Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967.
Dr. Oddur Guðiónsson:
Tuttugu ára starf Efnahags
málanefndar SÞ fyrir Evrópu
I7M þessar mundir er þess
minnzt í Genf og raunar víða
annars staðar, að fyrir rúmum
20 árum kom Efnahags- og fé-
lagsmálaráð Sameinuðu þjóð-
anna á fót sérstakri stofnun eða
nefnd til að fjalla um viðskipta-
og efnahagsmál Evrópu. Stofnun
þessi hlaut nafnið United Nations
Economic Commission for Eur-
ope eða Efnahagsmálanefnd
Sameinuðu þjóðanna fyrir Evr-
ópu, ver.julega skammstafað
ECE. Á þeim tuttugu árum, sem
síðan eru liðin hefir verkefni
þessarar nefndar beinzt að því að
rannsaka efnahagsástand álf-
unnar og einstakra landa eða
svæða sérstaklegsi, safna hvers
konar hagskýrslum, ræða efna-
hagsvandamál líðandi stundar og
síðast en ekki sízt beita sér fyr-
ir aukinni milliríkjaverzlun og
þar með stuðla að auknum hag-
vexti þátttökuríkjanna.
Aðild að þessari stofnun eiga
öll lönd Evrópu, sem ent með-
limir SÞ. auk Bandaríkja Norð-
ur Ameríku. Sviss er ekki þátt-
takandi í SÞ, en hefir frá upp-
hafi tekið þátt í störfum nefnd-
arinnar. Eru þátttökuríkin nú
31. ísland hefir frá upphafi átt
aðild að þessum samtökum.
Náin tengsl eru og milli ECE
og annarra stofnana á vegum
SÞ, svo sem við Alþjóða Mat-
vaéla- og Landbúnaðarstofnunina
(FAO), Alþjóða vinnumálastofn
unina (WHO) o.s.frv. Þá má
geta þess að samstarf er einnig
við ýms starfandi viðskipta-
bandalög og ríkjasamtök, svo
sem við Efnahagsbandalag Evr-
ópu (EEC), Fríverzlunarsvæði
Evrópu (EFTA), Viðskiptabanda
lag Austur-Evrópuríkjanna
(CMEA). Efnahags- og fram-
farastofnun Evrópu (OECÐ)
o.s.frv. Hafa þessir aðilar að-
stöðu til að senda áheyrnarfull-
trúa á fundi Efnahagsmálanefnd
arinnar og þannig fylgjast með
störfum hennar.
Um starfstilhögun og starfs-
háttu ECE er þetta að segja í
skemmstu máli: Störf ECE fara
að langsamlega mestu leyti fram
á vegum margra fastra undir-
nefnda. sem hvei um sig fjallar
um tiltekin mál eða viðfangs-
efni. Efnahagsmálanefndin sjálf
kemur saman til fundar einu
sinni á ári, venjulega í apríl eða
maí. Mæta þar fulltrúar ríkis-
stjórna þeirra landa, er aðild
eiga að samtökunum, ásamt
áheyrnarfulltrúum, er þar eiga
rétt til setu.
Á þessum fundum eru rædd
viðskipta- og hagþróunarmál
álfunnar ályktanir gerðar um
margvísleg málefni, sem ýmist
eru sendar til ríkisstjórna þátt-
tökuríkjanna eða til Efnahags-
og félagsmálaráðs SÞ. Þá er sam
in og samþýkkt starfsáætlun fyr
ir næsta tímabil og felast jafnan
I henni fyrirmæli og ábendingar
til hinna ýmsu undirnefnda í
sambandi við verkefni þau, er
þeim hefir verið falin til úr-
lausnar.
Af fastanefndum þeim, er hér
koma til greina, skulu m.a. þess-
ar tilgreindar: Nefnd um land-
búnaðarmál og vörur. Nefnd um
járn- og stálvörur. Nefnd un
kol og gas. Nefnd um timbur
og pappír Nefnd um kemískar
vörur. Allar þessar nefndir
safna og fá til meðferðar skýrsí-
ur um framleiðslu. birgðir, verzl
un, verðlag og söluhorfur á
framangreindum vörum. Er að
þessu hið mesta hagræði fyrir þá
er annasf framleiðslu og fást
við verzlun með framangreindar
vörur. Þessar nefndir beita sér
einnig m.a. fyrir stöðlun í verzl-
oa og framleiðslu áðurnefndra
vara, þar sem þvi verður við
komið, leitast við að fá staðfescar
almennar reglur um sölu þeirra,
hafa milligöngu um skipt.i á
tæknilegum nýjungum o.s.frv.
Þá má geta nefndar, er fjallar
um raforkumál. Hefur hún leyst
af hendi mikið starf í sambandi
við hvers konar upplýsingar um
framleiðslu á raforku í álfunni,
fyrirkomulag um sölu á raforku
í sveitum og borgum, auk kynn-
ingar á margháttuðum tæknileg-
um nýjungum. Nefnd, er fjall-
ar um hvers konar flutningamál.
Lætur hún m.a. til sín taka vöru
flutninga á vegum, með járn-
brautum og á skipum eftir ám,
einkum með tilliti til reglna uim
tollmeðferð þessa flutnings, um
meðferð nættulegs varnings eða
vara, sem hætt er við að liggi
fljótt undir skemmdum o.s.frv.
í gildi eru þegar ýmsir alþjóða-
samningar um þessi mál, sem
komið hefur verið á fyrir at-
beina ECE. Þá má neifna nefnd
er fjallar um húsnæðismál. Var
starf þessarar nefndar sérstak-
lega þýðingarmikið fyrst eftir
stríðið, þegar orðatiltækið
„borgirnar hrundar og löndin
auð“ áttu víða við í bókstaflegri
merkingu. Nú beinist starf þess-
arar nefndar einkum að tillögum
um margs konar tæknilegar nýj-
ungar á sviði íbúðabygginga,
skipulagsmál borga og þorpa,
samræmingu eða stöðlun, á
gerð íbúðarhúsa í fjöldafram-
leiðslu o.s.frv.
Á vegum ECE er öðru hverju
stofnað til ráðstefnu sérfræffinga
um hagsýslugerð. Er þar leitazt
við að samræma vinnuaðferðir
og þar með tryggja rétttan stat-
istiskan (eða tölulegan) saman-
burð hagskýrslna Er á þessum
vettvangi unnið hið mikilvæg-
asta starf
Áður en hér er látið staðar
numið við upptalningu fasta-
nefnda ECE, þykir rétt að geta
hér enn einnar nefndar, og þá
ekki þeirrar þýðingarminnstu.
Er það Committee on the Devel-
opment of Trade eða viffskipta-
nefnd ECE, eins og hún er köll-
uð í daglegu tali. Eins og nafníð
bendir til er viðfangsefni þess-
arar netfndar, einkum að vinna
að aukinr-i verzlun milli þátt-
tökuríkjanna almennt. Er ærið
verkefni fyrir þessa nefnd, þeg-
ar þess er gætt. að hluti þátt-
tökuríkja ECE 1 heimsfram-
leiðslu iðnaðarvarnings er ná-
lega 80% nálega helmingur af
heimsframleiðslu landbúnaðar-
vara og um 65% af al'heims-
verzluninni.
Frá upphafi hefur einn af þýð-
ingarmestu þáttum í starfi við-
skiptanefndar ECE beinzt að at-
hugun á viðskiptum þjóða. er
búa við ólíkt efnahagskerfi —
K.P.H. 12 apríl..............444
m.ö.o. að viðskiptum Vestur-
Evrópu við sósíalistísku löndin í
Austur-Evrópu — Austur/Vest-
ur viðskiptum, og verður nánar
vikið að því síðar.
Fundur viðskiptanefndarinn-
ar hefjast að venju með umræð-
um um viðskiptaþróun álfunnar
almennt og einstakra landa eða
svæða sérstaklega. Virðast þær
umræður oft kærkomið tilefni til
að koma á framfæri gagnkvæm-
um umkvörtunum eða klögumál
um af hálfu þátttökuríkjanna
hvers í annars garð — en þess
er einnig oft getið, sem vel er
talið hafa verið gert í viðskipt-
um einstakra landa. En auk þess
ara almennu viðræðna, fjallar
nefndin um margvísleg önnur
málefni, sem grtiða eiga fyrir
milliríkjaverzlun. Skuiu hér
nefnd nokkur viðfangsefni, sem
nefndia hefir látið til sín taka
og hún fjallar að staðaldri um:
Reglur um gerð kaup- og soiu-
samninga Samræmingu og stöðl
un útflutningsskjala. Reglur um
gerðardórna almennt og að 'oví
er snertir einstakar vörutegund
ir. Alþjóffa vörusýningar og voll
meðferð sýningarmuna. Sam-
ræmingu á reglum um trygging-
ar á vörum í milliríkjaverzlun.
Gerff viðskiptasamninga til
langs tíma. Afnám viðskipta-
tálmana almennt og að því er
snertir einstakar vörur sérstak-
lega. Ráffstafanir til að greiða
fyrir yfirfærslum milli jafnkeyp
isreikninga (clearing-reikninga).
Má í þessu sambandi geta þess.
að fsland hefir fyrir meðal-
göngu ECE nokkrum sinnum
fengið yfirfærðar verulegar upp
hæðir frá einu jafnkeypislandi
til annars, enda þótt viðko.n-
andi viðskiptasamningur nafi
ekki gert ráð fyrir slíkum
greiðslum Hefii verið af þessu
mikið hagræði.
Að sjálfsögðu mætti tilgreina
hér fleiri verkefni, sem við-
skiptanefndin fjallar um, en hér
skal þó iáta staðar numið.
Bein þátttaka íslands í störf-
um ECE eða einstökum undir-
nefndum hefir ekki verið mik-
il, enda þótt íslenzka ríkisstjórn
in hafi þó jafnan síðan ÍOSS ár-
lega sent fulltrúa á fundi við-
skiptanefr.darinnar. Hefir þar
ráðið mestu um, að nefndin hef-
ir látið viðskiptin við sósíalist-
ísku löndm í Austur-Evrópu sér
staklega til sín taka. Má raunar
segja, að um langt skeið hafi
viðskiptanefnd ECE raunveru-
lega ver'? sá eini alþjóða vett-
vangur bar sem fulltrúar „Aust
urs“ og „Vesturs" hittust til við
ræðna um viðskiptamál. Þýðing
þessa samstarfs kemur nú með
ári hverju betur i ljós og lýsir
sér í auknum viðskiptum og
frjálsari viðskiptaháttum þess-
ara svæða, sem búa við ólík hag-
kertfi Ás.æðan fyrir því, að Is-
cand hafð' sérstaka ástæðu tiJ að
fylgjast með þessum þætti í starf
semi viðskiptanefndar ECE er
auðsæ. Lengst af þeim tíma, sem
nefndin hefir starfað. hefir ís-
land haft þýðingarmikil við-
skipti við löndin í Austur-
Evrópu. Um tíma námu þessi vtð
skipti einum þirðja hluta af allri
utanríkisverzlun okkar eða
stærri hluta að tiltölu en nokk-
urt annað vestrænt land.
Einn er sá þáttur í starfi við-
skiptanefndar ECD, sem vert er
að geta aér í þessu sambandi,
en það eru hinar svokölluða
tvihliffa viffræffur, sem stofnað
er til meðan fundir standa yfir.
Er þar átt við að einstakar
sendinefndir „Austurs og „Vest-
urs“ ræðast við um vandamál
sín. Þannig hefur íslenzka sendi-
nefndin (að vísu oft aðeins einn
maður) iafnan rætt við nefndir
frá Sovétríkjuum, Póllandi,
Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi,
Rúmeníu og stundum fleiri að-
ila. Hafa viðræður þessar oftlega
komið að verulegu gagni, enda
eðli þeirra að skýra í fullri hrein
skilni frá þeim vandamálum,
sem skapazt hafa í viðskiptum
við viðkomandi land og bera
fram óskir eða kröfur um leið-
réttingu eða breytingu.
Það má geta þess hér, að ain-
mitt í þessum tvíhliða viðræð-
um, árið 1953, var stofnað til
viðskipta okkar við Sovétríkin
í þeirri mynd, sem þau eru nú.
Þess má eíinfremur geta, að í
sambandi við þessar tvíhliða við
ræður i Genf og í framihaldi af
þeim hefir einnig verið gengið
frá viðskiptasamningum við önn
ur lönd. Má þar t.d. nefna samn-
inga íslands við Búlgariu og við
Israel, sem að vísu sótti fundi
viðskiptar.efndarinnar sem
áheyrnarfulltrúL
Hér hefur verið stiklað á
stóru 1 sambandi við tuttugu
ára starf ECE og undirnefnda
þeirrar stofnunar Mörgu hefir
verið sleppt, eins og t.d. beirn
skerf, er ECE hefir lagt fram
í sambandi við málefni þróun-
arlandanna og þeirra samtaka,
sem komið hefir verið á fót
(TDB og UNCTÁD) til að heiga
sig þeim málum sérstaklega. En
betur má ' þeim efnum, ef duga
skal. Þátttökurík) ECE gera sér
þó i vaxandi mæli grein fyrir
þvi, að friðsamleg þróun mil’.i-
ríkjaviðskipta í heiminum er litt
hugsanleg án sanngjarns skiln-
ings hinna efnameiri þjóða á
vandamálum og aðstöðu hinna,
sem skammt eru á veg komin í
efnahagslegu tillitL
Að lokum skal þess getið, að
hið mikla startf, sem unnið hetir
verið á vegum ECE og undir-
nefnda þeirrar stofnunar, e- bor
ið uppi af skrifstofu eða „sekre-
tariati" samtakanna. Eru í hópi
starfsliðs hennar færustu starfs-
kraftar sem völ er á. Til forystu
Til sölu m.a.
FJÖGRA HERBERGJA
íbúffir undir tréverk viff
Hraunbæ.
TVEGGJA HERBERGJA
ný og glæsileg íbúff i bezta
staff í Árbæjarhverfi. íbúffin
er meff harffviffarinnrétting-
um, teppum á stofu og for-
stofu, parket á svefnherb. og
eldhúsi. Tv. verksm.gler í
gluggum og sameign fullfrá-
gengin.
5 HERBERGJA
glæsileg nýleg íbúff á 4. hæff
viff Háaleitisbraut. Harffviffar-
innréttingar, tv. gler, teppi.
Svalir á móti suffri.
RAÐHÚS
á góffum stöffum á Seltjarnar-
nesi í úrvali. Seljast fokheld
en pússuff og máluff aff utan.
Skipa- & fasleignasalan
KIRKJUHVOLI
Símar: 1491G oer 1384*
Hafnarfjörður
Til sölu glæsileg 176 ferm.
7 herb. íbúð á tveim hæðum
við Ölduslóð, ný og fullfrá-
gengin að öðru leyti en því,
að eldhúsinnréttingu og
hreinlætistæki vantar.
5 herb. íbúff við Kelduhvamm
með bílskúr, selst fokheld,
en. fullfrágengin að utan
með tvöföldu gleri og úti-
hurðum, verð kr. 760 þús.
4ra herb. jarffhæff við Hóla-
braut, verð kr. 900 þús.
3ja herb. neffri hæff í timbur-
húsi við Vesturbraut, verð
kr. 430 þús.
3ja herb. íbúffir í steinhúsum
við Hringbraut og Norður-
braut.
Ami Gunnlaugsson, hrl.
Austurstræti 10, HafharfirðL
Sími 50764, 9—12 og 1—4.
hafa og valizt menn, er mikils
álits hatfd notið á alþjóða vett-
vangi. Af aðalframkvæmdastjór
um ECE má t.d. nefna SvLian
Gunnar Myrdal, fyrrverandi ráð
herra og Finnann Sakare Tuomi
oja, fyrrum ráðherra og aðal-
bankastjóra Finnlandsbanka. Nú
verandi aðalframkvæmdastjorl
samtákanna er Vladimir Velebi%
þekktur júgóslavneskur hagfræð
ingur, sem mikið hefir komið
við sögu í alþjóða samstarfi.
Eins og áður segir er nú
minnzt 20 ára starfs ECE. Mikið
hefir áunnizt — en fjöldi verk-
efna bíða enn úrlausnar. Er þess
að vænta, að gifta fylgi starfi
samtakanna enn um ókomin ár.
Oddur Guffjónsson.
Hvítar gallabuxur
bæði fyrir dömur og herra,
mjög falleg snið, nýkomnar.
V E R Z LU N I N
QEísíP
H
Fatadeildin.
Til sölu
120 ferm. hæffir við Háaleitls-
braut, bílskúrar og frágeng-
in lóð. Hagkvæmar útborg-
anir.
3ja herb. íbúff á 1. hæð ásamt
herb. í kjallara við Hraun-
bæ. Teppi, fallegar innrétt-
ingar. Utb. 600 þús.
4ra herb. íbúff í nýlegu stein-
húsi við Skipasund, bílskúr.
4ra herb. íbúff á góðum stað
við Snorrabraut.
6 herb. íbúff við Flókagötu.
250 ferm. salur við Skipholt.
3ja og 4ra herb. íbúffir, tilb.
undir tréverk við Hraunbæ.
Raðhús í smíðum við Voga-
tungu.
GÍSLI G. ISLEIFSSON
hæstaréttarlögmaffur.
JÓN L. BJARNASON
FasteignaviffskiptL
Hverfisgötu 18.
Simar 14150 og 14160
Heimasími 40960.