Morgunblaðið - 08.04.1967, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
Björn Snæbjörnsson
forstjóri — Minning
F. 12. okt. 1912, d. 4. apríl 1967
í DAG fer fram útför vinar
míns, Björns Snæbjörnssonar,
Keflavík. Björn vsir fæddur á
Isafirði 12. okt. 1912 sonur hjón-
anna Snæbjarnar Bjarnasonar
trésmiðs þar og konu hans Soffíu
Guðmundsdóttur. Skömmu eftir
fæðingu var hann tekin til fóst-
urs af Jóni Bjarnasyni og konu
hans Guðbjörgu Jónsdóttur,
merkishjónum búandi á Isafirði.
Sex ára gamall flutti hann
með föður sínum og síðari konu
hans til Vestmannaeyja og ólst
þar upp til unglingsára, að hann
fór sjálfur að sjá sér farborða.
Það gat ekki farið fram hjá því,
að piltur, alinn upp í verstöðvar
plássi eins og Vestmannaeyjum,
mimdi kynnast öllum hliðum
sjávarútvegsins. Og þannig varð
með Björn Snæbjörnsson. Hann
varð brátt frá barnsaldi þaul-
kunnugur öllu því, sem varðaði
útgerð og fiskverkun, enda varð
hann ungur að aldri skipaður
síldar- og fiskimatsmaður í Vest-
mannaeyjum og síðar í Keflavík.
Er það alménn skoðun útgerðar-
manna, bæði hér í Keflavík og í
Vestmannaeyjum, að Björn hafi
verið einn af hæfustu matsmönn
um hvað fiskiðnað varðar.
Árið 1937-8 flutti Bjöm til
Keflavíkur og var þá meðstofn-
andi Söltunarstöðvarinnar
Reykjanes h.f. ásamt Elíasi Þor-
steinssyni, Finnboga Guðmunds-
syni, Margeiri Jónssyni, öllum
t
Eiginmaður minn,
Gissur Hans Wium Jónsson
fyrrum bóndi í Bárugerði á
Miðnesi, andaðist í Landa-
kotsspítala 7. april.
Fyrir mína hönd, barna,
tengdabarna, systra ög ann-
arra aðstandenda.
Rannveig Pálsdóttir.
t
Litli drengurinn okkar,
Jóhann,
andaðist 4. apríl. Jarðarförin
fer fram fré Akureyrarkirkju
12. apríl kl. 1,30 e.h.
Rósa Gísladóttir,
Gnnnlaugur Jóhannsson,
Álfabyggð 14.
t
Sonur okkar,
Jóhannes,
andaðist 29. marz síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum innilega öllum þeim
sem sýnt hafa okkur samúð
og hjálp á einhvem hátt.
Soffía Jóhannesdóttir,
Guðmundur Ólafsson.
t
Ástkær eiginkona mín og
móðir okkar,
Ásdís Erlendsdóttir
frá Teigi í Fljótshlí ð,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 10.
apríl kl. 10,30 áTdegis.
Birgir Jóhannsson og böra.
þekktum úrvalsmönnum í Kefla-
vík og nágrenni. Veitti Björn
þessu fyrirtæki forstöðu um ára
bil með ágætum.
Mér er kunnugt um, að vegna
sinnar frábæm þekkingar á fisk-
og síldarafurðum, bauðst Birni
heitnum opinbert starf sem mats
manni á afurðum þessum. Per-
sónulega er mér kunnugt, að
þetta starf var honum boðið
vegna þess, að hann var þá orð-
inn landskunnur, sem einn af
glöggvustu matsmönnum, á
þessu sviði, sem völ var á. Hann
hafnaði því.
Árið 1942 giftist hann Elisa-
betu Ásberg, dóttur merkishjón-
anna Guðnýjar og Eyjólfs Asberg
sem voru landskunn fyrir gisti-
vináttu í Keflavík.
Börn Elísabetar og Björns eru
Guðný, gift Árna Samúelssyni,
og Ásberg, ókvæntur í heima-
húsum en í Samvinnuskólanum
að Bifröst og les undir stúdents-
próf.
Björn heitinn var sérstaklega
mikið prúðmenni í allri um-
gengni, og ekki veit ég til þess,
að hann hafi átt nokkurn óvin
á sínum æfiferli. Hann var fé-
lagslyndur með afbrigðum og
tók þátt í margvíslegum félags-
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við ancllát og
jarðarför mannsins míns,
Baldurs Jónssonar.
Fyrir hönd foreldra, systkina,
barna og fósturbama.
Sigurást Kristjánsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnd>a samúð og vináttu við
andlát og jarðarför,
Stefaníu Einarsdóttur,
Grenivöllum 24, Akureyri.
Sérstakar þakkir flytjum við
heimilislæikni, læknum, hjúkr
unarliði og starfsfólki Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
fyrir frábæra hlýju og um-
önnun. Guð blessi ykkur öll.
Páll Jónsson,
Sveinbjörg Pálsdóttir,
Magnús Alberts,
Sigurlína Pálsdóttir,
Einar Magnússon,
Jóhanna G. Pálsdóttir,
Bjami J. Gíslason,
Valdimar Pálsson,
Signrveig Jónsdóttir,
Indiana Einarsdóttir.
störfum innan síns bæjarfé-
lags. Hann gegndi trúnaðar-
störfum fyrir bæjarfélag sitt og
var á framboðslista Sjádfstæðis-
flokksins fyrir bæjarstjórnar-
kosningar og gegndi trúnaðar-
störfum fyrir þann flokk bæði í
fulltrúaráði flokksins £ Keflavík
sem og í kj ördæmaráði.
Bjöm heitinn varð félagi í
Rotaryklúbb Keflavíkur árið
1948 og hefur ætíð síðan verið
mikils metinn félagi í okkar hópi
og gegnt þar trúnaðarstörfum
svo sem annarssstaðar.
Ég á að baki að sjá góðum
vini og félaga. Ég færi honum
þakkir mínar fyrir vináttu og
tryggð mér sýnda frá upphafi
okkar kunningsskapar. Konu
hans og börnum og öðrum skyld-
mönnum og vandafólki, færi ég
og fjölskylda mín, okkar fyllstu
ssamúðarkveðjur.
Alfreð Gíslason.
EINN af vinum okkar er ihorf-
inn bak við tjaldið. Þegar öllu
lokið sækja minningarnar að —
allt frá fyrstu kynnum í hinu
Ijúfa lífi til dagsins amsturs í
okkar ágæta bæ.
Það er nærri því gott að
minnast góðra genginna vifta, og
rifja upp allt sem var, vitandi
það, að eina fullvissan, sem við
höfum á þessu stigi tilverunnar,
er að hvertfa héðan fyrr eða síð-
ar. Oft kann að finnast að hér-
vistin hefði mátt vera lengri, en
um það skal ekki sakast, við
hittumst öll hinumegin, það er
önnur staðreyndin í hverfulu
lífi.
Björn G. Snaébjörnsson, af ætt
um Snæbjarnar kappa frá Herg-
ilsey, kom ungur að árum til
Keflavíkur, þá sem einn færasti
verkstjóri við síld og fisk, og
sinnti þeim störfum um árabil
svo vel að hvergi voru mistök
fundin. Þessum störfum hélt
Björn lengi vel bæði fyrir norð-
an og sunnan, ásamt því að reka
sína eigin fiskverkun i Kefia-
ví'k.
Þegar árin liðu kölluðu önnur
störf að og tók Björn þá við
forstjórn og rekstri á kvk-
myndahúsinu Nýja Bíó, sem er
eign fjölskyldu hans. Við bað
starf var Björn hinn sami, árvak
ur og iðinn við starf sitt og
ávallt hinn sami góði og gliði
drengur, sem setiti svip sinn á
samlíf Keflavíkur, hverjum
störfum sem sinnt var, því allt-
aí var tími til félagslegra átaka
og margháttaðrar fyrirgreiðslu
við samborgarana í okkax unga
bæ.
Við útför Björns G. Snæbjörns
sonar er mér efst í huga þakk-
læti fyrir hans persónulegu
samfylgd, svo og þakklæti til
fjölskyldu hans og frænda allra.
Það er sagt svo á stundum að í
eftirmælum séu allir góðir. Það
kann að vera að nokkuð sé til
’ *>ví. en minningar mínar um
Björn eru ekki yfirborðslegar,
heidur innilegar, djúpstæðar og
sannar. Við áttum margt sam-
eiginlegt og vorum vinir góð.r,
ekki alltaf sammála — en allar
deilur jöfnum við hinumegin,
þegar ég kem þangað og tek 1
framrétta hönd.
Björn var giftur Elísabetu
Ásberg og áttu þau tvö börn,
Guðnýju og Ásberg, sem nú
sakna vinar í stað. — Ég tflyt svo
fjölskyldu Björns innilegar sam-
úðarkveðjur — þau hafa misst
mikið og ég nokkuð. Ég trúi að
ég megi einnig flytja samúðar-
kveðjur frá Rótaryfélögum öll-
um og biðja um faranheill fyrir
félaga Björn á framandi braut-
um. — Helgi S.
Ágúst Guðmtindsson fra
ÁrnesS — MinnSng
JÓN Ágúst Guðmundsson hét
hann fullu nafnL Fæddur í
Grindavík 1. ágúst 1878. And-
aðist 18. marz að Hrafnistu í
Reykjavík. Jarðsunginn 28. marz
frá Fossvogskirkju, að við-
stöddu fjölmenni.
Æviár hans hér í heimi urðu
því liðlega 88 og hálft. Ágústi
var sú náð gefin að eiga góða
heilsu fram á síðustu ár. Hélt
hann og sálarkröftum óskertum.
Nú er hann var burt kallaður
í námunda við upprisuhátið
Drottins Jesú Krists og jarðsett-
ur á Hans þriðja upprisudegi,
var sem almættið vildi sýna
blessun sína yfir síðustu för
þessa mæfa manns. Óveðra kafli
með snjó og hörku geisaði und-
anfarið. Nú á útfarardegi skein
sólin í mætti sínum, í kyrrð og
blíðu eins og fegurst getur orðið
á þessum árstíma á íslandL Fyr-
ir mér var þetta táknræn stað-
festing á lífi heiðvirðs og rétt-
láts manns, frá Honum er ræður
vindum lotftsins og bylgjum
sjávarins.
Rétt um fermingaraldur varð
Ágúst fyrir þeirri þungu raun,
að missa föður sinn í dauðann.
t
Þökkum innilega alla sam-
úð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður minnar,
tengdamóður og ammu,
Vilborgar Andrésdóttur.
Lydia Edda ThejU,
Jóhann E. Óskarsson
og dætur.
t
Þökkum innflega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför móður minn-
ar og tengdamóður okkar,
Margrétar Sveinsdóttur
frá Keflavík.
Sérstakar þakkir viljum við
flytja læknum og hjúkrunar-
liði á Elii- og hjúkrunarhekn-
ilinu Grund.
María Júlíusdóttir,
Guðmundur Ólafsson,
Helga Þorsteinsdóttir,
Afleiðingarnar fyrir hann m.a.
að yfirgefa móður sína og syst-
kini og fara í ókunnugt umhverfi
langa leið í burtu. I móðurranni
hafði hann verið falin forsjá
Guðs. Sá Guð himna er vér trú-
um á bregst ekki þeim er Hans
leita. Sú varð raun Ágústar.
Vistastaður hans varð að
Núpi undir Eyjafjöllum, hjá Sig-
urði Ólatfssyni bónda þar og
hans mætu konu og fjölskyldu.
Á þau hjón leit Ágúst alltaf sem
beztu foreldra. Ekki þarf að orð-
lengja það, að Ágúst dvaldizt og
átti heimili að Núpi, allt fram
undir þrítugs aldur. Leið honum
þar vel og var gagnkvæm virð-
ing milli hans og heimilisfólks-
ins. Ágúst vann öll sumur að
slætti frá Eyjafjallasundi og úr
Eyjunum.
Ný öld var runnin í garð og
hilling undir breytta tíma var
á næsta leitL Ágúst var áhorf-
andi að komu fyrsta vélbátsins
til Eyja. Hann skilur köllun sína
undir eins. Þá 28 ára og enn bú-
settur að Núpi undir Eyjafjöll-
um, ólgar sem óstöðvandi bylgja
í æðum hans. Vélbát skal hann
eignast og róa á. Það verður
framtíðin og leið til bjargálna
lífs, losun úr fátækt og einokun.
Sigurður fósturfaðir Ágústar
skilur hann og er tilbúinn að
leggja sitt einnig fram. Þeir
urðu fimm er sameinuðust um
bátskaupin, hinir voru Ólafur
t
Innflegar þakkir fyrir auð-
sýndan vinarhug við andlát
og jarðarför,
Sólveigar Elínborgar
Vigfúsdóttur
frá Vopnafirði.
Ólafur Svavarsson,
Einar Svavarsson,
Stefanía Þorsteinsdóttir,
Jón G. Halldórsson.
t
Þökkum innflega augsýnda
samúð og vinarbug við fráfall
og jarðarför elskulegrar dótt-
ur ofekar og systur, '
Emilie Warburg
Kristjánsdóttur.
Ellen og Kristján Bjarnason,
Gnðni Kristjánsson,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Guðmnndur Kristjánsson.
Sigurðsson frá Strönid, Árni
Gíslason, Stakkagerði og hinn
valinkunni sæmdarmaður og
formaður Magnús Magnússon frá
Felli í Eyjum. Eignarhlutir voru
jafnir éða 20% á mann.
Árið 1907 er báturinn korninn
frá Danmöiku, nýsmíðaður og
fagur. Hlaut hann nafnið Krist-
björg VE 112. Á honum reri
Ágúst til 1915. En Magnús var
með bátinn í 10 vertíðir eða til
1917. Árið 1912 var sett í bát-
inn ný Skandíavél og mun það
hafa verið fyrsta tvígengisvél í
fiskibát í Eyjum. Eftir að Magn-
ús hætti formennsku með bát-
inn, voru kunnir formenn á
Kristbjörgu. Þar á meðal Þórar-
inn Guðmundsson á Jaðri, hið
mikla afla- og snyrtimennL
Gamla Kristbjörg var hin mesta
happafleyta, segir Þorsteinn i
Laufási í bók sinni „Aldahvörf
í Eyjum bls. 137. — Skipsnafnið
kom undan Eyjaíjöllum og er til
enn í dag, á glæsflegum stálfiski-
báti. Allir bátar er borið hafa það
nafn í Eyjum, hatfa reynzt afla-
og happafleytur.
Árið 1920 byggir Ágúst nýjan
bát með Bjarna Sveinssyni, er
verið hafði vélstjóri á Krist-
björgu í fleiri vertíðir. En þeir
Ágúst og Bjarni voru miklir
vinrr. Bjarni var mjög vel fær
maður og var um árabfl einn
helzti rennismiður í Vélsmiðj-
Framhald á bls. 21.
t
Innflegustu þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinanhug við
andlát konu minnar,
Huldu Karlsdóttur.
Trausti Runólfsson,
börn o( aðstandendur.