Morgunblaðið - 13.04.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967.
Miklar umrœður um samningsrétt Banda lags háskólamenntaðra manna:
Taka ber til alvarlegrar athug-
unar samningsað ild háskdlamanna
— sagði Olafur Björnsson
A FUNDI í Efri deild Alþing-
is sL þriðjudag urðu all mikl-
ar umræður um samnings-
rétt Bandalags háskólamennt
aðra manna og kom m.a. til
snarpra orðaskipta milli Ólafs
Djörnssonar og Jóns Þor-
steinssonar annars vegar og
Ólafs Jóhannessonar hins veg
ar um það, hvort BSRB hefði
lýst yfir fylgi sínu við það að
Bandalag Háskólamenntaðra
manna fengi samningsrétt
eða ekki. Ólafur Björnsson
sagði að taka bæri til alvar-
legrar athugunar hvort ekki
væri eðlilegt að veita Banda-
lagi háskólamenntaðar manna
samningsrétt en vakti athygli
á ýmsum vandamálum sem
fram mundu koma, ef það
yrði gert.
Þá kom einnig nokkuð
fram í þessum umræðum sú
skoðun að ef Bandalagi há-
skólamenntaðra manna yrði
veittur samningsréttur kynni
svo að fara að BSRB sundr-
aðist. Hér fer á eftir frásögn
af umræðunum og kafli úr
ræðu Ólafs Bjömssonar:
Það er einn þáttur kjaramála
opinb. starfsmanna, sem ég get
ekki stilt mig um að fara nokkr-
um orðum um að gefnu sér-
stöku tilefni við 1. umr. máls-
ins, en það er samningsréttur
háskólamenntaðra manna, en
eins og flestum er kunnugt, hafa
verið uppi um það háværar
kröfur á Bandalagi háskóla-
menntaðra manna og einstökum
aðildarfélögum þess bandalags
að fá samningsrétt í eigin hend-
ur fyrir meðlimi sína.
Að vísu kemur það mér nú
nokkuð á óvart, sem mér skild-
ist, að hv. 3. þm. Norðurl. v.
gæfi í skyn, að stjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja væri
þegar fyrir sitt leyti búin að
samþykkja ákveðna breytingu í
þessa átt. En hvað sem því líð-
ht, get óg fullyrt það, að innan
stjórnar bandalagsins er fullur
skilningur á óskum háskóla-
menntaðra manna í þessu efni.
Það er að vísu nú orðið á 3.
ár, síðan ég hef átt sæti í stjórn
bandalagsins, þannig að ég get
ekki talað hér sem neinn full-
trúi fyrir bandalagsstjórnina, en
þessi mál vár þegar oft farið að
bera á góma, þegar ég síðast
átti sæti í bandalagsstjórninni
og ég hef ekki orðið þess var,
að veruleg breyting hafi orðið
á viðhorfum bandalagsstjórnar-
innar í þesus efni. Mér er kunn-'
ugt um það, að þáv. og*raunar
núv. formaður bandalagsins og
bandalagsstjórnarmeðlimir al-
mennt höfðu góðan skilning á
þessum málum og munu út af
fyrir sig vera reiðubúnir til að
fallast á nýja skipan þessara
mála að því leyti, sem slíkt þó
samrýmist hagsmunum heildar-
samtakanna. Fyrir hinu má þó
ekki loka augunum, að hér er
ýmis konar vandi á höndum,
sem gera verður sér grein fyrir,
hvernig leysa má, ef horfið verð-
ur í einhverri mynd að nýrri
skipan þessara mála og vil ég þá
benda á að málið er ekki svo
einfalt, að það sé ákveðinn
fjöldi félaga háskólamenntaðra
manna í Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja, þannig að hægt
sé að leysa það á þann einfalda
hátt, að umboð þessara félaga,
sem sum hver a.m.k. munu einnig
vera aðilar að Bandalagi há-
skólamenntaðra manna, flytjist
yfir til þeirra samtaka. Það hafa
verið aðeins 4 félög háskóla-
menntaðra manna í Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæja.
Það voru nánar tiltekið Presta-
félag fslands. Læknafélag fs-
lands, _ Félag starfsmanna Há-
skóla íslands og Félag mennta-
skólakennara. Samanlögð tala
meðlima þessara félaga mun
varla hafa verið yfir 300 eða
rúml. 5% af meðlimatölu Banda
lags starfsmanna ríkis og bæja
í heild.
Eitt þessara félaga eða Lækna
félag íslands hefur síðar gengið
úr bandalaginu, en í því sam-
bandi má þó vekja athygli á því,
að það var aðeins hluti af
Læknafélagi fslands, sem hafði
aðild að bandalaginu eða hér-
aðs- og embættislæknar. Nei,
flestir háskólamenntaðir menn í
þjónustu ríkisins eru aðilar að
öðrum félögum. í einu tilviki eða
hvað snertir Landssamband
framhaldsskólakennara hafa há-
skólamenntaðir menn að vísu
gengið úr slíkum samtökum og
myndað sitt eigið félag, sem hef-
ur aðild að Bandalagi háskóla-
menntaðra manna. En einmitt,
þegar þetta er haft hugfast, að
háskólamenntaðir menn, sem
starfa í þjónustu hins opinbera,
hafa aðild að öðrum einstökum
bandaiagsfélögum eru yfirleitt
ekki í sérfélögum, gerir þetta
viðkvæmt vandamál ihnan þess
ara einstöku félaga. Og einn sá
vandi ,sem leysa þarf, áður en
þessum málum er ráðið til lykta
er auðvitað sá, hvernig eða eftir
hvaða reglum eigi að draga
markalínurnar á milli Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
og Bandalags háskólamenntaðra
manna í þessum efnum. Maður
getur hugsað sér þá leið, að
Bandalag háskólamenntaðra
manna fari með samnin/gsum-
boð fyrir alla háskólamenntaða
menn, sem eru í þjónustu ríkis-
ins óháð því, hvaða störfum þeir
gegna. Og í öðru lagi væri hægt
að hugsa sér það, að Bandalag
háskólamenntaðra manna fari
með samningsumboð þeirra, sem
gegna stöðum þar sem krafizt er
samkv. 1. og reglum, að há-
skólamenntun þurfi til að fá að
gegna slíkum störfum. í þriðja
lagi gæti náttúrlega líka komið
til greina að Bandalag háskóla-
menntaðra manna fari með
samningsumiboð þeirra, sem í
senn eru háskólamenntaðir og
gegna störfum, sem háskóla-
menntunar þarf til. En fyrir
því verður auðvitað að gera
sér grein, hvaða leið á að fara
í þessum efnum og hver leiðin,
sem valin mundi verða, mundi
skapa sín vandamál án þess að
ég reki það nánar. Ég skal vissu-
lega taka það fram, að ég álít
ekki, að hér sé um neinn óleys-
anlegan vanda að ræða, en það
verður að gera sér grein fyrir
því, hvernig þennan vanda skuli
leysa, áður en málunum er ráð-
ið til lykta og margt er það
fleira í þessu sambandi, sem
auðvitað verður að gera sér grein
fyrir, hvernig nánar skuli skipa,
ef þessi leið verður valin. Og
annar vandi kemur hér auðvitað
líka til, sem hæstv. fjármrh. drap
á í ræðu sinni við 1. umr. máls-
ins og það er þetta, að þó að há-
skólamenntaðir menn vissulega
hafi sína sérstöðu, sem taka þarf
tillit til, geta það verið fleiri
starfshópar, sem óska eftir því
Ólafur Björnsson
sama þannig að þá verður að
finna þann gullna meðalveg í
því efni að gæta þess annars
vegar, að samningsrétturinn
dreifist ekki á allt oÆ margar
hendur, sem getur orðið til þess
að skapa meira eða minna öng-
þveiti í þessum málum og og
svo hins ,vegar að taka tillit til
þess, að allir starfshópar hafa
a.m.k. aðstöðu til þess að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri,
þegar samið er um kjaramál. Mér
er óhætt að fullyrða það, hvað
sem öllu öðru líður, þó að ég,
eins og ég áðan tók fram, tali
ekki hér sem neinn fulltrúi fyrir
núverandi bandalagsstjórn, að
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hefur viljað taka fullt til-
lit einmitt sérstaklega til óska
háskólamenntaðra manna við
samningagerðina og sýnir það
sig m.a. í því, að það hefur allt-
af þótt sjálfsagður hlutur þrátt
fyrir það þó að þeir, sem eru
meðlimir í félögum háskóla-
menntaðra manna séu aðeins um
5% af tölu meðlima bandalags-
ins í heild, að þeir ættu a.m.k.
1 af 5 kjararáðsmönnum, sem
fara með samningsréttinn fyrir
hönd bandalagsins. Og þar sem
það hefur alltaf þótt sjálfsagt,
að formaður bandalagsins ætti
sæti í kjararáði, hafa háskóla-
menntaðir menn þannig í raun-
inni ráðið 1 af 4, sem bandalagið
hafði frjálsan rétt til að ákveða,
hverjir ættu þar sæti í kjara-
ráði. Á þetta vildi ég nú leyfa
mér að benda. Enn fremur á það,
að þó að háskólamenntaðir
menn hafi vissulega ástæðu til
þess að vera óánægðir með sín
launakjör, hafa þó kjarasamn
ingar þrátt fyrir allt verið mjög
stórt spor í áttina til þess að
nokkur leiðrétting fengizt þó á
þessum efnum, því að með fyrsta
kjaradómi, sem upp var kveð
inn fengu háskólamenntaðir
menn yfirleitt miklu meiri launa
hækkanir heldur en almennar
voru hjá opinberum starfsmönn-
um, í mörgum tilvikum launa-
hækkun um 80% eða jafnvel
meira. Nú var það að vísu svo,
að þessi launakjör voru mjög
bágborin og orðin fráleit fyrir,
en hér var þó u>m verulega leið
réttingu að ræða. Og á það má
sérstaklega benda að ég dreg
mjög í efa, að slík leiðrétting
hefði fengizt ef það hefði ekki
verið þannig, að það var banda
lagið, sem tók Þaðuppá sína ðin ólaf j6harajessonar að
arma að leggja serstaka aherzlu
á leiðréttingu á launakjörum
þessara manna. Ég get í þessu
efni talað af nokkurri reyslu, af
því að ég hef verið formaður
þessara samtaka lengur en nokk
ur maður annar hingað til og því
átt í samningum um launakjör
við ýmsa ráðh. úr ýmsum flokk-
um. Og sameiginlegt öllum var
það, að ef farið var fram á leið-
réttingar fyrir láglaunafólk, sem
gegndi hliðstæðum störfum hjá
því opinbera, eins og unnið var
á almennum launamarkaði. Það
var öllum ljóst að það var ekki
mögulegt, heldur að opinberir
starfsmenn höfðu fengið svona
mikla hækkun og þess vegna
þyrftu allir aðilar að fá sömu
hækkun eða jafnvel meira. Það
kom þá í ljós, að hjá almenn-
ingi vantaði skilning á þ-ví, að
leiðréttinga væri í þessu efni
þörf og ég vil ljúka þeim orð-
um, sem ég mæli hér í þessu
tilefni með því að benda á það
að vissulega þarf að endurskipa
þessi samningamál og taka það
til mjög alvarlegrar athugunar
m.a., hvort ekki er eðlilegt að
háskólamenntaðir menn hafi
sinn eigin samningsrétt og fundn
ar séu leiðir til þess að koma
því fyrir á hagkvæman hátt. En
grundvallarvandamálið, sem hér
er um að ræða, leysist þó að
mínu áliti ekki með því einvörð-
ungu.
Ólafur Jóhannesson (F) sagði,
að það væri staðreynd er lægi
fyrir BSRB hefði tékið jákvæða
afstöðu til samningsaðildar
Bandalags háskolamanna og sam
þykkt þess efnis hefði verið birt.
Þetta þyrfti því engum að koma
á óvart. Ræðumaður kvaðst geta
tekið undir það sjónarmið fjá'-
málaráðhtrra að æskilegast væri
að samningsaðilinn væri einr. en
eins og málum væri komið ran
kerfið brotið niður og ekki v ð
það unað. Það hlýtur ennfmn-
ur að vera hagkvæmara að
semja við tvo aðila heldur en
fleiri eins og vel getur orð',5 c-í
þessi þróun heldur áfram Ræðu
maður hvað rök Ólafs Björnsscrv
ar að sínu mati ekki þung á met
unum og hér væri ekki um óleys
anlegan vanda að ræða. Þaö
hlýtur að verða að miða við
það hvort störfin eru’þess eðlia
að háskólamenntunar þurfi !il
þeirra.
Ólafur Björnsson (S) k^að sér
hafa verið kunnugt um það
lengi að stjórn BSRB væri skki
andvíg samningsaðild BH en
hagsmunum heildarsamtakanna
væri ekki þar sem stofnað f
hættu og vel má vera að gerð
hafi verið um þetta einihver al-
menn samþykkt. En ég hef eng-
ar t.illögur séð um skipulag þess-
ara mála í einstökum atriðum.
Mál þetta er ekki óleysanlegt en
við ákveðin vandamál er að etja
og einhver þarf að leggja í það
vinnu að finna á því lausn.
Jón Þorsteinsson (A) sagði,
að sér kæmi á óvart sú futl-
BSRB væri samþykkt samnings
aðild BH. Hann kvaðst stinda
í þeirri meiningu skv. áliti
fulltrúa BSRB í nefnd þeirri er
vinnur að endurskoðun laga um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna að BSRB féllist ekki á
samningsaðild BH. En spurning-
in er þessi: Er einhver grundvall
arástæða til þess, að BH semji
sérstaklega og eiga þá ekki al-
veg eins þeir sem hafa kennara
menntun að semja sér? Ef marg-
ir aðilar eiga að fá samnings-
rétt, getur einnig verið spurning
um, hvort tilteknar ríkisstofnan-
ir eiga ekki að semja sérstak-
lega.
Ný mol
Guðlaugur Gislason (S) hefur
lagt fram á Alþingi frv. um
heimud fyrir ríkisstjórnina til
að selja eyðijörðina Hól f
Ölfusi í Árnessýslu.
Jón Skaftason (F) hefur lagt
fram þingsályktunartillögu um
sérstaka rikisstofnun til þess að
stuðla að uppbyggingu niður-
suðuiðnaðar og ennfremur um
lagningu Vesturlandsvegar f
Kollaf i arðarbotni.
Ágúst Þorvaldsson (F) o. fL
hafa lagt fram frv. um breyt-
ingu á lögum um Stofnlánadeild
landbúnaðarins.
Frv. tveggja Sjálfstœðisflokksþingmanna:
Sjúkradagpeningar og siysabætur
— greiddar með öllum bornum bótþega
JÓN ÍSBERG og Pétur Sig-
urðsson hafa lagt fram á
Alþingi frv. um breytingar
á lögum um almannatrygg-
ingar þess efnis að greiddir
verði sjúkradagpeningar og
slysabætur með öllum börn-
um bótaþega en ekki aðeins
þremur fyrstu börnunum eins
og lög mæla fyrir um nú. í
greinargerð segir:
Þessi takmörkun á greiðslum
til þeirra bótaþega, er njóta
sjúkra- og slysabóta, er senni-
lega komin í lögin fyrir misskiln
ing. í frumvarpi að trygginga-
lögum, sem lagt var fyrir Al-
þingi 1945, segir svo í 31. gr.
að foreldrar eigi rétt á fjölskyldu
bótum, „sem hafa á framfæri
sínu 4 börn eða fleiri“. í 3. mgr.
42. gr. frumvarpsins segir: „Þeg-
ar sjúkrabætur eru greiddar
(þ.e. sjúkradagpeningar til full-
orðinna einstaklinga), er auk
hinna venjulegu fjölskyldubóta
samkv. 30.—32. gr. einnig greitt
með þremur fyrstu börnunum í
hverri fjölskyldu." Ákvæðin um
slysabætur er að fiinna í 55. gr.
frumvarpsins og eru efnislega
eins. Þessi ákvæði frumvarpsins
urðu að lögum um almanna-
tryggingarnar, nr. 50, frá 7. maí
1946, en þar eru ákvæðin um
fjölskyldubætur í 30., 31. og 32.
gr. laganna, um sjúkrabætur í
40. gr. og um slysabætur í 53.
gr.
Samkvæmt þeim ákvæðum,
sem rakin hafa verið, er aug-
ljóst, að ætlunin var að ívilna
þeim, sem urðu óvinnufærir
vegna sjúkdóms eða slysa, þar
sem þeir fengu fjölskyldubætur
með öllum börnum sínum, en
aðrir aðeins með fjórða barni
og þar fram yfir. Nú eru greidd-
ar fjölskyldubætur með öllum
börnum, og er þegar af þeirri
ástæðu ranglátt að takmarka
greiðslu sjúkra- og slysadagpee-
inga við aðeins 3 börn. Auk þes»
má benda á, að ætlun löggjaf-
ans mun vera, að bótaþegar
sjúkra- og slysabóta njóti ekki
minni bóta en öryrkjar, en ör-
yrkjar eiga rétt á barnalífeyri
fyrir öll sín börn.
Útgjaldaaukning vegna þess-
ara breytinga er hverfandi líltiL
Hér er fyrst og fremst um sann-
girnismál að ræða, sem þeir, er
vinna við framkvæmd trygg-
ingalaganna, hafa áhuga á að fá
framgengt.