, sem leystist svo ein- hvern veginn, væntanlega báð- um aðilum til blessunar í þetta sinn. En slíkir árekstrar verða óhjákvæmilegir 1 framtíðinni, nema hér myndist áhugamanna- hljómsveitir samkvæmt fyrir- mynd kóra áhugafólks. Það er ekki til frambúðar, að amatör- ar og prófessjónalar rugli reit- um saman. Pólýfónkórinn lagði með flutningi Jóhannesarpassíu Bachs út í stórt og verðugt fyrir- tækL Allix, sem að flutningnum stóðu, munu hafa lagt sig fram af beztu getu, og hátíðlegar get- ur vart nokkur kór haldið upp á afmæli sitt en þarna var gert í dymbilvikunnL Ég efast ekki um, að allir áheyrendur kórsins, bæði nú og frá fyrri árum, sam- fagni honum. Eitt fannst mér óþarft og fremur leitt, og það var, að Jóhannesarpassían skyldi ekki vera flutt á okkar móður- máli. 1 eyrum allt otf margra áheyrenda nær þýzkan alls ekki þeim hljómgrunn, sem Bach vissulega ætlast til að píslar- sagan nái í þessum búningi hans. Fólýfónkórinn hefur á undan- förnum árum uppfyllt stórt skarð eða vöntun í íslenzku tón- listarlífi. Hann hefur sérhæft sig í flutningi fjölraddaðrar sönglistar, aðallega frá gullöld fjölraddaðs kepellusöngs, 16. öld, eða þá frá allra seinustu ár- um. Hin pólýfónísku viðtfangs- efni, eldri eða yngrL hafa yfir- leitt verið án undirleiks eða satn lei'ks. Þarna hefur kórinn mynd- að algera sérstöðu. Nú í vetur hefur Pólýfónkórinn tvisvar komið fram með hljómsveit. Ég vona, að þetta tákni ekki það, að hann sé að snúa frá sinni „sérgrein“, kórinn, sem getur svo vel staðið á eigin fótum — að ég ekki segi „eigin röddum“. Til hamingju með afmælið! Þorkell Sigurbjörnsson. Vinna hafin að nýju við Borgarsjúkrahúsið Heildarkosnaður um s.L áramót 225 millj. GEtR Hallgrímsson, borgar- stjóri, gerði á borgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag ítarlega grein fyrir kostnaðartölum vegna Borgarsjúkrahússins pr. 31. des. sL Kom þar fram að heildar- kostnaður um sl. áramót nam 225.5 millj. króna. Þar af nem- ur hlutur ríkissjóðs 112 millj. króna. Á síðastliðnu ári námu út- gjöld vegna sjúkrahússins 81 millj. króna, þar af er hlutur ríkissjóðs 40 millj. króna. Skuld r,kissjóðs við borgarsjóð vegna byggingarinnar námu um sl. áramót 41 millj. Samkvæmt lögum ber ríkis- sjóði að greiða 60% alls kostn- aðir við sjúkrahúsabyggingar annars en kostnaðar vegna lausa muna. Borgarstjóri sagði að hann og heilbrigðismálaráðherra ynnu að 30-40 millj. króna lánsútveg- un vegna sjúkrahússins. Þ-á upplýsti borgarstjóri, að samningar hefðu nú verið gerðir við iðnmeistara um áframhald- andi framkvæmdir við sjúkra- húsið, og hafa múrarar og tré- smiðir hafið störf. En fullur gangur verður ekki á fram- kvæmdum fyrr en fjármagn fæst. Fáist lán má ætla að fullur kraftur geti orðið á framtkvæmd um í næsta mánuði. Guðmundur Vigfússon (Ah.)’ tók til máls og deildi á ríkis- stjórnina fyrir að greiða ekki gjaldfallið framlag vegna Borg- arsjúkrahússins. - RÍJM 50 ÁR Framhald af bls. 5 inn. En nú er vöruúrvalið sem sagt orðið mun meira og ég er í rauninni kominn langt út fyr ir mitt svið, ég sel til dæmis alls konar rafmagnstæki, t.d. segul- bönd og býst við að færa út kvíarnar á því sviði bráðlega. Það er ólíkt fljótlegra og fyrir- hafnarminna að selja einn ís- skáp fyrir 19000 krónur heldur en að selja t.d. karamellur fyrir sömu upphæð, og gengur fljót- ar fyrir sig. — Ég hefi haldið gamla verzl unarhættinum vegna viðskipta- vinanna. Ég myndi kannske selja meira ef ég setti upp kjör búð, en þá er maður um leið búinn að missa samband við viðskiptavinina og það vil ég alls ekki. Það er töluverður hópur af fólki, sem hefur verzl að hjá mér alveg frá upphafi, fyrst í númer þrettán og svo hér. Og ég vil alls ekki missa af því að tala við þetta fólk um leið og það er afgreitt, margt af því eru góðir vinir mínir. — Já, stríðsárin voru erfið, mjög vont að ná í nokkrar vör- ur. Og ef eitthvað fékkst hvarf það strax og svo var óánægja hjá þeim sem ekkert fengu. En nú leikur allt í lyndi. Eftir að yiðreisnarstjórnin tók við völd um hefur blaðið snúizt við og komist meira lif í öll viðskipti og framkvæmdir. — Nei, mér hefur aldre! dott ið í hug að flytja aftur til Reykjavíkur, Hafnarfjörður er góður bær. — Já það hafa skiptst á skin og skúrir hjá mér eins og öðr- um, en ég er fullkomlega á- nægður með mitt hlutskipti. Eg á yndislega konu, mikið af vin- um og góðum samstarfsmönn- um, gott fyrirtæki og bý í ynd- islegum bæ. Meira þarf ég ekki. Jón Mathiesen hefur haft mjög mikil afskipti af félags- málum og þau eru ekki mörg félögin í Hafnarfirði sem hann hefur ekki einhverntíma ýtt undir eða orðið að liði. Þau hjónin verða við á heimili sínu milli klukkan þrjú og fimm f dag og er ekki að efa að þar mun verða gestkvæmt. Mæður athugið Ný sending leikgrindur, göngustólar, burðarrúm, barnabeizli, rólur tvær gerðir. Baðker með borði. Klæðaborð, þurrkgrindur, matarborð og stólar. Úrval af tækifæriskjólum tekið upp um helgina. Mæðrabúðin Domus Medica.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.