Morgunblaðið - 25.05.1967, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1967.
+■o—— u-n-M-n—n—u—m-m-
UNDIR
VERND
— Já, hann Lance Fairgrea-
ves. Hann er ga-mall kunningi
minn. Og svo fékk eitthvað í
þessari þögn hana til að bæta
við, hvasst: — Er nokkur ástæða
til þess, að hann heimsæki mig
ekki?
— Nei, vitanlega ekki. Þér er
frjálst að taka móti heimsókn-
um hvers, sem þú vilt.
— Þakka þér fyrir.
Þessi kaldranatónn hennar
nægði til þess að hann sagði: —
Ég hefði bara mátt vona, úr því
að við erum trúlofuð, að þú
vildir ekki hitta unga menn —
og sízt í svefnherberginu þínu.
— Hvernig dirfistu ...........?
Hún eldroðnaði.
— Góða mín, sagði hann með
þessu andstyggilega kæruleysi,
— það er engin ástæða til að
gera veður út af þessu. Ef þú
vilt hitta kunningja þína, jafn-
vel karlmenn, er mér sama. En
samt verð ég að segja, að í
þessu tilviki var það dálítið
■n—
eftir Maysie
Greig:
ónærgætnislegt af þér. Ef þú tek
ur móti ungum manni í svefn-
herberginu þínu, hlýtur það að
vekja umtal. Þjónustufólkið
kjaftar því auðvitað út um allt,
og það er ekkert þægilegt fyrir
neitt okkar.
Reiði hennar leið frá jafn-
skjótt og hún hafði blossað upp.
En í staðinn greip hana tilfinn-
”36 ~
ing, sem líktist mest örvænt-
ingu.
— Dettur þér I hug, að ég
hefði farið að vísa Lance á dyr,
eftir að hann er búinn að ferð-
ast alla þessa leið, vegna þess
eins að þjónustufólkið kynni að
tala um það?
Hann svaraði ekki þessu bein-
línis, en sagði bara: — Þegar þú
ert orðin konan mín, vona ég,
að þú látir ekki unga menn vera
að hópast kring um þig.
Reiðin blossaði upp í henni og
enn ákafar en áður.
— Ef þú treystir mér ekki bet-
ur en svona, er líklega bezt, að
ég verði alls ekki konan þín.
— Er kannski eitthvað milli
þín og þessa unga manns? spurði
hann hásum rómi.
— Ekki annað en vinátta. Að
minnsta kosti er það þannig af
minni hálfu.
— En þú játar, að hann sé skot
inn í þér?
— Get ég að því gert?
— Nei, tautaði hann. Hann
horfði niður á gólfábreiðuna. —
En ef svo er, máttu að minnsta
kosti ekki hitta hann oftar.
— Ég bað hann ekki að koma.
— En þú tókst á móti honum,
þegar hann kom, og þegar Mav-
is kom inn í herbergið .........
En hann þagnaði. Hann var
sjálfur orðinn kafrjóður. — Ég
ætlaði ekki að segja þetta,
stamaði hann. — Það var ekki
af neinu, sem Mavis sagði vit-
anlega.
— Nei, auðvitað ekki, sagði
hún, og enn mátti rnerkja háðið
í röddinni.
— En hvað sem því líður,
gaus aftur upp úr honum, — þá
er henni umhugað um minn
hag, og á allan rétt á að segja
mér ....... Aftur varð þögn.
— Á Mavis að halda áfram að
njósna um mig eftir að við er-
um gift? spurði hún snöggt.
— Hvað áttu við? Mavis dett-
ur ekki í hug að njósna neitt um
þig: En henni fannst. það skylda
sín að segja mér ....
— Mavis hefur fundið það
skyldu sína að standa sífellt á
milli okkar, síðan við hittumst
fyrst, greip hún fram í. Gleymdu
því ekki. Og ef ég verð þess
vör, að þú standir með henni á
nokkurn hátt, þá er trúlofunin
okkar búin að vera, fyrir fullt
og ailt. Ég hringi til kunningja
minna og bið þá að sækja mig
hingað á morgun. Þú getur sjálf-
ur átt þetta hundleiðinlega hús
þitt, slæma og leiðinlega þjón-
ustufólkið, og jafnvel þessa dá-
samlegu Mavis þína.
— Gott og vel, það er þá bezt
að svo sé, sagðLhann um leið og
hann gekk út og skellti á eftir
sér hurðinni.
Eftir að hann var farinn,
fannst henni hún vera algjör-
lega einmana og yfirgefin. Hún
lá út af og grét í hljóði. Átti
ást hennar á Davíð að enda
svona? Og allar vonir hennar og
fyrirætlanir? Hún reyndi að
ímynda sér, að hún elskaði
hann alveg jafnmikið og nokkru
sinni áður. Enda gat víst ástin
ekki dáið svona snögglega.
Allt í einu kom Davíð inn í
herbergið aftur. Hann stóð við
rúmið hennar með kreppta
hnefa, og æðarnar í enninu á
honum voru bólgnar.
— Fyrirgefðu, Paula, tautaði
hann. — Kannski hef ég sagt of-
mikið. Ég hef vist verið upp-
gefinn eftir erfiðan dag í rétt-
inum, og varð órólegur þegar ég
Heitur og kaldur
SMURT BRAUÐ
OGSNITTUR
Sent hvert sem
óskað er. sími 24447
heyrði um heimsókn þessa unga
manns. Fyrirgefðu mér, elskan!
— Ó, Davíð! Hún sneri sér við
og rétti hendurnar til hans.
Henni leið svo illa, að hún varð
að fá einhverja huggun. Hann
beygði sig niður og kyssti tárvot
ar kinnar hennar.
— Hafðu engar áhyggjur,
Paula. Það getur ekki hjá því
farið, að við rífumst einstöku
sinnum. En engin breyting hef-
ur orðið hjá okkur.
hún og þrýsti sér að honum og
reyndi að telja sér trú um, að
ekkert hefði breytzt, og eftir að
hann var farinn út, lá hún lengi
áður en hús loksins sofnaði.
23. kafli.
Daginn eftir skrifaði hún
Agötu frænku sinni. Það lítið
hún minntist á það„ sem gerzt
hafði þarna í húsinu, þá reyndi
hún að gera gaman úr því, eins
og það væri þýðingarlaust og
ekki nema til að hlæja að. En
Spónn í miklu úrvali
Eikarspónn — teakspónn — gullálmsspónn
— askspónn — palisanderspónn.
Eikar- og gullálmsspónn 2,8 mm. þykkur. Teakspónn 2,8 mm. væntanlegur næstu daga.
Páll Þorgeirsson & Co.
Sími 1-64-12.
Skógrœktarfélag Reykjavíkur
Trjáplöntur
Fjölbreytt úrval af trjám og
runnum. Nú er rétti timinn til
gróöursetningar i garða og
sumarbústaðalönd.
Skórœktarstöðin
Fossvogsbletti 1
— Nei, líklega ekki, hvíslaði
Fúavarnarefnið WOODLIFE
í 4ra lítra brúsum og lausu máli. Athugið verðið.
Timburverzlun Árna Jónssonar.
Hjúkrimarkonur óskast
að Hrafnistu bæði í fasta vinnu og afleysingar.
Upplýsingar í símum 36380 og eftir kl. 4 37739.
Hafnarfjörður
Stofnfundur sálarrannsóknarfélags í Hafnarfirði
verður haldinn í Góðtemplarahúsinu fimmtudaginn
25. maí kl. 8.30.
Undirbiiningsnefndin.
EfnaJaugin Pressan
Grensásvegi 50, Reykjavík, verður lokuð í dag kl.
13—17 vegna jarðarfarar.
Grasfræ, garðáburður.
símar 22822
19775.
Seljum nokkur
gölluð baðker
með miklum afslætti.
Á. Einarsson & Funk hf.
Höfðatúni 2 — Sími 13982.