Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1%7.
9
Athugasemd
frá yfirborgarfógetanum í Reykjavík
út af blaðaskrifum Kára B. Helgasonar
KÁRI B. Helgason hefur ritað í
dagblöð borgarlnnar lýsingu á
embættisfærslu minni í sambandi
við gjaldþrot hans, og fyrir-
tækja hans. Ég sé ekki ástæðu til
að svara þeim skætingi, sem felst
í ritsmið hans um mig, en vil
í fáum orðum lýsa afskiptum
mínum af gjaldþrotamálum hans.
1) Þann 16. nóvember 1965
barst skiptarétti Reykjavíkur
svofelt bréf:
„Þar sem Almenna bifreiða-
leigan hf., Klapparstíg, Reykja-
vík, getur ekki staðið í skilum
við lánardrottna sína og þar sem
sumir þeirra eru farnir að taka
eignir úr vörzlu félagsins, þá leyf
um við okkur hér með að óska
þess að þér, herra yfirborgar-
fógeti tekið bú Almennu bifreiða
leigunnar hf til gjaldþrotaskipta.
Skrá um eignir og skuldir hluta
félagsins verður afhent eins
fljótt og unnt er.
Stödd í Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
P.h. Almennu bifreiðaleigunnar
hf.
Kári B. Helgason (sign.)
Þórlaúg Hansdóttir (sign.)
Máría Helgadóttir (sign.)“.
Samkvæmt þessari ebiðni var
bú Almennu bifreiðaleigunnar hf.
tekið til gjaldþrotaskiptameð-
ferðar, með úrskurði uppkveðn-
um 26. nóv. 1965. Uppskrift á
eignum búsins fór fram 7. og 9.
desember 1965 og framkvæmdi
uppskrift þessa Jónas Thorodd-
sen, borgarfógeti að viðstödd-
um framkvæmdastjóra félagsins
Kára B. Helgasyni og benti hann
á þá bíla, sem hlutafélagið ætti,
36 að tölu, auk annarra eigna.
Innköllun var síðan gefin út 27.
nóvember 1965. Á skiptafundi
sem haldinn var 30. nóvember
1965 voru mættir 9 kröfuhafar
eða umboðsmenn þeirra, og var
þá ákveðin uppboðssala á 14 bif-
reiðum tilheyrándi búinu. Á
skiptafundi 10. desember 1965
voru mættir nokkrir umboðs-
menn kröfuhafa, sem kröfðust
sölu á opinberu uppboði á þeim
bifreiðum, sem þá voru enn ó-
seldar og hélt bæði þessi uppboð
Þórhallur Einarsson, fulltrúL
Af hálfu Kára B. Helgasonar
komu hvorki fram á skiptafund-
um né f uppboðsrétti mótmæli
gegn sölu bifreiðanna. Allir
skiptafundir voru þó löglega
boðaðir og uppboðin auglýst á
venjulegan hátt í dagblöðum
borgarinnar.
Lýstar kröfur í þrotabú þetta
námu samtals kr. 4.487.096,18
m.m.
2) Með úrskurði uppkveðnum
I skiptarétti Reykjavíkur 26.
janúar 1966 var bú Kára B.
Helgasonar tekið til skiptameð-
ferðar, sem gjaldþrota, skv. kröfu
Magnúsar Fr. Árnasonar hrl.,
dags. 1. des. 1965 og Brands
Brynjólfssonar hdl. dags. 18. jan.
1966. Uppskrift á búi þessu fór
fram að viðstöddum þrotamanni
Kára B. Helgasyni, 3. febrúar
1966 og benti hann á eignir bús-
ins. Uppskrift þessa framkvæmdi
borgarfógeti Jónas Thoroddsen.
Innköllun til skuldheimtumanna
búsins var gefin út 10. febrúar
1966.
Lýstar kröfur í bú þetta námu
samtals kr. 10.775.086,99 og eru
þar með ekki taldir ýmsir kostn-
aðarliðir í sambandi við skiptin.
Skiptafundir voru haldnir í
búi þessu af borgarfógeta Unn-
steini Beck dagana 3. nóv. og 7.
des. 1966 og 28. marz 1967.
Á skiptafundi. sem haldinn var
3. nóvember 1966 var ákveðin
uppboðssala á eignum þessa bús,
þ. á m. á hluta þess í Njálsgötu
49, en á þeim fundi voru mættir
flestir kröfuhafar í búinu. Gjald-
þroti Kári B. elgason mætti þar
einnig sjálfur til að leiðrétta
upplýsingar, sem hann hafði gef-
ið borgarfógeta við upphaflegu
uppskrift búsins. Hann óskaði þó
ekki að sitja fundinn til enda,
þótt hann vissi, að ákvörðun yrði
cekin um ráðstöfun eignanna.
Samkvæmt þessari ákvörðun
skiptafundarins I búinu, var
ákveðin uppboðssala á hluta bús-
ins í Njálsgötu 49, og var það
uppboð auglýst í 11., 14. og 16.
tbl. Lögbirtingarblaðsins 1967 og
auk þess f 5 dagblöðum borgar-
innar nokkru fyrir uppboðsdag.
Rétt áður en uppboðið skyldi
hefjast kom i ljós, að vafi lék
á því. hvort tiltekin veðsetning
á húsinu Njálsgötu 49 næði að-
eins til eignarhluta Kára eða til
alls hússins og þótti þvi nauð-
synlegt að fresta uppboðssölunni
þar til öruggar upplýsingar
kæmu fram um þetta atriði og
stóð þvi ekki til að eignin yrði
seld í þetta skipti.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að áður en bú Kára B.
Helgasonar var tekið til gjald-
þrotaskiptameðferðar, hafði far-
ið fram fjárnám í inneign hans
hjá skrifstofu Biskups, eftir
kröfu Jóns Arasonar hdl., vegna
FORD-umboðsins, Kr. Kristjáns-
sonar hr', en áður mun hann
hafa ávísað hluta af innstæð-
unni Ásbirni Ólafssyni hf. Gildi
þessara ráðstafana eru nú til at-
hugunar hjá öðrum lánardrottn-
um í búinu.
3) Að lokum skal þess getið,
að Fasteignaviðskipti hf, sem
þrotamaður Kári B. Helgason var
einnig framkvæmdastjóri fyrir,
var með úrskurði uppkveðnum
5. október 1966 tekið til skipta-
meðferðar, sem gjaldþrota og fór
uppskrift fram sama dag. Inn-
köllun til skuldheitmumanna var
gefin út 1. nóv. 1966 og námu
lýstar kröfur 1 því búi kr.
273.207,70. Eignir búsins Voru við
uppskrift metnar á kr. 9.400,00.
Þessar athugasemdir tel ég
nægja að svo stöddu til að
hreinsa mig og embættið af þeim
óhróðri, sem fram kemur í rit-
smíð Kára B. elgasonar og dag-
blöðin hafa tekið til birtingar
athugasemdalaust.
Reykjavík. 6. apríl 1967.
Kr. Kristjánsson
Yfirborgarfógetinn f Reykjavík.
París, 4. apríl — NTB-AP
f DAG komu saman undir for-
ystu Alþjóðabankans ýmis ríki,
er áhuga hafa á því að veita Ind-
verjum ríflega efnahagsaðstoð til
þess að þeir geti hrundið í fram-
kvæmd nýrri fimm ára áætlun.
Lönd þessi eru Austurrííki,
Belgía, Kanada, Frakkland, V-
Þýzkaland, Ítalía, Japan, Hol-
land, Bretland og Bandaríkin
auk Alþjóðabankans.
nsnniTfc
(Rft KIMSINV
Ms. Esja
fer vestur um land til Akur-
eyrar 13. þ.m. Vörumóttaka ár
degis á laugardag og mánu-
dag til Patreksfjarðar, Tálkna
fj arðar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Suðureyrar, fsa-
fjarðar, Siglufjarðar og Akur-
eyrar.
Farseðlar seldir á miðviku-
dag.
Ms. Blikur
fer austur um land í hringferð
13. þ.m. Vörumóttaka árdegis
á laugradag og mánudag til
Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð-
ar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðar-
fjarðar, Eskifjarðar, Norð-
fjarðar, Seyðisfjarðar Borgar-
fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar, Þórshafnar, Raufar-
hafnar, Kópaskers, Húsavíkur,
Akureyrar og Skagastrandar.
Farseðlar seldir á miðviku-
dag.
Síminn er 24300
8.
Til sölu og sýnis
Einbýlishús
af ýmsum stærðum og 2ja
til 7 herb. íbúðir í borginni,
sumar sér og með bílskúr-
um.
/ smíbum.
Einbýlishús og 3ja—6 herb.
séríbúðir með bílskúrum 1
borginni.
Fokheldar hæðir 140 ferm.
með bílskúrum, í Kópavogs
kaupstað og margt fleira.
Komið og skoðið.
Sjón er sögu ríkari
IVýja fasteignasalan
Laugaveg 12
Simi 24300
2/o herbergja
íbúð við Baldursgötu er til
sölu. íbúðin er í risi 2 herb.
eldhús og þaðherb., fremur
rúmgóð og súðarlítil. Elhús er
með nýrri eldhúsinnréttingu
og bað nýlega standsett. Verð
500 þús. kr. íbúðin er að
Baldursgötu 21 og er til sýn-
is í dag kl. 16—19.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
hæstaréttarlögroenn
Austurstræti 9.
Símar 21410 og 14400.
Einbýlishús óskast
Höfum kaupanda að góðu ein
býlishúsi. Útb. 1,5 millj. kr.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9.
Símar 21410 og 14400.
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Símar 24647 og 15221.
7/7 sölu
Söluturn, hagstætt verð og
greiðsluskilmálar.
Nýtt 240 ferm. einbýlishús I
Kópavogi. Æskileg skipti á
3ja til 4ra herb. íbúð 1
Reykjavík.
Parhús vil Akurgerði 5—6
herb., auk þess stórt rými
i kjallara, vönduð eign.
4ra herb. hæð i Vogunum, bíl
skúrsréttur, laus strax.
3ja herb. rúmgóð íbúð á hæð
við Gnoðavog.
3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í
Kópavogi.
í Hafnarfirði
2ja herb. rúmgóð nýleg íbúð,
bílskúr.
Jarðir í Árnesi og Rangárvalla
sýslu.
Árnl Guðjónsson. hrl.
Þorsteinn Geirsson, lögfr
Helgi Ólafsson sölustj.
Kvöldsími 40647.
PILTAR,
EF ÞIP EI0® CNMUSnlNA /
ÞÁ A to HHINMNA /fy/
W‘
/Jsw/ntátiofik ‘I* •
NÝKOMIÐ ÚRVAL AF
Höltum
Hnakkakollur í öllum litum, alpahúfur 12 litir,
verð kr. 100. — Regnhattar, enskir og hollenzkir.
HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR
Laugavegi 10.
Skriftvélavirki
Skriftvélavirki óskast á verkstæði með ágæta
framtíðarmöguleika. Umsókn með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, óskast sent Mbl. fyrir
þriðjudagskvöld merkt: „Vel launað — 2136“.
Stúlka óskast
til starfa hjá stóru fyrirtæki í Miðbænum frá 1. maí
n.k. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist
afgr. Mbl. merkt: „Auglýsing no. 2165.“
Aðalfundur Reykhóla
félagsins verður haldinn í Átthagasal
Hótel Sögu þriðjudaginn 11. apríl kl. 8.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
SAUMAVÉLAR
Loksins getum við auglýst nýju, endur-
bættu saumavélina, en hún hefur jafnan
selzt upp. Mjög miklar endurbætur: t. d.
fleiri útsaumsmöguleikar, ein munsturs-
skífa í stað 20 áður. Mikið af aukahlutum
t. d. rennilásafótur, tvísaumsfótur og
margt fleira.
Sjálfvirk hnappagatastilling, sjálfvirkt
zig-zag, ný falleg taska, nýtt, fallegra útlit.
Einfaldari vél með fleiri möguleikum.
Eins árs ábyrgð, örugg varahluta- og við-
gerðarþjónusta. Kennsla innifalin í verði.
íslenzkur leiðarvísir væntanlegur. Komið
og kynnizt nýju saumavélinni. Frábær
reynsla.
Vcrð aðeins kr. 5.685.—
Miklatorgi.