Morgunblaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1967. 13 - UMRÆÐURNAR Framhald af bls. 1. I UPPHAFI ræðu sinnar gerði Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra að umtalsefni málflutning stjórnarandstæðinga í útvarps- umræðunum, sem dregið hafi upp hrollvekjandi mynd af íslenzku þjóðfélagi í dag. En hvernig er aIb búa á íslandi í dag? f fyrsta lagi: Það verður ekki hrakið og hver og einn veit af eigin raun að á síðustu sjö til átta árum hafa orðið meiri fram farir í efnahags íslendinga en á nokkru öðru sambærilegu tíma- bili í sögu þjóðarinnar hingað til. Þjóðarauður í raunveruleg- um verðmætum hefur aukizt um 40—50%. í öðru lagi: Á árunum 1961 til 1965 hefur þ'4?arframleiðsl- sn vaxið að jafnaði um 5,4% é ári sem er meiri vöxtur en í nokkru öðru iðnþróuðu landi, Bem á aðild að Efnahags og iframtfarastofnuninni, að Japan undanteknu. Til samanburðar má geta þess að 1955—1960 var vöxtur þjóðarframlerðslunnar hægari en í nokkru öðru landi 'V-Evrópu, aðeins 1% að meðal- tali á áiri og 1957 minnkaði hún miðað við næsta ár á undan. í þriðja lagi: Skv. skýrslu Efna- hags og framfarastofnunarinnar fyrir árið 1965 var' fsland það ér þriðja í röðinni af aöildar- ríkjum stofnunarinnar í þjóðar- framleiðslu á mann aðeins Bandaríkin og Svíþjóð voru á undan. f fjórða lagi: Á sama tíma hafa launastéttir fengið vaxandi hlut þjóðartekna þar sem ráð- stöfunartekjur kvæntra sjó- verka og Iðnaðarmanna með börn á framfæri hafa vaxið að meðaltali á viðreisnartímanum um 47% samtímis aukningu þjóðartekna á mann að meðal- tali 33%. í fimmta lagi: f janúarbyrjun 1967 var fullum launajöfnuði náð milli karla og kvenna en launamunur var 21% 1962 og er þetta liður í viðleitni ríkisstjórn- erinnar til að rétta híut hinna lægst launuðu. f sjötta lagi: Auk framan- greindra lífskjarabreytinga hef- ur næg atvinna og beinlínis ekortur á vinnuafli verið allt viðreisnartímabili', vöruval og framboð komið í stað vöruskorts og svartamarkaðsbrasks og verð •lækkað á ýmsum vörutegundum, eem áður voru taldar „lúxus“- vörur, vegna tollalækkana. Síð- an vék Jóhann Hafstein að þeim merkjum velmegunar sem alls Btaðar má sjá í þjóðfélaginu. Einkaneyzla: 1965 var einka- neyzla á mann meiri á íslandi en I nokkru öðru atðildarríki Bfna- hags- og framfarastofnunarinn- «r að Bandaríkjunum undan- teknum. Bifreiðir: f árslok 1966 var tala einkabifreiða hér á landi 31 þúsund. Hefur einkabifreiðum fjölgað um meira en 100% á viðreisnartímabilinu og eru nú rúmlega sex íbúar á hverja bif- reið aið jafnaði en 1960 var ein bifreið á hverja 12 íbúa lands- ins. 1966 voru fluttar til lands- ins fleiri bifreiðir en nokkuð annað ár eða 5630 bifreiðir að innflutningsverðmæti 548,5 millj. króna. Símatæki: í árslok 1966 voru 68.400 símatæki í notkun hér á landi eða 57% fleiri en í lok ársins 1959. Sjónvarpstæki: Tala sjónvarps tækja er nú orðin 14 þúsund. Ferðalög: 1959 ferðiiðust 10 þúsund fslendingar til útlanda. Árið 1966 var fjöldi íslendinga aem ferðaðist til annarra landa orðinn um 23 þúsund sem svar- ar til þess að 11—12 af hverj- um landsmönnum hafi farið utan á árinu. Meðalævi fslendinga: Á fs- landi er meðalaldur kvenna hæst ur þegar borið er saman við þær þjóðir, þar sem velmegun er mest og heilbrigðisástand tal- ið til fyrirmyndar. Meðalævi karla er sú fjórða hæsta. Þá gerði Jóhann Hafstein að umtalsefni margendurteknar staðhæfingar stjórnarandstæð- inga þess efnis að verðbólgan heifti verið miklu meiri á við- reisnartímabilinu en áður. Á ára tugnum 1. jan. 1950 til 1. jan. 1960 er hækkun vísitölu framfærslu- kostnrbar að meðalt. á ári 8,5%. Hækkunin á ársgrundvelli var síiðasta hálfa ár vinstri stjórn- arinnar 36,5%. Frá 1. maí 1964 til 1. maí 1965 er hækkun fram- færsluvísitölunnar yfir árið 4,7% og eru það áhrif júnísam- komulagsins. Það'Br lægsta hækk un vísitölu á ársgrundvelli að meðaltali allt frá 1950. Ennþá minni hækkun er svo frá 1. maí 1966 til 1. marz nú eða að- eins 2,6%. Og alls er hækkun vísitölu framfærslukostnaðar á ári frá 1. maí 1964 og þar til nú 6,5%. Jóhann Hafstein ge:Ei samanburð á ríkisframlögum til heilbrigðismála nú og í tíð vinstri stjórnarinnar miðað við fast verð lag 1965 og sagði að ríkisfram- lögin væru nú 127% meiri en 19M. 1967—1989 yrði lokið við byggingu Landsppítalans og yrði þá fjölgun sjúkrarúma auk nýrra deilda 22% en líkleg fólksfjölg- un á sama tíma 5—6%. Hann gedði iðnaðinn að um- talsefni og sagði að stofnlána- mál iðnaðarins hefðu tekið al- gjörum stakkaskiptum og Iðn- lánasjóður lánað 20 sinnum meira á síðustu 4 árum en í tið vinstri stjórnarinnar. Árleg lán voru þá um 2 millj. en voru 76,5 millj. 1966 og verða á annað hundraC millj. í ár. Á sama tíma hefði Iðnaðarbank- inn aukið rekstrarlán sín um 230%. Hannibal Valdimarsson (K) ræddi verðstöðvunarstefnu ríkis stjórnarinnar og sagði, að hún væri yfirborðsfyrirbæri. Undir niðri væri allt á ferð og flugi. Það eina, sem hefði verið stöðv- að væri visitalan, sem hefði ver- ið stöðvuð með hundruð millj- óna niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Hannibal nefndi sem dæmi, að Tryggingastofnunin gengi á sjóði sina um 40—50 millj. á þessu ári vegna verðstöðvunar- innar, en á næsta ári yrði hún að taka þessa upphæð tvöfalda af þér og mér, sagði hann. Alþbl. var heils hugar fylgjandi verð- stöðvun og bar fram margar til- lögur til þes að hún yrði raun- hæf, en þær voru allar felld- ar. Hannibal Valdimarsson gerði síðan grein fyrir helztu stefnu- málum Alþýðubandalagsins, lagði áherzlu á uppbyggingu at- vinnulífsins, og sagði að land- helgissamningarnir við Breta væru nauðungarsamningar, sem Alþbl. teldi að ekki ætti að standa við. Hann sagði ennfremur að Framsókn biði upp á þrjár leið ir, hina leiðina, nýju leiðina og jákvæðu leiðina og væri Fram- sóknarmönnum eins farið og Ei- ríki rauða sem gaf Grænlandi sitt fallega nafn til þess að fleiri fýsti að fara þangað. Jónas Pétursson (S) minnti á, að í velsæld nútímans væri býsna auðvelt að láta ýmislegt eftir sér. En þá væri jafnframt meiri hætta á öfgum. Gengdar- laus kröfupólitík ætti þó sitt gönuskeið, sem taka mundi enda. Síðan vék ræðumaður að ýms- um framförum síðustu ára, m.a. á syiði landbúnaðarmála. Efling lánasjóða landbúnaðarins með lögum um Stofnlánadeild land- búnaðarins hefðu verið eitt far- sælasta spor, sem stigið hefði ver ið. Lánveitingar hefðu stórauk- ist. Framsóknarmenn hefðu barizt hatramlega á móti þessari lög- gjöf, á móti 1% framlagi af verði framleiðslunnar frá bændum gegn jöfnu framlagi ríkissjóðs, auk 0,75% álags frá neytendum, en þannig hefði fengist afl þeirra hluta, sem gera skal — f jármagn. Nú, þegar framsýni Sjálfstæð- ismanna í lánamálum bænda kæmi æ áþreifanlegar i ljós með ári hverju, þögnuðu raddir Fram sóknarmanna. í verðlagsmálum hefði hlutur bænda einnig ver- ið stórlega réttur. Þetta dyldist engum bónda, sem myndi tím- ana fyrir 1960, sizt þeim sem stunduðu sauðfjárbúskap að ráði. Meiri bjartsýni hefur rikt síð- ustu árin, en áður var. Með sér- Jónas Pétursson stökum ræktunarstuðningi við bændur með túnstærð allt að •25 ha. hefði verið reynt að lyfta smærri búunum. Landgræðsla ■og gróðurvernd hefðu verið stór- aukin. Framleiðsluaukning í land búnaði hefði verið mikil þegar árferð hefði ekki hamlað. Hin- ar miklu framkvæmdir í land- búnaði að undanförnu, ræktun 'byggingu og vélvæðingu, væri mikil trygging fyrir þvi, að hlut ur sveitanna mundi ekki liggja eftir í framtíðinni. Þá vék ræðumaður m.a. að Vegalöguum nýju, sem mörkuðu merkileg tímamót. Stórfelld •aukning hefði orðið á fjármagni til vegaframkvæmda og stór- felld átök átt sér stað, m.a. taætti nefna Keflavikurveg, Strákagöng, Múlaveg, Ennisveg, *vegi skv. Vestfjarðaráætlun, brúargerð í A-Skaft. o. fl. Ekki tnætti gleyma því sem áunnist hefði, þótt horft væri fram til þess sem enn væri ólokið — ög unnið yrði að. Á sviði sjávar- útvegs hefðu einnig átt sér stað 'stórfelldar framfarir. Stefna rík- ■isstjórnarinnar, sem grundvall- ■aðist á athafnafrelsi. hefði leyst úr læðingi öfl atorku og sjálfs- bjargar, sem greitt hefði verið fyrir að fengju notið sín. Meg- inhluti verðmætasköpunar síld- veiðanna hefði farið fram á svæð inu frá Raufarhöfn og austur ög suður um til Djúpavogs, en afraksturinn engu að síður dreifzt meira og minna um allt landið. Með stofnun álverksmiðj únnar i Straumsvík væri nýttur óinn dýrmætasti auður okkar — örka fallvatnanna. Þess mundi öll þjóðin njóta, þegar fram i 'sækti, m.a. vegna atvinnujöfn- unarsjóðs, sem tryggja mundi 'hlut strjálbýlisins. Stjórnarand- stæðingar hefðu barizt á móti 1— en væru að smá sjá sig um hönd í þessum efnum og héldu nú máli þessu lítið á lofti. Sjálf- stæðsflokkurinn óttaðist ekki stór átök og framundan væru ínörg mikilvæg verkefni í vega- málum, raforkumálum. atvinnu- málum o. fl., sem unnið yrði að. „Hin leiðin“ heillaði ekki. At- hafnaþrá og sköpunargleði fólks ins yrði áfram að fá útrás. Sverrir Júliusson (S) sagði í ræðu sinni að Framsóknarflokk- urinn hefði jafnan sýnt sjávar- útvegsmálum lítinn skilning og staðreynd væri að Framsóknar- flokkurinn hefði verið utan stjórnar á mestu uppbyggingar- tímum sjávarútvegsins, á nýsköp Unarárunum og viðreisnartíma- bilinu sl. 8 ár. Ég skal nefna nokkur dæmi máli mínu til sönn unar. í árslok 1938 þegar Fram- sókn leitaði á náðir Sjálfstæðis- flokksins utti myndun þjóðstjórn- ar var vélbátafloti landsmanna 496 bátar eða tæpar 13 þús. smá lestir. Á þessum tíma var bann- aður innflutningur fiskibáta og einn útvegs- og athafnamaður var sektaður fyrir að gera tilraun til vöruskipta á síld til Sviþjóð- ar og fiskibát til íslands. Á ár- unum 1947—1949 þegar verka nýsköpunarstjórnarinnar fór að gæta tvöfaldaðist rúmlestafjöldi bátanna eða í 25,516 rúmlestir. í árslok 1958 þegar vinstri stjórnin fór frá völdum var báta fjöldinn 649 samtals 28,070 rúm- lestir. Þegar fyrra kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar lauk var bátafjöldinn 787 eða 41,797 rúml. og um síðustu áramót var fjöldinn 761 bátur og 54573 rúm lestir. í smíðum voru um síðustu áramót 34 bátar samtals 10,810 rúmlestir. Þetta sýnir að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnarforustu leyfir hann ein- staklingum að njóta sín og hann vill laða fram dug og dáð og leyf ir þeim innan hæfilegra marka að njóta ávaxta af hugkvæmni og dugnaði. Sverrir Júlíusson gat siðan tveggja mikilvægra mála er varða sjávarútveginn sem liggja fyrir Alþingi að frumkvæði Sjálfstæðismanna, annars vegar lagafrv. um Fiskimálaráð sem móta skal heildarstefnu í sjávar útvegsmálum og hins vegar til- laga um endurbyggingu togara- flotans. Þá nefndi hann þrjú mik ilsverð hagsmunamál útvegs- manna og sjómanna er ríkis- stjórnin hefði leitt til lykta. í fyrsta lagi lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins sem sett voru 1961 en þau auka samstöðu út- vegsmanna og sjómanna. Á síð- asta þingi voru sett lög um sam- einingu stofnlánasjóðs sjávarút- Sverrir Júlíusson vegsins, Fiskveiðasjóðs og Stofn- ■lánadeildarinnar og er það trú mín að þessi sameining með auknu fjármagni verði til mik- illa hagsbóta fyrir sjávarútvegs- frameiðendur. í þriðja lagi vil ég benda á að fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var tekin upp á sl. ári viktun á allra bræðslu- síld á Austur- og Norðurlandi. Við nokkrir þingmenn Sjálfstæð isfokksins bárum fram tillögu um það mál á Alþingi 1964 en mál þetta hefur verið baráttu- mál útvegsmanna og sjómanna um langan tíma. Sverrir Júlíus- son sagði að á stjórnartímabili Framsóknar 1939 hafi góðar með- altekjur háseta á vélbátaflotan- um numið 2 þúsundum krónum á ári en það jafngildir miðað við neyzluvísitölu ársins 1938 og 1966 45,704,00. Skv. nýjustu Hag tíðindum eru meðaltekjur sjó- manna þ.e. háseta árið 1965 290 þús. Meðaltekjur sjómanna 1938 hafa því verið um 16 af hundr- aði miðað við tekjur þeirra 1965. Þessar tölur tala sínu máli. Gylfi Þ. Gislason mennta- málaráffherra hóf ræðu sína með þvi að segja frá því, að hann hefði hitt gamlan kunningja er haldið hefði fram að ekki skipti máli hverjir stjórnuðu. Taldi ráðherra þetta mjög vafasama kenningu og yrði hún litt fallin til að bæta ástandið í landinu. Máli sínu til sönnun- ar taldi ráðherra upp nokkur atriði, er hann taldi sanna, að máli skipti, hverjir sætu við stjórnvölinn. Fyrst vék menntamálaráð- herra máli sínu að Framsókn. Sagði hann, að þvi miður væri hún köfnuð undir nafni, þar væri horfin hin frjálslynda stefna, er mótuð var undir for- ustu Tryggva Þórhallssonar og Jónasar frá Hriflu. Framsóknar- flokkurinn berðist gegn öllum þeim kenningum viðskipta- og atvinnumála er hina síðustu áratugi hefðu unnið sér þegn- rétt. Hann héldi dauðahaldi í úreltar kenningar. Hann væri afturhaldsflokkur. Stefna flokks í landbúnaðarmálum hefði leitt til ills fyrir bændur. Flokkurinn væri mesti afturhaldsflokkur. Þá vék ráðherra að Alþýðu- bandalaginu, Hafi einhver, sagði ráðherra, efast um, að kommún- istar stjórnuðu því, þá gætu þeir ekki lengur verið í vafa, eftrr framboð þess í Reykjavík. Al- þýðubandalaginu væri stjórnað af mönnum, er ekki aðhylltust grundvallarkenningar lýðræðis. Hver hefði t.d. heyrt þá gagn- rýna einræðið í Austur-Evrópu- ríkjunum? Aukin áhrif komm- únista gætu því ekki orðið til góðs fyrir íslenzka þjóð. í lok ræðu sinnar vék mennta- málaráðherra að Alþýðuflokkn- um. Hann sagði, að flokkurinn hefði lagt mikið af mörkum til hinnar hagstæðu þróunar und- anfarin ár, og hvatti menn til að fylkja sér um hann. Friðjón Skarphéðinsson (A) sagði að samkvæmt kenn- ingum stjórnarandstæðinga væri hér allt í kaldakoli og niður- níðslu. Þó gætu þeir ekki neitað því, að mikil uppbygging hefði átt sér stað á valdatímum núv. stjórnar. En það kenndu þeir góðæri, meiru en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Þingmaður sagði, að þetta væri ekki rétt með farið, enda hefði Sigurður Ingimundarson bent á, að það væri síður en svo, að góðæri hefði ríkt. En baggamun- inn hefði ráðið hin mikla upp- bygging atvinnuveganna og hyggileg stjónarstefna. Friðjón benti á, að vissulega væri enn margt ógert, en svo væri alltaf í vaxandi landi. Það væri ekki hægt að vinna að öllu í einu. I lokin benti ræðumaður á miklar umbætur í félagsmálum, er orðið hefðu í tið núv. ríkis- stjórnar. Ólafur Jóhannesson (F) kvað ríki&stj. hafa brugðizt að tryggja rekstrargrundvöll sjávarútvegs- ins, alltof mikið væri um styrki og uppbætur, sem þó hefði átt að afnema. Verðbólgan hefði magnast ár fiá ári, ekki sitöðv- azt. Verðstöðvunin væri blekk- ing hún hefði að vísu verið spor í rétta átt, ef allt væri eðlilega i pottinn búið, en svo væri ekki. Spamaður í opinberum rekstri hefði ekki orðið og álögur auk- izt. Sjaldan befði gætt meira jafnvægisleysis í peningamálum. Verðlagseftirlit og verðlagsbind- ing væri meiri en nokkru sinni fyrr. Stjórnarstefnan hefði mis- heppnazt. Framsóknarflokkurinn hefði samþykkt aðra stefinu, sem fólgin væri I ályktunum nýatf- staðins flokksþings. Mundi flokk urinn beita sér fyrir fraimgangi hennar etftir því sem hann femgi stuðning til. Engin áhætta væri fólgin í því að styðja Framsókn, því að engum gæti tekizt verr en núverandi stjórnarflokkum. Ágúst Þorvaldsson (F) talcH hag bænda illa komið. Þeir hefðu m.a. verið grátt leiknir atf gengisfellingutini 1960 og vaxta- byrðin aí lánum er þeir nytu væri þeim nú þungt í skautL Al- þýðuflokkurinn vildi þjarma að bændum og fækka þerrn. Land- inu hetfði veriS illa stjórnað á gjötfulu tknabili — og hefði átt að nota meira af auði þjóðarinn- ar fú að treysta atvinmulífiS framtíðinni í hag. ★ Eðvarff Sigurðsson (K). sagði í upphafi síðari umræðu, að það heipi verið vilji félagsmanna Alþýðubandalagsins er í ljós kom á framboðsfundinum í Tónabíó. Þá vék hann að landsmálum og sagði, að allir undirstöðu- atvinnuvegirnir ættu við mikla erfiðleika að stríða og hetfði farið þannig, þrátt fyrir mikið gððæri. •Þingmaður harmaði það, að atvinna hefði dregizt saman. Væri nú svo komið, að yfirvinna væri svo til að leggjast nif'ur, og missti verkamaðurinn - þar mikinn styrk til að halda sér á floti í verðbólguflóðinu. Nú þyrftu hugsandi menn ífð sameinast um uppbyggingu at- vinnuveganna og alþýðan að tygja sig til pólítískrar sóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.