Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967.
VETTVANGUR KVENNA
UTGEFANDI: LANDSSAMBAND SJÁLFST ÆÐISKVENNA
RITSTJÖRAR: ANNA BORG OG ANNA BJARNASON
Unga kynslóöin erfir betra Island
en nokkur önnur kynslóð hefur gert
- sagði Jóhann Hafstcin ráð-
herra í ræðu á Hvatarfundi
S.L. mánudagskvöld efndi
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
til fundar í Sigtúni. Á fundin-
um flutti dóms- og kirkjumála
ráðherra, Jóhann Hafstein ræðu
er m.a. fjallaði um það „Hvað
naestu kosningar snúast um“ og
um viðhorfin til kosninganna.
Þá voru lesnar upp tillögur til
lagabreytinga, kosnir fulltrúar
á þing Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna og loks voru bornar
fram kaffiveitingar og þvínæst
voru skemmtiatriði en fjórar ung
ar systur Þorgerður, Vilborg,
Unnur María og Ingibjörg Rós
Ingólfsdætur skemmtu fundar-
konum með söng og hljóðfæra-
leik við feiknalega góðar undir-
tektir fundarkvenna.
Fundarsókn var mjög góð og
var gerður mjög góður rómur
að erindi ráðherrans og verður
hér eftir reynt að gera les-
endum síðunnar nokkra grein
fyrir máli ráðherrans.
í upphafi máls síns vék ráð-
herrann að því nokkrum orðum
hve Framsóknarmönnum væri
orðið brátt að komast aftur í
stjórn eftir 8 ára hlé og hvort
einhverjar líkur væru til þess
að þeim mætti takast það. Taldi
hann að svo væri ekki, þar eð
landsmenn ,myndu sporin", of
vel eftir hrakstjórnina sem var
í stjórnartíð .vinstri stjórnarinn
ar.“ — En til er þó fólk, sem
e.t.v. man ekki þessar hrakfar-
ir nægilega vel, en það er unga
fólkið, sem nú gengur til kosn-
inga fyrsta sinni, en að þessu
Frú Jakobina Mathiesen
Tar kjörin formaður í 25. sinn.
sinni eru nýir kjósendur sam-
tals 20 þúsund. Mætti þó vafa-
laust treysta því að þetta unga
fólk myndi aðhyllast stefnu
framfara og viðreisnar, sem ein
kennt hefur stjórnarstefnu
Sjálfstæðismanna undanfarin
ár.
Þá gat ráðherra þess, að er
stjórn hefur setið tvö kjörtíma-
bil, sem raunar væri algjört eins
dæmi, væri hún dæmd eftir
verkum sínum og kvað hann rík
isstjórnina óhrædda við að vera
dæmda eftir verkum sínum.
Sl. 8 ár hefur þjóðarauður Is-
lendinga aukist meir en nokkru
sinni fyrr, eða um 50%, Tæki
og mannvirki atvinnuveganna
væru nú 60% meiri en árið
1958. Talað hefur verið um
skuldaukningu erlendis og er að
vísu rétt að skuldaaukning hef-
ur verið um 900 milljónir, en
það er þó ekki nema 5% af
aukningu þjóðareignarinnar á
sama tíma.
En núna eigum við líka gjald
eyrisvarasjóð, í fyrsta sinn síð-
an í styrjaldarlok, og nemur
sjóðurinn um 2000 millj. kr. Er
það mjög nauðsynlegt, til þess
að mæta ýmiss konar vanda og
erfiðleikum, svo sem aflabresti
verðfalli erlendis á útflutnings-
vörum okkar o.s.frv.
Bæri að minnast þess að er
vinstri stjórnin fór frá var eng-
inn gjaldeyrir til og þjóðin að
fara í greiðsluþrot við útlönd.
Þá hefur þjóðarframleiðslan
aukist hér meir á undanförnum
kjörtímabilum en nokkurs stað
ar. Á árunum 1961-’65 var auki-
ingin 5,4% og var þá Japan eitt
landa í heiminum sem hafði
meiri aukningu.
Þegar athuguð er þjóðarfram
leiðsla á hvern einstakling, skv.
upplýsingum Efnahags- og fram
farastofnunarinnar, er ísland
3ja í röðinni, næst á eftir Banda
ríkjunum og Svíþjóð, sem eru
með auðugustu ríkjum heims.
Heildarþjóðarframleiðslan hef-
ur aukizt um 33%, en tekju-
aukningin á einstaklinginn í
launastéttunum hefur verið
54%.
Leitast hefur verið við að
rétta hlut hinna lægst launuðu
og voru 1961 sett lög um launa-
jöfnuð karla og kvenna. Árið
1966-’67 hækka laun kvenna til
jafns við karla, en áður var um
Aðalfunour Vorboðans
Fyrir nokkru var haldinn aðal
fundur Sjálfstæðiskvennafélags-
ins Vorboðans í Hafnarfirði. Auk
annarra aðalfundarstarfa fór
fram stjórnarkosning, og var frú
Jakobína Mathiesen endurkosin
formaður í 25. skipti. Aðrar með
Ihenni í stjórninni eru: Laufey
Jakobsdottir, vaiaformaður, Sig-
rún Mathiesen ritari, María
Ólafsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórn
endur eru Helga Guðmundsdótt-
ir, Elín Jósefsdóttir og Frið-
rika Eyjólfsdóttir. í varastjórn
eru þessar konur: Herdís Guð-
mundsdóttir, Sólveig Eyjólfsdótt
ir, Ásthildur Magnúsdóttir,
Anna Elíasdóttir.
Félagið á 30 ára afmæli I
næsta mánuði og hyggst minnast
þess á veglegan hátt. Verður síð-
ar nánar getið um afmælið hér
á síðunni.
Starfsemi Vorboðans hefur
verið með miklum blóma í vet-
ur eins og undanfarin ár og
héldu þær Vorboðakonur nýlega
glæsilegan fund, þar sem tveir
efstu menn á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
Matthías Mathiesen og Pét.ur
Benediktsson héldu ræður. Þá
héldu frú Jóhanna Sigurðardótt-
ir, sem einnig á sæti á listanum
og Jóhann Petersen, formaður
skipulagsnefndar kjördæmisins,
ræður. Síðan tóku margar félags
konur til máls á fundinum.
21% iágmarksmunur á launum
karla og kvenna.
Atvinna hefur verið næg hjá
okkur undanfarið, m.a.s. svo að
skortur hefur verið á vinnuafli
á viðreisnartímabilinu. Hér hef
ur verið mikið vöruúrval og
framkvæmdir í stað vöruskorts,
svartamarkaðsbraks og stöðnun
ar.
landsins 5530 bifreiðir og voru
þá 31 þúsund einkabílar í notk-
un. Aðeins 5 ríki hafa hlutfalls-
lega fleiri símatæki en íslend-
ingar, og eru þau nú 57% fleiri
en í árslok 1959. Um 14 þús.
sjónvarpstæki eru nú í notkun
í landinu, þó hér sé enn tilrauna
sjónvarp og eru það einnig hlut
fallsiega fleiri tæki en í mörg-
arflokksins hélt Eysteinn Jóns-
son ræðu, þar sem hann m.a.
varpaði fram þessari spurningU:
„Hvert hefur þjóðarauðurinn
farið?" Svarið er: hann hefur
m.a. annars farið til þess að
bæta lífskjör fólksins í landinu
og fyrst og fremst til þess að
hyggja upp atvinnuvegina. Stór
iðja hefur haldið innreið sína í
landið, þar sem virkjuð verða
210 þúsund kilowött í einni lotu,
álbræðsla, sem er ný iðngrein,
er að rísa af grunni, og geta
má þess, að samningur við ál-
bræðoluna um rafmagnskaup
borgar alla vexti og afborgan-
ir af lánum Búrfellsvirkjunar-
innar.
Við Mývatn er að rísa lítið
iðnaðarþorp í sambandi við kís-
ilgúrvinnslu úr vatninu, og á
Stórvirkjunin við Búrfell mun leggja grundvöll að enn betri lífskjörum íslenzku þjóðarinnar.
Tollalækkanir hafa verið
framkvæmdar á vörum, sem nu
eru taldar nauðsyniegar en voru
áður I svo liáum tollaflokki, að
þær fiokkuðust undir munaðar
vöi u.
Ef litið er á einkaneyzluna i
þjóðfélaginu sézt að hér ríkir
mikil veimeg'.m og skv. skýrsl-
um Efr.ahags og framfarastofn-
unarinnar er aðeins í einu ríki
heims meiri einkaneyzla en hér
á landi.
Á árinu 1966 voru fluttar til
um ríkjum, sem hafa haft sjón-
varp lengur en við.
Árið 1959 ferðuðust 10 þús-
und Islendingar til útlanda, en
á sl. ári fóru 23 þúsundir, eða
sem svarar til þess að 11. eða 12.
hver íslendingur hafi farið ut-
an.
Engin þjóð hegðar sér svona,
nema sú þjóð, sem hefur efn-
ast vel og hefur það gott. Er
þetta góður vitnisburður um
það, sem hér hefur verið að ger-
ast á sl. átta árum.
Á nýafstöðnu þingi Framsókn
Húsavík er verið að reisa stór
geymsluhús fyrir framleiðsluna.
í aiiar þessar framkvæmdir
er hægt að ráðast vegna þess,
að við höfum endurheimt láns-
traust þjóðarinnar út á við.
Er sannarlega ástæða til þess
að líta björtum augum á fram-
tíðina ef íslendingar fá enn að
njót.a traustrar stjórnar Sjálf-
stæðismanna.
Unga kynslóðin á íslandi í dag
erfir betra ísland en nokkur
önnur kynslóð hefur gert, sagði
ráðherrann að Íokum.
Skipbrot vinstrj
arinnar er ekki
Frá fundi Sjálfstœðiskvenna á Akranesi
FYRIR nokkru var haldinn fjöl-
mennur fundur í Sjálfstæðis-
kvennafélagi Akraness. Kosnir
voru fulltrúar á þing Landssam-
bands Sjálfstæðiskvenna og
sömuleiðis á Landsfund Sjálf-
stæðisflokksins.
Gestur fundarms var frú Auð-
ur Auðuns og flutti hún greinar-
góða ræðu sem fundarkonur
gerðu góðan róm að. í upphaii
rœðu sinnar bar frú Auður fund
arkonum kveðjur stjórnar Lands
sambands Sjálfstæðiskvenna.
Skýrði hún frá fjölgun félaga
innan vébanda sambandsins og
sagði að það bæri gleðilegan
vott um vaxandi hlut kvenna í
stjórnmálastarfinu. Vék hún
m.a. að unga fólkinu, hinum
stóra hópi ungra kjósenda sem
hefur fengið kosningarrétt síðan
viðreisnarstjórnin settist að
völdum. Minntist frúin á skip-
Frú Auður Auðuns
brot vinstri stjórnarinnar og
allan hennar feril, sem íull
ástæða væri til að gera unga
fólkinu g.ein fyrir, þar sem það
stjórn-
gleymt
var of ungt á þ .im tíma til þess
að gera sér nægilega grein fyrir
hversu slæmt ástandið var. Gat
hún nokkuð um stjórnarferil
viðreisnarstjórnarinnar, og áróð
ur andstæðinga okkar, ályktan’.r,
sem gerðar voru á þingi Frarn-
sóknarmanna og furðulegar
staðhæfingar stjórnarandstæð-
inga.
Að lokum lét frú Auður i íjós
ósk um, að flokkur okkar, mætti
vegna góðrar málefnaaðstöðu,
líta björtum augum til framtíð-
arinnar.
Stjórn Sjálfstæðiskvennafélags
Akraness skipa þessar konur:
frá Ragnheiður Þórðardóttir íor-
maður, Fríðá Proppé gjaldkeri,
Helena Halldórsdóttir ritari og
meðstjórnendur, Sigríður Auð-
uns og Valgerður Sigurðardótt-
ir. í varastjórn eru Stefanía
Sigurðardóttir og Svana Þor-
geirsdóttir.