Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967, SÓKNARHUGUR í Sjálfstæðismönnum á IMorðurlandi vestra * Glœsilegur Kjördœmisdagur á BlÖnduósi SL. laugardag var kjördæmis dagur Sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra haldinn á Blönduósi. Efnt var til þriggja samkoma á vegum kvenna, ungs fólks og al- mennrar kvöldsamkomu og sóttu kjördæmisdaginn hundr uð ungs fólks víðs vegar að úr kjördæminu. Bar þessi dag ur glöggt vitni þeim sóknar- hug og baráttuvilja, sem ein- kennir nú kosningabaráttu Sjálfstæðismanna í þessu kjördæmi. Kjördæmisdagurinn hófst kl, 4 með síðdegiskaffi kvenna í félagsheimilinu. Voru þar sam an komnar nær 100 konur víðs vegar að úr kjördæminu. Konur á Blönduósi buðu til kaffidrykkj unnar. Frú Hulda Stefánsdóttir bauð gesti velkomna og stjórn- aði samkvæminu en ræðu flutti Ragnhildur Helgadóttir, formað- ur Landssambands Sjálfstæðis- kvenna. Síðan töluðu framibjóð endur en að ræðum þeirra lokn- 4im hófst almennur söngur undir stjórn og undirleik frú Huldu. Tókst samkoma þessi með af- brigðum veL Kvöldverðarfundur unga fólksins hófst kl. 6.30 á Hótel Blönduósi. Voru þar rrjpett ir rúmlega 100 ungir menn og konur hvaðaniæva að úr kjör- dæminu. Erlendur Eysteinsson bóndi, Beinakeldu stjórnaði fund inum en ræður fluttu Geir Hall- grímsson borgarstjóri og Eggert Hauksson. Ávörp fluttu Pálmi Jónsson, bóndi, Akri og Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri. Þessi fundur leiddi greinilega í ljós rnikinn og ríkan áíhuga unga fólksins í Norðurlandi vestra að starfa ötullega að sigri Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum. Kl. 9 um kvöldið hófst svo al- menn kvöldsamkoma og var kvikmyndasalur félagsheimilisins ’þéttsetinn. Fundarstj. var Torfi Jónsson, bóndi Torfalæk. Ræður fluttu Bjarná Benediktsson, for- sætisráðherra, sr. Gunnar Gísla- son, Pálmi Jónsson, Akri og Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri. Síðar um kvöldið var svo fjölmennur dansleikur. Þessi kjördæmisdagur Sjálf- Stæðismanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra tókst með afbrigðum vel. Sjálfstæðismenn í kjördæm inu vinna nú ötullega að sigri í kosBÍngunum undir forustu ungra og framsækinna manna. Kjósum D-listann Frá hinni fjölmennu kvöldsamkomu Sjálfstæðismanna á Blönd uósi. Mikill fjöldi ungs fólks hvaðanæva að úr Norðurlandskjördæmi vestra sótti kjördæmadaginn á Blönduósi. - Frá v. Pálmey Haraldsdóttir, Sauðárkróki, Guðlaug Nikódemus- dóttir, Blönduósi og Elísabet ídóttir, Blönduósi. Síðdegiskaffi kvenna var fjölsótt eins og sjá má á þessari mynd, © svo eiKimr SVO FRÁBW ! . . Scgulbandsspólan er sett I tneS elnu handtakl PHILIPS „BIIasleBannw má teng|a belnt vI8 útvarplS I bllnum, bæðl tll mögnunar og tll upptðku. Philips segulböndin handhægu hafa alla helztu kosti stærri segulbanda, og þá kosti umfram, að segulbandsspólan er sett í með einu handtaki. Þessi gerð segulbands- tækja hefur vakið mikla athygli, ekki sízt fyrir furðu mikil hljómgæði. Nú er komin ný tegund á markaðinn, 3302, serti hefur úttak fyrir auka hátalara. Þá er einnig komin ný gerð af segulbands- spólum, 2x45 mín. í stað 2x30 mín. Ekki er minnst um vert, að nú er hægt að nota tækin í bílum og festa þau í sérstaklega útbúnum „Bílasleðum". Einnig eru fáanlegir straum- breytar til að tengja beint við bæjarstraum. Heimilistæki sf.. Sætúni 8. sími 24000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.