Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1S67. 7 Til Hákonar Bjarnason- ar, skógræktarstjóra Kæri Hákon! Ég veit'. satt aS segja ekki hvernig ég á að hefja þetta bréf Svar þitt er með eindæmum og ábyrgðarleysið svo ótrúlegt að nærri liggur að mér faili allur ketill í eld. Sá grunur minn, að nokkur hætta væri á ferð- um í sambandi við stjórn skóg- ræktarmála, varð að vissu við lestur svars þíns og hjálpi oss alilír heilagir ef Skógrækt ríkis- ins verður um langa framtíð rekin með það hugarfar að leið- arljósi sem ríkir í svarinu. Við skulum sundurliða þetta svar- bréf þitt í einstökum Jiðum, það er að segja, þá liði þess sem málið varða, hitt skulum við láta liggja mlili hluta. í>ú segir að rásahöggið í Skriðufellsskógi sé ekfki reglu- gerðarbrot þegar plantað sé í rásirnar og að samkvæmt lög- um eigið þið að planta skógi. Gott og vei. Þá vitum við að um lögverndaða eyðileggingu Skriðufellsskógar er að ræða og að orð mín um ábyrgð Skóg- ræktarstjóra standa óhrakin. Þú segix. „Til þess að ungvið- ið fái nóg ljós, er okkur nauð- ugur einn kostur að grisja kjarr —“. Já, einmitt. Er nú birki- skógurinn við Skriðufell orðinn kjarr sem nauðsynlegt er að höggva niður til þess að litlu innrásarplönturnax fái sólarljós? Mér er spurn, er ekki iengur nóg landrými á íslandi til þess að skógræktin geti komið nið- ur plöntum án þess að eyði- leggja þann skóg sem fyrir er? Er það í raun og veru álit þitt að þá birkiskóga sem til eru í landinu beri að nota sem skjól til uppeldistilrauna á „nytja- skógi“, sama hátt og Skriðu- fellsskóginn? Við þessum spurn ingum óska ég eftir óíkveðnu svari. í>ú segir að vegir og skurðir skuli hafðir sem beinastir og þar af leiðandi sé alls ekki óviðeig- andi að höggva skóg í beinar raðir. Ég er sammála að vegir og skurðir ættu að vera sem beinastir en hvernig litist þér á að taka mestu hlykkina af t.d. Laxá í Aðaldal eða Víðidalsá og athuga hvort þær færu ekki bet- ur í landslaginu þannig, heldur en að hlykkjast svona afkára- lega milli grasi- og víðivaxinna bakka fagurra sveita? Það er nærtækari og réttlátari viðmiðun við skógana hettíur en skurðir og vegir gerðir af mannahönd- um. Ég vona að sem flestir átti síg á, við lestur svars þíns, hver virðing fyrir langsiagi og nátt- úíufegurð býr að baki og hvern ig sú virðing samiýmist stöðu Skógræktarstjóra rikisins. Þá er komið að þessari fuJl- yrðingu þinni. „ — fari svo að ungviðið þrífist ekki, eða deyr, þá kemur birkið aftur upp í rás wium, svo að þær hverfa meft öiiu á skömmum tíma.“ Eg ætla að ieyfa mér að véfengja sans- ieiksgildi þessa spádóms en dá- ist um leið að bjartsýni þinni. t.g held að skógu> inn beri þess- arar meðferðar aldrei bætur, en fróðlegt væri að vita hvað þú kallar skamman tíma. Þótt mér, og fleirum, finnist rásahöggið mesta eyðilegging skógarins, má ekki gleymast að hitt er ekki síður skaði ef barrtré færu að stinga upp kollinum og vinna hægt og hægt að útrýmingu bjarkarinnar. Og svo eru það mín „óvönu augu.“ Sennilega átt þú kollgát- una að augu mín séu óvön því að sjá hvítt þar sem svart er, að það sé þess vegna sem ég kem ekki auga á neinn skyn- samlegan tilgang með þessari stóreyðileggingu Skriðufellsskóg ar. Ég hefi horft á skóginn í sumarskrúða og að vetrarlagi, þegar snjóföl á jörðu ætti að gefa góðan bakgrunn fyrir littu grænu, bústnu hnoðrana þína, en ekki komið auga á þá. Það var gaman að sjá mynd- ina af rauðgreninu í Selhöfð- um og það er ástæða til að sam- gleðjast þér, starfs þín vegna, að meðalhæð þessara trjáa skuli vera 3 metrar eftir 19 ár. Gam- an væri að fá vitneskju um kostnað á teningsfet af borðviði sem ætla má að vinna megi úr þessum skógL Þú segir rásahögg ið ódýrustu aðferð við grisjun á „kjarri* eins og Skriðufells- skógi. Ég fullyrði að landsmenn kjósi frekar dýrari aðferð við eyðilegginguna, ef hún verður ekki eins augljós við það, sé það á annað borð ætlun þin að halda henni áfram. Hvað viðrvíkur „fyndninni“ i síðustu mál-sgreininni hjá þér, vil ég benda þér á, að það eru alls ekki mínar kenningar sem þú ert að hæðast að og að vís- indamenn hafa þegar hlotið frægð fyrir þær. Með von um að þú endurskoð- ir þau ummæli þín að vilja ekki ræða málið frekar, og ljúk ir við að svara fyrra bréfi mínu um leið og þessu, flyt ég þér kveðjur mínar að sinni. Garðahreppi, 8. maí 1967. Ásgeir Long. G. ÞORSTEiNSSQN 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 ;,i Simi 2-42-50 Borvélc? 5/16”, %”, y2”, %” og 1”. HEIMSÞEKKT GÆÐI. VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA. EINKAUMBOÐSMENN: © Suður um höfin... Glæsilegasta ferð sumarsfns er án efa 27 daga sjóferð til Miðjarðarhafsins með Regina Maris, hinu stórglæsilega vesturþýzka skemmtiferðaskipi. Ailt kapp hefur verið lagt á að gera þessa ferð sem ógleymanlegasta fyrir þátttak- endur. Þótt lítið hafi verið gert af því að auglýsa ferðina, eru þegar komnir hátt á annað hundrað þátttakendur, en skipið tekur 280 farþega. Lagt verður af stað frá Reykjavík 23. sept. og komið heim aftur 19. okt. Aðalviðkomustaðirnir eru La coruna — Tangier — Aþena — Beirut — Napoli — Cadis — Lissabon — Reykjavík. Lægsta fargjald er kr. 28.730, en hæsta 37.800 og er fullt fæði innifalið í verðinu. Allir ferðast á sama fár- rými, f 1. 2. eða 3. manna kiefum. íslenzkur læknir og hjúkrunarkona verða um borð, og sex reyndir fararstjórar. Gefinn hefur verið út sérstakur, litprentaður bækHngur um þessa ferð, en á næstu síðu verður rakið í stórum dráttum hvernig dögunum um borð og í Iandi verður varið. Pantið far sem fyrst Regina Maris, sem er nú í Reykjavíkurhöfn, er til sýnis almenningi frá kl. 2 í dag LÖND & LEIÐIR, Aðaistræti 8,simi 2 4313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.