Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 24

Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. Opinber stofnun óskar eftir skrifstofustúlku frá 1. maí n.k. Vélrit- imarkunnátta og þekking í ensku nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 16. þ.m. merkt „Skrifstofustúlka 2228.“ Yfirhjúkrunarkontistaða Staða yfirhjúkrunarkonu, sérlærðrar í geðveikrahjúkrun, við Kleppsspítalann er laus til umsóknar frá 1. maí 1967. Laun samkvæmt úrskurði kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Kiapparstíg 29, Reykja- vík, fyrir 27. apríl n.k. Reykjavík, 11/4 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Valgeröur Guðmunds- dóttir - ZIPLON Nylon rennilásar eru heimsþekktir fyrir framúrskarandi gæði og hagstætt verð. ZIPLON Nylon rennilásar og málmrennilásar fyrir liggjandi í öllum litum og stærðum. SÍMI 15583. DLW nælongólfteppi í gulum, rauðum, grænum, bláum, brúnum og gráum litum. J. Þðilál & Itlorðmann hf. Bankastræti 11. Skúlagötu 30. BJARNI BEINTEINSSOM LÖGFRÆÐI NGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI • VALDf SÍMI 135 36 Fædd 12. des. 1885 Dáin 4. apríl 1967 f DAG verður til moldar borin, frú Valgerður Guðmundsdóttir frá Ásgarði í Grindavík. Hún var fæda að Klöpp í Þórkötlu- staðahverfi 12. des. 1885. Foreldiar hennóir voru hjónin Margrét Árnadóttir og Guðmund ur Jónsson útvegsbóndi. Valgerður ólst upp í góðum föðurhúsum og mótaðist þar í hæga og prúða stúlku. Einn fagran júnídag árið 1911, gekk hún að eiga Dagbjart Ein- arsson frá Garðhúsum í Járn- gerðastaðahverfi, son hinna mætu hjóna Guðrúnar Sigurðar- dóttur og Einars' Jónssonar, mik- ils athafnamanns Valgerður og Dagtbjartur byrj- uðu búskap að Velli í Járngerða- staðahverfi og stundaði Dagbjart ur sjómennsku jafnhliða. Hús þeirr^ var staðsett niður við 3jó- Frá Búrfellsvirkjun Óskum eftir að ráða: Lærðan matreiðslumann. Lærðan kjötiðnaðarmann. Fosskraft Suðurlandsbraut 32 Sími 38830. Skrifstof ustú I ka — opinber stofnun óskar eftir skrifstofustúlku sem fyrst og eigi síðar en 1. maí n.k. Vélritunarkunn- átta og enskukunnátta nauðsynleg. Laun samkv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn með uppl. um mennttm og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir 18. þ.m. merkt: „Skrif- stofustúlka 2275.“ BRÆÐURNIR KAMPAKATU — TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN KVIKSJA ÞAÐ er þó nokkuð síðan að byrjað var að nota sjónvarp í skólum og hefur árangurinn af þeirri kennsln verið mjög já- kvæður. í Japan nærsjónvarps kennslan til 24% af þjóðinni. 1 Bandaríkjunum reka almenn ir skólar og háskólar 60 sjón- varpsstöðvar og í einu tilfelli var sjónvarpað frá flugrvél, sem. fór svo hátt að sendingin náði yfir 200.000 ferkm. svæðL I mörgum Iöndum eru sjón- varpsútgjöld föst árleg út- gjöld. 1 mörgum tilfellum er sjónvarpsefnið notað í staðinn fyrir bækur, í öðrum tilfellum t.d. þar sem alls engar bækur eru notaðar, getur sjónvarpið komið að fullum notum. f Sov- étríkjunum eru dagl. sending- ar í tnngumálum, ýmsum fög- um o.fl. FROÐLEIKSMOLAR inn og útfhús, garðar og vel hirt tún allt í kring. Lífið brosti við ungu hjónun- um, efnilegur barnahópur var að komast á legg. En margt getur breyzt á ein- um degi. Hinn 19. janúar 1923 gerði fárviðri mikið með aftaka- brimi sunnanlands. í Grindavib varð brimið svo afskaplegt að sjór gekk á land meira en 150 metra upp fyrir venjulegt stór- straumsfjöruiborð. Sjórinn tók marga báta, braut suma í spón en stórskemmdi aðra. Manntjón varð ekkert. Þetta varð mjög mikið eigna- tjón fyrir hjónin að Velli, hús, garðar, matarbirgðir, tún, allt eyðilagðist, allar kindurnar fór- ust utan ein, kúnum varð bjaig- að. Eftir þetta réðist Dagbjartur 1 að byggja Ásgarð stórt og mynd- arlegt hús, enda veitti ekki sf, börnin voru orðin 10. Þau eru Hrefna, Vilborg, gift Peter Wigelund, skipasmíðameist ara, Guðrún gift Gísla Jóhanns- syni, útgerðarmanni, Einar, ut- gerðarmaður, giftur Laufeyju Guðjónsdóttur, Margrét gift Guðlaugi Guðmundssyni, vél- stjóra, Jóhanna, gift Ósbari Gíslasyni, skipstjóra, Guðmund- ur, útgerðarmaður giftur Aðal- heiði Jónsdóttux Katla, ekkja Valgeirs Magnússonar, Valbjórt, búsett í Bandaríkjunum og Biyn dis, gift Jo>hn Van Ancken. Eftir lát Dagbjartar 1944, skiptu bræðurnir Ásgarði á milli sín, en Valgerður byggði sér minna hús, ásamt Gísla og Guð- rúnu dóttur sinni, en þær mæðg- ur hafa alla tíð búið saman og hefur Valgerður dóttir þeirra hjóna reynzt ömmu sinni alveg sérstaklega vel. Öll börnin lifa móður sína og var dásamlegt að sjá þau ®g tengdaibörnin umvefja hana síð- ustu vikuna, sem þau fengu að hafa hana hjá sér, það var aldrei vikið frá rúminu hennar, auð- séð var, hve mikils virði, hún var þeim Barnabörnin eru 25 og barna- barnabörnin 27. Hún hafði mikla ánægju af þeim og naut lífsins alla tíð með stóra hópinn í kring um sig. Slæmt þótti henni, þeg- ar hún gat ekki lengur prjónað sokka á litlu fæturna. Við viss- um alltat. hvað var í jólapakk- anum hennar ömmu. Það prjón- aði enginn, eins fallegar hosur og hún. Valgerður hefði ekki vidað láta hrósa sér í minningagrem að henhi látinm það var fjarri hennar hugsunarhæt.ti, hún vann verk sán hljóð, og barst ekki á í lífinu. Elsku amma, við barnaibörnin þín, þökkum þér fyrir allaT bæn irnar, sem þú kenndir okkur og allt, sem þú hefur verið okkur. Við vitum að ef það er cétt, sem okkur (hefur verið kennt, að svo munum vér uppskera, svo sem vér höfum sáð, munt þú fá góðar móttökur í þínuim nýju heimkynnum. Eria Wigeluud.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.