Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 19

Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1967. 19 - VEGAMAL Framihald af bls. 1. af verðlagsbreytingum leiðir eða bæði tekna ©g gjaldahliðin í áætl un fyrir árin 1967 og 196'8 þann- ig að nauðsyn var á leiðrétting- um. Ég geri ráð fyrir því, að hv. alþm. hafi búizt við því, að þessi þáltill. yrði lögð fram fyrr á þessu þingi og er ekki nema eðli legt, að svo hafi verið. Eðlileg- ast hefði verið, að þál. hefði ver ið lögð fram á sl. hausti og end- urskoðuninni hefði lokið fyrrr áramót. Þetta varð nú ekki og var það vegna þess að vega- málastjóri og samgmrh. hafði þessi mál til at'hugunar í vetur og þurfti að vinna að þeim mál- um með hliðsjón af því, sem gerzt hefur, bæði verðlagstoreyt- ingum svo og skemmdum og öðru, sem orðið hefur vegna nátt úruhamfara. En enda þótt dreg- izt hafi að leggja till. fram, er enginn skaði skeður, vegna þess að framkvæmdir á vegum vega- gerðarinnar hefjast ekki að veru legu leyti fyrr en að vorinu. Svo geta hv. þm. deilt um það, hvort þeim líkar það, sem hér er lagt til, hvort þeir haaf viljað hafa það á annan veg. Eitt er þó sennilega víst, að flestir hv. þm. fhefðu óskað eftir því, að meira #é væri veitt til vegasjóðs í sam bandi við endurskoðun vegaáæti unar heldur en hér er lagt :il. l>ví verður þó ekki neitað, að aukning vegafjárins hefur ve..ð veruleg síðan vegal. voru sa.r- in 1963 og fyrst var farið að vinna eftir nýju lögunum 1964. Það hefur orðið veruleg aukning eins og sjá má á fskj. 1., sem er með þessari till. 1964 er áætl- að vegafé til ráðstöfunar írá vegasjóði 242.1 millj. kr., 1965 263.7 millj. kr., 1966 254.4 millj. kr. og 1967 264.4 millj. kr. og 1968 273 millj. kr. Síðan 1964 hafa tekjur vegasjóðs aukizt um 163.2 millj. kr. Nokkur hluti af þessari aukningu hefur farið til þess að mæta verðhækkunum og auknum kostnaði við fram- kvæmdirnar. En meirihl. hefur farið til þess að vinna ný verk, sem ekki voru með í fyrstu áætl uninni. Það má þess vegna segja, að samkv. nýju vegal. hafi vel tekizt að þessu leyti og þrátt fyrir verðbreytingar hefur vega- sjóður staðið að öllu leyti við þær skuldtoindingar sem hann hefur tekið á sig samkv. vega- áætluninni 1964 og aftur 1965. Ég er sannfærður um það, að út af fyrir sig eru hv. þm. ánægð ir með, að svo skuli vera, sér- staklega vegna þess, að því hafði verið haldið fram, að vega sjóður væri í rauninni gjald- þrota. En að vera gjaldþrota er það að geta ekki staðið við bær greiðslur, sem aðili hefur skrld bundið sig til þess að mæta. Og ég er sannifærður um það, að þeir, sem hafa trúað því að svo væri, eru mjög ánægðir með, að það reyndist ekki vera svo að sjá, að vegasjóður er fær um það að inna af hendi þær skuld- bindingar, sem hann hefur tek- ið að sér og vinna þau verk, sem eru í vegáætluninni. Á árinu 1967 er gert ráð fyrir, að vega- sjóður hafi í tekjur 390.2 millj. kr. Frá því dragast endurgreiðsí- ur, þ.e. benzínendurgreiðsla og áætluð endurgreiðsla þunga- skatts samtals 21.9 millj kr. Eftir verða þá 368.3 millj. kr. sem tekjur vegasjóð* eru áætlaðar á þessu ári En vonir standa til, að tekjur vegasjóðs á þessu ári verði nokkru meiri heldur en áætlað er, eins og reynzt hefur undanfarin ár, þannig að af tekj um ársins 1967 megi yfirfæra en hverja upphæð, kannski álitlega upphæð til ársins 1968. Til við- bótar þessum 368.3 millj. kr., sem vegasjóður hefur til um- ráða samkv. áætluninni, er gert ráð fyrir. að verði unnið að Mý- vatnssveitarvegi á þessu ári, en sá vegur mun kosta samkvæmt áætlun 52.6 millj. fcr. Sá vegur verður greidd- ur að öllu leyti af ríkisins fé. A þessu ári verður unnið fyrir 30 millj. lor. og verður því það fé, sem vegasjóður fær til ráðstöfun ar ásamt þessu ríkisframlagi, 398.3l»millj. kr. Þess skal geta, að þessi vegur hefði ekki verið lagð ur svona fljótt ef kísilgúrverk- smiðjan hefði ekki verið byggð. En þessi vegur hefði komið seinna og er sveifunum í Þing- eyjarsýslu til mjög mikils hag- ræðis og væri því rangt að segja, að hann væri byggður eingöngu vegna kísilgúrverksmiðjunnar. Ég hef heyrt Þingeyinga fagna því út af fyrir sig, að þessi vega gerð kemur, og þótt vegasjóður hafi ekki enn tekið við þessum vegi, er þetta vegaframkvæmd, sem borguð verður af ríkinu og ríkið leggur fé til. Auk þess verða tekin lán samkv. fram- kvæmdaáætlun ríkisstj. á þessu ári 81 milj. kr. og verður því það fé, sem verður til ráðstöfunar í vegagerð á þessu ári, nærri 480 millj. kr. Af því munu fara 42 millj. í vaxta- og afborgana- greiðslur af fyrri lánum. Verða þá um 440 millj. kr. til fram- kvæmda á þessu ári og er það út af fyrir sig allmikið fram- kvæmdafé, enda þótt margir þm. mundi óska eftir því að hafa enn meira til ráðstöfunar, því að eng inn getur neitað því, að það er þörf á því að fá meira fé til veg anna heldur en við nú höfum. Árið 1966 var ráðstafað úr vega sjóði 309 milj. kr. á móti 363.3 millj. nú plús 30'millj. til Mý- vatnssveitarvegar. Má því segjia að veruleg aukning sé á vegafé hjá vegagerðinni að þessu sinni miðað við sl. ár. Tekjur vegasjóðs áætlast þannig á árin 1967 og 1968. Tekjur af bensíngjaldi 1967 260.6 millj. kr., 1968 273.8 millj. kr. Tekjur af þungaskatti 1967 71.2 millj. kr., 1968 75.5 millj. kr. Tekjur af gúmmígjaldi 13.2 millj. kr. 1967 og 14.7 millj. 1968. Ríkisframlag 1967 27 millj. kr. og eftirstöðvar tekna frá fyrra ári 18.2 millj. kr. Ekki er reiknað með ríkisframlagi 1963, en í grg. fyrir þessari till. er tekið fram, að reiknað sé með því, að ríkissjóður leggi til fé á árinu 1958, ef til þess kæmi, að skemmdir yrðu á vegamann- virkjum af náttúrunnar völdum, eins og orðið hefur á síðasta ári. Þá má og reikna með, að eftirstöðvar tekna frá árinu 1967 yfirfærist á árið 1968 og ráð- stöfunarfé 1968 verði nokkru meira heldur en hér er reiknað með. Þær framkvæmdir, sem lagt er til, að verði teknar nýjar inn á vegáætlunina, eru brýr, þ.e. Jökulsá á Sólheimasandi, sem áætlað e, að kosti 12 millj. kr., Eldvatn 3 millj. kr. Gljúfurá og Bakkarholtsá í Ölfusi 2 millj. k. 1967 og 2 millj. kr. 1968. Það eru 17 millj. kr. þessar brýr á þessu ári og auk þess 2 millj. kr. á árinu 1968, önnur brúin í Ölfusi. Þá er gert ráð fyrir að taka nýjar vega- framkvæmdir inn í áætlunina og lagt til, að Grundarfjarðar- vegur, sem kostar 1.2 millj., verði tekinn inn í áætlunina,. Vesturlandsvegur í Gilsfirði, 1.3 millj., Strandavegur sunnan Hólmavíkur 0.7 millj., Austur- landsvegur 3 millj. í grg. segir, að allar þessar fjárveitingar til þjóðbrauta séu miðaðar við að ljúka ákveðnum vegarköflum, sem valda sérstökum erfiðleik- um vegna vetrarumferðar og í því sambandi ekki hvað sízt vegna læknisþjónustu og mjólk- urflutninga um tvo fyrst nefndu vegina. Á Strandavegi er fjár- veitingin til greiðslu lána, sem sýslunefnd tók á s.l. ári til þess að fá nothæft vegasamband að vetri til milli sveitarinnar og kauptúnsins. Á Austurlandsvegi er fyrst og fremst ætlazt til þess, að þetta fé fari til að tryggja samband við Breiðdalsheiði og Hróarstungu til Egilsstaða vegna læknisþjónustu og samgangna við flugvöll. Að öðru leyti eru fjárveitingar til einstakra vega óbreyttar. Þá er einnig fjallað um brýrn- ar, nýju, sem gert er ráð fyrir, að teknar verði í vegaáætlun. Það er Jökulsá á Sólheimasandi. Brúin ú Jökulsá á Sólheimasandi var byggð á árunum 1921—1922 og var þá höfð 200 m löng vegna jökulhlaups, sem komu í ána. Farvegur árinnar er mjög grýtt- 'ur á brúarístæðinu og þegar brúin var byggð, voru engin tök á að grafa djúpt fyrir stöplum, þar sem beita varð eingöngu v landverkf ærum. Af þessum sökum hefur áin grafið undan stöplum nokkrum sinnum. Árið 1945 lokaðist brúin á 2. viku af þessum sökum og seig þá land- stöpull að austan um lmetra. Haustið 1965 hrundi vestur- landsstöpull brúarinnar og var hún þá stytt um eitt haf eða 20 m. í janúar s.l. gróf enn á ný undan einum millistöpli með þeim afleiðingum, að öll um- ferð tepptist á aðra viku. Þar sem brúin á Jökulsá er eina samgönguleiðin fyrir alla byggð ina í Vestur-Skaftafellssýslu, er óhjákvæmilegt að endurbyggja brúna þegar á þessu ári, því að í nýju flóði gæti hæglega farið svo, að brúin hrynji alveg og það gæti tekið marga mánuði að. koma upp bráðabirgðabrú. Er ráðgert að endiurbyggja brúna nokikuð neðan við gömlu brúna, þar sem reka má staura undir stöpla. Er kostnaður við þessa brúargerð áætlaður um 12 millj. kr. Þá er það brúin á Eldvatni. Ný brú var byggð á Eld- vatni árið 1965. Var sú brú 54 m löng og kom í stað 24 m langrar járnbitabrúar með timburgóifi, sem byggð var árið 1910. Þessi nýja brú var byggð við hliðina á gömlu brúnni, sem var svo rifin. Þessi nýja brú átti einnig að leysa af hólmi járngrindabrú frá 1930 hjá Sióra-Hvammi og veginum austan Eldhrauns breytt í'sam- ræmi við það. í hlaupinu, sem kom í Skaftá í lok nóvember 1966, sopaðist burtu klettur í miðri ánni, sem gamla brúin nafði staðið á og einn af milli- stöplum nýju brúarinnar einnig. Við þetta seig brúin mikið og varð ófær til umferðar. í flóð- inu lækkaði farvegur árinnar um 5 m og foss, sem verið hafði nokkuð neðan við brúna, færðist upp fyrir hana. Við könnun á þykkt hraunhellunnar, sem er austan við ána, kom í ljós, að hún er 15 m þykk, en undir henni 7 m þykkt lag af jarð- vegi. Hefur sá jarðvegur verið fyrir, þegar hraunið rann fram Skaftártungu 1789. Engin leið var að sjá þetta fyrir.þar sem hvergi í gljúfrinu var annað að sjá þarna en heila klöpp. í lok janúar hrundi annar millistöpull brúarinnar, sem stóð á austur- bakka árinnar og þá hrundi öll yfirbygging brúarinnar. Ráð- gert er að endurbyggja brúna á sama stað, en lengja hana um 10 m austur á hraunið, en nota stöplana að vestan .Kostnaður við þetta er áætlaður 3 millj. kr. Þá eru það brýrnar í Ölfus- inu, Gljúfurholtsá og Bakkar- holtsá. Endurbygging þessara brúa var ekki áður í vegáætlun, en talið er óhjákvæmilegt að endurbyggja þær í ár vegna flutninga á þungum vélahlutum að Búrfellsvirkjun, en brýr þess- ar eru 41 árs gamlar og hafa verið verulegur farartálmi um nokkurt skeið. Verða brýr þess- ar byggður með tveim akreinum og tnunu falla inn í framtíðar- veglínu milli Hveragerðis og Selfoss. Er áætlað að byggja báðar brýrnar í ár, en Lands- virkjun muni aðstoða við greiðslu á helmingi kostnaðar til næsta árs. Þetta eru skýringarnar á því, að lagt er til að taka þessar brýr inn í vegaáætlunina og einnig þá vegi, sem ég nefndi hér áðan. Þá er hér á bls. 2 á þessu skjali gert ráð fyrir því eða sýnt, hvernig skipting gjaldanna verð- ur. Það er, viðhaldiskostnaðurinn reiknaður árið 1967 139.3 millj. kr. og 1968 145.2 millj. kr. Við- haldskostnaður 1966 v>ar 126 millj. kr. og 1965 um 100 millj. kr. Er því lagt til að auka við- haldsféð nokkuð og kemur það m.a. til af því, að gert er ráð fyr- ir að breyta snjómokstursregl- unum frá því, sem verið hefur. Er gert ráð fyrir, að þær breyt- ingar hafi nokkurn aukinn kostn að í för með sér, 1 millj. á ár- inu 1967 og 4—5 millj. á árinu 1968. Snjómoksturskostnaðurinn er alltaf áætlaður og er ákaflega misjafn frá ári til árs. Eitt árið var hann aðeins 6 millj. og eitt árið fór hann upp í 17 millj. Og hér er svo að lokum á bls. 22 um hraðbrautir, en hraðbraut- ir er oft talað um nú í sambandi við vegaframkvæmdir. Og allir hv. þm. vita þá, hvað við er átt. Það eru vegir, sem hafa umferð, daglega umferð 1000 bíla eða meira og samkv. vegatalningu er talsvert á 4. hundrað km. sem teljast til hraðbrauta nú. Það er Suðurlandsvegurin austur á Skeiðavegamót og það er Vest- landsvegurinn upp í Borgarfjörð og nokkui- vegarkafli út frá Ak- ureyri. Sannleikurin er sá, að með þessari miklu umferð er erfitt að halda vegunum við með því að bera möl í þá til víðhalds. Og þess vegna verður því ekki frestað um mörg ár að gera var- anlegt slitlag á þessa vegi. Það hafa verið garðar ráðstafanir til þess að undirbúa þessar fram- kvæmdir og skipuð var nefnd nú í vetur til þess að gera könnun á því, hvernig heppilegast væri að standa að þessu. N. vinnur að þessum málum og komið hef- ur í ljós, að heppilegast muni hafa verið gerðar ráðstafanir til brauta, sem krefjast mikils tíma og kostnaðar að undirbúningur hraðbrauta tekur mikinn tíma og krefst mikils kostnaðar. Auk Venjulegs verkfræðiundirbúnings krefst verkfræðiundirbúningur almenns samkeppnisútboðs um slíkt verk og mikillar vinnu og lánastofnanir krefjast margs kon ar athuguna og áætlunargerðar, er sýnir og siaðfestir hagkvæmni slíkra framkvæmda. Og það er því augljóst, að nauðsynlegt er að hefja þennan undirbúning af fullum krafti sem fyrst, ef von á að verða til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir fyrir al- vöru sumarið 1969. En þá hefst nýtt áætlunartímabil í vegagerð. 'Það má segja að talið er nauð- synleg undirbúningsvinna eftir- farandi: í fyrsta lagi þarf að gera al- manna samgönguáætlun fyrir landið allt í heild, sem hafi það markmið að skapa grundvöll fyr- ir samanburði á hagkvæmni mismunandi leiða til þess að leysa samgönguvandamálið. Slík athugun myndi meðal annars stefna að því að hér var nauð- syn og efnahagslegan ávinning á lagningu hraðbrauta og bera þá saman nauðsyn annarra fram kvæmda í samgöngumálum. Slík athugun er nauðsynleg bæði fyr- ir íslendinga sjálfa til þess að marka framtíðarstefnuna í sam- göngumálum, en auk þess er lik- legt að hugsanlegir lánveitend- ur muni telja hana nauðsynlega til staðfestingar á efnahagslegu gildi framkvæmdarinar. Þessi JÓN ísberg og Pétur Sigurðs son hafa lagt fram á Alþingi frv. um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar þess efnis að dagpeningar vegna atvinnuleysissbóta verði greiddir með öllum börnum bótþega í stað þriggja nú. í greinargerð segir: Samkvæmt gildandi lögum eru aðeins greiddir dagpeningar vegna atvinnuleysisbóba með þremur fyrstu börnum bótþega. Þetta ákvæði hefur sennilega komizt inn fyrir misskilning vegna greiðslu fjölskyldubóta og til þess að vera í samræmi við almannatryggingalögin, enda sagt í greinargerð frumvarpsins að lögum um atvinnuleysisfrygg ingar, að samræmi væri við bóta ákvæði almannatrygingalaganna. Sú breyting, sem flest í þessu frumvarpi, hefur ekki mikil auka athugun ætti ekki að kosta mjög mikið fé og á Efnahagsstofuunin að geta tékið hana að sér, t.d. með aðstoð eins eða tveggja norskra sérfræðinga, sem kunn- ugir eru sams konar vandamál- um. Anar þáttur verði verk- fræðilegur undirbúningur á lagn ingu þeirra hraðbrauta, sem nauðsynlegar virðast ásamt mati á hagkvæmustu legu þeirra og gerð. Hér er um mjög umfangs- mikla og kostnaðarsama starf- semi að ræða, sem Vegagerð rík isins getur ekki tekið að sér Verður líklega óhjákvæmilegt að nema með stórauknum mannafla. erlent verkfræðifyrirtæki verði- ráðið til þess að vinna að þess- um störfum í náinni samvinnu við Vegagerð ríkisins og verk- ifræðinga. Þess má geta, að vega málastjórinn er þeirra skoðunar, 'að það muni verða óhjákvæmi- legt að vegagerðin fái stóraukinn mannafla til þess að vinna að þessum málum og ekki talið ó- heppilegt að erlent verkfræði- firma taki þetta að sér undir umsjón eða í náinni samvinnu við vegamálastjóra. Þessi undir- búningur mun kosta allmikið fé og er eðlilegt að sá kostnaður verði færður sem stofnkostnaður á þau verk sem unnin verða eftir þessari áætlun. Nauðsyn- legt er, að hafizt verði handa á þessu ári um þennan undir- búning og unnið af kappi á því næsta til þess að útboðslýsingar geti legið fyrir, haustið 1968 og að hefja megi framkvæmdir á árinu 1969 með nýrri vegaáætl- un. Það er gert ráð fyrir að það megi útvega allt að 40% af kostn aðinum að láni erlendis. En hvernig hinn hlutinn verður út- vegaður fer vitanlega eftir því hvað ríkisstj. og Alþ. leggur til í því máli. En það er ljóst að það þarf mikið fjármagn og er gert ráð fyrir að um 230 km. af hraðbraut með varanlegu slit- lagi muni kosta um 1500 millj. kr. Hér er mikið verk að vinna og það þarf samstillt átak til þess að það megi takast og þetta verk þarf að vinna fljótt og þarf. að vinna vel, en það þarf undir- búning og þess vegna þarf engan að undra, þótt ekki verði gert stórt átak í hraðbrautalagningu á þessu ári eða næsta, vegna þess að það hefur ekki tekizt sá nauðsynlegi undirbúningur und- ir þær framkvæmdir enn sem komið er, til þess að hægt sé að byrja. Ég tel herra forseti, að það sé ekki ástæða til þess að fara fleiri orðum um þetta með að það verði umræður um mál að svo stöddu; ég reikna þær tlll. sem liggja fyrir ura þetta mál, svo mikið hagsmuna- mál sem það er öllum og þesa vegna gefst kostur til jss að taka þá til máls aftur. útgjöld í för með sér, en þótt svo væri, ber að breyta þessu, vegfta þess að hér er fyrst og fremst um sanngirnismál að ræða. Börn atvinnuleysingjia um fram þrjú þarf einnig að borga, og sé raunverulega um atvinnu- leysi að ræða, þá hefur afvinnu- leysinginn engar tekjur til þes* að kaupa fyrir nauðþurftir sínar, aðrar en bæturnar. Bæturnar hrökkva að vísu skiammt, en það er önnur saga, en þessa missmíð íöggjafans er sjálfsagt að lag- færa. Chicago, AP. CEVDET Sunay, forseti Tyrte* lands, sem nú er á ferðalagi um Bandaríkin, var gerður að heið- ursborgara Chicago-borgar sL mánudag. Forsetanum hefur ver- ið mikill sómi sýndur og hvar- vetna vel fagnað á þessu ferða- lagi sínu. f fyrri viku ræddi hann við Johanon forseta. Frir. tveggja Sjálfstœðisflokksþingmannai Dagpeningar vegna atvinnu leysisbóta — með öllum börnum bótþega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.