Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967,
Frá Hólm&vík.
Atvinnujöfnunarsjöður og Fram-
kvæmdaáætlanir landshluta
mikilsvert fyrir dreifbýliö
rætt við Kristján Jónsson á Hólmavík
— Það er staðreynd, að við
búum nú við meiri velmegun en
nokkru sinni fyrr, en þó er það
svo, og þannig mun lengi verða,
að einstök byggðarlög búa við
lakari kjör en önnur, sagði Krist-
ján Jónsson kennari á Hólma-
vík, þegar við ræddum við hann
eigi alls fyrir löngu. Síðan hélt
Kristján áfram: — Ráða þar hin
mátkari öfl, sem enginn mann-
legur máttur fær viðráðið, —
þau öfl, sem stjóma árferði og
aflabrögðum.
Atvinnujöfnunarsjóður.
— Bitt miesta mál, sem miklu
varðor fyxir fólk úti á lands-
byggðinni, er löggjöfin um At-
vinnujöfnunarsjóð, sem stofiiaður
var að frumkvæði viðreisnar-
stjórnarinnar á sl. ári, til þess
að stuðia að jafnvægi í byggð
landsins í ríkari mæli og á skipu-
lagðari hátt en áður þefektist.
Samkvæmt Atvinnujöfnunar-
sjóðslögunum er hlutverk hans
að veita lán og styrki til fram-
fevæmda í þeim landshlutum, þar
sem niauðsyn er á fjölbreyttara
atvinnulífi og skilyrði eru til
arðbærra framkvæmda og ætla
má að komið geti í veg fyrir að
byggilegar byggðir fari í eyði.
Atvinnuj öf nuna rs j ó ður skal enn-
fremur í samráði við Efnahiags-
stofnunina láta fara fram skipu-
lagðar rannsóknir á atvinnu-
ástandi, samgöngum og menn-
ingarmálum einstafera byggða-
laga og landshluta.
Breyttir tímar.
— Við, sem orðnir erum mið-
aldra menn, munum Steingríms-
fjörð og Húnaflóa, sem þá gull-
kistu, sem hugur sjómanna og
útgerðarmianna beindist að öðr-
um stöðum fremur. Byggðar voru
síldarverfcsmiðjur á Djúpuvík og
á Eyri við Ingólfisfjörð, síldar-
söltun var á báðum þessum stöð-
um svo og á Hólmavík og
Drangsnesi. Atviima var feyfei-
nóg og uppgangstímar á þessum
Framhald á bis. 21.
Mjólkurstöo
á Patreksfirði
> *
- Rætt við Asmund B. Olsen
og Lauritz Jörgensen
Á PATREKSFIRÐI er nú ver-
ið að vinna að því að byggja
mjólkurstöð og af því tilefni
ræddi Mbl. við þá Asmund
Bi. Olsen oddvita á Patreks-
friði sem var framkvæmda-
stjóri byggingarinnar, og
mjólkurbússtjórann Lauritz
Jörgensen mjólkurfræðing.
Sögðu þeir svo frá:
— Hafin var bygging mjólk-
urstöðvar á Patreksfirði árið
1965 og mun hún væntanlega
taka til starfa í júnímánuði
1967.
Mj ólkurstöðin er ekki stór
bygging að grunnmáli eða um
200 fermetrar, en um nauð-
syn þess að koma slífcu fyrir-
tæfei upp bdandaist engum
hugur, sem til þekkm A
væntanlegu sölusvæði stöðv-
airinnar munu búa um 12—
1600 manns og hafa mörg
byggðarlög komið sér upp
mjólkurstöðvum og rekið þær
fyriir mun minni markað ©n
hér skapast.
Á undanförnium árum hefur
mjólk til sölu á Piaitrefesfijrði
borizt úr Rauðasandshreppi
og verið seld úr mjólkurbúð,
sem staðsett er í verzluniarhúsi
Kf Patreksfjarðair.
Gerð eru reduktase-próf á
mjólkinni vik'ulega og sam-
kvæmt þvi hefur mjólkin ver-
ið allmisjöfn, stundum góð, en
stundum mjög léleg og vairia
söluhæf. Mjóikin virðist yfiir-
irleiitt vera lélegri á sumrin
og orsakast það af lélegri kæl-
ingu hennair.
Að firaman sögðu má ljóst
vera, að ástandið í mjólkuir-
málum er síður en svo gott og
getur aldrei orðið annað, fyrr
en hér er komin fullkomin
nýtízkuleg mjólkurstöð.
— Það mundi einnig verða
bændum hér í sveitum mikM
hvatning tii bættra fram-
leiðsluhátta og betri meðfietrð-
ar á mjólkinni og aiúkinnair
framleiðislu, sem suma árs-
tíma fiullnægir ekki eftinspum
en aðra aftur á mófá of mikil,
og er þá ofit hent í isjóinn, þar
sem engin aðstaða er hér til
að vinna hana.
Við tilkomu mjólkurstöðv-
arinnar munu bændur á
Barðaströnd hefja mjólkuir-
sölu tál Patrefcsfjarðar, en sá
gallinn er á, að yfir Kleifa-
heiði er að sækja og er hún
oft erfið á vetrum og jafnvel
lokuð aiveg svo vikum skipt-
ir. Br það von okkar, að við
megum vænta þess, að hin
ágæta Vestfjiraðaáætlun, sem
gert hiefiur víða kraftaverk í
samgöngumálum Vestfirðinga,
Framhald á bls. 21.
Vestfjaröaráætlunin hefur varð-
að nýjan veg til framfara og
heilla fyrir landsbyggðina
Guðmundur B. Þorláksson umdæmisverkstjóri segir frá
hinum stórfeldu vegaframkvæmdum á norðanverðum
Vestfjörðum
HINAR miklu vegafram-
kvæmdir á Vestfjörðum, sam-
kvæmt Vestfjarðaáætluninni
hafa vakið þ jóðara th y gli.
Vestfjarðaáætlunin hefur
tendrað nýjar vonir meðal
íbúa dreifbýlisins og almennt
er nú viðurkennt, jafnvel af
andstæðingum stjómarinnar,
að með henni hafi ríkisstjórn-
in varðað nýjan veg til fram-
fara og heilia fyrir lands-
byggðina, enda hefur Vest-
fjraðaáætlunin orðið fyrir-
mynd annarra framkvæmda-
áætlana i þágu dreifbýlisins.
Nöidur Sigurvins og Hanni-
bals um að „Vestfjarðaáætlun
fyrirfinnist engin“, fær eng-
an hljómgrunn hér vestra,
því að framkvæmdirnar tala.
I vegamálum hafa fram-
kvæmdir á Vestfjörðum ver-
ið einna mestar í kringum
byggðakjamana tvo fsafjörð
og Patreksfjörð, og við höfum
snúið okkur til Guðmundar B.
Þorlákssonar á Flateyri, sem
er umdæmisverkstjóri Vega-
gerðarinnar fyrir ísafjarðar-
sýsiur báðar.
— 1 Vestfjarðaráætluninni,
sagði Guðmundur, ber hæst
í vegamáliuim hér um slóðir,
vegagerðin á Breiðadalsheiði
og fyrirhuguð jarðgöng þar.
Á árunum 1965—1966 var
lagður mjög fullkominn veg-
uir, 6,6 km langur í Breiðadail,
og á áætlunartímabilinu verð-
ur varið rösklega 8,9 millj. kr.
í vegagerð þesisa, en að auki
er búið að veita til jarð-
gangna 4,7 millj. kr. Af því fé
er þegar búið að verja nokkru
til rannisókna á jarðlögum og
hefur komið í ljós, að trúlega
verður að fóðra mest öll jarð-
göngin að innan og er í end-
urskoðaðri áætlun gert ráð
fyrár að þau muni kosta um
21 millj. kr. Má búast við
að hafizt verði handa við gerð
þeirra á næsta ári og þeim
lokið sumarið 1969.
í sumar er ætlunin að vinna
að vegagerð á kaflanum firá
fyrirhuguðum jarðgöngum,
opinu að norðan, niðux að
Austmannsfalli, en sumarið
1968 er búizt við að hægt
verði að ljúka vegagerðinni
firá Austmannsfialli niður á
vegamót Djúpvegar.
— Þá vil ég næst nefna
Súgandafjarðarveg. Fjárveiit-
ing til vegagerðar á Botns-
heiði og á Súgandafjiarðarvegi
er um 5 millj. kr. á tímabilinu
frá 1905—1966. Á árinu 1905
var unnið við vegakaflann
hjá Kvíanesi og ruddur var
kafli við Hvíldarklett. Á þessu
sumri eru til umráða um 800
hundruð þúisund kr. í þennan
veg og verður það fé væntan-
lega notað til þess að leggja
nýjan veg frá Vestfjarðarvegi
á Breiðadalsheiði inn á nýja
vegakaflann á BotnshedðL A
næsta ári verða til umráða
3,8 millj. kr. og verður það
væntamlega notað til þess að
ryðja nýjan veg af Botns-
heiði niður í Botnsdal. Sá
vegur mun liggja samhliða
núverandi vegi í Botnsdal, og
heim á Leiti, sem feallaði er,
og kemur i beinni línu fyrir
ofan Botnistún.
— Á Djúpvegi, kaflanum
fsaifjörður—flugvollur, hefur
verið unnið á árunum 1905—
1966 að nýjum vegarfeafla frá
Úlfisá og innfyrir KirtkjuibóLsá
í Engidal. Eftir er að leggja
um 250 metra kafla firá Ulísá
frá Kirkjubólsá, sem verður
væntanlega gengið firá í sum-
ar. Fjárveitimg í þennan veg
á árunum frá 1965—1968 eru
2.4 millj. kr. Ennfremur hef-
ur verið byggð ný brú á Olfsá
á áránu 1965 og á Kirkjubólsá
í Engiildiail 1966. Hér má bæta
við, að tvær brýr aðrar haía
verið byggðar á þassu srvæði
á Hnífisdalsá 1965, og á Hólsá
í Bolungarvík 1966.
Hér vestra er mikill áhugi
fyrir Djúpveginum. Sumir
tala eins og framkvæmdir við
hann hafi veráð stöðvaðar, en
því fer fjarrá. Á gildandi vega-
áætlun er veitt til 'hans 5,6
millj. kr., og er það eitt hæsta
firaimlag til vegagerðar á Vest-
fjörðum utan Vestfjarðaráætl-
unarinnar. Þarna er um að
ræða vegagerð á svæðinu firá
Hattardal að ögri í ísafjarð-
Framhald á bls. 21.
og inn á Laiugarnes, og kafla
Hinn nýi og fullkomni vegur í Breiðdal, en af lionum verður hin mesta samgöngubót.