Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967.
Helgi Valtýsson:
Konur! Hvuð er KOYO?
Skókjallarinn
selur ódýrt.
KARLMANNA- KVEN- OG BARNASKÓ.
VERÐ FRÁ KR. 125.00 PARIÐ.
AUSTURSTRÆTI 6
(KJALLARI).
Húseignin Sjofnurgutu 14
er til sölu. Husið er stórt og vandað eldhús og
snyrtiherbergi. f kjallara lítil sundlaug. Stór og
fallegur garður. Bískúr.
Semja ber við Hauk Þorleifsson, aðalbókara
Búnaðai'banka íslands.
Styrktarfclag lamaðra og fatlaðra.
Nýkomnir
sumarhattar
enskir, danskir, amerískir, hollenzkir
í öllum litum. — Glæsilegt úrval.
Hattabúð Reykjavikur
Laugavegi 10.
BÚSÁHÖLD
LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349
Hjarðmennirnir á Grænlandi
fóru fram hjá íslandi
ÞANN 30. apríl s.l. birtist í
Morgunblaðinu stutt fréttagrein
um Hreindýrarækt á Grænlandi
og gengi hún vel. — Auðvitað.
— Mér þótti vænt um að sjá, að
nú mun Jón Eira hafa setzt að
þar vestra og vera orðinn sjálf-
stæður hjarðeigandi, eins og
hann hafði hugsað sér í upphafi.
Jón Eira var annar þeirra
hjarðmanna, ásamt Ásláki Sara
mági sínum og syni hans á
fermingaraldri, sem bauð sig
fram 1949 og var fús til að
flytjast hingað til lands og takst
á hendur tamningu öræfahjarðar
innar íslenzku, ef til kæmi! En
hún var þá hæfilega stór og fjölg
aði ört. Töldu þeir mágarnir
að tamning hjarðarinnar myndi
takast fyllilega á 1—2 árum. En
báðir voru Lappar þessir hjarð
menn frá bernsku, og jarðeig-
endur síðar, en höfðu misst hjarð
ir sínar á „Naziztaöldinni“ í
NoregL
Lappafógeti Finnmerkur, Arne
Pleym, norskur embættismaður,
híifði verið bréfavinur minn um
áratugi, og dyggur ráðunautur
minn á íslenzkum hreindýraslóð
um, eftir að ég tók að sinna þeim
málum að staðaldri . . .
Lappafógeti hafði skýrt mér
frá, að þeir mágarnir Jón og
Áslákur væru framúrskarandi
traustir og færir hjarðmenn, og
tók á þeim fulla ábyrgð. Hefðu
þeir verið trúnaðarmenn ríkis-
stjórnarinnar sem „fjallalög-
regla“ eftir hernámið .. .
Þetta hafði verið áhugamál
mitt og markmið frá því er ég
hóf afskipti mín af hreindýrun-
um okkar (um 1920—25 og
síðan). Beitti ég mér síðan fyrir
friðun og varðveizlu hraðhverf-
andi hjarðar-brotsins á Vestur-
öræifum. Hatfa hreindýr verið
alsfriðuð frá hausti 1929, og
hraðfjölgað síðan.
Ég sendi Pleym Lappafógeta
bók mína Á hreindýraslóðum,
er hún kom út, og dáðist hann
mjög að útliti dýranna og hinni
miklu fjölgun þeirra. — Hér
hlytu því skilyrði trl hrein-rækt-
ar að vera mjög góð og æskileg.
í oktúber 1949 flutti Lappafógeti
síðan útvarpserindi um hrein-
dýrin á íslandi, (af Finnmerkur
uppruna). Sagði hann frá öræfa
ferðum okkar Eðvarðs ljósmynd-
ara Sigurgeirssonar og árangri
þeirra. Ðrap hann þar einnig á
þá hugmynd mína að fá Lapp-
neska hjarðmenn til að temja
öræfahjörðina okkar og kenna
síðan „íslenzkum hreoindýra-
bændum" hreindýrarækt! Og þá
var það sem allmargir hjarðmenn
höfðu boðið sig fram til íslands-
ferðar, m.a. mágarnir fyrnefndu.
★
Ekki fengust stjórnarvöld vor
til að sinna þessari uppástungu
minni, og „landax mínir eystra“
(Norðmýlingar), voru harla
skilningssljóir á þessum vett-
vangi, — þar sem þó var um
milljónaverðmæti að ræða yfrir
sýsluna um langa framtíð . . .
Nokkrum árum síðar hafði
KgL Grænlandsverzlunin farið
fram á það við Hreindýradeild
Búnaðarráðuneytis Noregs að fá
keyptan nægilega stóran stofn að
hreindýrarækt á GrænlandL Var
Arne Pleym Lappafógeta falin
framkvæmd máls þessa, og 1952
sendi hann vestur með dönsku
skipi 300 dýra hóp frá norðvest-
ur Finnmörku (Kjöllefjord pá
Nordkyn). Komust 268 dýranna
vestur heil á húfi, en 32 drápust
af handvömm — sökum klaufa-
legs útbúnaður á skipsfjöl.
Jón Eira fylgdi hjörðinni vest
ur, og hefir síðan annazt umsjón
hennar og hirðu. Hann er ætt-
aður frá Karasjokk á Finnmörku.
Síðan hafa flutzt vestur 3 lapp-
neskir hjarðmenn, allir finn-
merkingar, frá Kautokeino. Pól-
makk og Varangri.
í ár^byrjun 1960 var hjörðin
talin um 2000, og taldi þá Græn
landsverzlunin ekki frekar við-
bótar þörf frá Noregi. Nú mætti
taka að skipta hjörðinni milli
einstaklinga í hæfilega hópa og
dreifa henni þannig. — Lapp-
nesku hjarðmennirnir eiga fram
vegis að vera hjarðstjórar og
kenna Grænlendingum hrein-
dýrarækt. Auk þess eru tveir
þeirra þegar sjálfstæðir hjarð-
eigendur.
Helgi Valtýsson.
' “ * - ' . —s~~ í JL,
VÍKIMGUR
F.U.S. I ipp*.
SAUÐÁRKRÓKI
Ræðumennska JL Ytá Æ,
Ármann Sveinsson
Föstudagskvöld 2. júní kl. 20.30 spjallar Ármann Sveinsson,
stud. jur., um ræðumennsku á fimdi félagsins í Sjálfsbjörg.
STJÓRNIN.
Leyndardómur ánægjulegra nýrra og mildari reykinga
PAKKI MEÐ FIMM KR. 35.50 v