Morgunblaðið - 08.04.1967, Page 32

Morgunblaðið - 08.04.1967, Page 32
» Pierpont-úr v '»s Hermann Jónsson .' úrsmiður ^ Lækjargötu 2. orMtnMaí«i!& Helmingi útbreiddara en nokkurf annað íslenzkt blað LAUARDAGUR 8. APRÍL 1967 12-25 ára hafi mynd í nafnskírteini sinu í FRÉTT frá Hagstofu fslands segir, að mynd skuli framvegis vera í nafnskírteini 12-25 ára einstaklinga. Fá þeir ekki af- hent skírteini, nema þeir afhendi mynd af sér til festingar á það. Er þetta gert til að hamla gegn vaxandi misnotkun nafnskír- teina. Myndskyldan kemur þegar til framkvæmda í Reykjavík, Kópa vogi Hafnarfirði, Garðahreppi, Bessastaðahreppi, Seltjarnarnes- hreppi og Mosfellshreppi. Annars staðar á landinu ákveð ur lögreglustjóri hvenær mynd- skyldan komi til framkvæmda í umdæmi hans. Þetta nýja ákvæði um mynd- skyldu tekur ekki til áður af- hentra skírteina 12-26 ára ein- staklinga, en þeir, sem þurfa að fiá endurnýjuð skírteini verða að afhenda mynd af sér. Þá verða gerðar ýmsar ráð- stafanir til að tryggja, að mynd- in sé af þeim, sem skírteinið hljóðar á. Mikill afli Maí á Ný- fundnalandsmiðum Sýning á verkum Nínu Sæmundsson, bæði högg- myndum og málverkum, sem hún arfleiddi Listasafn ís- lands að, verður opnuð í dag. Jafnframt verkum hennar verða sýnd verk 15 listmál- ara, sem allir luku námi um svipað leyti og Nína. Myndin er af höggmynd eftirNínu, sem er á sýningunni. Sjá nán ar frétt annars staðar í blað inu. (Ljósm. Sv. Þ.) ( Vökvakerfi af götusópara stolið UM helgina var brotizt inn í bækistöðvar Reykjavíkurborgar við Meistaravelli. Var þar ráð- izt með verkfærum á nýlegan götusópara og sagað af honum vökvakerfið, sem stjórnar hinum ýmsu tækjum í honum. Ekki hef- ur enn tekizt að hafa upp á skemmdarverkamönnunum, og eru þeir, sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið um málið, beðn- ir að snúa sér til rannsóknarlög- reglunnar. TOGARINN MAÍ, sem nú er að veiðum á Nýfundnalandsmiðum, Framkvæmdir stöövaöar við nýju dráttarbrautina á Akureyri Ágreiningur um yíirverkstjórn milli bæjaryíirvalda og vitamálastjórnar AKUREYRI 7. apríl. — Fram- kvæmdir við hina stóru og nýju dráttarbraut hér hafa nú stöðv- azt vegna ágreinings milli Vita- málaskrifstofunnar og hafnar- nefndar Akureyrar um það, hvor aðilinn eigi að hafa yfirstjórn verksins á hendi. Vegna þessa máls hefur frétta- maður Mbl. snúið sér til setts bæjarstjóra á Akureyri, Valgarðs Baldvinssonar og fengið hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar: Á sl. ári var samþykkt í bæj- arstjórn að riðast í byggingu dráttarbrautar á Oddeyri fyrir allt að 2000 tonna skip að eigin þunga og viðlegukant norðan hennar. í samvinnu við vitamálastjóra og Innkaupastofnun ríkisins voru vorið 1966 gerðir samningar um kaup á efni til þessarar mann- virkjagerðar og hafa þegar verið fest kaup á efni fyrir um 20 milljónir króna, en samkvæmt áætlun vitamálastjóra mun heild arkostnaður verða um 42 milljón- ir króna. Samkvæmt lögum um hafnar- gerðir og lendingabætur ber rík- issjóði að greiða 40% af heildar- kostnaði við slíka mannvirkja- gerð enda séu allar áætlanir um framkvæmdirnar samþykktar af samgöngumálaráðuneytinu. Enn- fremur er það skilyrði fyrir styrkveitingu úr ríkissjóði, að Magnús Jónsson fjármálaráðherra á Alþingi: Lýst hugmyndum um staðgreiðslukerfi skatta MAGNÚS Jónsson mælti í gær fyrir þingsályktunartil- lögu ríkisstjórnarinnar um að að Alþingi taki afstöðu til á- framhaldandi undirbúnings staðgreiðslukerfis opinberra gjalda. Rakti Magnús i ræðu sinni hugmyndir stjórnskipaðrar nefndar, er kannað hefur mál þetta um fyrirkomulag á slíkri skattheimtu, ef henni verðui komið á hér- lendis. Samkvæmt þeim, mun verða um bráðabirgða- greiðslu að ræða á skattár- inu, en að loknu skattári færi fram álagning eftir fram tali skattþegana. Staðgreiðslu kerfið mun ná til allra skatt- skyldra og gjaldskyldra að- ila, sem eiga að greiða þau opinberu gjöld, er kerfið nær til. að mun það hvergi þekkj- ast nema í Svíþjóð. að félög séu tekin inn í staðgreiðslu- kerfið. Skattgreiðslur launþega myndu fara eftir skattkort- um og skatttöflum og er hug- myndin sú, að útsvarsstig? verði ekki sá sami um allt land. heldur verði sveitarfél- ögum gefinn kostur á að velja milli nokkurra útsvars- stiga, sem yrðu stighækk- andi. Hér á eftir verða birtir þeir kaflar úr ræðu Magn- úsar Jónssonar, er fjallar um þessar hugmyndir um fyrir- komulag staðgreiðslukerfis- ins hér á landi: „Staðgreiðsla opinberra gjalda á skattárinu yrði bráðabirgða- greiðsla, en að skattári liðnu færi fram álagning eftir fram- tali skattþegna. Mismunur, sem fram kynni að koma milli skatt- greiðslna ársins og endanlegs skatts, yrði krafinn eða endur- greiddur eftir því sem við á sam kvæmt föstum reglum. Inn- heimta á skattárinu að því er varðar launþega yrði byggð á einföldu skattheimtureglunni, sem svo er kölluð og skýrð er í skýrslu nefndarinnar. Þeir ein- staklingar, sem hafa með hönd- Framhald á blaðsíðu 14. framkvæmdirnar séu unnar und- ir yfirumsjón vitamálastjóra eða annars manns, sem , samgöngu- málatáðuneytið samþykkir. Undanfarið hafa farið fram viðræður milli hafnarnefndar og vitamálastjóra um framkvæmd verksins. í janúarmánuði sl. kom vitamálastjóri til Akureyrar og ræddi við hafnarnefnd og í för hafnarnefndar til Reykjavíkur í febrúar náðist samkvæmt bókun- um hafnarnefndar fullt sam- komulag um, að Hafnarsjóður Framhald á bls. 31 Cúmbáturinn var austur- þýzkur GÚMBÁTURINN, sem Bolvík- ingar fundu undan Kóp hinn 21. marz síðastliðinn, barst skipa- skoðunarstjóra til athugunar nú nýlega. Við athugun á bátnum kom í Ijós, að hann er austur- þýzkur og var ekki að sjá, að hann væri skemmdur. Samkvæmt upplýsingum Páls Ragnarssonar, skrifstofustjóra, fundust þess engin merki, að menn hefðu verið í bátnum. Sendi embættið skeyti til Seef- artsamt í Rostock, þar sem sagt var frá skrásetningarnúmeri bátsins, en svarskeyti hafði ekki borizt í gær. Er því ekki unnt að segja meö vissu frá hvaða skipi báturinn sé. Ekki mun kunnugt um, að austur-þýzkt skip hafi farizt ný- lega á þessum slóðum. hafði í fyrradag fengið um 400 tonn af karfa, en frá Hafnar- firði hélt hann fyrir 12 dögum. Má búast við að hann leggi af stað heimleiðis þegar hann hef- ur fengið 50 til 80 tonn í við- bót, en þá verður Maí kominn með fullfermi. Siglingin heim, sem er um 1200 sjóm., tekux þrjá og hálfan sólarhring til fjóra eft- ir veðri. Torgarinn Narfi er nú í Hafn- arfirði, og er hann með um 320 tonn af frystum fiski. Seyðisf j arðarinnbrot Dæmdur í 6 mún. iungelsi Á FIMMTUDAG sl. var kveðinn upp dómur í máli Jóhanns Þor- geirssonar. vélvirkja, sem brauzt inn í Síldarverksmiðjur ríkisins á Seyðisfirði á öndverðu þessu ári, og hafði þaðan á brott með sér um 107 þúsund. kr. í pening- um, orlofs- og sparimerkjum. Af þessari upphæð hefur lögreglan síðar lagt hald á 71.891 kr. Jóhann var dæmdur í 6 mán- aða fangelsi óskilorðsbundið, en gæzluvarðhald kemur þessu til frádráttar Þá var hann og dæmd ur til að greiðs S.R. krónur 123 636 í skaðabætur, og einnig til að greiða sakarkostnað. Jó- hann hefur aldrei áður komizt 1 kast við lögin og var refsing hans ákvörðuð með hliðsjón af því Gunnlaugur Briem, sakadóm- ari, kvað upp dóminn. Slvs á Akranesi í FYRRADAG varð það slys við fisktrönur, skammt fyrir inntn Akraneskaupstað, að maður datt af vörubifreiðarpalli og slasaðist. Maðurinn. sem heitir Hallgrím- ur Hallgrímsson. var fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi, en ekki var lögreglunni á Akranesi kunnugt um meiðsli hans í gær. Aðalfundur Verzlunar- bankans í dag AÐALFUNDUR Verzlunarbank- ans verður haldinn í dag í sam- komuhúsinu Sigtúni og hefst kl. 14.30. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf og enn- fremur leggur stjórn bankans fram tillögur um hlutafjáraukn- ingu bankans og að reglugerð fyrir stofnlánadeild við hann. Hluthafar, sem hafa eigi vitjað aðgöngumiða að fundinum, geta ferrgið þá afgreidda í skrifstofu bankans í Bankastræti 5 fyrir hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.