Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 15
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. 1S STYÐJUM ÞÁ SEM MEST OG BEZT HAFA STUÐLAÐ AÐ FRAMFÖRUM BÆNDUR VERÐA AÐ HAFA FRUMKVÆÐIÐ I SINNI BARÁTTU Nú er síldarvertíðin að hefjast og norðlenzku skipin búa sig sem óðast Rmdir veiðarnar. Hér er verið að setja nótina um borð í Súluna. Ljósm.: Hallgrímur Tryggvason. Úr Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co h.f., sem verið hefur í örum vexti og veitir á annað hundrað manns atvinnu, þegar mest er. Hún framleiðir bæði fyrir innanlands- og utanlandsmarkað. — segir Vigfús Jónsson, bóndi á Laxamýri Óþarft er að fara mörgum orðum um hið landskunna höfuðból, Laxa- mýri, þar sem Jón Þorbergsson býr félagsbúi með tveim sonum sínum. Við hittum annan þeirra, Vigfús Jónsson, að máli: — Laxá þornaði upp fyrir nokkrum árum og var óbtast, að þrir árgangar hrfðu orðið illa úti, en samkvaemt því ætti veiðin að fara að glæðast núna. Ég mundi því álíta, að Grænlandsveið- arnar hefðu áhrif hér, ef við fáum ekki veiði í ár, enda hefur talsvert mikið klak verið látið í ána á seinni árum. — Sé það tilfellið, er fótunum kippt undan veiðinni. Þiá getur ekkert annað komið til en alþjóðasamþykkt um bann við laxveiði í sjó, og get ég ekki betur séð en okkar eina von sé, að okkur vold- ugri þjóðir eins og Bretland og Kanada stöðvuðu þetta. — Okkar stærsta böl hér er kalið. Meiri áherzlu verður að leggja á jarð- vegsrannsóknirnar, en sú starfsemi hef- ur ekki nóigum starfskröftum á að skipa. Vel getur verið, að hér sé vitlaus áburð- ur eða vitlaus fræ. Við vitum ekki nógu miikið um moldina, sem við erum að rækta. Hér er við ramman reip að draga og við búum við illt árferði eins og er. — Einyrkjabúsikapurinn er á margan Hlutur ríkiss|óðs í kostnuði við hafnargerðir stóraukinn A SCÐASTA þingi voru samþykkt ný hafnarlög, sem m. a. fela í sér stóraukna hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði við hafnargerðir, Þannig kemur ríkissjóður til með að greiða 75% af stofnkostnaði hafnargarða og af kostnaði við dýpkunarframkvæmdir í stað 40% áður. Auk þess var hafnarbótasjóður efldur með Iögunum, en hann á að standa undir þeim höfnum, sem erfiðast eiga fjár- hagslega. Síðan 1960 hafa um 20 skip, 100 rúmlestir og stærri, bætzt við flotann, sem gerður er út frá Norð-Austur- landi, þar af er um helmingur 225 rúmlestir eða stærri. Sýnir það eitt út af fyrir sig nauðsynina á því að bæta hafnarskilyrðin hér norðanlands jafnframt því sem að því ber að stefna, að unnt sé að gera út héðan allt árið um kring. Meðal hafnarframkvæmda mætti nefna: Á næsta ári verður lokið framkvæmdum við dráttar- brautina á Akureyri, en hún mun geta tekið allt að 2000 tonna skip, og mun kostnaður ekki verða innan við 40 millj. kr. Unnið er að gerð nýs bátalægis í Olafsfjarðarhöfn. Höfnin í Hrísey verður dýpkuð og byggður garður til að forða sandburði inn að bryggjunni. Áframhaldandi framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Dal- vík. I sumar verður ekið grjóti utan á hafnargaröinn. Á næsta ári verða tvö ker sett niður á Hauganesi, sem lengja bryggjuna um 25—30 m. Ný bryggja hefur verið byggð á Arskógsströnd. Hafnarskilyrði í Grenivík eru gjörbreytt. Lífhöfn er í byggingu í Flatey. Næsta ár hefjast nýjar framkvæmdir við höfnina í Grímsey. Lokið er miklum hafnarframkvæmdum á Húsavík. Haldið verður áfram framkvæmdum við höfnina í Þórshöfn í sumar. Ný hafskipabryggja hefur verið reist á Raufarhöfn. Loks mætti nefna stórfelldar framkvæmdir á Akur- eyrarhöfn á næstu árum. Þar þarf að koina umskip- unarhöfn til að efla vöxt og viðgang bæjarins. Enginn vafi leikur á því, að slík framkvæmd mundi stuðla mjög að þvi, að höfuðstaður Norðurlands mætti í ná- inni framtíð verða það mótvægi við Stór-Reykjavík, sem flestir eða allir eru nú sammála um að þar þurfi að skapa. Vigfús Jónsson hátt neyðarlegur. Hann er þannig til- kiominn, að við höfum ekki getað keppt við aðrar atvinnugreinar á vinnumark- aðinuim. Auðvitað er samvinnubúskap- urinn æslkilegri, en svo virðist sem ís- lendingum henti hann ekki. En þar ssm hann tekst, hefur hann algj'öra yfir- burði. Hér er t.d. samvinnubúskapur hjá okkur feðgunum og eftir þá reynslu, Friamhiald á bls. 23 segir Ásgeir Ágústsson oddviti á Raufarhöfn Raufarhöfn á uppgang sinn eins og ýmsir aðrir staðir norðanlands og austan síldinni að þakka. Síldin er undirstaðh atvinnulífsins og afkoma flestra henni háð. I'ar hafa miklar framkvæmdir verið undanfarin ár og hittum við oddvitann, Ásgeir Ágústsson, að máli: — Atvinnuástand er ágætt eims oig er og heflur verið ágætt nú um nokkuð mörg undainfarin ár. Raufarhöfn hefur um árabil verið stærsti síldiariðnaðar- bserinn á landiiniu og oftar en einu sinni komiizt í það að vera þriðja til fjórða stærsta útflutningsihöfnin. Fáir eða eng- ir staðir hafa því aflað meiri gjaldeyris- tekna á íbúa en Rauflarhöfn. — Smábátaútgerð hefur verið nokkur hér, en mætti aukast, þar sem síldveið- aimar, þótt góðar séu, eru of sveiflu- kenndair til að byggja framtíðarafkomu Iheils byggðarlagis á. Einnig finnst mér vel kom til greina, að hér verði stefnt að fullnýtingu síldairinniar, og á ég þá aiuðvitað við niðursuðu eða niðurlagn- ingu. Svo mætti nefna lýsisherzlu, en það er mál, sem alltaf er á dagskrá. Ef s'líkur iðniaður risi hér upp, yrði atvinna öruggari, sá fjárhagslegi grund- völlur, sem allt þetta byggist á. — Einis og ég sagði áðan hafa allir hér nóg að starfa og við trúum því, að Raufarhöfn muni hér eftir sem hingað til vera miðstöð sóldveiðanna hér á landi og valda hlutverki sínu. — Á s.l. sumri var byggður flugvöll- ur í Hólshrauni hér sunnian við, og má segja, að með tilkomiu hans hafi loks náðsit það taikmairik, að við kæmumst í samband við aðra landshluta. Aður þuiftum við að nota flugvöllinn við Kópasker. Þangað er um 55 km langan veg að fana, sem oft er ófær langtímum sarnan. Ég vil auðvitað um leið þaktoa flugmálastjóm og þó sérstaklega flug- málaráðherra, Ingólfi Jónsisyni, fyrir sérstaka lipurð og ánægjulegt samstarf í þessu hagsmunamáli okkar. — Ef við lítum til vegamálanna, verð- ur annað uppd á teningnum. Telja verð- ur, að vegurinn yfir Melrakkasléttu sé nánast ruðninguir frá tímum heistvagn- anna. Og þeir vísu menn, sem eiga að sjá um uppbyggingu og viðhald vega hér í sýslu, virðast ekkert um þennan veg vita, því að aldrei verður miaður var við, að meinar lagfæringar né end- urbætur séu gerðar á honum, hvað þá nýbyggingar. — Þú getur bætt því við, að af kunn- ugum mönnum er talið, að leggjia megi veg yfir Sléttu, sem bæði yrði öruggur og tiltölulega ódýr, þar sem um gott ýtuland er að ræða, auk þess sem hann mundi stytta vegalengdina um helming. Og það má bætia því við, að það er furðulegt, að vegamálastjórnin, sem oft hefur verið bent á þessa möguleika, sbuli ekki hafa látið athuga þá gaium- gæfilega, þar sem með slíkri vegagerð yrði ekki aðeirns leystur vandi okkar hér, 'heldur einnig Þórshafnar og Vopnia- fjarðar. — Síðustu árin hafa verið byggð Pramhald á blis. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.