Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967.
Hafnarmannvirkin í Ölafsvík.
Aðstaðan í höfninni hefur
gjörbreytzt á síðustu árum
- segir Böðvar Bjarnasson, byggingameistari í Ólafsvík
BÖÐVAR Bjarnason, bygginga-
irueLstari er byggingafulltrúi í
Ólafsvík. Við hittum Böðvar,
Iþar sem hann var að vinna við
kirkjubygginguna í Ólafsvík nú
6 dögunum, fórum á heimili
ihans og spjölluðum við hann um
stund.
— Það er töluvert líf í bygg-
ingamálium hér. Mikið hefur
verið byggt á síðustu árum. Á
úirinu 1966 voru t. d. 11 í'búðar-
hús í byggingu og nú í ár er
búið að sækja um allmargar
byggingalóðir. Eru áreiðanlega
ekki öll kurl komin til grafar
enn í þeim málum. Verður ör-
Ugglega byggt meira hér í sumar
en búið er að sækja um lóðir
ifyrir.
— Aðaliáhugaimál okkar er
.hafnarmálið, enda byggist öll af-
Ikoma þessa þorps á því ajð höfn-
in verði sem bezt útflutnings-
höfn. í sumar er áætlað að lengja
Bvokallaðan Norðurgaxð um 15
rnetra og í því augnamiði er
iangt komið með að steypa ker
í þá framkvæmd í Grundarfirði.
Verður kerið sett niðuir síðari
hluta sumars. Samkvæmt áætlun
Vitamálastjórnarinnar mun þessi
fframkvæmd kosta um 5 milljón
krónur.
— Jú það eru mörg ár síðan
framkvæmdir við höfnina hóf-
ttst, en mest og bezt hefur verið
unnið og sérstaklega miklum
áfanga náð á síðastliðnum tveim
árum. Byggð hefur verið
Böðvar Bjarnason
byggingameistari, Ólafsvík
bryggja, sem verið hefur til
stórkostlegs hagræðis fyrir bát-
ana. Áður en hún var byggð,
þurftu þeir að liggja við Norður
garðinn, sem var mjög erfitt,
því að sjór gekk yfir hann í
vondum veðrum. Auk þess var
takmarkað athafnasvæði til
löndunair við hann. Hins veg-
ar hefur með tilkomu nýju
bryggjunnar aðstaðan algjörlega
breytzt. Norðurgarðurinn er nú
meir notaður fyrir hin stærri
skip.
• — Byggingar hins opinbera
Ásmundur Jónsson verzlunarmaður
í Borgarnesi:
Dómur kjósenda Sjálf-
stæðisflokknum í vil
BORGARNES er einn helzti eiga ekki sízt ræfur sínar að
verzlunarstaður í Vesturlands ^ekja til hafnarinnar. Áður
kjördæmi. Ásmundur Jóns-
son, verzlunarmaður en ný-
orðinn 75 ára og man verzl-
unarsögu Borgarness mjög
vel.
— Ég er búinn að eiga hér
heima í 50 ár — sagði Ás-
mundur, og leit upp frá vinnu
'sinni um stund. Nær allan
tímann hef ég verið við
verzlunarstörf, fyrst hjá Jóni
Björnssyni & Co, síðan hjá
Verzlunarfélagi Borgarfjarð-
ar og nú síðast hjá Sam-
Vinnufélaginu Borg.
— Satt er það. Miklar
breytingar hafa orðið á verzl-
unarhát’tum þann tíma sem
ég hef starfað við verzl-
un. Þægindin eru orðin
mikil á flestum sviðum.
fyrr var öllu skipað upp á
Framhald á bls. 22.
Ásmundur Jónsson
iÞægindin hér í Borgarnesi verzlunarmaður, Borgarnesi
hafa á árinu 1965—1966 verið
þær, að barnaskólinn var stækk-
aður um tvær stórar kennslu-
stofur og einnig var byrjað á
íþróttahúsi og sundlaug, sem lok-
ið er við að utan. f sumar er
áætlað að unnið verði við að
ganga frá að innan. Þetta er
mikið hús, sem bætir aðstöðu
til íþróttaiðkana mikið. Þá er
ætlunin að í þessari byggingu
verði einnig herbergi fyrir bóka-
safn, en það er nú í barnaskól-
anum.
Þá má geta þess að nýlega
voru keypt hingað tannlæknis-
tæki og bætir það aðstöðu til
tannlækninga mikið.
— Um kirkjubygginguna er
það að segja að hún er komin
langt og er vonast til að unnt
verði að taka hana í notkun með
haustinu. Kirkjan- mun taka í
Framhald á bls. 24.
Réttlátarca bú-
vöruverð en óður
- rœtt við Guðmund í Magnússkógum
GUÐMUNDUR Halldórsson
bóndi að Magnússkógum í
Dölum var að gera við girð-
ingar, ásamt syni sínum, þeg-
ar við hittum hann að máli
og spurðumst fyrir um bú-
skaparhorfur.
Möguleikarnir til búskapar
eru meiri núna, en þegar ég
hóf búskap 1999, sagði Guð-
mmndur. Þá var ekki hægt að
fá lán til neins og ræktun var
lítil, enda varla um ræktunar
styrki að ræða. Nú hefur orð-
ið á þessu gjörbylting. Land-
búnaðurinn er orðinn vél-
væddur og heyskapur fer nær
eingöngu fram á ræktuðu
landi. Það er miklu betra að
komast áfram nú án skulda-
söfnunar og verð á afurðun-
um er réttlátara, þó að segja
megi að enn skorti nokkuð á
í þeim málum. Mér finnst því
bjart yfir íslenzkum landfoún
aði.
— Eins og alltaf er o.g mun
verða, er margt ógert, jafnt
hér og annars staðar. Hér
þarf t.d. að bæta samgöngur,
en það kemur oft fyrir, að
ófært verður á sjó og landi í
þessa sveit yfir vetrartímann.
Við höfum énga höfn hérna,
nema smábryggju í Hjallanes
inu. Samgöngur á sjó þarf að
treysta. Sama er að segja um
rafmagnsmálin. Það er mjög
brýnt hagsmunamál landibún
aðarins að rafmagn komi á
hvern bæ á landiniu
— Ég treysti Sjálfstæðis-
flokknum bezt til þess að
halda á málum okkar bænda,
enda er það svo, að á þeim ár
um sem núverandi ríkisstjórn
hefur setið að völdum hafa
orðið mestar og beztar fram-
farir í landbúnaðarmálum. Ég
er því bjarfsýnn á komandi
kosningar og er það von mín,
að þeir sömu flokkar og nú
sitja að völdum fái umboð
kjósenda til að stjórna áfram,
enda tel ég að með því verði
hagur landbúnaðarins bezt
tryggður.
Guðmundur Halldórsson, Magnússkógum, ásamt syni smum.
Vegasambandiö heíur gjörhreytt
lifi fólks á norðan-
verðu Snæfellsnesi
- Samtal við Halldór Finnsson, oddvita í Grundarfirði
IIALLDÓR FinnsÞon er oddviti
í Eyrarsveiit og sparisjóðsstjóri
í Grundarfirði. Við hittum hann
6 hedmili hans nú á dögunum og
Bpjölluðum við hann um tetund.
— Ég hef verið oddviti hér í
níu ár, síðan 1958 og á þessu
itímabili hefur orðið ákaflega
mikil breyting hér. 1958 voru
Mjósundin óbrúuð — brúin á
Hraunsfirði ekki komin. Vega-
gerð síðustu ára hefur gjör-
breytt allri aðstöðu hér. Hér var
oft og tíðum vegasamibandslaust
meirihluta vetrarvertíðair áður
fyrr. Stóriframkvæmdir sem ráð-
izt hefur verið í eru: Mjósundin,
Búlandshöfði og Ennið. Vega-
samband um þessa staði hefur
komizt á á síðustu árum. Síðasti
hluti Grundarfjarðarvegar sem
leftir er að lagfæra verður lag-
tfærður í sumar. Til þeirra fram-
kvæmda var veitt 1340 þúsund
krónum. Nægir það til þess að
'byggja upp veginn í Kolgraifar-
hlíðinni. Verður þá kominn góð-
iur akvegur alla leið til Stykkis-
'hólms.
Þetta bætta vegasamband hér
á norðanverðu Snæfellsnesi hef-
ur gjörbreytt öllu lífi fólks.
Nægtr að nefna það að ég sem
alið hef allan aldur minn hér
hafði áður en vegurinn um Bú-
landshöfða var opnaður 1961 að-
Halldór Finnsson
oddviti, Grundarfirði
leins komið 4 sinnum til Ólatfs-
yíkur. Nú er margt að verða
sameiginlegt með byggðalaginu
og kynni að skapast milli fólks-
ins meiri en áður voru deemi til.
— Jú við bætt vegasamband
hefur Grundarfjörður eflzt mjög.
Nú fer hér fram mikil útskipun
og er ekið með vörur hingað frá
nærliggjandi þorpum. Hötfnin
hér á Grundarfirði er þar með
orðin ein aðalútflutningshöfn á
Snæfellsnesi.
— Vertíðin var mjög léleg —
lélegasta vertíð, sem ég man
eftir. Um það bil helmingi
minina aflamagn bar.st hér á
land heldur en í fyrra. Þetta
Veldur að sjálfsögðu miklum erf-
ilðleikum hjá okkur, þar sem
megnið af atvinnu hér á staðn-
um byggist á sjávaratflanum.
Héðan eru gerðir út 6 stórir
bátar og svo 10—12 bátar sem
ekki eru sbærri en 10—15 lestir.
Hinir smærri stunda lítið veiðar
á vetrarvertíð.
í samfoandi við höfnina vildl
ég taka fram, að mikið hefur
verið gert á undainförnum ár-
um og að sjálfsögðu hefur það
verið dýr framkvæmd, en hin
■nýju hafnarlög, sem sett voru á
isíðasta Alþingi gjörbreyttu að-
’stöðu þessara litlu sveitarfélaga.
ISamkvæmt nýju lögunum eru
Iframkvæmdirnar greididar atf %
hlutum af ríkinu í ,stað helmings
áðuir. í mörgum tilfellum var
þetta ákaflega enfitt, sveitarfé-
lögunum og því varð að afla
lánsfjár að miklum hluta. Sem
Framhald á bls. 22.