Morgunblaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1967.
3
„Heilsulind" opnu5 að
Hverfisgötu 50
NÝ HRESSINGAR-, snyrti-
og fegrunarstofa, Heilslulind-
in, tekur til starfa, í dag að
Hverfisgötu 50, 3. hæð. Eru í
stofu þessari ýmsar nýjungar,
sem miða að því að fullnægja
sem bezt þörf kyrrsetufólks
fyrir hressandi böð, nudd og
svipaða meðhöndlun til end-
urnýjungar á þreki sínu og
starfsgleði.
Eigendur Heilsulindarinnar,
frú Sigríður Gunnarsdóttir og
Jóhann Marel Jónasson sýndu
blaðamönum fyrirtækið og
ræddu við þá sl. miðviku-
dag. Sigríður mun stjórna dag
legum rekstri og stjórna jafn-
framt tízkuskóla sínum í sam
bandi við það.
l>au sögðu að þarna væru
ýmis tæki, sem aldrei hefðu
verið í notkun hér á landi
fyrr, og öll hin fullkomnustu.
Þjónustan væri bæði fyrir
karla og konur.
Viðskiptavinur fyrirtækisins
getur valið á milli gúfubaðs
og þurrhtabaðs, en að því
búnu getur hann fenkið nudd
meðhöndlun af ýmsu tagi.
Þeir, sem þess óska, geta feng
ið handnudd með venjulegum
hætti, en auk þess stendur til
boða notkun ýmissa nudd-
tækja. Má t.d. nefnd tæki,
sem kallað er G—5 á erlendu
máli, en því fylgja ýmis auka
tæki, sem notuð eru við nudd
ýmissa likamshluta. Einnig
gefst þeim, sem þess óska,
kostur á að nota grenningar-
belti, sem mörgum þykir hent
ugt til megrunar.
Grenningarbekkur „Relax-
a-tron“, stendur einnig við-
skiptavinum til boða. Nudd-
bekkur þessi var fundinn upp
með margra ára samstarfi og
tilraunum lækna og tæknifræð
inga, og eru á honum tíu reit
ir, knúðir rafmagni, sem ná
til hinna ýmsu hluta líkam-
ans, þegar legið er á bekkn-
um. Er hægt að láta einhvern
einstakan reit vera að verki
en hægt er að beita fleiri reit
um í senn, ef þarf, því að
ails geta niu starfað samtím-
is. En viðskiptavinurinn ligg-
ur í fullkominni hvíld á með-
an og getur jafnvel sofið, ef
svo ber undir.
I>á hefur Heilsulindin raf-
magnstæki til að hreinsa and
litshúð, og í því sambahdi er
hægt að fá andlitsnudd. Auk
þess er tæki til lagfæringar
á æðasliti í andliti, og loks
" I
er rétt að geta geysimikils i
ljósalampa til baða. Gefur 7
hann bæði 'heita og kalda \
geisla, innrauða og ú'tfjólu-
bláa, og þeir, sem nota hann
að staðaldri á réttann hátt,
eru ætíð eihs og þeir stundi 1
sólböð í Suðurlöndum. 11
Konum er einnig veitt sér-
stakt brjÓ9tanudd til þess að
styrkja brjóstin. 1
Ráðunautur við skipulag og l
tilhögun Heilsulindarinnar hef J
ir verið ensk kona, Mrs. Peta \
Hancock, sem hefir unnið við (
uppsetningu á slíkum stofum í
víða um lönd á undanförnum /
árum. Hún segir meðal annars \
um Heilsulindina: i
„Það er starf mitt að veita I
fólki aðstoð við að koma á J
fót slíkum stofnunum í Eng- 1
landi og úti um heim, svo og (
að þjálfa starfsliðið. Það eru ?
engar ýkjur, er ég fullyrði, að /
Heilsulindin í Reykjavík er \
fullkomnasta siík hressingar- 1
og fegrunarstofa, sem ég hefi l
átt þátt í að undirbúa. Þegar J
ég held heim ætla ég að hafa J
með mér skipulagsteikningu I
af stofunni hér og sýna mönn l
um á Eglandi, hvernig búa J
á fyrsta flokks stofu af þessu 1
tagi. i
Hér verður veitt svo ágæt f
þjónusta og svo mikilvæg fyr
ir heilbrigði fólks, að ég er I
ekki í vafa um, að Heilsulind k
in muni öðlasrt miklar vinsæld 1
ir. '
Á þeim stutta tíma sem ég I
hefi verið á íslandi, hefi ég i
orðið þess áskynja, að almenn |
ingur hér á landi er mjög
framsækinn og sólginn í að til \
einka sér nýjar hugmyndir og I
Framhald á bls. 26 i
Marela Geirdal, ein starfsstúlknanna fer í ljósbað. önnur
starfsstúlka, Elsa Breiðfjörð réttir henni sérstök hlífðargler
augu. 1 sólbaði verða menn brúnir á öllum likamanum.
Laugalsskjarskóli vonn í
nmlerðarkeppni skóloborna
SL. þriðjudag fór fram verð-
launaafhending í spurninga-
keppni skólabarna um umferð-
armál. I keppninni tóku þátt
börn úr 12 ára bekkjardeildum
barnaskólanna í Reykjavík og
lauk henni með sigri Laugalækj-
arskóla. Þetta er í annað skiptið
Bem spurningakeppni fer fram,
en í fyrra sigraði Laugarnesskól-
Inn.
Keppnin var þrískipt og fór
fyrsti hluti hennar fram 5. des
ember. Þá voru lagðar 15 spurn-
ingar um umferðarmál fyrir öll
börn í 12 ára bekkjardeildum,
sem börnin svöruðu skriflega. Til
miðhluta keppninnar mætti skóla
lið frá hverjum skóla skipað
þeim nemendum, sem bezt höfðu
staðið sig i fyrsta hluta. Lauk
þeirri keppni með sigri Lauga-
lækjarskóla og Melaskóla, sem
siðan kepptu til úrslita. Var úr-
slitakeppninni útvarpað í barna-
tima ríkisútvarpsins, 19. marz,
og lauk henni með sigri Lauga-
lækjarskóla.
Verðlaunaafhending fór fram á
þriðjudaginn í sal Laugalækjar-
skóla, að viðstöddum skólastjóra,
kennurum og nemendum skól-
ans. Egill Gestsson, deildarstjóri,
afhenti fyrirjiða skólasveitarinn-
ar fagran farandbikar, sem sam-
starfsnefnd bifreiðatryggingarfé-
laganna hefur gefið, ásamt öðr-
um minni bikar til eignar.
Bjarki Elíasson yfirlögreglu-
þjónn, flutti við þetta tækifæri
ávarp og afhenti skólanuin við-
urkenningarskjal fyrir góða
frammistöðu frá lögreglustjóran-
um í Reykjavík. Auk Bjarka og
Egils voru viðstaddir verðlauna-
afhendinguna: Ásmundur Matthí
asson, lögregluvarðstjóri, sem hef
ur með höndum umferðarfræðslu
í skólum, Sverrir Guðjónsson,
aðst. yfirlögregluþjónn, og Pétur
Sveinbjarnarson, fulltrúi umferð
arnefndar Reykjavíkur.
Guðmundur Magnússon, skóla-
stjóri, flutti að lokum ávarp,
þakkaði gestum komuna og
kvaðst hann vona, að keppni
þessi færi -fram afur á næsta
ári og yrði einn þáttur i þeirri
viðleitni umfeðarnefndar og lög-
reglunnar að auka umferðar-
fræðslu í skólum Reykjavíkur-
borgar.
(Fréttatilkynning frá umferðar
nefnd Reykjavíkurborgar).
Spilakvöld á
ísafirði
SPILAKVÖLD verður í Sjálf-
stæðishúsinu á ísafirði n.k. sunnu
dagskvöld kl. 20:30. Veitt verða
glæsileg kvöldverðlaun og að
lokum dansað undir leik V.V.
og Barða til kl. 01.
STAKSTEIMAR
Erfðarprinsinn
kemst til valda
Margir hafa velt því fyrir sér,
hvers vegna kommúnistar hafl
nú tekið ákvörðun um uppgjör
við samstarfsaðila sína í Alþýðu-
bandalaginu með þeim hætti,
sem fram kom við ákvörðun
framboðslista Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík við Alþingiskosn
ingarnar í vor, þegar boðinn er
fram svo til hreinn flokkslisti
Sósíalistaflokksins. Vitað er, að
Einar Olgeirsson hefur talið þaS
sitt höfuðhlutverk innan Sósíal-
istaflokksins og Alþýðubanda-
lagsins að reyna jafnan að lappa
upp á þessi samtök, þegar allt
hefur verið að því komið að
springa í loft upp eins og oft
hefur verið á undanförnum ár-
um. En skýringin er þó nærtæk.
Einar Olgeirsson stjórnar ekki
lengur ferðinni. Eftir margra
ára og langa bið, er erfðaprins-
inn að komast til valda og vinnu-
brögð hans eru önnur en fyrir-
rennarans. Ótvírætt er, að Mao
Tse-tung, kínverski kommúnista-
leiðtoginn á ekki traustari fylg-
ismann hér á landi en Magnús
Kjartansson, sem nú skipar
fyrsta sæti á framboðslista
kommúnista í Reykjavík í stað
Einars Olgeirssonar. SamúS
Magnúsar með aðgerðum Maos í
Kina hefur komið greinilega É
ljós í Þjóðviljanum en þó er fæst
um kunnugt um þau átök, sem á
tímabili fóru fram að tjaldabaki
á ritstjórnarskrifstofum Þjóð-
viljans um afstöðuna til „menn-
ingarbyltingarinnar" og birtingu
ýmissa greina um hana, sem voru
jákvæðar fyrir Mao og Magnús
Kjartansson óskaði að birta, en
var bannað. Hrifning hans á Mao
kemur og greinilega fram í bók
hans um Kína.
Uppgjör í Peking
og Reykjavík
Og hinn nýi forustumaður
kommúnista hér á landi hefur
greinilega ákveðið að feta dyggi-
lega í fótspor Maos. Á meðan
Mao stendur í ströngu í Peking
og gerir upp sakir við ýmsa hóf-
samari í flokki kinverskra komm
únista, lætur erfðaprinsinn til
skarar skríða í sínum flokki og
þurrkar gjörsamlega út af fram-
boðslista kommúnista alla þá,
sem ekki eru rétttrúaðir. Eftir
á gerir hann svo broslegar til-
raunir til þess að halda því fram,
að því fari „víðsfjarri" að fram-
boðslisti kommúnista sé hreinn
flokkslisti en eina hálmstráið,
sem hann hefur í þeim efnum er
að flugumaður kommúnista í röð
um framsóknarmanna, Jón
Snorri Þorleifsson, sé á listanum
og vera hans þar „staðfesting
þess að samtökin eru nú mun
víðtækari en þau voru áður."
Þótt maður þessi hafi af hags-
munaástæðum ekki gerzt fuH-
gildur meðlimur í Sósíalista-
flokknum hefur hann jafnan f
öllum þeim átökum, sem staðið
hafa innan Alþýðubandalagsins
undanfarna mánuði og ár tekið
eindregna afstöðu með Sósíalista
félagsklikunni í stjórn Alþýðu-
bandalagsins og fer því ekkert á
milli mála hver hugur hans er
til þeirra. Það gagnar því lítt að
veifa þeirri dulu og telja hana
sönnun þess, að hér sé ekki um
hreint flokksframboð Sósíalista-
flokksins að ræða.
Bezta sönnun fyrir afstöðu
Jóns Snorra til Sósíalistaflokks-
ins er að finna í ummælum
Brynjólfs Bjarnasonar á flokks-
þingi kommúnista i nóv. sl. þeg-
ar hann sagði, að í öllu stríðinu
innan Alþbl. hefði einn maður
aldrei brugðizt og sá hét Jáa
Snorri!