Morgunblaðið - 09.04.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.04.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1967. 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: EINN VEGUR AÐEINS ? EITT guðspjal’la þessa sunnu- dags geymir 'hina fögru líkingu: „Ég er góði hirðirinn". Mynd Krists sem hins góða hirðis, er fer haettuferðir um firnindi og fjöll og leggur að lokum lífið í sölurnax fyrir sauð ina, hefur orðið kristnum kyn- Slóðum hugstæðari en flestar lík ingarmyndir aðrar. En menn hafa ekki verið eins á einu máli um önnur orð, er sama guðspjall leggur Kristi í munn: „Enginn kemur til föð- urins, nema fyrir mig“. Þessi orð segja. að aðeins fyr- ir Krist, og engan annan, kom- ist maðurinn til Guðs. Kristur sé vegurinn, og eini vegurinn Til Guðs. Eins og þessi orð hafa verið túlkuð hefir verið á þeim byggð, eða við þau studd, sú varhuga- verða kenning, að velfarnað ann ars heims og sáluhjálp geti eng- inn h'lotið nema sá, sem á Krist hefir trúað og fyrir þá trú feng- ið hlutdeild í hjálpræðiisafreki hans, blóði hans og friðþægingar dauga, þessvegna hljóti heiðmr menn að fara eiliflega illa og raunar allir, sem ekki lifa og deyja í trú, — og réttri trú á Krist. Ég get vel skilið karlinn, sem sagði við prestinn sinn: „Ég þarf að spyrja Guð um eitt og annað, þegar þar að kemur, og meðal annars um það, hversvegna hann dró svona lengi að senda frelsarann til mannanna og láta al'lar þessar kynslóðir, sem lifðu á undan Kristi, deyja án vonar um sáluhjálp. Ef ég á ráð á með ali, sem getur frelsað líf vinar míns, dreg ég ekki að senda með alið þangað til .hann er dáinn". Gamli maðurinn trúði því, sem honum hafði verið kennt, að eftir dauðann kæmi hann fyr ir Guð og fengi svar við spurn- ingum, sem hann hefði glímt við áðux árangurslaust. Hver er Kristur, að um hann megi segja, að hann sé eini veg- ur mannssálarinnar til Guðs? Naumast sá Kristur okkar vest rænna manna, sem mikill meiri hluti mannkyns hefir ýmist hafn að eða aldrei heyrt nefndan á nafn. Ef þessi Kristur er eini vegurinn, þá hefur langsamlega megnið af mannkyninu í 2000 ár glatazt, vonlaust um hjálp- ræði, vítisbarn að eilífu. Og þá væru endalausar fylkingar sam- tíðarmanna okkar á jörðunni í dag dæmdar til þessarar skelf- ingar að eilífu. Hver er sá Kristur, sem við getum leyft okkur að tala um sem eina veginn? Um hann er í helgum fræðum kennt, að frá hærra líífssviði hafi hann komið til jarðar og dvalizt þar um sinn. En áður, eins og síðar, hafi hann starfað í sannleiksleit kynslóðanna og verið andinn, sem veitti mann- kyni opinberun um Guð og eilíft sannindi. Þannig sé sannleikurinn, í allri trúspeki kynslóðanna og öllum trúarbrögðum frá hinum himneska Kristi kominn, frá 'hin pn eina, mikla guðlausnara. Með þessa Kristsmynd í huga getum við skilið að hann hafi um sig sjálfan sagt: „Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“, eða: allar þær leiðir, sem liggja til Guðs, éru mínar leiðir, því að frá einni uppsprettu er öl'l sannleiksopir.berun kynslóð- anna komin. Við játendur Krists lokum hann inn í kenningakerfum, sem við höfum búið til, og svo deil- um við innbyrðis um, hvort þær trúfræðikenningar sumar eigi sér nokkurn stað í orðum hans. Við einblínum á það litla, sem við vitum um jarðlíf hans, en við sjáum hann ekki sjálfan. Hann er víðfeðmari, hærri. stærri, en allar þessar þröngu og barnalegu hugmyndir um hann. Á bak við allt, sem er göfugt, allt sem er satt, allt sem er háleitt. allt sem er heilagt, — er hann. Hvar sem það finnst, hvar sem það kemur fram, þar er hann, að verki Og þessvegna gat hann sagt: „Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“. Þessi orð styðja vissulega ekM vítiskenninguna. Þau gefa okk- ur ekkert leyfi til að miða sálu- hjálp og eilífan velfarnað við þá menn eina, sem bera kristið nafn og eru meðlimir kristinnar kirkju. En þau minna okkur á að vald hans nær víðar en maður vit, og að spor hans liggja víðar í sannleiksopinberun trúar’bragð- anna en þröngar og takmarkað- ar hugmyndir um hann gefa til kynna. Fleiri en þeir, sem kristið nafn bera og rétttrúaðir eru taldir, njóta leiðsagnar hans, bæði hér á jörðu og síðar 1 þeim „mörgu vistarverum", sem ég ætla að tala um við þig næsta sunnudag. UR VERINU EFTIR EINAR SIGURÐSSON Reykjavík. AFLINN hjá stærri bátunum var mest 30 lestir eftir 2ja sólar- hringa útivist. Hjá minni bát- unum var steindautt. Tíðin hef- ur heldur ekki verið alltof góð enm þá. Flestir bátar stunda nú neta- veiðar, enginn linu, en 2-3 troli. Halda þeir sig fyrir sunnan land. Um síðustu mánaðamót voru 3 hæstu bátarnir: Ásþór 492, Ásgeir 450 og Ás- björn 425. Sumir togaranna hafa vevið að afla vel eins og Maí, sem fyllti sig af karfa á skömmum tíma á Nýfundnalandsmiðum. Heima hefur verið sæmilegur reytingur af karfa við Bjarg. Þrír togarar lönduðu heima í vikunni: Neptúnus 160 lestum, Jón Þorláksson 160 lestum og Úranus, sem kom inn vegna bil- unar, 70 lestum. Surprise seldi í vikunni i Þýzkalandi, 115 lestir fjrrir 864 800 krónur, og var meðal- verð kr. 7.52 kg. Keflavík. Róið var alla daga vikunnar nema sunnudaginn. Á fimmtu- daginn voru bátar í landi, m;k- ið vegna pess hve afli er tregur. Hjá netabátum var aflinn eftir nóttina 6-7 lestir. Á mánudaginn komu bárar með 3ja nátta fisk og þaðan af eldri, og voru þeir með afla frá 5 og upp í 20 lestir. Heildarafli frá áramótum cg fram að síðustu mánaðamótum er 6731 lest (í fyrra 9237). Loðnuafli frá áramótum er 14.000 lestir og síld aðeins 330 lestir. Hæsti bátur frá áramótum er Lómur með 362 lestir. 3 hæstu bátarnir sl. % mánuð eru Lómur, (skipstjóri. Halldór Brynjólfsson) 151 lest, Akurey (skipstjón Sig. Brynjólfsson) 141 lest og Hamravík (skipstjóri Magnús Bergmann) 129 lestir. Akranes. Róið var alla daga vikunnar, en bátar komu þó ekki inn nema með höppum og glöppum vegna aflatregðunnar. Netabátar hafa verið með 10-20 lestir eftir 2ja daga úti- vist. Hjá bátum, sem eru á grunnmiðum, er afli ekki nema 2-3 lestir eftir daginn. Einn línubátux er gerður út, og hefur hann aflað vel, 8-9 lest- ir í róðri, þorskur og stórýsa. Aflinn frá áramótum til síð- ustu mánaðamóta var 3715 lestir (í fyrra 3850 lestir). Tveir hæstu bátarnir eru Sólfari með 500 lestir og Sigurfari með 376 lest- ir. Sandgerði. Gæftir voru góðar síðustu viku og róið alla daga. Afli hjá netabátum er sem fyrr mjög rýr á heimamiðum, 2-3 lestir, þegar dregið er daglega. Bátar, sem sækja lengra, svo sem vestur að Jökli og í Breiðu bugtina, afla sæmilega. Þannig kom Víðir með á þriðjudaginn 48 lestir eftir 3 daga. Afli er hins vegar góður hjá línubátum. Freyja frá ísafirði fékk á mánudaginn 14 lestir á línu og Gísli lóðs 16 lestir. Jón Garðar kom á föstudag- inn með 260 lestir af loðnu frá Hrofla ugseyj um. Afli frá áramótum fram að síðustu mánaðamótum er 5300 lestir (í fyrra 7300 lestir). Af loðnu hafa borizt að 8200 lestir á móti 6700 lestum í fyrra. Það er dauft hljóðið í mönn- um með, að úr rætist með ver- tíðina. Vestmannaeyjar. Tíðin hefur verið dágóð undan farið og alltaf róið. Afli glædd- ist heldur í net síðari hluta vik- unnar, og fegnu bátar þá upp' í 20 lestir í róðri. Fimmtudagur- inn var bezti dagur vi'kunnar fram að þessu, þá var nokkuð almennur afli í net og eins á föstudag og laugardag. Mjög iítið var í þorskanótina og tregt hjá tógbátum. Sveltur sitjandi kráka, en fljúg- andi fær. Áberandi er, hve hratt þorsk- urinn minnkar við ísland. Það er eins og menn vilji ekki trúa því, að um ofveiði sé að ræða. Auðséð var í fyrra, að netaveiði fór hratt minnkandi við Vest- mannaeyjar, þessu elzta aðal- netasvæði landsins áratugum saman. í ár hefur þetta komið enn greinilegar í ljós. Nú stunda þessa veiði aðeins 15-20 bátar. Áður voru allir bátar, sem gengu frá Eyjum, gerðir út með net, 80-100 talsins. Netaveiðin hefur enn sem komið er brugð- izt gjörsamlega, vart sést þorsk- ur í net nema í gær og fyrra- dag. Hvað verða netabátarn- ir margir næsta ár? Vart meira en 5—10 (ef það verður nokk- uð). Lítill bátur, sem rær með línu, kom einn daginn í vikunni með 1300 kg. af fiski, og voru einir 2 þorskar í aflanum, hitt var langa og ýsa. Netabátarnir við Eyjar hafa enn varla fengið annað en ufsa í netin og stundum 3-4 lestir af ýsu, sem er alyeg óvanalegt. Þorskur hefur hingað til verið aðalnetafiskurinn. Mjög lítið af þorski hefur einnig fengizt á Selovgsbankanum og í Faxaflóa og miðunum út af honum. Ekki er hægt að fullyrða, að ö'll nótt sé úti. Enn getur komið ganga og kemur vonandi, en það er heldur ekki nema Vz mánuður til 3 vikur eftir af vetrarvertíð- inni. Eini staðurinn, þar sem veru- lega hefur orðið vart við þorsk í net, er á miðunum út af Jökli og Breiðubugtinni. Þar hefur þó rétt verið reytingsafli og mun minni en í fyrra. Eitt mesta vandamál, sem nú blasir við, er, að unnt verði að finna annað verkefni fyrir stóru snurpubátana en að fara á net, því að sýnilegt er, hvert stefnir með þorskveiðina. Síldin end-ist ekki nema fram að febrúar og loðnan ekki nema í febrúar og marz. Þá þarf að brúa bilið til sumarsíldveiða. Nótaveiðin hef- ur svo til alveg brugðizt í fyrra og í ár, af því að þorskinn vant- ar. En færu allir stóru bátarnir á net, yrði öngþveiti á miðunum og enn minni veiði hjá hverj- um. Það er því mjög mikilvægt, að þessir bátar geti stundað síld- veiðar, þar sem síld er að hafa. Þetta urðu Norðmenn að gera við ísland áratugum saman. Og það skal enginn vera of viss um, að veiðin við Austurland verði endalaus. Togararnir settu það ekiki fyr- ir sig að fara fyrst, til Græn- lands og síðan ti'l Nýfundna- lands, þegar fiskur þvarr á heimamiðum. Nú hefur frétzt, að ógrynni af síld sé við Nýfundnaland, en þar sem síld í bræðslu er svo ódýr vara, er ekki hægt að sigla með hana þaðan alla leið til ísiands. Karfinn er fjórum sinnum verð- meiri og veiddur á stærri skip- um. Sá, sem þetta ritar, leitaði upplýsinga um, hvort íslenzk skip fengju að landa síld í Ný- fundnalandi, en fékk það svar, að til þess yrði skipið að vera skrásett í Kanada. Fá þyrfti vitneskju um, á hvaða tíma síldin veiðist við Ný- fundnaland og hvort íslenzk stjórnarvöld gætu eikki samið við þau kanadisku um löndunar- rétt. Svipað er ástatt með síldveið- arnar í Norðursjó, sem eru nú um það bil að hefjast. Þær voru geysimiklar í fyrra. Þar væri enn hægara fyrir fslendinga að stunda þessar veiðar, þar sem þeir eru öllu kunnugri, þótt það sé kannski lítið styttra. Og þeir hafa lítilsíháttar reynt það. En þeir þurfa að fá löndunar- rétt. Vegna reiðileysis snurpu- skipanna, þegar hvorki fæst síld, loðna né þorskur hér við land, snéri höfundur þessa pist- ils sér til framkvæmdarstjórá Noregs sildesalgslag í Bergen, Brynjulfsen, með fyrirspurn um, hvort löndun fengizt á Norður- sjávarsí'ld úr íslenzkum skipum. Hann kvað svo miklar birgðir af mjöli og lýsi í Noregi, að ekki væri á bætandi með afla úr ís- lenzkum skipum. Norðmenn eiga sjálfir 460 snurpu'báta, íslend- ingar 200. Hér þarf sama að ske og (hvað Kanada eða Nýfundnaland snertir. Stjórnarvöldin íslenzku þurfa að taka málið upp við norsk stjórnarvöld og bjóða Norðmönnum á móti upp á lönd- un úr norskum skipum í síldar- verksmiðjur í Vestmannaeyjum og Suðvesturlandi og Norðúr- landi, sem svelta heilu hungri af hráefnisskorti. Þriðja leiðin var svo að lolk- um reynd í þessum efnum, og það er að fá löndunarleyfi í Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.