Morgunblaðið - 08.04.1967, Qupperneq 12
12
jvlwkuUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRlL 1967.
STAÐIÐ í SKILUM
MARGHÁTTAÐAN kveðskap
getur að líta dag hvem í Morg-
unblaðinu, og er stundum vsuit
að sjá, hvað er í bundnu og
hvað í óbundnu máli af lesefni
blaðsins. Þó er það fólki til
nokkurrar leiðbeiningar, að
bundna málið er oft skilmerki-
lega innrammað á síðunum og
því prentað með meiri viðhöfn
en gengur og gerist um skrif
manna. Bréfakörfur virðast eng-
ar vera til á ritstjórnarskrifstof-
unum, og er þess vegna allt hirt
og allt birt og „aldrei hlé á
leirburðe“. Sumt af þessu 6 að
vera fyndið — eða eins konar
saltkorn í grautinn. Svo mun
vera um kvæðisstúf þann sem
birtist sunnudaginn 2. apríl
næstliðinn, innrammaður I dag-
bók blaðsins. Yfirskrift: Skulda-
skil til Skagfirðinga. Höfundur:
Sigrún Sigurjónsdóttir. Hann er
kveðja til Skagfirðingafélagsins
í Reykjavík í tilefni af 30 ára
afmæli þess, sem minnzt var
með hófi í Sigtúni ekki alls fyr-
ir löngu, en svo sérstæð kveðja,
að rétt þykir að skýra hana lítil-
Auglýsing um skoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi
Keflavíkurflugvallar
Samkvsemt umferðarlögunum tilkynnist, að aðal-
skoðun bifreiða fer fram 12., 13. og 14. apríl n.k.
Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina
ofangreinda daga frá kl. 9 — 12 og 13 — 16,30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og
sýnd skulu skilríki fyrir lögboðinni vátryggingu
og ökuskírteini lögð fram.
Ennfremur skulu menn framvísa ljósastillingar-
vottorðum.
Vanrseki einhver að færa bifreið til skoðunar á
áður auglýstum tíma verður hann látinn sæta
ábyrgð skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr
umferð, hvar sem til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar
ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma,
ber honum að tilkynna mér það bréflega.
Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bif-
reiðum sínum skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra,
er skoðun fer fram.
Þetta tilkynnist öllum er-hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 4. apríl 1967.
BJÖRN INGVARSSON.
BRAGÐBEZTA
AMERÍSKA
SÍGARETTAN
lega fyrir þeim sem ekki vita
hvaðan á sig stendur veðrið.
Sú er saga þessarar kveðju,
að höfundur hafði farið þess
mjög eindregið á leit að mega
lesa upp frumsamin ljóð 1 áð-
urnefndu hófL Þeirri bón var
ekki synjað, enda ástæðulítið að
höfundinum óreyndum. Voru
konunni ætiaðar 10 mínútur til
að flytja fram kvæði sín. Sat
hún hófið sér að kostnaðarlausu
og hóf flutníng sinn á tilsettum
tíma. En brátt þótti sýnt að hér
var ekki heppilegur skemmti-
kraftur á ferð, og kýs ég, höf-
undar vegna, að skilgreina það
ekki nánar. Þegar liðnar voru
nær 20 mínútur og enn ekki
komið að kvæðunum, var með
kurteislegu móti stillt svo til, að
höfundur hætti „upplestri“ sín-
um að því sinni. Engum, sem
að skemmtuninni stóð, lá það í
léttu rúmi að þurfa að grípa
fram fyrir hendur konunnar, en
ekki var undanfæri. Hún mun
aftur á móti hafa talið sig
brögðum beitta, enda þótt aldrei
væri til hennar leitað um að
koma fram á skemmtuninni,
greip til skrýtilegra athafna þeg-
ar daginn eftir, stóð einnig upp
á almennum fundi hér í borg
stuttu síðar og réðst þar, utan
dagskrár, að Skagfirðingum,
sýslungum sínum, og forvígis-
mönnum Skagfirðingafélagsins í
Reykjavi'k, allt af þeirri ástæðu
að „upplestur“ hennar hafði ver-
ið stöðvaður, sem reynzt hafði
óhjákvæmilegt — til að forða
hneisu. Og nú síðast yrkir hún
kvæði og sendir Morgunblaðinu.
Þar er þvi fyrst hafnað af um-
sjónarmanni dagbókarinnar, síð-
an tekið til birtingar samkvæmt
fyrirmælum aðalritstjórnar, að
líkindum án þess að hugað væri
að málavöxtum, sem er lítil af-
sökun og sýnir aðeins kæruleysi.
f kvæðinu eru nafngreindir
menn sem standa framarlega í
Skagfirðingafélaginu nú um
þessar mundir og ekkert hafa á
hluta þessarar konu gert, en
samt er látið að því liggja að
hún hafi ekki átt sjö dagana
sæla í návist þeirra þarna í hóf-
inu. Ég tel víst að þessum mönn-
um sé lítil þægð í því að víð-
lesnasta biað landsins breiði
þannig út um þá kviksögur.
Síðast klykkir höfundur út með
nokkrum orðum til Skagtfirðinga-
félagsins, sjálfri afmæliskveðj-
unni ef svo má segja. Er hún i
samræmi við það sem á undan
fer í kvæðinu.
Nú vil ég ekki álasa þessari
konu, því henni mun tæplega
sjálfrátt, en hart er undir því
að búa að setjaravélar stærsta
blaðsins í landinu skuli notað-
ar eins og bréfakörfur, af því
engar fyrirfinnast undir skrif-
borðum ritstjóranna, að í setj-
aravélarnar skuli fleygt aðsend-
um bréfsnuddum í hreinu skeyt-
ingarleysi. Annars dettur mér í
hug, þar eð nú nálgast óðum al-
þingiskosningar, hvort verið geti
að Eyjólfur Konráð Jónsson,
sem á sæti 1 aðalritstjóm þeirri
sem ákvað birtingu „Skuldaskila
til Skagfirðinga" eftir að starfs-
maður við blaðið hafði vísað
kvæðinu frá, sé með þessu ein-
kennilega móti að biðla til kjós-
enda, nú þegar hann er kominn
fram á kosningavöllinn í Skaga-
firði, ef ekki hann sjálfur þá
meðritstjórarnir fýrir hans
hönd. Því ekki það? Aðferðirn-
ar eru margar. Hitt læt ég ósagt
ÍSLENZK árbók h.f. hefur nú
gefið út íslenzka viðskiptask’-á á
ensku. Slík viðskiptaskrá var
fyrst gefin út 1907 og var Sveinn
Björnsson, síðar forseti íslands,
ritstjóri þeirrar bókar. Síðan
hefur viðskiptaskrá á ensku ver-
ið gefin út 36 sinnum og er þetta
I annað skiptið, sem íslenzk ár-
bók h.f. sér um útgáfuna.
Ritstjcrar viðskiptaskrárinnar
eru nú þeir Einar Sveinsson og
Bjarni Sigtryggsson. Félags-
prentsmiðjan sá um setningu og
prentun bókarinnar, Nýja bók-
bandið h.f. um band hennar,
Myndamót h.f. gerði myndamót
og myndir í bókinni eru eftjr
Mats Wibe Lund jr.
Lögð hefur verið mikil áherzla
á að gera bókina sem bezt úr
garði. Hún er að mestu prentuð
á góðan myndapappír og eru 1
henni margar ljósmyndir frá ís-
hvað hafast kann upp úr þess-
ari aðferð, því namuast þykir
Skagfirðingum heima fyrir við-
eigandi að frambjóðandinn skuli
láta málgagn sitt halda á loft
óhróðri um Skagfirðinga 1
Reykjavík og Skagfirðingafélag-
ið þar, öldungis að ósekju.
Hannes Pétursson.
——
Morgunblaðið vill, til glöggv-
unar, geta þess að ekki er rétt
hjá skáldinu þegar hann segir
að kvæði frúarinnar hafi „fyrst
verið hafnað af umsjónarmannl
dagbókar, síðan tekið til birt-
ingar samkvæmt fyrirmælum
aðalritstjórnar." Sannleikurinn
er sá, að kvæðið var ekki birt
hér í blaðinu, það er milli 40
og 50 erindi. Aftur á móti leyfði
blaðið frúnni að birta í Dagbóh
3—4 erindi, þar sem hún lagði
á það mikla áherzlu, enda vart
Skiljanlegt að það geti neinn
meitt.
Ritstj.
landi, sumar i litum.
Fyrsti hluti bókarinnar fjallar
um ísland og er þar að finna
góðar og nákvæmar upplýsing-
ar. Síðan tekur við skrá um op
inbera aðila og félög. Þá eru
nákvæmar upplýsingar um ís-
lenzk sendiráð erlendis og um
erlenda ræðismenn hérlendis.
>á tekur við upptalning á firm-
um og símnefnum þeirra og eru
þar talin 1131 fyrirtæki og getið
jafnframt starfssviðs þeirra. í
bókinni er ennfremur skró yfir
innflutning landsmanna, svo og
tollskrá. Fjölmargar auglýsingar
eru í bókinni og eru þær margar
hverjar myndskreyttar og vel
gerðar.
Sem fyrr segir er það fslenzli
árbók h.f., Spítalastíg 10, sem
gefur bókina út, en hún er 139
bls. í stóru brotL
Islenzk viðskipta
skrá á ensku
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó:
MAJOR DUNDEE
SÁ merki maður Winston
Churchill sagði 1 einni af sín-
um frægu ræðum, að hann gæti
ekki boðið þjóð sinni annað en
blóð, svita og tár. Það er ein-
mitt þetta þrennt, sem kvik-
myndin Major Dundee hefur
upp á að bjóða.
Myndin gerist á dögum borg-
arastyrjaldarinnar í Bandaríkj-
unum. Major Dundee hefur ver-
ið að fangelsisstjóra, þar sem
hann hefur sýnt óeðlilega hörku
á vígvöllum. Hann fær þá snjöllu
hugmynd, að fara með hóp fang-
anna með sér suður til Mexico,
til að elta uppi indíánahöfðingja
nokkurn, sem rænir og drepur
beggja vegna landamæranna.
Þetta hefur þann kost, að hann
getur haldið áfram að berjast,
en það er iðja sem hann elskar.
í herflokki hans eru Norður-
ríkjahermenn, Suðurríkjaher-
menn, negrar, auk almennra
þjófa og ræningja. Veldur þetta
nokkru ósamkomulagi, sérstak-
milli Captain Tyreen foringja
Suðurríkjamanna og Major
Dundee. Ekkert lag hefur major
inn á því, að draga úr þessu
ósamlyndi.
Ekki verður hjá því komizt
í mynd eins og þessari að hafa
eitthvað fleira en manndráp og
hesta, enda eru þarna tvö lítil-
mótleg ástarævintýri.
Charlton Heston leikur major-
inn og hefur tvö svipbrigði í
allri myndinni. Annað sem lýsir
dálítilli magapínu og hitt sem
lýsir mikilli magapínu. Það er
skiljanlegt að menn fái maga-
pínu af sumu því, sem hann er
látinn segja, svo sem því þegar
hann segir að Tyreen sé spilltur
maður, væntanlega af því að
hann kann mannasiði og heldur
sér sæmilega hreinum.
Ljósasti blettur myndarinnar
er frammistaða Richard Harris,
sem Captain TyTeen. Gerir hann
hlutverkinu sérlega góð skil.
Leikur hann almennilegan,
kurteisan og siðaðan mann, svo
vel, að allt annað í myndinni
versnar stórlega í samanburði.
Það er ósköp leiðinlegt, þegar
svona illa tekst til, þegar miklu
hefur verið til kostað og lagt 1
mikinn kostnað. En það er
meira en leiðinlegt. Það er í
rauninni ófyTÍrgefanlegt, því án
efa hefur verið hægt að fá ein-
hverja betri menn, sérstaklega
til að skrifa handritið.
Kópavogsbíó.
O. S. S. 117
MÉR er tjáð, að þessi mynd sé
önnur í röðinni sama eðlis og
hét sú fyrri Banko í Bankok.
Það er beinlínis ótrúlegt að
nokkrum mönnum skuli verða
þessi mistök á einu sinni, hvað
þá tvisvar.
Myndin er frönák-ítölsk og
hefur kvikmyndaiðnaður þessara
tveggja landa varla náð lægra.
Myndin fjallar um starfsemi
leyniþjónustu Bandaríkjanna og
Frakka, sem er að fást við glæpa
flokk frá Korsíku, sem hefur
komizt yfir tæki til að fylgjasl
með kjarnorkukafbátum hvert
sem þeir fara. Þetta er eðlilega
æði hættulegur útbúnaður.
Einn af mönnum leyniþjónust-
unnar er drepinn á Korsíku og
annar sendur í hans stað. Það er
ungur maður með sikakkt bros,
Kevin Mathews að nafni, sem
verður fyrir því óhappi, að
þurfa að leika þetta hræðilega
hlutverk. Maður þessi er aldeil-
is ómótstæðilegur fyrir kven-
fólk, enda ræðst hann á það og
kyssir það, við ólíklegustu tæki-
færi. Kvenhylli mannsins myndl
koma manni á óvart, þvi að
hann er ekki sérlega hugguleg-
ur, ef ekki væri svo tilkomulítið
kvenfólk, sem um er að ræða,
að maður neyðist til að álykta,
að þær eigi ekki úr miklu að
velja.
Maður skyldi halda að það
ætti að vera tiltölulega einfalt
að fá þokkalegur stúlkur til að
leika í kvikmynd, þó léleg sé. í
þessari kvikmynd eru stúlkurn-
ar hvorki laglegair né glæsileg-
ar og hafa áberandi litla hæfi-
leika til að fást við leikilst.
Söguþráðurinn er hvorki betrl
né verri en gerist og gengur I
kvikmyndum, sem fjalla um
njósnir. Munurinn er aðteins sá,
að sumar þeirra eru vel skrifað-
ar, en þessi mjög losaralega.
Það dettur kannske einhverj-
um í hug, að ég sé að skrifa
þetta í geðvonzkulkasti, og þetta
hefur hvarflað að mér lika. Ég
hef því skoðað hug minn vand-
lega, I leit að einhverju því, sem
gæti verið hrósvert og dregið úr
þessari hræðilegu fordæmingu.
Sú leit befur verið árangura-
laus, því er nú ver. <