Morgunblaðið - 09.04.1967, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1967,
r-
r
Lm
■1+
t*
Þessi mynd var tekin árið 1934, er Svetlana var meo foour
sínum og fleiri sovézkum fra mámönnum á skipi á Svartahafi.
Maðurinn til hægpi, — sem stendur með hendur fyrir aftan
bak, er kommúnistaleiðtogin n Kirov frá Leningrad, sem myrt
ur var nokkrum mánuðum eftir að þessi mynd var tekin —
að undiriagi Stalíns að talið er.
A 20 ára afmæli byltingarinnar, 1937, var hátíð mikil í Sovétríkjunum. Myndin var tekin i
heiðursstúku Bolshoi-leikhússins, við hátíðasýningu, sem Svetlana var viðstödd, ásamt föður
sínum og helztu leiðtogum kommúnista. Á myndinni eru, frá vinstri: Kominerm-foringinn
Dimitrov, Stalín, Molotov, Mikojan og Schwernik — og Svetlana að veifa til viðstaddra.
— og hóf för sína út í óvissuna til Vesfurheims
Og hér sjáum við vina- og fjölskyldumynd tekna árið 1930.
Svetlana er í fremstu röð til vinstri en við hlið hennar situr,
Vassilí, bróðir hennar með dóttur Bucharins, eins af meðlim-
um framkvæmdastjórnar kom únistaflokksins, á hnjánum. Að
baki þeim — í miðröðinni: Barnfóstra, Nadeschda, móðir Svet
lönu og Anna móöursystir hennar — og standandi stykini og
mágkona fyrri konu Stalíis, Jekaterinu.
Þannig skrifaði Svetlana
Allilujeva Stalina, er hún
dvaldist á heimili fjölskyldu
hins látna eiginmanns síns,
Brijesih Singhs. Hún hafði
komið þangað skömmu fyrir
jólin með ösku hans og nú
vonaðist hún til að geta dval-
izt þar áfram.
Eftir að hafa lifað árum
saman í skugga Kremlmúra —
og föður síns, gat Svetlana
nú loks lifað frjáls, dregið
andann í frjálsu umhverfi, ó-
þekkt og afskiptalaus, utan
fjölskyldunnar Singh, sem
kom fram við hana sem væri
hún dóttir og systir. En fyrr
en varði, komst hún að því,
að hún mundi ekki geta dval-
izt þarna til frambúðar. Hún
gat ekki gleymt stjórnmálun-
um við hið heilaga fljót Gang
es, vegna þess, að stjórnmál-
in vildu ekki gleyma henni.
Eftir að hafa snúið sér til
indverskra, bandarískra, og
svissneskra aðila, varð henni
ljóst, að hún var orðin alþjóð-
legt vandamál. Spurningin
var — hvað átti að gera við
þennan pólitíska flóttamann,
hinn athyglisverðasta frá dög
um Leos Trotskis?
Svetlana hefur sennilega
goldið þess á ýmsan hátt síð-
ustu fjórtán árin, að hún var
dóttir Jósefs Stalíns — og að
hún hefur aldrei fordæmt
hann, heldur stöðugt haldið
því fram, að hann hafi ekki
verið sá miskunnarlausi harð
jaxl og morðingi, sem menn
vildu vera láta.“ En hann var
stórkostlegt samspil ljóss og
skugga — sagði hún einhverju
sinni við einn hinna indversku
vina sinna. „Járnharður og
kaldur á opinberum vettvangi,
en viðkvæmur og hlýr heim-
ilisfaðir. Aðeins einu sinni
lagði hann á mig hendur. Það
Svetlana við komuna til Sviss
á dögunum.
Seinasti maður Svetlönu var
indverski kommúnistaforing-
inn, Brijesh Singh, meðlimur
gamallar ættar í Indlandi, ná-
skyldur núverandi viðskipta-
málaráðherra Indlands. Mynd
þessi af Brijesh Singh var tek
in árið 1930.
var þegar ég vildi giftast
fyrsta manni mínum, Gregori
Vorosov, sem þá var stúdent
og starfaði í varðliðinu í
Kreml. Þá sló pabbi mig —
Fyrir rúmum fimmtán árum var Svetlana Stalína tíður gest-
ur á baðstöðunum við Svartahafið — og þá í hópi þeirra,
sem þar vöktu hveð mesta athygli.
„Hér í Kalakankar get ég
loks byrjað aftur að lifa og
anda. Ég gleðst á ný yfir dá-
semdum lífsins allt í kring-
um mig, skóguim, fuglum,
blómum, bláum himninum,
tunglinu, stjörnunum. Ég var
farin að halda, að ég mundi
aldrei framar geta séð þessa
hluti og notið þeirra. Augu
mín voru blind, hjarta mitt
lífvana. Ég fæ ekki séð hvern
ig lífið getur verið unaðslegra
en hér.
Meðan marskálkurinn sat að málsverði
laumaðist Svetlana út úr sendiráðinu
*
- fUR VERINU
Framh. af bls. 3.
Danmörku og er það mál nú 1
athugun. Það væri enn betra
en í Noregi, af því að Danir
eiga sem engin síldarskip. Svíar
sem eiga nokkur, hafa þar lönd-
unarrétt. Hins vegar eiga Danir
gaysiatórar síldarverksmiðjur.
Faweyingar hafa viðstöðulaust
fceypt *ild af íslendingum til
bræðslu og fer vaxandi. Vestur-
Þýzkaland kemur einnig til
greina en þá þyrfti að ísa síldina
á miðunum og helzt í kassa. Er
þetta í athugun.
Allur heimurinn einkennist
nú af auknu samstarfi á sviði
viðskipta. Leiðtogar þjóðanna
sjá, að miklu betri árangur næst
í þjóðarbúskapnum með því, að
hver framleiði það, sem hann er
hæfastur til. Við það batnar
lífsafkoma fjöldans.
fslendingar hafa löngum verið
stórveldi á sviði fiskveiða, og
þeir eiga að geta verið það
áfram. En allt er orðið breytt
hér frá því landsmenn stunduðu
sjó á skeljum, sem komust vart
út fyrir hina þröngu landhelgi.
Nú eiga þeir stór fiskiskip, sem
skipta hundruðum og geta kann-
að öll heimsins höf, og þá mega
stjórnarvöld ékki láta sitt eftir
liggja til þess að ryðja úr vegi
þeim hindrunum, sem kunna að
vera fyrir því að þau verði hag-
nýtt til fulls, og að framleiðslu-
tadki, sem standa auð og tóm
verði nýtt með samvinnu við
aðrar þjóðir, ef því er að skipta.
Bifreiðastillingin
Höfum opnað verkstæði okkar aftur að
Síðumúla 13. Kappkostum fljóta og góða
þjónustu.
Bifreiðastillingin
Bragi Stefánsson. — Sími 81330.