Morgunblaðið - 13.04.1967, Qupperneq 11
■ V.f: ' r-. í : . n ' i'.:i í <'*■ 'i/'. Qj
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1967. jj
\ ÍEl 0 rvi m Gli IRI KV El NN h ÚTGEFANDI: LANDSSAMBAND SJÁLFST ÆÐISKVENNA 1 H RITSTJÖRAR: ANNA BORG OG ANNA BJARNASON ■ . ' ' „V
Konurnar eru helmingur kjósenda
Frá fundum Sjáltstœðiskvenna á Selfossi
AÐ undanförnu hafa konur á
vegum Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna heimsótt Sjálf-
stæðiskvennafélög úti um
land og eru hér fréttir af
þrem slíkum fundum, tveim
á Selfossi og einum á Akra-
nesL
f síðasta mánuði var
haldinn aðalfundur Sjálf-
stæðiskvennafélags Árnessýslu á
SelfossL Þrátt fyrir ilit veður
og þunga færð voru margar kon-
ur mættar á fundinum. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa átti
að flytja tvö erindi, en gestir
fundarins voru þau frú Ragn-
hildur Helgadóttir og Grímur
Jósafatsson kaupfélagsstjóri —
Er skýrslur um starfsemi s.l. árs
höfðu verið fluttar fóru fram
umræður og síðan var gengið tii
atjórnarkjörs. En stjórn þessa fé-
lags er nokkuð fjölmenn, alls
eiga 15 konur sæti í stjórninni
og er sá háttur hafður, vegna víð
áttu félagssvæðisins.
Formaður félagsins var kjörin
frú Hugborg Benediktsdóttir,
Selfossi, en aðrar stjórnarkonur
eru: Svava Kjartansdóttir, Sel-
fossL ritarL Bergljót Snorradótt-
ir, Kjartansstöðum, Flóa, gjald-
keri og meðstjórnendur þær:
Alma Ásbjörnsdóttir, Hruna,
Inga Karlsdóttir, Hveragerði,
Pálína Pálsdóttir, Eyrarbakka,
Emma Guðnadóttir, Skeiða-
hreppL Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, Hveragerði, Áslaug Jóns-
dóttir, StokkseyrL Stefanía Giss-
urardóttir, SelfossL Guðríður
Gunnlaugsdóttir, HveragerðL
Jónína Einarsdóttir, HveragerðL
Guðrún Magnúsdóttir, Ölfusi,
Ólöf Guðmundsdóttir, Selfossi
og Guðrún Lúðvíksdóttir, Kvist-
um.
Erindi frú Ragnhildar.
Frú Ragnhildur hóf mál sitt á
því að þakka fyrir boðið á fund-
inn. Óskaði hún hinni nýkjörnu
stjórn félagsins heilla. Þá þakk-
aði hún fráfarandi stjórn og sér-
staklega formannL frú Guðrúnu
Lúðvíksdóttur starf innan Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, en
frú Guðrún á sæti í stjórn þess.
Ræddi Ragnhildur m.a. um gildi
starfs sjálfstæðiskvenna almennt.
Sagði hún, að hið öfluga félag
þeirra aUstan fjalls væri einmitt
sönnun þess, að starfskraftar
sjálfstæðiskvenna leystust enn
betur úr læðingL er þær hefðu
stofnað með sér félög. Minnti hún
á, hvílík áhrif konurnar, fullur
helmingur kjósenda gætu haft á
stjórn lands síns, ef þær vildu.
Unga fólkið hefur ekki gleymt.
Þá tók til máls Grímur Jósa-
fatsson kaupfélagsstjóri á Sel-
fossL. sem sæti á á framboðslista
flokksins í Suðurlandskjördæmi.
Hélt hann greinargott erindi og
sagði m.a.:
Það má minna á, að síð-
an núverandi ríkisstjórn tók við
völdum í landinu hefur stöðugt
verið unnið að auknu viðskipta-
frelsi í landinu. Vöruúrval er nú
meira en nokkru sinni fyrr og
fólk hefur aldrei haft betra tæki
færi til þess að gera innkaup
eftir eigin val.“
„Og í vor verður kosið um,
hvort hér eigi að ríkja hinn
gamli svartsýnisandi, sem nú
hefur verið gerður útlægur um
Frú Ragnhildur
sinn eða hvort áfram megi ríkja
sá andi frjálslyndis og víðsýnis,
sem við höfum kynnst síðustu ár-
in.
„Við karlmennirnir mættu
gjarnan minnast þess oftar en
við gerum að kvenfölkið er nær
helmingur allra kjósenda hér á
Suðurlandi. Og við viljum að
sjálfsögðu trúa því að „betri
helmingurinn" vinni af sínum al-
kunna dugnaðL hér eftir, sem
hingað til. Við viljum trúa þvl
að „betri helmingurinn" muni
ekki bregðast.“
FYRIR skömmu var annar fund-
ur haldinn á Selfossi í Sjálf-
stæðiskvennafélagi Arnessýslu.
Var hann mjög vel sóttur. Gest-
ir fundarins voru frú Geirþrúð-
ur Bernhöft og Steinþór Gests-
son á Hæli, frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi.
I ræðu sinni komst frú Geir-
þrúður m.a. svo að orði: „Engin
húsmóðir • myndi láfa sér detta
í hug, að sama væri, hver stjórn
aði heimili hennar. Hún veit, að
hagsæld heimilisins byggist ekki
sízt á því, að allur heimilisrekst-
urinn sé hagkvæmur, — og þar
ríki réttiæti og hagsýni undir
öryggrL einhuga og samhentri
stjórn. — Hún veit, að fjölskyld-
an þarf að standa saman, — það
er höfuðnauðsyn. — Það er ekk-
ert heimili, sem hýsa vill sundr-
ung og ósamlyndi.
En konan veit einnig, að hag-
ur heimilisins er háður afkomu
þjóðarinnar í heild. — Hagur
heimilisins er háður því, hvort
næg vinna er í landinu, — háð-
ur því, — að starfskilyrði séu
sem bezt, — háður því að sér-
hver þjóðfélagsþegn beri sem
mest úr býtum fyrir vinnu sína.
Það þarf að taka fullt tillit til
allra sfétta þjóðfélagsins, — til
þess að skapa öllum almenningi
örugga afkomu. En til þess að
það fáist þarf að velja þá full-
Frú Geirþrúður
trúa til forystu, — sem gera sér
fuila grein fyrir höfuðnauðsyn
þess, að gerðar séu sömu kröfur
til landsstjórnarinnar og heimilis
ins —■ við viljum ekki hýsa
sundrung og ósamlyndi".
I lok ræðu sinraar sagði frú
Geirþrúður: „Við göngum nú
mót hækkandi sól, það ætti að
vera markmið okkar að gera það
í fleiri en einum skilningi. Við
eigum að miða að því og vinna
að því að Sjálfstæðisflokkurinn
fái meirihluta allra greiddra at-
kvæða í væntanlegum kosning-
um. Þá tryggjum við landi okkar
á næsta kjörtímabili einhuga,
sterka og samhenta stjórn, sem
vinnur að málefnum þjóðarinn-
ar með hagsmuni allra stétta fyr
ir augum".'
Steinþór Gestsson á Hæli
flutti síðan snjalla hvatningar-
ræðu til kvennanna, þar sem
hann hvatti til einhuga baráttu
fyrir sigri flokksins við alþingis
kosningarnar I vor.
Landssambandsþing Sjálfstæöiskvenna
HeilbrigðismáB aðalmál þingsins
Landssambandsþing sjálfstæbiskvenna verður halaið i Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll
miðvikudaginn 19. april, (siðasta vetrardag) og hefst klukkan 10 árdegis
Að þessu sinni verður auk venjulegra þingstarfa tekið til umræðu eitt aðal-
málefni, sem konur láta sig miklu varða, heilbrigðismálin. Munu sérfróðir
aðilar á því sviði flytja erindi á þinginu, læknarnir frú Alma Þórarinsson
og frú Ragnheiður Guðmundsdóttir, auk heilbrigðismálaráðherra, Jóhanns
Hafstein. Umræðunum stjórnar frú Auður Auðuns alþingismaður.
Vakin er athygli þeirra sjálfstæðiskvenna, sem verða fulltrúar á þinginu,
að sækja þyrfti skilríki á skrifstofu f iokksins í Sjálfstæðishúsinu uppi fyrir
kl. 6 hinn 18. apríl.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jóhann Hafstein
Alma Þórarinsson
Dagskrá þingsins irerður
sem hér segir:
Kl. 10.00 Þingsetning. Ragnhildur Helgadóttir,
formaður Landssambahdsins.
Ávarp formanns Sjálfstæðisflokksins
Bjama Benediktssonar, forsætisráðh.
Kosning uppstillingamefndar.
Skýrsla stjómar Landssambandsins.
Skýrslur einstakra sambandsfélaga.
Umræður.
Kl. 12.15 Fundarhlé. Hádegisverður framreidd-
ur í Sjálfstæðishúsinu fyrir þær, sem
þess óska.
KL 1.30 Heilbrigðismál. Erindi flytja:
Jóhann Hafstein, heilbrigðismálaráð-
herra.
Alma Þórarinsson, læknir.
Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir.
Umræður.
KL 4.00 Síðdegiskaffi í boði varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Haf-
steins, heilbrigðismálaráðherra.
Kl. 5.30 Framhald fundarstarfa.
St j ómarkosning.
Þingslit.