Morgunblaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLABIÐ' ‘'FÖSTUDAtfUR 14. APRÍL 1967. 15 Glæsilegir hljóm- leikar á ísafirði SUNNUKÓRINN og Karlakór ísa fjarðar héldu glæsilega hljóm- leika í Alþýðuhúsinu á ísafirði í gærkvöldi ogr fyrradag og var aðsókn svo mikil að ákveðið hef- ur verið að endurtaka þá í kvöld. Söngskráin var mjög fjöl breytt. 58 manna söngflokkur söng m.a. Dónárvalsana, vegna 100 ára afmælis valsanna, bland- aðan kór úr einni af óperum Verdis o. fl. Karlakór ísafjarðar söng sex lög með aðstoð kvennaradda úr Sunnukórnum. Einsöngvarar með þeim voru Margrét Finnbjarnar- dóttir, Gunnlaugur Jónasson og Gunnar Jónsson. Herdís Jónsdótt ir söng fjögur lög með píanó- undirleik og Gunnlaugur Jónas- son önnur fjögur síðara kvöld- ið. Auk þess var tríó með ein- um kórnum og tvöfaldur söng- kvartett kom fram bæði kvöld- in. Aðalsöngstjóri var Ragnar H. Ragnar, skólastjóri, og Sig- urður Demenz Fransson, stjórn- aði fjórum lögum. Undirleik ann aðist Hjálmar Ragnarsson, fjórt- Að synda á móti straumnum Umsögn vikuritsins „Time" um Brekkukofsannál Laxness Ragnar H. Ragnar skólastjóri. án ára gamall sonur Ragnars H. Ragnar. Listamönnunum var öllum geysivel tekið. í gærmorgun seldist upp á tón leikana í gærkvöldi og er ætl- unin að endurtaka þá í 3ja sinn í kvöld. Kommúnistar hóta að myrða fréttamenn — á Kandssvæ&i Suður-Vietnam Saigon, 11. apríl — AP KOMMÚNISTAR hafa sett upp varðstöð á landssvæði S- Víetnama rétt sunnan landa- mæranna. Hótuðu þeir að skjóta til bana ljósmyndara og kvikmyndatökumenn, sem reyndu að mynda Ben Hai brúna. S-víetnamska lögregl- an hefur lokað brúnni fyrir fréttamönnum og ljósmynd- urum, en áður hafði yfirmað- ur s-víetnamska lögregluliðs- ins gefið út tilskipun þess efnis, að fréttamenn mættu fara til brúarinnar, sem her- menn N-Víetnamstjórnar fóru yfir í síðustu viku til að und- irbúa innrásir í S-Víetnam. Bandarískar flugvélar dreifðu i dag 3.5 milljónum bæklinga yfir Hanoi og nágrenni, þar sem flett er ofan af áróðri komm- únista í N-Víetnam. f bækling- unum er m.a. greint frá komm- únista, sem er í haldi í S-Víet- nam, en sum blöð í Hanoi sögðu að hefði fallið í hetjulegri bar- áttu gegn Bandaríkjamönnum. Lýsti greindur kommúnisti því yfir, að hann væri því frábitinn, að á hann væri litið sem hetju, Gretsjko varnar- málaráðherra Sovétrikjanna Moskvu 12. apríl NTB ANDREI Gretsjko marskálkur var í dag skipaður í embætti varnarmálaráðherra Sovétríkj anna, Gretsjko, er nú yfirmaður herja Varsjárbandalagsins, en hef ur gegnt embætti varnarmálaráð herra í hálft ár, eða eftir að Mal- inovsky fyrirrennari hans veikt- ist og varð að láta af störfum. Eftir lát Malinovskys nú fyrir skömmu var mikið um það rætt, hvort skipaður yrði borgaraleg ur maður í embætti varnarmála- ráðherra. Gretsjko, sem er 64 ára að aldri er ættaður frá Úkra níu. Han gekk í lið með komm únistum 16 ára gamall á tímum byltingarinnar. þar sem hahn og herflokkur hans gáfust upp fyrir Bandaríkja- monnum. í NÝÚTKOMNU hefti bandaríska tímaritsins Time, sem er eitt víðlesn- asta vikublað heims; er birtur ritdómur um Brekkukotsannál Halldórs Laxness, en þeirri bók sneri Magnús Magnússon á ensku. Ritdómurinn fer hér á eftir í ísl. þýðingu: Fyrir fáeinum kynslóðum var ísland vart meira en sögu bókarland undir danskri stjórn — útvörður sæfarand- ans, úr tengslum við afgang- inn af siðmenningunni. Á torf bæjunum uxu fíflar og sóleyj ar. JafnveLhænurnar verptu eggjum, sem voru á bragðið eins og fiskur. Fólkið virtist stirfið, nema þegar það var drukkið af orðum eða brenni- víni. Ekkert kom eins illa við kaunin á innfæddum og væri hann kallaður Dani. Höfundurinn Halldór Lax- ness gæðir þetta tímabil hlý- legu lífi; hann hlaut Nóbels- verðlaun árið 1955 fyrir rit- verk eins og Sjálfstætt fólk, sögu um bændalíf eins og það var um ómunatíma, og Sölku Völku, þjóðfélagslega hugleiðingu um spillingu, fýsnir og stjórnmál í íslenzku sjávarplássi. Svo virðist sem Laxness endurlifi í flestum síðari bókum sínum atvik úr eigin bernsku. í þessari bók er sögumaðurinn Álfgrímur, sem fæddist í námunda við Reykjavík, þegar lýsir af 20. ,öld. Móðir hans, ung kona á förum til Ameríku staldrar Halldór Laxness við í Brekkukoti, vinalegum bæ Björns fiskimanns, og þar ól hún sitt barn; eins og segir í sögunni á gagnorðu máli íslendingasagna: „Er nú kona þessi úr sögunni." Á heimili Björns voru flet- in sjaldan auð; auðnulausir menn og flækingar gengu þar inn og út. Einn slíkur flæk- ingur var Garðar Hólm, sem hafði hæstu rödd í Reykja- vík og var í tilefni þess send ur til Kaupmannahafnar að læra sönglist. Svo var kona úr fjarlægri sveit, sem kom í kot Björns til að deyja, því að hennar eigin börn „ætla mér ekki svo ilt, að ég fari að deyja fyrir augunum á þeim.“ Álfgrímur vex úr grasi og skoðar Björn og hans konu sem sina móðurforeldra. Þetta er skemmtileg tilvera, — að fara með Birni í dags- birtingu að veiða hrognkelsi í net, leika sér í nálægum kirkjugarði, aðstoða við spil og söng við greftranir, og umfram allt, að eiga 1 skær- um við þær óttalegu stúlkur Blæ, fosöngvaradóttur, og hana litlu fröken Gúðmúnd- sen með vettlingana sína rauðu og ákaft skap. Þegar hann að lokum er reiðub’jinn að fara yfir hafið til Kaup- mannahafnar, segir amma hans með sjal yfir höfuð og herðar: „Ef þú skyldir ein- hversstaðar í heiminum hitta fyrir þér kellíngarskar eins og mig, þá bið ég að heilsa henni.“ Laxness viðurkennir, að hann sé „raritet“ á íslandi: eldhugi. Eldmóður hans hef- ur fært hann inn í og út úr rómversk-kaþólsku kirkjunni og kommúnistaflokknum. Stjórnmál eru sjaldgæf í bók um hans en skáldskapur oft- ar. í þessari bók hreyfir Lax- ness með söng við ólíkleg- ustu viðburðum, frá því er Jón af Skaganum skipaði sjálfan sig eftirlitsmann borgarasalernisins, til mik- illa umræðna um hvort leyfa skuli rakarastofur. Sem sögu- maður hefur Laxness með brazilíska rithöfundinn Jorge Amado smitandi unað af sér- kennum venjulegs fólks og ósvikna væntumþykju á þeim ótrauðu fiskum með mannkyninu, sem þorir að synda á móti straumnum. Þjóðleikhúskórinn hefur kaffi og kabarett að Sögu á sunnudag Þ JÓÐLEIKHÚ SKÓRINN hefur kaffisölu og fjölbreyttan kaba- rett í súlnasalnum að Hótel Sögu.sunnudaginn 16. apríl n.k. til ágóða fyrir „Minningarsjóð Dr. Victors Urbancic“, en sjóð þennan stofnaði Þjóðleikhús- kórinn strax eftir andlát Dr. Urbancic, sem þakklætisvott fyrir störf hans sem stjórnanda og stofnanda kórsins. Hlutverk sjóðsins er að styrkja lækna til sérnáms í heilaskurðlækningum, en til þessa hefur skort mjög sérfræðinga í þeirri grcina grein læknavísinda, en Dr. Ur- bancic lét þau orð falla á dán- arbeði að illt væri til þess að vifa að ekki væri til sérmennt- aður læknir í þtssari grein. 4 sinnum hefur verið veitt styrki- aíé úr sjóðnum í þessu skyni. Kaffisalan er frá kl. 15 — 13. Á þessum tíma fara einnig fram skemmtiatrði. Má þar m.a. nefna að 9 óperusöngvarar syngja bæði einsöng og dúetta, Björn Ólafsson og Ingvar Jón- asson leika tvíleik á fiðlu og víólu, Þjóðleikhúskórinn syngur atriði úr óperunni Mörtu, sem sýnd var í vetur í Þjóðleikhús- inu, stúlkur úr tízkuskóla Andreu sýna fatnað frá verzlun- inni Eros, nemendur úr dans- skóla Hermanns Ragnars Stef- ánssonar • danskennara, sýna dansa undir stjórn kennara síns, börn að deginum en ungt fólk um kvöldið, balletmeyjar sýna dans og leikhúskvartettinn syng- ur. Loks verða svo seldir happ- dættismiðar með góðum vinn- ingum til ágóða fyri sjóðinnr og dregið u mleið. Kynnir verður Hermann Ragnar Stefánsson. Um kvöldið verða svo skemmti- atriðin endutekin, en þá verður einnig hljómsveit hússins, og dans stiginn. Þess bera að geta sérstaklega 4 tryggingaf élög meö sama grunntilboð ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli, að tilboð frá fjórum trygginga- félögum í ferða- og slysatrygg- ingar ríkisstarfsmanna reyndust hljóða upp á nákvæmlega sama grunnverð, á á hinn bóginn var um nokkurn afsláttarmismun að ræða. Innkaupastofnun ríkisins auglýsti eftir boðum í þessar tryggingar í haust, og bárust til- boð frá átta tryggingarfélögum. Sem fyrr segir var helmingur tilboðanna samhljóða, á hinum fjórum var ekki að sjá neitt sam eiginlegt, að sögn Ásgeirs Jó- hannessonar hjá Innkaupastofn- un ríkisins. Útboðið var tvenns konar — í fyrsta lagi var auglýst eftir tilboðum í ferðatryggingu 100 ó- tiltekinna ríkisstarfsmanna, og í öðru lagi var auglýst eftir til- boðum í 100 ferða- og slysatrygg ingar tiltekinna ríkisstarfs- mana, þ.e. manna sem eru á stöð- ugum ferðalögum í starfi sínu. Hagstæðasta tilboðið barst frá Sjóvá, eða 65 þús. kr. ársiðgjald í lausu ferðatrygginguna, en 125 þús. kr. fyrir síðari lið útboðsins. Tryggingarfélögin fjögur, sem voru með sama grunnverð buðu 175 þús. kr. fyrir fyrri liðinn, en 220 þús. kr. fyrir þann síðari. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 231 þús. kr. annars vegar en 220 þús. kr. hins vegar. Ný benzínstöð BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu lóðanefndar um það, að Olíuverzlun sflands verði gefinn kostur á því að reisa olíu- og benzínstöð á eyjunni milli Álftamýrar og Háaleitis brautar við Safamýri með skil- málum, sem lóðanefnd leggur til. Af þessu tilefni hafði Mbl. tal af önundi Ásgeirssyni, forstjóra BP og spurðist fyrir um þessa fyrirhuguðu benzínstöð. Önund- ur sagði, að enn hefði ekki verið lokið við að teikna stöðina, en hins vegar væri unnið að því. Samkvæmt nýja skipulaginu eiga allar benzínstöðvar í Reykjavík að verða hverfis- stöðvar, auk þess sem ekki mun leyft að þær séu staðsettar við svokallaðar hraðbrautir. Sagði önundur, að félagið gerði ráð fyrir að leggja niður stöðina á horni Nóatúns og Laugavegar, þegar hin nýja kæmist í notkun. að kvöldverður er frameiddur, frá kl. 19 en skemmtiatriði hefj- . ast þá kl. 20.30 (8.30 e.h.) Aðgöngumiða verða seldir I anddyri súlnasals Hótel Sögu milli kl. 15 — 17 á laugardag (15. apríl) og þar geta mena einnig tyggt sér borð. Ililmar Jónsson. Ný skóldsago iró Helgaielli ENN er komin ný skáldsaga frá Helgafelli um þjóðfélagsmáL Höfundurinn er Hilmar Jónsson, bókavörður í Keflavík. Hilmar gekk í menntaskólann í Reykja- vík, en hætti námi sökum veik- inda i sjötta bekk. Dvaldist þar á eftir eitt ár í París, en hefur síðan 1958 verið bókavörður 1 Keflavík, þar sem hann hefir látið nokkuð að sér kveða, eink- um í bindindismálum. Skáldsagan „Foringjar falla** er fyrsta skáldsaga hötfundar og fjallar um ýms vandamál þjóð- félags okkar, einkum meðal yngri kynslóðarinnar, og er víða gripið allharkalega á ýmsum við- kvæmum kýlum. Bókin er 90 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.